Ísafold - 22.03.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.03.1890, Blaðsíða 2
sjer nægja að hafa 100 þús. kr. í sjóði; þá hefði hann getað sent 100 þús. kr. upp í skuld- ina. En til þess þurfti hann að hafa að ininnsta kosti helming af þessum 200 þús.kr. í gulli og silfri. En það hafði hann ekki. Sjálfsagt 150 þús. kr. af þessari upphæð mun hafa verið í íslenzkurn seðlum. þarna kemur það ! — mun svarað. Af því bankinn leysir ekki inn seðlana, getur lands- sióður ekki borgað ríkissjóði 100 þús.kr., þótt hann eigi þá penínga til í seðlum. Rjett er nú það. Ef bankinn væri skyldur að leysa inn seðlana með gulli, hefði landssjóður getað farið með þes3ar 100 þús. kr. til bankans, fengið gull fyrir seðlana, og sent það gull upp í skuldina. þetta er alveg rjett. En gætum nú að. Til þess að vera skyldur til og til þess að geta leyst inn seðlana í svona stór- um stíl, hefði landsbankinn þurft að útvega sjer og hafa fyrirliggjandi svö hundruðum þúisunda skiptir í gulli. Og til þess að lands- sjóður geti borgað ríkissjóði þessar 100 þús. k., sem hann hefði mátt missa, og hann á til í seðlum, hefði hann þurft að breyta þeim í gull. Hver er þá munurinn ? Munurinn er að eius sá, að eins og nú er fyrirkomulagið, hvílir skyldan á landssjóði að breyta seðlunum í gull, en ef seðlarnir væri innleysanlegir í bankanum, þá lægi sú skylda á landsbankan- uvi að breyta seðlunum í gull. Nú er spurn : Er það ekki í sjálfu sjer öldungis sama, á hvorum þessara tveggja sú skylda hvílir, að breyta seðlunum í gull ? Eru ekki 100 kr. í gulli eða 100 kr. í seðlum jafnmikils virði, hvort heldur fyrir landssjóð eða landsbanka ? Eða, skyldi það vera »meiri svikt'!)» fyrir landssjóð, að borga 100 kr. í gulli fyrir 100 kr. í seðlum, heldur en landsbankann að gjöra það ? Báðir hafa sama gagn af 100 kr. í gulli, báðir sama gagn af 100 kr. í seðlum. f>etta mun hver maður með heilbrigðri skynsemi sjá og skilja. En það er einmitt kostnaðar-rawna og hœgra fyrir landssjóð, að leysa inn seðlana eða borga þú erlendis (rjettara: fá ríkissjóðinn til að borga út andvirði þeirra fyrir sig) heldur en landsbankann. Skoðum.hvernig landsbankinn mundi fara að, þegar landssjóður kæmi 31. des. 1888 með 100 þús. kr. í seðlum og bæði um gull fyrir. Bankinn hefir ekki gull, heldur segir : »Jeg ætla að að skrifa t. d. þjóðbankanum í Khöfn og biðja hann að lána mjer 100 þús. kr. handa þjer, landssjóður, og borga þær inn í ríkissjóð- inn fyrir þig». En vill nú þjóðbankinn gera það? Getur verið, með fullri trygging, t.a.m. í kgl.ríkisskuldabrjefum, og með fullumvöxtum. þetta væri sjálfsagt ekki ókleyft. En hvernig fer landssjóður að nu, þegar landsbankinn leysir ekki inn, skrifar ekki þjóðbankanum ? Hann lætur þessar 100 þús. kr. Iiggja kyrrar í sínum sjóði, lætur skuldina standa við rík- issjóðirm, og þarf enga vexti að gjalda af henni. þetta getur ekki landsbankinn; liann getur ekki aflað sjer 800 þús. kr. láns er- lendis vaxtalaust; gæti hann fengið sjer þar lán, yrði hann að borga af því fulla vexti. Af þessu er auðsær hagnaðurinn fyrir landið við það fyrirkomulag, sem nú er haft. þetta ástand landssjóðs, — þessi skuld við ríkissjóðinn — er svo sem ekki neitt voðalegt, þar sem landssjóður á í viðlagasjóði 1 miljón kr., þar af nær 208 þús. kr. í innritunarskír- teinum. það hefði líka, ef nokkur nauðsyn hefði til borið, mátt selja þetta innritunar- skírteini, og minnka skuldina þar með um 200 þús. kr. — koma henni niður í 130 þús. En úr því ríkissjóður tekur enga vexti af skuld sinni, þá lætur landssjóður sig muna um þær 7 þús. kr., sem hann fær ú ári hverju í vöxtu af þessu innritunarskírteini sínu, og hirðir því ekki um að selja það. Bíkissjóð- inn dregur það heldur ekki mikið, þótt hann eigi 300 þús. kr. hjá landssjóði,— hann, sem hefir fyrirliggjandi fje svo tugum miljóna skiptir; 300 þús. kr. eru ekki fyrir hann meira en 10 kr fyrir meðalbónda á Islandi; honurn stendur því öldungis á sama ; hann veit, að hann fær skuld sína óðar en líður. En ætli skuldin fari nú ekki vaxandi og geti orðið voðaleg á endanum ?— hugsa sumir. Auðvitað má láta hana vaxa, t. d. með því að verja tekjum landsins til alls annars held- ur en þeSS að endurborga ríkissjóði það, sem hann borgar út fyrir landssjóð; eins og t. d. bóndi, sem kominn er í 100 kr. kaupstaðar- skuld, getur látið skuldina vaxa með því að taka meira og meira út — vilji kaupmaður leyfa það —, en verja svo tekjum bús síns til alls annars, t. a. m. til að kaupa jarðir, eða lána náunganum gegn vöxtum. En eng- ar líkur eru til að fjármálastjórn landsins gangi á það lagið, ef hún getur borgað. Og það er hœgt að borga skuldina án þess að hlaupa í viðlagasjóðinn, og fjárhagsstjórn landsins mun þykja rjettara og búmannlegra, að láta batnandi fjárhag landssjóðsins laga þetta sjálfan, en hlaupa ekki í að seljaverð- brjef viðlagasjóðsins. þingið 1885 gengur alls ekki að því gruflandi, að tekjuhalli muni verða fjárhagstímabilið 1886—1887; því þótt fjárlögin fyrir þau ár gjöri ráð fyrir, að tekj- ur og gjöld muni hjer um bil standast á, þá semur það lög um að gefa eptir i ábúðar- og lausafjárskattinn; býst þannig við af þeirri orsök 35 þús. kr. tekjuhalla; það semur lög um landsbanka, og býst við að eyða til stofn- unar hans 20 þús. kr. — Sama er að segja um það, sem þingið gerði 1887, nema það kvað miklu meira að því. þá gerir þingið ráð fyrir svo miklum tekjuhalla, að nemur 40 þús. kr., og án þess þó, meðan harðærið stóð yfir, að lögleiða neinn tekjuauka til að bæta upp hallann, og í annan stað gefur þingið þá eptir í annað sinn b ábúðar- og lausafjár- skattinn, sem sje fyrir fjárhagstímabilið 1888 —1889; það gerir með öðrum orðum fyrirfram ráð fyrir 75 þús. kr. tekjuhalla. Tekjuhallinn, og þar af leiðandi skuld við ríkissjóðinn, er þannig engin vofa, sem. læðzt hefur að óvöru aptan að mönnum, heldur hefur fjármálastjórn landsins búizt við henni horft, fram á hana og látið sjer ekki mikið um verða. þingið gjörir það með á- settu ráði, að ljetta. sem allra mest á lands- mönnum útgjaldabyrðinni á þeim árum, þeg- ar gjaldþol landsmanna var sem minnst sak-. ir harðærisins, — að sjálfsögðu í því trausti, að batna mundi í ári aptur og þá mætti laga hallann. Nú hefur og síðasta þing stigið þegar stórt spor til að laga hallann, með því að hækka tóbakstollinn og leggja toll á kaffi og sykur. ■— Almeimingur út um land tók annars enn dýpra í árinni til að Ijetta, af sjer ritgjaldabyrðinni barðærinu heldur en þingið: landsrnenn spöruðu sem sje svo við sig vínfanga- og tóbakskaup, að tollurinn varð árið 1887 60 þús. krónum lægri en þing- ið áætlaði, og 95 þús. kr. lægri en 3 árum, áður. þessi stjórn á fjármálum landsins verður- Iiver maður að játa að er rnjög Iiyggileg, en alls ekkert glæfraleg. Maður getur sjeð í hendi sinni, hvenœr landssjóður inuni borga skuld sína ríkissjóðn- að fullu, án þess að taka til þess bragðs, að, selja verðbrjef viðlagasjóðsins, og án þess að. íþyngja landsbankanum með því að skipa honum að leysa inn seðlana. Landssjóður- inn mun borga til fulls, þegar fjárhagur lands- ins er svo aptur á veg kominn, að jarðabók- sjóðurinn (svo nefnist sá hluti landssjóðs, er landfógetinn gætir) hefur fyrirliggjandi í gulli og silfri, auk seðlanna, eins rnikla upphæð. og skuldinni nemur þá við ríkissjóðinn. Auk seðlanna, sögðum vjer. En hve mikið í seðlum eru líkur til að, landssjóður hafi fyrirliggjandi, svona upp og ofan? Vjer vitum, að ekki rná gefa út í seðlum meira en 500 þús. kr. Nú er líklegt, að bank- inn bafi sjálfur fyrirliggjandi um 100 þús.; þá eru eptir 400 þús. tíl að dreifa út um allt land og leggja fyrir í jarðabókarsjóð. Eptir reynslu undanfarandi 4 ára hefur að jafnaði verið fyrir- liggjandi í jarðabókarsjóðium 200 þús., og það í þeim árum, þegar menn voru óvanir seðlum og höfðu því að sjálfsögðu ýmugust á þeim. En látum oss leggja heldur vel í en hitt, og gjörum ráð fyrir, að í jarðabókarsjóði sjeu að jafnaði fyrirliggjandi 250 þús. kr. í seðlum, sem sje helmingur allra þeirra seðla, sem ut má gefa. Allur voðinn og skelfingin, sem leiðir af þessu bankafyrirkomulagi voru, og hr. E. M. hefur gjört mest veður út af, getur því í hœ sta lagi orðið sá, að landssjóður hafi fyrirliggjandi 250 þús. fram yfir það, sem hann þurfti að hafa fyrirliggjandi áður en bankinn var stofnaður. En þetta fje yrði honum samt engan veginn arðlaust, því bankinn borgar honum frá 1891 5 þús. kr. á ári, sama sem 2”/> af 250 þús. kr., í notum hlunninda þeirra, sem landssjóður veitir bank- anum. Yrðu þetta ekki nema 100,000 kr. ,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.