Ísafold - 29.03.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.03.1890, Blaðsíða 1
Xemur út á miðvikudögum og íaugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrif.eg) bundin við iramót, ógild aeraa komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœtt S. XVII 26. Reykjavik, laugardaginn 29. marz. 1890. Framsyni. Gufuskipsmálið, þetta, sem „Gufuskips- fjelag Faxaflóa og Vestfjarða" hefir tekið að sjer, fær víðast mikið góðar undirtektir í orði. Mestallt, sem sagt hefir verið um nauðsyn þess og nytsemi, nú síðast ýtar- arlega og rækilega af síra Jens Pálssyni, vilja menn játa og undirskrifa. Mótbár- ur gegn því treysta þeir sjer ekki til að koma með, þótt þeir vildu, þær er nokk- urt hald sje í. í orði kannast þeir við, hve ómetanleg framför gæti að því orðið, ef flutningar „með eldi og eim" sjóleiðis gætu komið í staðinn fyrir hin afarkostn- aðarsömu og erfiðu ferðalög á landi eða með róðrarbátum, þar sem því verður við komið þeir vita og, að þótt vjer sjeum fátæk þjóð, þá erum vjer þess meira en megn- ugir, að leggja fram kostnaðinn til þessa fyrirtækis, 80,000 kr. það sem er ekki nema l/ig partur af því, sem vjer eyðum { eina munaðarvöru, kaffið, á einu ári; ekki nema Vr, eða Ve partur af því, sem vjer eyðum í áfenga drykki, þ. e. oss til skaðsemdar, á einu dri; ekki nema '/4 partur af því, sem vjer eyðum í tóbak á •einu ári. Ekki nema helmingur af því, sem landssjóður hefir varið á 12 árum til að leigja sjer fyrir misjafnlega hentugar og alls ónógar strandferðir hjá útlendu, yfirgangssömu stórgróðafjelagi; ekki nema þriðjungur af því, sem landssjóður hefir varið á 12 árum hinum síðustu til þess að leggja fyrir vegi, sem meira en helm- ingur af mun mega heita að sje hjer um bil eins og ógjört. Með því að draga við sig 12. hvern bolla af kaffi eitt ár, eitt einasta ár, og leggja andvirði hans í gufu4dpsíjóð, er hann fenginn, 80 þúsundirnar, á einu ári. Með því að taka einum fjórða parti minna í nefið eða upp í sig eða í reyk eitt ár, er sjóðurinn fenginn. Með því að drekka -ekki nema 4 potta af ölföngum eitt ár fyrir hverja 5 áður, er sjóðurinn fenginn. Hjer er ekki sagt, að menn skuli endi- lega fara þannig að til þess að hafa þetta fje saman. þetta er tekið fram að eins til að sýna, hve ótrúlega lítið þarf til þess, ef margar hendur vinna ljett verk,—hve ótrúlega litla sjálfsafneitun þyrfti til þess, ef því væri að skipta. Menn geta það mikið vel hjer um bil án allrar sjálfsafneitunar. þegar Ameríkumenn vildu hafa sig undan ójafnaðartiltæki yfirdrottna sinna, Englendinga, fyrir rúmri öld síðan, þá tóku þeir sig saman um að neita sjer al- veg, fyrir fullt og allt, um eina mestu uppáhalds-munaðarvöru sína, teið. Kaff- gjarna halda áfram að drekka af því 11 bolla fyrir hverja 12, sem vjer höfum drukkið hingað til á ári hverju, til þess að fá þessu nauðsynjafyrirtæki fram gengt, sem hjer ræðir um. Og þetta föstuhald, þetta tilfinnanlega(l) föstuhald þyrfti ekki að standa nema eitt ár, — alls eitt ár. Næsta ár mættum vjer gjarnan freka við oss kaffidrykkjuna aptur þeirra hluta vegna. Nei, það er ekki getuleysið, sem haml- ar oss. það er — framsýni, ein einkennileg tegund af framsýni pað er ekki algeng framsýni; það er ekki ensk eða amerísk eða frönsk eða þýzk eða dönsk eða norsk framsýni. pað er ís- lenzk framsýni, — íslenzk tegund af framsýni. — pað eru til islenzkar teg- undir af dyggðum, eins og t. d. af jurtum, svo sem íslenzk fjallagrös o. fl. pessi íslenzka framsýni lýsir sjer með- al annars í þessum eða því líkum orðum af munni þeirra, er mest hafa til að bera af henni: ,, Jeg œtla að vita fyrst, livort nokkuð verður af pví. Jeg er með, ef nokkuð verður úr því". Svo bíður hver eptir öðrum, til þess að vita hvort nokkuð verður úr því. Tugum og jafnvel hundruðum saman bíða menn nú með að taka þátt í gufu- skipsfyrirtækinu, eptir því, hvort nokkuð verður úr þvi. pað er mein, að sá eða þeir, sem búið hafa til hinar alræmdu Molbúasög- ur, þekktu eigi þessa makalausu íslenzku dyggð, "framsýnina" þannig lagaða. Hún hefði annars sjálfsagt komizt í það kostulega þjóðsögusafn. Lífspeki sú, er hún er grundvölluð á, stendur eigi hót á baki hinni nafntoguðu hagsýni og ráð- snilli Molbúanna. Tíu menn þurfa nauðsynlega að vera samtaka til þess að koma einhverju fram. pá segja níu þeirra hver í sínu horni: Jeg œtla að sjá fyrst, hvort nokkuð verð- ur úr pví.u Eða jafnvel að þeir segja það allir tíu, hver í sinu horni! Meiri hluti liðsmannanna segir á und- an orustunni við minnihlutann, sem veit að Hfsnauðsynlegt er eða óhjákvæmilegt að heyja bardaga: „Vjer viljum vita fyrst, hvernig ykkur gengur; við komum með, ef ykkur gengur vel", þ. e. ef nokk- uð verður úr því fyrir ykkur að halda uppi bardaganum. „Við erum með ef aðrir eru með." Ef allir 100 væntanlegir fjelagsmenn í ein- hverju fyrirtæki segja þetta hið sama, hver í sínu lagi, hvað verður þá stór tala þeirra, sem verða með? Enginn -f- eng- inn er = enginn. í stjórnarbaráttu vorri hinni fyrri var ið er varla í meira uppáhaldi hjá oss, en teið var hjá þeim; enda megum vjer[allt af nokkur flokkur manna, hinn svo nefndi minnihluti, sem hugsaði—og talaði stundum Hka — á þessa leið : „Víst væri það mikið gott, ef það fengist, þetta sem þið farið fram á. En við erum svo hræddir um, að það sje ófáanlegt, það sje enginn vegur að hafa það fram. Við eru með, ef nokkuð verður i'cr pví, að það fáist". Fyrir þessa „framsýni" þeirra meðfram eða að miklu leyti var það, að vjer urð- um að bíða meira en 20 ár eptir stjórn- arbót þeirri, er vjer fengum 1874. En — það er satt: þá voru þeir með; þá var minni hlutinn með, þegar sigurinn var unnin. Hann sló ekki hendi á móti ávöxtum sigursins, þegar hann var feng- inn. Hvernig gengur tíðum í kosningum, — alþingiskosningum, sveitarnefndakosning- um? ,Jeg kem, og kýs, ef hann (sá og sá) kemur. Jeg kem ef aðrir koma". Kjósendur eru 100. þar af segja 80 þetta sama, hver i sínu horni. Af hinum 20 ráða svo 11 kosningunni, eða þá að ekki verður löglegur kjörfundur. Allt afieiðing af hinni sömu óviðjafnanlegu —framsýni. pegar þjóðin fyrir þessa „framsýni" sína er orðin að strandaglóp í framfara- leiðanLjri mannkynsins og er dottin úr sögunni — komin undir græna torfu, þá mætti setja á leiði hennar þessi orð : „Hjer liggur þjóð, sem var allt af að bíða eptirþví, hvort nokkuð yrði úr sjeru. Húseignir á íslandi. Meðalannars merkilegs fróðleiks í Stjórn- artíðinda-landshagsskýrslunurn árið sem leið er skýrsla um húseignir hjer á landi árin 1884—1887, eptir Indriða Einarsson. peir, sem vilja bera á móti því, að landinu fari þó heldurframenaptur.munueiga einna örðugast með að rengja það.að mikill munur sje þó orðinn á hýbýlum manna nu og fyrir 30—40 árum. pað er varla svo einsýnn og einrænn ,.uppblásturs"-prjedikari til, að hann treysti sjer til að halda því fram, að hýbýlum manna hafi farið aptur hjer á landi á þessu tímabili, eða oss fari aptur jafnt og þjett í þeirri grein. eins og ýmsu öðru. það má lesa í áminnztri skýrslu, að á tímabilinu frá 1879 til 1887, einum níu árum, hefir húseignum á landinu fjólgað um rjettan helming að kalla má. Og þó voru 6—7 af þessum árum samfellt harð- indatímabil. Húseignir voru á öllu landinu fyrir tfu árum 562. En árið 1887 voru þær orðn- ar 1021. Skýrslan er dregin saman úr húsa- skattsskýrslum sýslumanna ogbæjarfógeta. þar eru þvf að eins talin kaupstaðarhús og önnur þau hús, er eigi fylgja jörðu,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.