Ísafold - 22.03.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.03.1890, Blaðsíða 3
05 sem vel getur verið og er öllu líklegra, fengi landssjóður 5 í vöxtu þ. e. meira miklu en af öðru vaxtafje sínu. Til huggunar hinum ístöðulausu skal þess að lokum getið, að spár hr. E. M. eiga sjer hjer, eins og vant er, ærið laugan aldur, því skuldin við ríkissjóð hefur árið 1889 ekki ankizt um 1 miljón kr., eius og hann kvað mundi verða, heldur hefur hún lcekkað um nálægt 7 5 þús. krónur! Hún er því komin nú þegar niður í hjer um bil 255 þús. kr. Skilnaðarveizla. Eyrv. alþingismanni Jóni Olafssyni var haldin skilnaðar- veizla í gærkveldi í hótel Reykjavík, fyrir forgöngu alþingisforsetanna—Ben. próf. Kristj- ánssonar og síra Eir. Briems prestaskóla- kennara—og Björns ritstjóra Jónssonar. Voru í samsætinu milli 20 og 30 manna af heldri horgurum bæjarins,' þar á meðal ýinsir em- hættismenn (rektor Jón þ>orkelsson, landlæknir Schierbeck og margir fleiri). Björn Jónsson mælti fyrir minni heiðurs- gestsins. Kvað hann fornaldarrithöfund, ef upp væri risinn úr gröf sinni, muttdu að öll- um líkindum kjósa sjer J. (). öllum öðrum ís- lendingum fremur, er nú væri uppi, til þess að skrásetja sögu hans ; svo margt hefði á daga hans drifið, er sögulegt mætti heita í svip- aðri merkingu ogfornkappasögur vorar. Að vísu hefði hann eigi gjörzt vígamaður á barnsaldri, eins og Egill Skallagrímsson ; en langt fyrir innan tvftugt hefði hann samt hafið þau víga- ferli, er komin eru í staðinn fyrir vopnaburð- inn í fornöld : orðavíg blaðamanna, þar sem hann hefði gjörzt blaðamaður á þeim aldri, löngu fyr en dæmi væri til annars hjer á landi og þótt víðar væri leitað. Ærið hefði hann og átt sökótt síðan alla tíð. Að fám árum liðnum hefði hann farið útlagur, fyrir víg- sakir í njrjum stíl, til Norvegs, og skömmu þar eptir í aðra heimsálfu. þar hefði hann gjörzt nokkurs konar landkannandi og verið kominn fyr en nokkurn varði út á heimsenda. Eptir heimkotnu sína aptur til fósturjarðar sinnar hefði hann gjörzt landvarnarmaður,— ótrauður varnarmaður fyrir frelsi hennar og rjettindum í ræðum og ritum, setn hlaðamað- ur og þingmaður. Opt hefðum vjer dázt að því, hve fimlega og vasklega hann hefði vopn- unum beitt,—vopnum mælskunnar í ræðu og riti. Sammerkt ætti hann við forgeir Há- varsson í því, að ekki kynni hann að hræð- ast, en honum hefði líka. að sumurn fyndist, kippt það í sama kynið, að ekki þyrfti stundum annað til sakar en að liggja vel við höggi, eins og smalamaðurinn, sem studdist frarn á staf sinn og þorgeir hjó. En ólíkt væri það samt með þeim jþorgeiri, að þar sem hann lagðist þar á lítilmagnann, er hann hjó smalamanninn, þá væri hins skaplyndi miklu fremur það, að halda hlífiskildi fyrir þá, sem lítils væri um komnir. Vel og drengilega hefði hann opt við haunin komið á þjóðlíkama vorum; og þó oss hefði stundum virzt hann beita hnífnum lika við það, sem heilbrigt var, þá væri oss nu hitt minnisstæðara, hve annt honum hefði jafnan verið um veg og gengi fósturjarðar sinnar, og hVe vasklega hann hefði gengið fram í brjósti þeirrar fylkingar, er afla vildi henni nauðsynlegs sjálfsforræðis og hvers kyns frama. A honum ætti fyllilega heima þessi (eða þvílík) orð skáldsins Jóns Olafssonar : «Hann hefir ei æðrazt þótt inn kæmi sjór ()g endur og sinn gæfi á bátinn». Fyrrum mundi hann hafa verið fúsastur að taka sjer í munn orð Staðarhóls-Páls: «Skipið er nýtt en skerið er hró, skal því undan láta»; en eptir því sem aldur og þroski færðist yfir hann, mundi hann hafa komizt á þá skoðun, að lag og framsýni væri fullt eins vænlegt til sigurs, og fylgt henni í verki. Fyrir því mundum vjer, ef vjer hefðuui mátt enn kjósa, af tvennu til fremur hafa óskað að fósturjörðin hefði fengið að njóta hans um hinn ráðnara og þroskaðra síðari hluta æfi hans. En á slíku hefðum vjer ekkert vald, og yrðum vjer að láta oss nægja að kveðja hann nú með þakklæti fyrir hans vasklegu framgöngu undir merki fósturjarðar vorrar og góða lagsmennsku, og árna honum allra heilla á þessari nýju braut, er hann leggur nú út á, í hinni nýju heimsálfu, vit- andi það með vissu, að hann muni þar fvrir engan veginn slíta tryggðum við sma fornu fósturjörð. Jón Ólafsson : »Háttvirtu herrar og vinir! það hefir stundum verið sagt, og síðast nýlega, að mjer væri einatt ljett um málfærið. En þótt jeg sje nú orð- inn fullorðinn og nokkuð reyndur, nýbyrjað- ur á 5. áratug æfinnar, og hafi vanizt ý'u.su í lífinu, þá er eitt, sem jeg er alveg óvanur við, alveg »grænn« í, og það er, að það sje gert stáss af mjer. |>ví vefsi mjer nú tunga um tönn þessa síðustu daga. Jeg þakka innilega þau hlýju orð, sem til mín naf verið mælt, og þann sóma, sem mjer er sýndur hjer í kvöld. þetta er mjer þess vottur, að starfsetni mín, þrátt fyrir þá mörgu og miklu ófullkomleika og ágalla á henni, sem öllum hljóta að liggja í augum uppi, og engum eru þó kannske einmitt ljósari en mjer, hefir áunnið mjer nokkra góða vini meðal þeirra, sem jeg met mikils, og þett-a er eitt af því fáa, sem miðar til að gera mjer ljúfari skiín- aðarstundina við fósturjörðina, eða draga úr beizkju hennar. f>ví skilnaðarstundin er mjer fullbeizk satnt. Jeg hefi, eins og á hefir verið minnzt, tvívegis áður yfirgefið fóstur- jörðina, en þá hefi jeg gert það af því að annars var mjer eigi kostur; mjer var þá ekki vært hjer. Nú fer jeg hjeðan eptir sjálfs míns kjöri, ekki af þvf að rnjer sje ek' i vært, og ekki af því jeg óttist að jeg muni ekki geta dregið hjer fram lífið líkt og jeg hef gert ; ekki heldur af því, að mig dragi nein kærari köllun heldur en sú, sem jeg gæti haft hjer heirna. Og þó fer jeg nauðugur;—en jeg hefi kosið þennan kost mest vegna baruanna minna, sem mig langar ekki til að þurfi að lifa mfna æfi upp aptur. En það langar mig til að láta í ljósi hjer, að þótt undarlegt kunni að virðast um mig, sem jafnan hef verið, eins og á hefir verið minnzt, baráttunnar og stríðsins maður, þá geng jeg nú að minni nýju köllun vestan hafsins með þeim fasta og einlæga ásetningi, að reyna að verða þar friðarins og samciningarvmar maður, að reyna að efla samvinnu milli landa minna þar og hjer; reyna að draga úr þeirri beizkju, seni mjer virðist stundum koma fram á báð- ar hliðar í dómum hvorra um aðra, Islend- inga þar og hjer. |>að er sannfæring mín, að eins og Isiendingum vestra er nauðsyn- legt að varðveita sem bezt allt það göfug- asta og bezta úr þjóðerni sfnu og viðhalda eptir föngum andlegu samkvæmi við sína fornu fósturjörð, eins geti Islendingar hjer heima numið margt gott af löndum sínum vestra, og sambandið við þá verið þeim til ómetanlegs gagns í ýmsu tilliti ; en eitt hið fyrsta skilyrði fyrir því, að samvinnan geti orðið báðum sem heillaríkust, er að áliti mínu það, að samvinnan sje bróðurleg, svo að jafnvel aðfinningar og vítingar lcomi fram í formi, sem beri vott um þann hlýja vel- vildarinnar anda, sem óskin um að kippa í lið því sem aflaga fer, vissulega verður að vera sprottin af. Takist mjer að styðja að þessu, vona jeg að geta unnið þarft verk löndum mfnum jafnt þar sem hjer. Viljann hefi jeg til þess, og jeg get ekki betur kvatt ættjörð mfna með öðru, en að endurtaka þau orð, sem jeg kvaddi hanameð^eitt sinn áður: »Eg kveð þig, Island, verði þjer allt að veg og veiti guð þjer stóra framtíð enn og marga sonu, er elska þig sem eg, en eru meiri hófstillingar-menn«. Eg get eigi betra óskað fósturjörðinni, en að ekkert hennar barn mætti unna henni miður en jeg hefi jafnan gert og geri, en að mátt- ur og hæfileikar sem flestra þeirra mættu taka mínum fram. _ þá bæri jeg engan kvíð- boga fyrir framtíð Islands. f>essa ósk bið jeg yður að táka undir með mjer: Lengi lifi Island! pórhallur Bjarnarson mælti fyrir hlýrri bróðuranda vestan um haf frá löndum þar. þ>ess mundi eins dæmi f rnannkynssögunni, að irtflytjendur færu á eptir jafnhörðum orðurn um ættjörð sína og þjóð og íslendingar vestra hafa gjört. Hann kannaðist við, að margt væri satt og rjett í dómum landa vestra um oss hjer heima; en hann vildi minna á postul- legt orð, að tala satt í kærleika. Finni mað- ur eigi bróðurhugann á bak við vandlætið, verða aðfinningarnar eígi til leiðrjettingar, og samvinnan, sem enn er möguleg í ýmsum greinum, þrátt fyrir fjarlægðina, kemst eigi á. þegar ræðumaðurinn frjetti, að Jón Olafsson væri ráðinn vestur, var það fyrsta hugsun hans, að bót mundi ráðast á þessu meini, er Jón færi að leggja til málanna vestra. Hann treysti hinum góðu áhrifum heiðursgestsins, sem væri, eins og allir viðstaddir þekktu af eiginni raun, svo persónulega elskuverður og viðkynningar- góður, svo mjúkur og einkar- þýður í allri samvinnu. Hin allranýjasta saga vor bæri menjar um þessa eiginlegleika heiðursgestsius, ogmunduþeirnú eigisíðurkoma að góðu haldi í hinum nýja verkahring. þessi hugsun ræðumannsins staðfestist fyrir skömmu, er hann átti tal við heiðursgestinn, og nú hefði það glatt sig og alla viðstadda, að heyra hann lýsa því yfir í þessu skilnaðarsam- kvæmi. Ilann lýsti loks yfir virðingu sinni og vin- áttu til formanns kirkjufjelagsins vestra, síra Jóns Bjarnasonar, og hversu kært sjer væn, mætti sjer auðnast að standa í bróðurlegusam- bandi ogsamvinuu við hannogprestana vestraí þeim málum, sem þeim eðlilega stæðu næst, en hjer sem í öðru, er vor landa vestra og heima fer ámilli, værimest komið undir að varðveita sjálf samvinnuskilyrðin, það er að segja bróð- urhugann. PdlL Briem rnælti fyrir minni íslendinga í Ameríku, sem oss hjer heima þrátt fyrir allt væru kærari en allir aðrir i öðrurn löndum; það væri einmitt fyrir kærleikann, að vjer þættumst hafa rjett til, að segja hverjir öðr- um til syndauna; þegar kæmi frarn í þessu of mikill biturleiki, þá væri það venjulega komið af ókunnugleika og misskilnmgi. Sá maður, sem færi nú vestur um haf, hefði kunnugleikaun, og ef nokkur gæti kennt mönn- um að skilja, þá gæti hann það; vildi hann því óska, að Jón Olafsson gæti kennt lönd- um sínum hjer og í Ameríku að skilja hvorir aðra. Yjer ættum bræðrum vorum í Ame- ríku yunislegt gott upp að inna, og gætum vonandi margt af þeim lært. Gestur Pálsson þakkaði Jóni Olafssyni fyrir starf hatis í þarfir íslenzku bókmennt- anna, fyrst og fremst fyrir skáldskap hans sjálfs, sem hefði verið einhver hinn fyrsti á Norðurlöndum, er hefði smtið sjer frá úrelt- um «rómantiskum» hugmyndum til lífsins sjálfs, og þar næst fyrir það, með hve mikilli ánægju og gleði Jón Olafsson hefði allt af tekið móti öllu nýju í bókmenntunum; hvern einasta neista hefði hann gripið á lopti og reynt til að gera að ljósi til að birta og verma, og frernur öllum öðrum hefði hann vakað yfir og reynt til að hlynna að öllum nýgræð- ingi í íslenzkum bókmenntum. Daginn áður, 20. þ. m., fertugs-afmælisdag Jóns Ólafssonar, hjeldu Good-Templarfjelags- menn hjer í bænum honum einnig fjölmennt skilnaðarsamsæti;—hann hefir, eins og kunn- ugt er, verið einhver hinn mesti og bezti formælismaður hinnar nýju bindindishreifing- ar hjer á landi og unnið dyggilega og kapp- samlega í stjórn fjelagsins frá því það komst hjer á fót. Við það tækifæri gáfu stúkubræð- ur hans, í »Einingunni», honum menjagrip vandaðan, tóbaksdósir, er þessi orð eru á grafin meðal annars, af Arna Gíslasyni: »Nei, að halda sitt stryk, vera’ í hættunni stór, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.