Ísafold - 01.03.1890, Blaðsíða 4

Ísafold - 01.03.1890, Blaðsíða 4
r 72 t ■nafni ekkjunnar. f>að munu engar ýkjur, að siera Lárus hafi oriMð öilum harmdauði, sem þekktu hann vel; því þar dó sannarlegt prúömenni og valmenni. Guttormur Vigfússon. Leiðarvísir ísafoldar. 362. Er ekki hreppsnefnd heimilt að gera skrif- legt mat á „efnum og ástæðum1* útsvarsgjaldenda í hreppnum eftir öðrum reglum en tíund og fram- tali, og leggja þetta mat til grundvallar fyrir nið- urjöfnun aukaútsvara? Sv.: Já, óefað. 363. Hafi hreppsnefnd gert slíkt mat, er hún þá skyld að ieggja það fram ásamt niðurjöfnunar- skránni? Sv.: Nei, engan veginn. 364. Er ekki öllum leyfilegt að skjóta refi, þótt á annars manns landi sje og um vetrartíma? Sv.: Jú. 365. Nú er ( iandi jarðar tangi, þar sem refir ganga ofan 'að sjónum, og er þannig lagaður, að tóur þær, sem komnar eru ofan í tangann þegar skotmaður kemur þar, þurfa ekki að slnppa fram- hjá honum, og hefir jarðarábúandi hag af að skjóta þær á veturna, vegna skinnanna. Getur landeigandi eða leiguliði fyrir boðið öðrum að skjóta refi í þessum tanga á þeim tíma,, sem hann eða hans menn ekki eru þar? Sv.: Nei, ekki ef þessir aðrir þurfa ekki að reisa þar skothús til þess'; þá fer sem segir í 8. gr. veiðitilsk. 20. júní 1849. 366. Hefir sýslumaður eða sýslunefnd vald til þess að banna hreppsnefnd að við hafa ákveðna reglur við niðurjöfnun aukaútsvara, svo sem, að meta. efni gjaldenda til ákveðins gjaldstofns og leggja útsvörin á þann gjaldstofn? Sv.: Nei, því fer fjarri, svo framarlega sem hreppsnefndin hefir gætt þess, að miða eigi ein- göngu við þennan gjaidstofn, heldur jafnframt við aðrar „ástæður11 gjaldanda (heimiliskringumstæður, skylduðmagafjölda o. fl.). 367. Getur sýslumaður eða sýslunefnd ónýtt niðurjöfnun hreppsnefndar á útsvörum í héilu lagi og skipað henni að jafna niður á ný, at þeirri á- stæðu, að nefndin hafi ekki jafnað niður eftir „efn- um og ástæðum“? Sv.: Nei. 368. Er það rjett aðferð, að gjaldendur kæri hreppsnefnd fyrir sýslumanrii cptir 27. gr. sveit- arstjórnartilskipunarinnar 1872 fyrir niðurjöfnun aukaútsvara í heild sinni, og hvað er rjett að sýslumaður gjöri við slíka kæru, ef honum er send og þess krafizt að niðurjöfnunin sé öll ónýtt eftir 27. gr. svstj t lsk.? Sv.: Slíka kæru á sýsluniaður að virða að vett- ugi, svo sem aðra markleysu, svo framarlega sem hreppsnefndin hefir ekki gjört reglulega ályktun um að viöhafa aðra niðurjöfnunaraöferö en hina lögskipuðu (eptir efnum og ástæðum). 369. Ef útsvarsgjaldendur nokkrir kæra niður- jöfnun útsvaranna á venjulegan hátt til hrepps- nefndar, og krefjast, að nokkur út.svör sé færð niður og hreppsnefnd sannfærist um, að krafan sé á rökum byggð, getur nefndin þá ekki hækkað aukatillög hjá öðrum gjaldendum, sem kærendur haf'a borið sig saman við og bent á, án þess að kalla þá gjaldendur til fundar, ef nefndin er sannfærð um að þeir ættu að gjalda meira útsvar? Sv.: Nefndinni er skylt að kveðja þá til fundar við sig, sem kært er yfir. 370. Hvernig á hreppsnefndaroddviti að fara að, ef einn af nefndarmönnum er í flestum málum ó- samþykkur hinum nefndarmönnunum og neitar bæði að skrifa undir gerðir nefndarinnar og að bóka ágreiningsatkvæöi, en starfar bak viö nefnd- ina að því að ónýta gerðir hennar og jafnvel kærir hana fyrir sýslunefnd? 8v.: Láta hann eiga sig, nema ef hann veitir framkvæmdum nefndarinnar mótspvrriu; þá má kæra hann til hegningar fyrir það brot, eins og hvern annan, sem slíkt gjörir. 371. Getur hreppsnefndarmaður velt af sér á- byrgð á gjörðum nefndarinnar með því að neita aö slcrifa undir gjörðir hennar, þótf viðstaddur sje? Sv.: Nei. 372. Eiga kærendur útsvara ekki rjett á því, að hreppsnefndin sendi þeim skriflegan úrskurð sinn? Sv.: Nei, ekki nema þess þurfi til þess að geta áfrýjað úrskurðinum. 373. Ef kærendur skjóta útsvarsúrskurði hrepp- nefndar til sýslunefndar, er þá rjett að þeir riti nýja kæru með nýjum ástæðum til sýsluuefndar, og sem hreppsnefnd hefir ekki sjeð? Sv.: Bannaö er það ekkí, en það er óhreinleg aðf'erð. 374. Er hreppsnefnd skyld að skila kærendum aptur útsvarskærum þeirra? Sv.: Nei, engan veginn. 375. Eiga útsvarskærendur heimting á að hreppsnefndin felli úrskurði sína í heyranda hljóði, en ekki fyrir luktum dyrum? Sv.: Nei, útvarskærendur eiga enga heimting á því. 376. Ef fjelag er stofnað, og hefir sett sjer glögg lög, en einhver fjelagsmaöur brýtur lögin, er þá ekki hægt að fá hann dæmdan eptir fje- lagslögunum? Sv.: J ú. 377. Ef fjelagslög mæla svo fyrir, að nefnd fje- lagsmanna úrskurði um Ijelagsdeilur eða brot á lögum fjelagsins, og slík nefnd hefir úrskurðað, að nokkrir fjelagsmenn skuli borga skaðabætur, en þeir trássast við að borga, er þá ekki hægt að fá þá dæmda af hjeraðsdómara til þess að hlíta úr- skurði fjelagsnefndarinnar og borga skaðabæt- urnar? Sv.: Jú. 378. Hver á að bera kostnað, sem af því leiðir þegar sýslumaöur skipar hreppstjóra að taka lög- taki þinggjöld, sem hlutaðeigendur eru búnir að borga löngu áður en lögtakiö er skipað? Sv.: Sýslumaðurinu. AUGLÝSINQAR ísamfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. ; a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út f hönd. Jörðin Oseyri, rjett við Hafnarfjarðar- kaupstað, fæst til kaups og ábiiðar í næst- komandi fardögum 1890. Jörð þessi er 6T6g% hndr. eptir síðast jarðamati; tún hennar er ágætlega hirt og vel um-girt; það fóðrar næstum 2 kýr í meðalári. Með jörðinni fylgir í kaupinu 6 ára gamalt, mjög vel vand- að íbúðarhús úr timbri, og átta hús önnur, flest ný-uppbyggð. þ>eir sem sinna vilja þessu boði, snúi sjer til G. Zimsens i Hafnarfirði. Jörðin Svalbarði í Bessastaðahreppi, fæst til kaups eða ábúðar, í næstkomandi fardögum 1890. |>eir sem sinna vilja þessu boði snúi sjer til C. Zimsen í Hafnarfirði. í Pjððólf vantar mig 21. bl. af XXXI. árg. og gef’ jeg fyrir það óskemmt 50 aura. Rvík (Aöalstr. 3) 28. febr. 1890. Helgi Jónsson. LEIÐRJETTINGr. Til leiðrjettingar við aug- lýsingu frá liinu íslenzka Náttúrufræðisfjelagi verður að geta þess, að gefandi súlunnar, sem þar var getið um, er Arni (líslason i Kállavík í Isafjarðarsýslu, en konsúl Sigfús Bjarnarson sendi fjelaginu hana. í stjórn fjelagsins. Reykjavik, 20. febrúar 1890. Bcn. Gröndai. Rit8tjóri Björn Jónason, carid, phil. PrenismiðÍD Isafoldar. bráðabirgða, þeirra sem jeg fann. En guð fyrirgefi mjer það, að jeg var honum þakk- lát fyrir það undir niðri, að hann Arthur lá óhultur heima á spítalanum og hafði ekki verið í þessari skæðu orustu. 30. nóvember. Níi er búið að halda þakkarmessugjörð úti á vígvellinum fyrir sigurinn, eptir að búið var að ryðja valinn. Bæðustóll var reistur á miðjum vellinum, umkringdur herblæjum Bandaríkjanna og merkjum þeim, er tekin höfðu verið herfangi af sunnanmönnum; her- mennirnir höfðu skipað sjer í þríhyrning fyrir framan ræðustólinn, allir uppstroknir og prúðbúnir eptir föngum. |>að var áhrifa- mikið að heyra sálmasöngshljóminn úr mörg þúsund börkum. Bæðan var stutt, eins og átti að vera ; en þegar presturinn flutti síð- an guði þakkir, drottni herskaranna, fyrir að hann hefði verndað hinn rjettláta málstað,— þá grjet jeg beisklega ; jeg gat ekki að því gjört. »Er guð þá guð styrjaldar og blóðs- úthellinga«?, hugsaði jeg. »Er þetta hrylli- lega atferli, sem jeg hef verið sjónarvottur að, honum velþóknanlegt, samkvæmt hans vilja? Hvernig getur nokkur maður, sem sjeð hefir, hvernig liðið er útleikið eptir jafn- skæða orustu og þetta, þessa hryggilegu sjón, sem jeg sá og aðrir í handlæknaskálanum,— hvernig getur hann talað um styrjöld og mannavíg öðruvísi en með hinni inestu and- styggð, svo sem bölvun mannkynsins? Hvernig getur nokkur maður — þótt það sje aldrei nema prestur —, staðið á vígvelli, þar sem leggur fyrir ýlduna af hálfrotnuðum lim- um, sem leynast innan um runnana, — hvernig getur hanu verið svo djarfur, að nefna guðs heilaga nafn í sambandi við ann- að eins ? Hví dirfist hann að eigna guði þjáningar hinna sáru manna, eymd og vol- æði bæklaðra og örkumlaðra, tár ekkna og mæðra, eyðing landsins, örbirgð manna svo tugum þúsunda skiptir — þeim guði, sem segir: »fú skalt ekki manu vega«? Hví dirf- ist hann að bera marga góða og göfuga menn og konur í suðurfylkjunum, sem ekki hafa komið nærri neinum afskiptum af landsstjórn- armálum, en verða að senda grátandi syni af stað í hernað þenna og sjá þá aldrei apt- ur, fólk, sem missir aleigu sína og kemst á vonarvöl, — hví dirfist nokkur maður að bera þessa menn saman við Kanverja, sem átti að uppræta fyrir augliti drottins? Ætli ekki muni nú í kirkjum sunnanmanna og á vígvöllum þeirra, þar sem þeir hafa borið hærra hlut, — ætli þar muni nú eigi fram flutt fyrir hásæti drottins hið sama lof og þakk- argjörð fyrir að hann hafi stutt þcirra rjetta málstað ? Nei, bölvuð sje öll styrjöld og ó- friður, sem niður sáir blóði og tárum, þján- ingum og harmi, sem spillir öllu láni mauua, heilsu og siðferði hinnar yngri kynslóðar. Bölvuð sje styrjöldin, sem æsir upp í oss ó- heilnæma ánægju yfir óförum og glötun fjandmanna vorra og dregur æskulýðinn frá friðsamlegri iðju. Og guð láti þess verða langt að bíða, þegar nú þessum vígaferlum linnir, að Bandamenn, sunnan og norðan, deyi með hendurnar hver í hári annars og bítandi hver annan á barkann, örvita af heiptar-æði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.