Ísafold - 01.03.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.03.1890, Blaðsíða 1
tCeinut út á miðvikudögum og íaugardögum, Verð árgangsins (io^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundm við áramót, ógi]d nema komin sje til útgefanda íyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrceti 8. XVII 18 Reykjavík laugartiaginn 1. marz. 1890. lí^~ Nýir kaupendur að þ. á. ÍSAFOLD eru beðnir afsökunar á þvi, þótt þeir fái eigi fyrst um sinn fyrstu 10 blöðin af ár- ganginum,—ekki fyr en ef það lánast að kaupa þau inn aptur handa þeim, fyrir marg- falt verð. Upplagið er sem sje löngu þrot- ið. þeir hefðu allir getað fengið blaðið frá nýjári, ef þeir hefðu eigi of margir dregið fram yfir nýjár að gefa sig fram. Hentugast verður fyrir þá, sem enn vilja ná kaupum á blaðinu þ. á., að panta það frá 1. april næstkom. þeir fá blaðið samt meiri part ársins, 78 blöð, fyrir að eins 3 kr., on það eru kehningi oetri blaða- kaup en kostur er á annars hjer á landi, og fá þÓ í kaupbæti liið ágæta, einkarvinsæia Sögusafn ísafoldar 1889, meðan það endist. Gleymi menn nú eigi að gefa sig fram í tæka tið ! Þeir skuldunautar landsbankans, er tryggt hafa lán sín vieð fastcignarveði, og staðið hafa í skilum með afborgun og vexti, geta fengið afborgunartímann, 10 ár, lengdan um 5—10 dr, eptir fví sem um semur við bankastjómina. Svo geta og peir, er hafa tekið lán upp d styttri af- borgunartíma, fengið lengdan afborgunar- frestinn eptir pví sem um semur. Loks er einnig peim, er ekki hafa staðið í skilum, gefinn kostur d hinni sö'mu lcngmgu, ef peir fyrir 31. júlí p. d. greiða allt, sem peir eiga ógreitt samkvæmt skuldabrjefum sínum. peir, sem ekki semja sjálfir við bankastj órnina, verða að hafa hfer um- boðsmann, er semji fyrir peirra hönd, og skal pað tekið fram, að umboðsskjal peirra verður að vera undirskrifað' með vitundar- vottum. Skorað er d pd, scm sœfa vilja pessu boði, að gefa sig fravi fyrir 31. júlí p. á. Eeykjavík 21. febr. 1890. L. E. Sveinbjörnsson. Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið Eptir Jens Pálsson. XI. Eru fyrir hendi næg skilyrði fyrir því, að gufuskipsfyrirtæki það, sem «gufuskipsfjelag Faxaflóa og Vestfjarða» vill fá framgengt, geti borið sig, orðið staðgott, ef hið nauðsyn- lega f je fæst til að reisa það á stofn ? fægar jeg ætla að svara þessari spurningu, lít jeg fj'rst á ferðasvæði það, sem skipinu er einkum ætlað. |>að er vesturströnd ís- lands, sem því er ætlað að þræða, og auk kþess fara nokkrar ferðir landa á milli og 2 ferðir umhverfis land, eptir því sem ástæður leyfa. Ekkert getur verið augljósara en að vest- urströnd landsms sje betur fallin til strand- ferða en nokkurt annað jafnlangt strandsvæði á lanc.i þessn. Um fram norðurströndina og Austfirði hefur hún þann meginkost, að ís tálmar aldrei skipaferðum, og um fram hin hafnsnauðu suðurströnd hefur hún margar hafnir. Inn í hana skerast tveir stærstu flóar landsins, Faxaflói og Breiðifjöiður, on vestur af þeim taka við eintómir firðir, hver öðrum betur lagaðir fyrir slíkar samgöngur ; það er eðlisásigkomulag vesturstrandarinnar, að rnest öll byggð hennar er strandbyggð í orðsins strangasta skilningi, svo að allar svoitir hennar geta haft bein not ferðanna. Vesturströndin er jafnframt langfjölbyggðasti bluti landsins ; á henni ern búsettir meira en § allra Jslendinga, og eru byggðir hennar hver annari frábrugðnar að búnaðarháttum og framleiðslu, og þurfa því að bæta hver annari það sem hina brestur, en geta það ekki fyr en betur greiðist um samgönguraar. |>annig er meginhluti Barðastrandarsýslu, öll Dalasýsla, <">11 Mýra- og Borgarfjarðarsysla, að undanskildu Akranesi, og Kjósarsýsla landbúnaðarhjeruð; aptur á móti eru Isa- fjarðar- Snæfellsness- og Gullbringusýsla að meiru leyti sjáfarútvegshjeruð. Hjer standa þannig tveir flokkar hjeraða með gagnstæð- um búnaði, ólíkri framleiðslu og afurðum hvor gagnvart öðrum. Er ekki bersýnlegt, að þeir þurfa að skiptast á og byrgja þaunig hvor annan að föngum sem mest má -verða'? Eða er innanlands-verzlun óþörf þessu landi, og er vesalings íslenzka þjóðin slík undan- tekning frá öðru fólki um heim allan, að hún þarfnist ekki þess, sem engin þjóð má án vera, en sje borgið við þau samgöngu- og viðskipta-kjör, sem engri annari menntaðri þjóð þykir lífvænt við ? Jeg set þessar spurningar fram þeirra vegna, sem telja samgöngur í stýl menningarþjóð- anna ómögulegur á íslandi, og sem í sam- göngumálum álíta allt óinögulegt á þessu landi, nema hið «ómögulega» ástand sem er. jpessir menn hafa náttúrlega enga trú á þessu máli nje neinu máli, sem fer í líka stefnu. þeir spyrja í sinni steinblindu vantrú: hvað á þetta skip að flytja? og segjast ekki sjá að það hafi neitt að flytja. — það er ekki erfitt að svara annari eins spurningu. Eins og á er vikið um vesturströnd íslands, þá eru sumar sýslurnar á henni svo vaxnar, að þær munu, svo lengi sem þar helzt byggð, framleiða sauðfje — kjöt, tólg, ull, skinn, smjör, vaðmál, o. fl. landvörur; aptur eru aðrar, sem um aldur og æfi munu einkum framleiða alls konar fiskivöru. Nú þurfa fisk- framleiðendur á fleiri íslenzkum vörum að halda en fiski, og landvöruframleiðendur girnast fiskmeti í bú sín. fæssir aðilar þurfa því að skiptast á, og af því þeir þurfa þess, mundu þeir gjöra það ef þeir gætu. En þá fyrst geta þeir það, er vörurnar geta orðið fluttar bjeraða á milli á skaplegan hátt. fegar það skilyrði er fengið, þá hefjast við- skiptin, það er eins víst eins og 2 og 2 eru 4; því þörf stendur á bak við og knvr þau áfram. Hvað mikið flutningamagu þessi við- skipti mundu þegar leiða í ljós er eigi unnt að aætla; hitt er víst, að nauðsynleg viðskipti, sem komast á vegna þess, að ný og hagíelld samgönguleið opuast, fara ætíð vaxandi, og flutningamagnið vex að sama skapi. Að því leyti sem skipið færi tvisvar á ári umhverfis land, eins og ráð er fyrir gjört í bráðabirgðaráætlun þeirri, er preutuð er á síðara boðsbrjef gufuskipsfjelagsins, þá kem- ur þetta sama fram á stærra svæði, og gildir um það sama Iðgmál. En það eru ekki að eins vöruviðskipti, sem hjeruð landsins þurfa að eiga hvort við ann- að, 'neldur og atvmnuviðskipti, og menn þurfa að komast til atvinnu sinnar; sveitamenn þurfa að komast í ver og kaupafólk í sveit, og hvorirtveggja hafa meiri og minni flutn- ing meðferðis. Flestum þessum mönnum gæti skipið ýmist stytt leið, eða flutt þá alla leið og sparað þeim tíma, krapta, fje og bralcninga. Er hjer ekkert smáræði um að ræða; það eru mörg hundruð manna og þúsundir vætta, sem þeir hafa meðferðis. Jeg skal þessu til sönnunar taka dæmi, þar sem jeg er kunnugur. Fari maður innan úr Seykjavík suður é, Suðurnes' 10.—12. maí, pá mætir maður hverjum sjómannahópnum á fætur öðrum; þeir eru að skreiðast fótgangaudi með byrðar á herðum sjer; þetta er aumleg sjón, og hverjum hugsandi manni blöskrar að sjá, hversu hinn dýrmætasti tími og hið dýrn.æta vinnuafl fer forgörðum, en jörðin, sem þessir menn eiga að yrkja, hrópar vanrækt á allar þessar vinnumanna hendur. Loks komast menn þessir heirn, en verða brátt að leggja á stað aptur með reiðings- hestana til þess að sækja skreið sína og annan farangur, sem þeir urðu að skilja eptir; í þessi ferðalög og það ónæði og umsvif á heimilunum, sem þessu ferðabjástri fvl<nr, eyðist mikið af hinum dýrmætasta voryrkju- tíma, bæði í sveitum og verbyggðum. Hvílíkur hagnaður væri uit það, að þetta vandræða-ástand breyt.tist í bað horf að gufuskip smalaði saman öllum þessum mönn- um og flutningi, og flytti þetta í leiðina t. d. til Hafnarfjarðar, Keykjavíkur, Hvalfjarðar, Akraness, Borgarfjarðar eða Breiðafjarðar, eptir því sem við ætti. Sama er að segja um saltfisk sjómanna; hvílíkur munur væri að senda hann með á- kveðnu skipi á ákveðnum tímaá ákvörðunar- staðinn, og því flutningabraski á opnum bát- um, sem nú á sjer stað? Jeg hef tekið þessi dæmi hjeðan úr ná- grenninu fyrir kunnugleika sakir; en ekki efast jeg um, að svipað gagn megi verða að ferðum hins fyrirhugaða skips fyrir sjómenn í verstöðunum í ísafjarðar- og Snæfellsnes- sýslum. þessu næst vil jeg minnast á kaupafólkið; flytji skipið það og sæki á hentugum tírnum, eins og því er ætlað í ferða-áætluninni, þa

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.