Ísafold


Ísafold - 29.03.1890, Qupperneq 2

Ísafold - 29.03.1890, Qupperneq 2
102 er metin sje til dýrleika. En allvíða í sjávar- sveitum að minnsta kosti eru komin upp timbur- eða steinhús í bæja stað eða mold- arhúsa á jörðum, sem metnar eru til dýr- leika, og nær þessi skýrsla eigi til þeirra. Svo eru og eigi taldar kirkjur eða skóla- hús, sem eru skattfrjáls. í annan stað er þess að gæta, að skýrslan nefnir hús- eignir; en það er kallað ein húseign,sem virt er í einu lagi — sem ein eign — til húsaskatts, og er það mjög opt 2 eða 3 sjer- stök hús eða jafnvel fieiri, t. d. íbúðarhús með tilheyrandi útihúsum, hvort þau eru mörg eða fá; öll verzlunarhús sama kaup- manns í einhverju kauptúni; í Reykjavík er jafnvel stundum talið sem ein húseign, ef sami maður á tvö íbúðarhús saman. Eru því sjerstök hús miklu fleiri en húseignir, jafnvel allt að því helmingi fleiri. Eða svo var það í Reykjavík fyrir nokkrum árum (1881); þá voru húseignir þar 339, ensjer- stök hús 611. í alls einum kaupstað á landinu hafði húseignum fækkaff á þessu tímabili. |>að er Stykkishólmur. þ>ar voru 17 húseignir 1879, en 1887 ekki nema 16. í Reykja- vík hafði húseignum fjölgaff úr 310 upp í 432, á ísafirði úr 46 upp í 84, á Akur- eyri úr 34 upp í 57, á Akranesi úr 10 upp í 24, í Hafnarfirði úr 28 upp í 43, á Vopnafirði úr 3 upp í 13, á Seyðisfirði (í Seyðisfjarðarhrepp) úr 2iuppíg2, íSauð- árkrók úr 4 upp í 12. Á Eyrarbakka fer húseignafjölgunin langt fram úr því, sem gerist nokkursstaðar annarsstaðar; þar komast þær úr 4 upp í 28. Mun það vera því að þakka, að þar hefir árað betur en víða annarsstaðar á þessu tímabili til sjáv- arins. Virðingarverð kaupstaðarhúsa og ann- ara húsa, sem ekki fylgja jörðu, er metin sje til dýrleika, var 1879 kr. 1,924,000; en 1887 var það orðið kr. 3,863,000, eða fram undir 4 miljónir. það er með öðrum orðum, að fram undir 2 milj. kr. hefir verið varið í nýjar hús- eignir á níu ára tímabilinu frá 1879—1887. Hvaðan koma þessar 2 milj. kr.? Norðmenn eiga eptir ágizkun höfund- arins af þessum húseignum sem svarar 300,oookr., íMúlasýslum, við Eyjafjörð og ísafjörð, — Norðmenn þeir, er stunda eða stundað hafa hjer síldveiðar og hvalveið- ar. Landssjóður hefir látið reisa hús á þessu tímabili fyrirrúmar ioo.oookr. Aðr- ar 100,000 kr. hefir bankinn lánað til húsa í Reykjavík. f>á eru eptir 1,400,000 kr., er einstakir menn hafa lagt í nýjar húseignir á þessu tímabili, annaðhvort beinlínis frá sjálfum sjer, það sem þeir hafa grætt eða dregið saman á einhvern hátt, eða þá með lán- um, kaupstaðarlánum, sparisjóðslánum o. s. frv. Nálægt 320,000 kr. í húseignum voru 1887 almenningseign (mestallt landssjóðs); þar á meðal í Reykjavík 8 húseignir, virtar á nær 300,000 kr. Alls var virðingarverð húseigna í Reykja- vík þetta ár 1,747,000 kr., en ekki nema 946,000 kr. árið 1879. Næstur Reykjavík er ísafjarðarkaup- sfaður með 383,000 kr. húseign, þá Seyð- isfjörður(Seyðisfjarðarhreppur) með 239,000 kr., þá Akureyri með 200,000, þá Hafn- arfjörður með 128,000 kr„ þá Stykkis- hólmur með 110,000 kr., þá Eskifjörður með 106,000 kr. Hinir kaupstaðirnir eru fyrir neðan 100,000 kr. |>inglýstar veðskuldir i húseignum á öllu landinu voru rúmar 800,000 kr. árið 1887. Verða þá rúmar 3 milj. skuldlaus eign, svo þinglýst sje. Árið 1884 voru þinglýstar húsaveðskuldir 423,000 kr. Af þessum veðskuldum komu á Reykjavík þá (1884) 280,000 kr., en þremur árum síðar 593,000 kr. Höf. skýrslunnar telur að naumast muni dæmi til meiri kaupstaða-framfara á jafn- skömmum tima en þessi húseignavöxtur bendir til, það er að segja í þeim lönd- um, sem fullbyggð hafa verið um margar aldir. þ>ess ber að gæta, að landsfólki gerði heldur að fækka en fjölga á þessu tíma- bili, vegna vesturfara einkanlega. Hús- eignir hafa því eigi aukizt samfara fólks- fjölgun eða í hlutfalli við hana, heldur þrátt fyrir fólks-fcekkun. J>ær hafa aukizt um helming á fárra ára bili þrátt fyrir fólksfækkun. Kunnugt er, að kostnaðarsamara miklu er að búa í húsum en bæjum. Húsin eru fyrst og fremst dýrari eign í bráðina að minnsta kosti, meðfram vegna þess, að sá, sem á annað borð fer að koma sjer upp húsi, hann gerir sjer eigi að góðu annað en hafa þá jafnframt fyrirferðar- meira húsrúm en ef hann býr í bæ, svo sem miklu hærra undirlopt og fleiraþess háttar. Annað, sem mjög hleypir fram kostnaðinum fyrir þeim, er í húsum búa, er eldiviðareyðslan, margföld á við það sem í bæjum gerist að jafnaði. £n það er líka mikilsvert, sem fyrir kostnaðar- aukann fæst i aðra hönd, ef rjett er meó farið,—sæmilegurn þrifnaði haldið og við- hald eigi sparað um of. þ>að er heilnæm- ið fyrst og fremst, og svo margvísleg þægindi önnur. Slíkan kostnaðarauka til betri aðbúnaðar telur hver menntuð þjóð sjer til framfara. Hann er líka venjulega ávöxtur af vaxandi manndáð og atorku, og því ekki nema góðs viti. Siiðurmúlasýslil 2. marz : „Hjer hefir verið af bragðstíðarfar í vetur, sjaldan frost, optast þíðviðri. Seinustu 3 vikurnar ó- muna blíður. Klaki enginn í jörðu; snjór sjest ekki í byggð, ekki einu sinni í giljum. En hart hefir þó verið til fjalla fram í byrjun febrúarm., mikil snóþyngsli. Rjúp- ur flúið ofan í sjávarsveitirnar, og verið drepnar þar þúsundum saman. Hreindýr einnig flúið til Fjarða, og ber það þó ekki opt við. |>annig sáust 28 í einum hóp innst inn í Reyðarfirði. Nokkur hafa verið skotin. Sektin, 5 kr„ hamlar eng- um frá að fara á hreindýraveiðar, enda þykir mönnum friðunartíminn byrja of snemma. Æðarfugl hefir fallið mjög hjer fyrir suðurfjörðunum, einkum fyrri hluta vetrar, fundizt dauður hrönnum saman. Eigi vita menn, hver orsökin er til þessa faraldurs. Horaður hefir hann verið, og er þó ólíklegt, að hann hafi vantað æti í jafnmildum vetri. Gufuskipið Vágen frá Stavangri kom á Eskifjörð 17. febr. J>að var að flytja vörur til ýmsra kaupmanna á Seyðisfirði og Hrúteyrarverzlunar í Reyðarfirði. — Maður hrapaði til bana á Stuðlaheiði sunnan Reyðarfjarðar 22. febr., ungur maður og efnilegur frá Hafnarnesi 1 Fá- skrúðsfirði, Jón að nafni. Skaptafellssýslu miðri, 10. marz: Tíð- arfar milt og gott allan febr.; alstaðar varð örísa. Síðan 3, þ. m. hefir verið kalt, stundum 9—io° frost á R. A þorra- þrælinn kom hvalur innum Hornafjarðar- ós, og var drepinn í Árnaness veiðivatni, svo að Árnaness bændur eru að mestu, eigendur hvalsins, sem er sagður 30 ál. langur. Sagt er að talsverður fiskur hafi hlaupið í fjörðinn — nefnil. Hornafj., og voru menn farnir að ná í hann. — Á Pap- ós er nú kaffilaust, sykur- og brennivíns- laust, og eins á Djúpavog. Skaptafellssýslu vestanv. 16. marz: „Síðan jeg skrifaði yðurseinast, hefir tíð- arfarið hagað sér svoleiðis. Frá miðjum þorra fram að mánudegi í annari viku góu var allt af sifelldur mari og æskilegasta tíð, alstaðar varð örísa og jörð marþíð, en þá fór að frysta, og laugardag, föstu- og sunnudag var mikið frost, 12—13—14 stig á R. pessa viku hefir gert nokkurn snjó; nú er útsunnan jeljagangur með hvassvindi. J>að er að sjá haglaust til fjalla, og sem stendur er það hér; en það getur fljótlega breytzt, ef frost fer aðrjena; nú er frostlaust. I Meðallandi um 16 fiska hlutur, og miðja fyrri viku í Mýrdal 55 fiska hlutur við Jökulsá. Síðan munu Mýr- dælingar hafa hætt við. Alstaðar, þar til frjettist, litið um reka. Happa- og slysa- laust. Heilsufar manna allbærilegt. Engir hafa dáið síðan jeg ritaði yður síðast. Eins og optásjer stað er farið aðbrydda á bjargarskorti manna á meðal, en um heyskort heyri jeg hvergi kvartað. Aptur er almennur skortur á eldivið, svo það eru mestu bágindi með að kveykja upp eld. Fénaðarhöld munu nú í góðu lagi, en hey hefir mjer reynzt einum fjórða ljettara en í fyrra vetur. Rangárvallasýslu, 18. marz: þessi út- líðandi vetur hefir verið nokkuð óstillinga- samur, einkutn fram að jólum, en úr því voru snjóar allmiklir stöðugt fram að sjöviknaföstu; með henni brá við oggjörði mara-hláku og alauða jörð, og er það bezti kaflinn, sem komið hefir á öllum vetrin- um. En nú fyrir nokkru hefir aptur gjört ofsahríðar-storma með allmiklu frosti. Yfir höfuð héfir vetur þessi verið mjög gjaffeldur, eptir því,sem hjer gjörist; en bót- in er sú, að heyskapur var fremur góður næstliðið sumar, svo að flestir munu kom- ast af með hey síu. Fjenaðarhöld manna eru víðast hvar í dágóðu lagi. Almennt er að vakna og glæðast áhugi manna á framförum í búnaffi og búskap, þótt smátt fari og menn eigi stórt skref eptir óstigið í þeirri grein enn þá, eins og í fleiru. Bezta meðalið til að örfa áhuga manna og sannfæra menn um nauðsyn og nytsemi verklegra framfara er meiri upp- lýsing alþýðunnar: lestur blaða og bóka, enda eru blaðakaup heldur að fara í vöxt og lestrarfjelög að byrja á einstöku stað. En barnaskóli er enginn í sýslunni og á víst langt í land sumstaðar, og um- ferðakennarar eru hjer örfáir, sem þó eru nauðsýnlegir hjer og bændur geta haldið nokkrar vikur á heimilum sinum, án sjer- legs tilkostnaðar. Annars er vonandi, þar sem sveitakennurum nú er heitin styrk- veiting úr landssjóði, að það verði hvöt fyrir menn að nota sjer það, þar eð það má telja til hagsmuna á báðabóga, bæði

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.