Ísafold - 25.01.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.01.1890, Blaðsíða 1
K.emui út á íMðvikudöjura »í laugardögum. Verð árgangsins (tO+arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan jolimánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema korain sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austwstrœti 8. XVII 8 Reykjavik. Iaugartragim 25. janúar 1890 Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið.; Bptir Jens Pálsson. VII. Hvernig verða samgöngur vorar innanlands svo auknar og bættar, að sú bót þoki hag þjóðarinnar um verulegt spor fram á leið ? pví verður eigi neitað, að þing og stjórn hafa á seinni árum gefið samgöugumáli voru talsverðan gaum; löggjafarvaldið hefur hvað eptir annað tekið málið til meðferðar, og reynt krapta sína á því svo kappsamlega, að út eru komin þrenn lög um vegina á íslandi é síðustu 30 árum, ein frá ráðgjafarþraginu, 1861, hin frá löggjafarþingunum 1875 og 1887. Síðan alþingi fekk fjárforráð landsins í hendur, hefir það og stutt að umbótuin á innanlandssamgöngunum með tölverðum fjár- íramlögum úr landssjóði, og nema fjárveit- ingar hinna 7 síðustu reglulegu þinga til vegagjörðar og strandferða samtals 553,000 króna. Af þessu fje er raunar ekki enn búið að verja þeirri upphæð, sem ætluð er árunum 1890 og 1891, og ekki heldur fje því, sem veitt var til brúargjörðar a Ölfusa, og er þetta fje samtals 125,000 kr. það eru þannig 428,000 kr., sem búið er að verja úr landssjóði til vegagjörðar og strandferða á síðasfcliðnum 12 árum. Fyrir 236,000 hafa verið Jagðir vegir, en fyrir 192,000 kr. keyptar strandferðirnar. A 12 árum hefir enn fremur verið lagt til vegagjörðar í landinu 1 dagsverk árlega af hverjum verkfærum manni 20—60 ára göml- um, og nemur það tillag á þessu tímabili allt að 600,000 króna. f>essi endurtekna löggjöf og fjárveitingar sýna óneitanlega viðieitni og vilja hjá þingi •og stjórn á því, að bæta innlendu samgöng- urnar. Bn þrátt fyrir þessi þrenn vegalög á 30 árunum síðustu, og þrátt fyrir það, þótt fullri miljón króna hafi verið varið til vega- gjörðar og strandferða á síðastliðnum 12 ár- um, þá hafa samgöngurnar innanlands ekki tekíð neinutn gagngjörðum breytingum. Landið á eptir sem cáður enga gufuskipafleytu, og vagnar hafa hvergi orðið upp teknir í stað lestahestanna; allt situr við sama, og sam- gönguleysis-okið hvílir með sínum heljarþunga & öllum landslýð. Vjer lítum fyrst á vegalögin 1861. Með þeim var öllum vegum á íslandi skipt í þjóð- vegi og aukavegi, og svo til ætktzt, að lagðir skyldu verða 5 álna breiðir þjóðvegir og 3 •álna breiðir aukavegir um land allt. Annars er meiri hluti laga þessara löng og nákvæm vegagjörðar- reglugjörð, og svo ýtarlega or sagt fyrir um, hvernig eggja skuli vegi, að svo lítur út, sem vegfræðingar, eða að minnsta ¦kosti menu, sem hafa ímyndað sjer, að þeir væru snjallir vegfræðingar, hafi samið lögin. Þar er t. d. sagt fyrir um, hvað eigi að gjöra ¦við mold upp úr skurðum meðfram vegunum, hvernig vegi eigi að ryðja, hvað eigi til bragðs að taka þegar svo stórir steinar komi fyrir á brautinni, að vegryðjendur ráði eigi við þá o. s. frv.; þar er og tekið fram, að vegir megi yfir höfuð ekki breyta stefnu frá því, sem verið hafi; að yfir mýrlendin eigi að leggja steinbrýr, sem ekki þurfi að vera breið- ari en lj al. o. s. frv. Landsstjórninni er svo falið að láta gjöra vegi um þvert og endilangt íslandeptir þessu vegagjörðarinstrúxi, og skyldu hreppstjórar, sýslumenu og amt- menn annast nm framkvæmdirnar. Bn höf- undar laga þessara höfðu færzt það í fang, setn þeir ekki voru færir um; vegalög þessi reyndust fánýt og vegir fóru óvíða batnandi, en allvíða versnandi, tneðan þau stóðu í gildi; enda var eigi við því að búast, að lög, jafn hraparlega vanhugsuð í meginatriðum sínura, gætu að liði orðið. Með þeim var ráðizt í það stórvirki, sem bersýnilega hlaut að kosta fje, er skipti milj- ónum króna, en fyrirtækinu ekki tryggt nauð- legt fje til að framkvæma það. þetta var vanhugsað. Og þótt nauðsynlegt fje hefði verið útvegað og stórvirki þetta framkvæmt, hvað hefði þjóðin þá fengið í aðra hönd fyrir sínar miljónir króna? Ekki vagnvegi, því svo hátt var þá ekki hugsað, heldur að eins greiðari lestavegi og reiðvegi, eða það hag- ræði, að ríða og teyma lestir upp á gamla móðmn um greiðari vegi en hún hafði áður átt að venjast. Að ætla að þetta hagræði gæti svarað hinum mikla kostnaði, það var í annan stað mjög vanhugsað. þá var það ekki síður vanhugsað af mönnum, sem brast verkfræðislega þekking, að lögleiða nákvæm- ar reglur um vegagjörð um land allt, og fela iramkvæmd slíks stórvirkis á hendur þeim mönnum einum, sem vitanlega báru ekkert skynbragð á þess konar verk fremur en al- þýðamanna. Svo virðist, sem hið fyrsta löggjafarþing vort, sem saman kom 1875, hafi sjeð, að vega- mál vort var komið í það óefni, að eigi mátti lengur við hlíta. Að minnsta kosti tekur það sjer fyrir hendur að semja uý vegalög, þau frá 1875; en lagasmíð þessi miheppnaðist. Hin vanhugsaða vegalöggjöf frá 1861, sem breyta þurfti frá rótum, var í öllum meginatriðum látm í gildi standa. Vegaflokkuninni einni saman var breytt. Blokkarnir urðu nú þrír: Ejallvegir, sýsluvegir og hreppavegir. Lög þessi bera það með sjer, að enn þyk- ir þinginu fullgóð hin fráleita vegagjörðar- reglugjörð í lögunum frá 1861, og að ekki bryddir enn á, að þingið hafi nokkurt veður af því, að neina sjerstaka kunnáttu þurfi til að ieggja góða og varanlega vegi. Enn er ekki hugsað svo hátt, að ísland geti eignast vagnvegi; og svo stóð að minnsta kosti til þess er Hovdenak kom hjor til lands. I trúnni á ágæti hinna fráleitu vegalaga frá 1861 heldur nú þingið 1875 áfram í full- um algleyiningi að bisa við lestavegabáknið gamla, sem fitjað var upp 1861. það varmí raunar loks bitið að sjá, að báknið mundi kosta stórfje, en landssjóði með fjallvegina á bakinu var ætlað að bæta úr þeim annmarka, —fjallvegum var sem sje varpað upp á lands sjóð með lögunum frá 1875. En enn sá þingið ekki, að hið fyrirhugaóa lestavegabákn var ekki aunað en hit, sem gleypa hlyti miljónir króna, en aldrei gæti dugað til veru- legra samgöngubóta, og að landsmenn væm litlu bættari fyrir 5 álna breiða vegi, svo framarlega sem þeir eptir sem áður yrði að hengja nauðsynjar sínarbeggja megin hryggj- ar og teyma á eptir sjer sína reiðingshesta á þessum breiðu vegum. t Páll prestur Jónsson. Að kvöldi hins 8. des. f. á. andaðist að Viðvík uppgjafa-prestur Páll Jódssou, á 78. ári, eptir 3 daga legu. Hann var að sj'álfs hans sögn fæddur 27. ágúst 1812, útskrifaður með lofi miklu itr Bessastaðaskóla 1837, prestvígðist 1841, og fjekk lausn frá prestð- skap 1886, mjög þrotiun að heilsu. Hann var prestur að Myrká í Hörgárdai 1846—1858 ; þá var Myrká sameinuð Bæg- isá; á Völlum i Svarfaðardal 1858—1878, Við- vík 1878—1886. Hann var tvíkvæntur; með fyrrí konu sinni, Kristínu porsteinsdóttur, átti hann 6 syni og 1 dóttur, sem öll komust upp, en eru nú dáin, nema 1 sonur, Einar bókhald- ari á Oddeyri. þar a meðal voru Snorri sál. faktor á Siglufirði, og Kristín sál. kona Ein- ars óðalsbónda á Hraunum.—Með seinni koa- unni.Onnu Sigr. Jónsdóttur, sem lifir hann, átti hann 9 börn.og lifa að eins 2 af þeirn, dætur. Síra Páll sál. var mjög merkur maðnr; hana var árvakur og skyldurækinn kennimaður, guðrækinn og trúrækinn, og vandaður, stað- fastur og vinfastur, þrekmikill og þjettur í lund, gáfaður, fróður um margt, einkenui- legur og gat verið mjög skemmtinn. Alkunn- ugt er, hve lipurt og hjartnæmt sálmaskáld hann var, og munu sálmar hans halda ininn- ingu hans í maklegum heiðri um ókommn tíma. Einnig eru til eptir hann hjartnæmar bænir og hugvekjur. Z. Sii.vt'oll.snesi, \2. jan. Veðrafar hefir verið all-óstöðugt frá því með jólaföstu, ýmist útsynnings-mold-köföld eða norðan snöggleg uppþotaveður, er optast hafa látið fljótt af aptur. Nokkrum sinnura hefir blotað, er í nokkrum hreppum hefir komið að svo góðum notum, að berang- ur hefir orðið, þegar aptur frysti. Axm- ars er snjókyngi orðið svo fjarska-mikið í mörgum hreppum, og algjörðar hagleys- ur aistaðar. Bærðir þess vegna víða mjög vondar, og fjallvegjr mega heita ófærir. Ilaustvertíðin í Olafsvík varð á endan- um allgóð; því seinni part vertíðarinnar lifnaði fiskiaflinn til muna, og þá komu smá-gæftakaflar. Hæsti hlutur varð tæp 7 hundruð; meðalhlutur um 4 hundruð. ^ljög var fiskurinn sniár. Blautan fisk hafa Olsar ótæpt lagt inn í haust, enda hafa nægtir af brennivíni verið þar að fá til skamms tíma, enda er það vara, sem Ólsurum mun koma manna verst án að vera.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.