Ísafold - 01.03.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.03.1890, Blaðsíða 3
71 Fundurinn var boðaður með fundarboði dag- settu 24. f. m., er þó ekki kom til birtingar í prestakallinu fyr en tveim dögum áður en fundurinn var haldinn. Yar þessi fundarboð- un lögmæti samkv. lögum um hluttöku safn- aða í veitingum brauða 8. jan. 1886? Fund- urinn var prýðisvel sóttur, þó veður væri mjög vont fundardaginn. A fundinum mættu 44 af 52, er atkvæðisrjett höfðu. Tveir prest- ar höfðu að eins sótt um brauðið, síra Eirík- ur Gíslason á Breiðabólstað á Skógarströnd og síra Páll Pálsson á þingmúla í Suður- Múlaprófastsdæmi, og hafði söfnuðurinn milli þeirra að velja. Hlaut síra Eiríkur atkvæði allra þeirra er mættu (44), en síra Páll alls ekkert. Munu sóknarmenn hafa verið búnir fyrir löngu (jafnvel heilu ári) að taka sig saman um að kjósa síra Eirík. I Heydalaprestakalli hefir fyrrum prófast- ur síra porsteinn pórarinsson á Berufirði hlotið kosningu, með 21 atkv. af 42, er greidd voru. Prestaskólakaud., biskupsskrifari Magn- ús Blöndal Jónsson hlaut 20 atkv., og Jón próf. Gutiormsson í Hjarðarholti 1 atkv. Póstgöngur. Eptir auglýsingu lands- höfðingja (Stj.tíð.) verða gerðar þessar breyt- ingar og umbætur á póstgöngum og brjefhirð- ingum frá byrjun 5. ferðar landpóstanna þetta ár, í apríimánuði: 1. Aukapóstferðin til Kefiavikur verður lengd út í Garð, og brjefhirðing sett á Utskál- um. 2. Aukapóstferðin frá Hraungerði að Arnar- bæli verður lengd að Búrfelli, og þar sett brjefhirðing. 3. Brjefhirðing verður aptur sett á Mýrum í Alptaveri. 4. Aukapóstferð verður stofnuð frá Höfða að að Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá, og þar sett brjefhirðing. 5. Póstafgreiðslunni á Akureyri verður veitt heimild til, eptir samkomulagi við amt- manninn í norður- og austuramtinu, að senda með brjef og póstsendingar fram í Eyja-fjörð, þegar nauðsyn ber til. 6. Aukapóstferð verður stofnuð frá Víðimýri fram í Lýtingsstaðahrepp, og þar sett brjefhirðiug. 7. A Lóni við Hjeraðsvötnin í Skagafjarðar- sýsiu verður sett ný brjefhirðing. 8. A Eyri í Gufudalshreppi í Barðastranda- sýslu verður stofnuð ný brjefhirðing. 9. Póstafgreiðslunni á Bæ í Króksfirði verð- ur veitt heimild til að senda með brjef og póstsendingar að Stað á Reykjanesi, þegar þörf gjörist. 10. Aukapóstferðin frá ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum verður, þegar nægur tími er til, lengd að Stað í Aðalvík. 11. Aukapóstferð verður stofnuð frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd út á Akranes, að Skipaskaga, og þar sett ný brjefhirðing. Söfnunarsjóðurinn hefir vaxið álitlega árið sem leið. Samkvæmt reikningi hans fyrir það ár (í Stj.tíð.) nam hann við árs- byrjun rúmum 1200 kr., en í árslok rjett að segja 20,000 kr. f>ar af var innstæða vaxta- eiganda í aðaldeild kr. 13141.09, í deild hinnar æfinlegu erfingjarentu kr. 629.10, í útborgunardeild kr. 3836.51, i bústofnsdeild kr. 1773.52, í ellistyrksdeild kr. 126.58. Hjeraðslæknir settur. Hinn 24. febr. setti landshöfðingi læknaskólakandídat Björn Ólafsson til þess upp á eigin ábyrgð að gegna hjeraðslæknisstörfum í Rangárvallasýslu (18. læknishjéraði), meðan embætti þetta er óveitt. Prestaköll Óveitt. Glaumbœr í Skagaf. Metið 1653 kr. Auglýst 7. febr. 1890. Upp- gjafaprestur er í brauðimi, sem nýtur eptir- launa samkvæmt 6. og 8. gr. eptirlaunalag- anna 27. febr. 1850. Mosfcll í Mosfellssveit. Metið 1273 kr. 67 a. Auglýst 13. febr. 1880. Tíðarfar. |>íður og leysingar hafa nú staðið í hálfan mánuð lengst af. Er jörð orðin marauð víða, og bezta hagbeit komin um iand allt að öllum iíkindum. Frost er ekkert í jörðu. Haldist þessu lílt tíð það 1 sem eptir er vetrar, má það heita framúr- skarandi árgæzka. Aflabrögð eru engin eða því nær engin byrjuð enn í nærlendum veiðistöðum, sem til spyrzt. J- I Með því að sjera L&rmar Jóhannessonar, aðstoð- arprests á Sauðanesi, sem andaðist í fyrra haust, hefir aðeins lauslega verið minnzt í blöðunum, þykir maklegt, þó nokkur sje fráliðið, að minnast hans hjer; Hann var fæddur á Litlu-Hvalsá í Strandasýslu 4. nóv. 1858. iforeldrar hans voru: Jóhannes Guð- mundsson, fyrrum sýslumaður í Stranda- Mýra- og Hnappadalssýslum, og M. Ragnheiður Priðrika Lárusdóttir, sýslumanns Thorarensens frá K.ini á Höfðaströnd. Á Hjarðarholti í Stafholtstungum ólst hann upp hjá foreldrum sinum. og eptir að faðir hans dó 1869 fór hann með móður sinni að Enni og þaðan nokkru síðartil Reykjavikur. Árið 1875 fór hann í latínuskólann og útskrifaðist þaðan 1881 með 1. aðaleinkunn. Tveimur árum siðar tók hann burtfararpróf af prestaskólanum og vígðist 16. sept. 1883 sem aðstoðarprestur til sjera V. Sigurðssonar prófasts á Sauðanesi. Árið eptir kvæntist hann Guðrúnu Björnsdóttur Skúlasonar, stúdents frá Eyjólfstöðum á Völlum. Síðustu æfi- ár sín þjáðist hann opt af illkvnjuöum nýrnasjúk- dómi, er var honum til mikillar hindrunar í em- bættisfærslu hans og leiddi hann síðast til bana. A Svalbarði í þistilfirði, er hann var staddur þar á kirkjuvitjunarferð, veiktisthann og audaðist þar eptir þunga 14 daga legu hinn 9. sept. 1888, en var jarösungiun á Sauðanesi 1. okt. sama ár: Af 4 börnum þeirra hjóna lifa 3 dætur: M. Ragn- heiður Priðrika, Bergljót, og Lára Ingibjörg (posthuma). — Sjera Lárus var maður vel mennt- aður og haföi stilltar og Ijósar gáfur og svo fagra og mikla söugrödd, að til þess var tekið. Hjá söfnuði sínum ávann hann sjer álit fyrir að vera lipur og hjartnæmur prjedikari, og ágætur barna- uppfræðari, og hefði honum enzt aldur og heilsa, má ætla að hann helði orðið talinn einn með beztu prestum landsins. Hve trygglynt og fals- laust hjarta hann hafði að geyma, glevma þeir eigi, sem nutu vináttu hans, og að höfðinglyndi og hjartagæzka voru auk þess lyndiseinkunnir hans, þaö vottaði hin viðkvæma hluttekningarsemi hans í kjörum bágstaddra og hjálpsemi hans við snauða menn, er leituðu hjálpar hans og honum var mögulegt að líkna. Fyrir sína fögru og prúðu framgöngu og hið eptirbreytnisverða dagfar, er lýsti sera Ijós á hinu síðasta heimih hans, og hæfði svo vel kölhm hans, ávann hann sér auk hins áðursagða virðingu og ást sóknarmanna sinna og allra heimilismanna. Hann dó frá börnum sín- um kornungum, en þeir sem þekktu. hve blíðan og nákvæman föður þau áttu, gráta fyrir þeirra hönd missi hans, ásamt hinni sorgmæddu móður. þessa minnist og sjera Matthías Jochumsson í kvæði því, er hann hefir ort eptir hann undir í hermanna-spítalanum, ávarpaðir blíðlega eða þeir sáu manu gráta yfir hörmungum þeirra; limirnir sprengdir og brotnir — beinin stóðu út úr sundurtættu holdinu —, sárin stokkbólgin og þegar orðin þakin af illyrmi. Jeg gleymi aldrei þeirri sjón, þó jeg verði tíræð. J>að var óumræði- iegt. Margir báðu guð liástöfum um að mega deyja. Og þó var eins og ylgeisla brigði fyrir í auga þessara aumingja, og hendin hreifðist til að veifa húfunni, sem þeir höfðu þá enga, þegar þá bar fram hjá merkinu stirnda og rákótta (merki Bandaríkjanna í Norður-Ameríku). Og svo að hristast og hossast yfir stokka og steina, þar sem hver hin minnsta hræring bakaði óþolandi sárs- auka. Og hvernig áttum við að fara að hlynna góðu að þeim ? Yið hjeldum skálinni með kælandi svaladrykk, sem við bárum með okkur frá spítalanum, upp að munninum á þeim, og þeir þökkuðu okkur með hrærðum huga. Aldrei iærist manni að formæla hern- aði og blóðsúthellingum, ef eigi á slíkri stundu. Jeg hitti Kittu þar úti á vígvellin- um, í miklu annríki, eins og vant er. Hún hjelt á vatnsskjólu í hendinni, og klyfjuð var hún af umbúðum og ljereptsræmum, til að binda um sár. Henni var brugðið; jeg hef aldrei sjeð hana með jafn-óglöðu bragði. »Vitið þið, hvort hann Sivert hefir fundizt?« spurði hún. Við gátum ekkert um það sagt. »|>eir þurfa á hjálp að halda í hermanna- skálanum«, mælti hún, og sneri á braut. »Hvar er hann?« spurði jeg. Hún gerði ekki nema benti á stóran hjali eða rangala, og jeg flýtti mjer þangað. Hið fyrsta, sem varð fyrir augum mjer, var stór hrúga af burtsniðnum limum, handleggjum, fótum, fingrum ; það var eptirtekjan læknanna eptir heilan sólarhring, og hafði þessu verið fleygt öllu út um gluggann og ekki haft meira við heldur en ef það hefðu verið lappir af hæns- um eða hundum. Allt í kring um húsið lágu heilar raðir af sá^rum mönnum, og biðu þess, að þeir væru bornir inn til »slátraranna«. þeir lágu þarna á meðan og hlýddu á ópin og veinin innan að. Jeg gekk örugg inn; jeg hafði einsett mjer, að láta ekkert fyrir brjósti brenna. En sú blóðlykt, sem lagði á móti mjer þegar jeg lauk upp hurðinni, og þó stóðu allir gluggar opnir! Blóð var á gólfinu, blóð á veggjunum, og blóðslettur jafnvel upp í rjáfri—hafði spýzt upp þangað. A stóru mahóní-borði út við gluggann lá einn vesalingurinn og engdist sundur og sam- an undir hnífum læknisins. Allt í einu flau« mjer í hug : en ef það hefði nú verið hann Arthur, seiu lá þarna ! — og þá var mjer allri lokið. Jeg hnje í öngvit niður á gólfið, atað í blóði. Gegn um suðuna fyrir eyrun- um lieyrði jeg kallað : »Farið út með kvenn- mauninn þann arna ; hana getum við ekki notað«. Jeg man það til mín þessu næst, að jeg lá irti á víðavangi undir eik, og hinn óyggi förunautur minn, svertinginn, stóð þar UPP y^1" mjer og var að stökkva köldu vatni framan í mig. jpegar jeg lauk upp augunum, tók hann til að hoppa og danza, og hrópaði: »Guð lof, frúurinn ekki dauður! frúurinn ekki dauður!« Jeg fyrirvarð mig fyrir að hafa verið svona ístöðulaus, en ekki treysti jeg mjer til að gjöra aðra atrennuna inu í líkskurðarskálann. Jeg fór út á vígvöllinn, til þess að binda þar um sár maima til

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.