Ísafold - 29.03.1890, Síða 3

Ísafold - 29.03.1890, Síða 3
103 I fyrir sveitakennara og bændur líka. Og enn nauðsynlegra tel jeg að væri fyrir sýsluna að fá umferðakennara, þar sem hjer eru viða stór og örðug prestaköll og prestum veitir því erfitt að sjá um, að hinum þörfu lögum um uppfræðing barna í skript og reikningi sje fylgt; enda mun þeim víða hafa verið slælega fylgt hing að til. Pöntunarfjelög eru tvö í sýslunni; annað í Landmannahrepj i, hitt i Holtun- um, sem standa í sambandi við „kaupfje- lag Árnesinga;“ lengra austur frá hafa menn enn ekki getað slitið ástfóstur sitt við hina dönsku kaupmenn. Pöntunarfje- lag Landamannahrepps verzlaði næstliðið ár fyrir hátt á 3. þúsund krónur, og varð hagnaðurinn mikill við það sem að verzla við kaupmann, þrátt fyrir skaða þann, er fjelagið beið af sauðasölunni í Reykja- vik þ>á eru og nýstofnuð búnaðarf]elög á stöku stöðum hjer i sýslu. Á Landi var eitt stofnað í hitt eð fyrra, sem heitir „Framfarafjelag Landmannahrepps“, og er tilgangur þess sá, að stuðla og vinna að hvers konar framförum í landbúnadi, auka og bæta túnarækt og engja, hlaða tún- garða og aðra vatnsveitinga- og vörzlu- garða. Einnig hefir fjelagið leitazt viðað bæta fjárrækt manna og í því skyni keipt kynbótarfje norðan úr fingeyjar- sýslu, þaðan sem fje er álitið að vera vænst, og hefir það gefizt vel og er álitið að vera til stórra bóta; hafa þaðan verið keyptir bæði lamb-hrútar og lamb-gimbr- ar, og vóg einn veturgl. hrútur, sem var fenginn þaðan, siðastl. haust 154 pd.;sýn- ir það ljóslega, að fje getur einnig verið vænt hjer sunnanlands, ef vel er gjört við það. Dagsverk þau, sem unnin voru i framfarafjelaginu næstl. vor, voru 268, en garðarnir voru samtals 1519 faðmar á lengd og voru þar túngarðar 589 faðm., engja garðar 180 faðm. og garðar til Varnar skriðu á tún og engjar 7,50 faðm. Æskilegt væri, að búnaðarfjelög þau, sem stofnuð eru víðsvegar um land, vildu birta skýrlur um framkvæmdir i blöðun- um, því að það getur verið til gagns og fróðleiks fyrir ýmsa. Póstskipið Laura, skipstj. Christjan- sen, lagði af stað hjeðan aðfaranótt hinn 27. þ. m. og fóru með því til Englands, kanp- maður þorl. O. Johnsson frá Evík, kaupm. Gísli Stefánsson frá Vestmannaeyjum verzl- unarm. Ásgéir Sigurðsson; til Ameríku Jón Olafsson ritstjóri með 2 börnum sínum, Jakob Olafsson Briem barnakennari og 3 vesturfarar aðrir; til Khafnar verzlunarstjóri Gunnl. E. Briem með frii sinni og syni, snöggva ferð. Enn vikið hneykslispresti frá embætti. Eptir tillögum biskups hefir landshöfðingi 22. þ. m. vikið frá embætti til bráðabirgða sókuarprestinum að Hofteigi í Norðurmúlasýslu, síra Stefáni Halldórssyni, fyrir drykkjuskapar-óreglu og þar af leiðandi hneyxlisathæfi ýmislegt. Eáðgjafinn mun eiga að skera úr, hvort lögsókn skuli beita við prest þenna til embættismissis fyrir fullt og allt, eða að hann verður sviptur embætti með konungsúrskurði, sem síður skyldi þó. Sigling. Hinn 23. þ. m. kom hið fyrsta kaupskip hingað í ár : Margrjet, skipstj. Guðm. Kristjánsson, eign Geirs Zoéga & Co, með alls konar nauðsynjavörur til þeirrar verzlunar. það er sama skipið og fór í haust til Spánar, með alíslenzka skipshöfn. í gær kom norskt timburskip, Amelie, 105 smálestir, skipstj. Kristensen, frá Mandal með við og lítið eitt af kartöflum tll lausa- kaupa. SKÓXiARÖÐIN. í skólaröðinni í siðasta bl. eru tvær villur í ölmusu-upptalningunni. Vilhjálmur Briem hefir 100 kr. í ölmusu, og Sigurður Pjetursson í V. bekk hefir 175 kr. í ölmusu, en Sigurður Pjet- ursson i 1. bekk ekki neitt. LEIÐRJETTINGAR. Á síðustu blaðs. 1. dálki i siðasta bl. 17. 1. a. o. stendur “alþýðumönnum" fyrir „alþingismönnum11. í sama dálki, efstu linu stendur „konsúll og kaupm,“ fyrir „kaupm., og konsúll11. AUGLYSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Samkvæmt alþingisályktun 1887 og ráð- herrabrjefi dags. 9. janúar 1888 (Stjórnartíð- indi 1888 B. bls. 21.) auglýsist hjermeð, að neðannefndar þjóðjarðir í Arnarstapa og Skóg- I arstrandar- umboði: ! 1. Dalur í Miklaholtshreppi, 1 2. Gaul í Staðarsveit, 3. Bláfeldur neðri í sömu sveit, 4. Lýsuhóll í sömu sveit, 5. Stóru-Hnausar í Breiðuvík, 6. Hólahólar sama staðar, 7. Ulfmannsfell í Helgafells-sveit. er um tfma ’nafa verið í eyði, fást til ábúðar frá næstkomandi fardögum næstu 5 ár, land- skuldarlaust, gegn því að ábúandinn svari venjulegum smjörleigum eptir þau kúgildi, er jörðunum eru látin fylgja, og vinni að jarða- bótum og húsabótum eptir því sem um semur. þeir, sem kunna að æskja ábúðar á einhverri þessara jarða, snúi sjer í því efni til umboðs- manns Jóns Jónssonar á Brimilsvöllum. Amtrn. í Suður- og Vestur-A'mti, Eeykjavík h. 22. marz 1890. E. Th. Jónassen- Uppboðsauglýsing. Föstudaginn hinn 18. n. m. kl. 1 e. hád.,. verður að undangengnu fjárnámi fyrir skuld, að upphceð kr. 690,25 til H. P. Duusverzl- miar í Keflavík, auk vaxta og málskostnaðar, opinhert uppboð sett á Króki í Garði í Bosm- hvalanesshreppi og þar seld góð jörð tilheyr- andi Ingvari bónda Ingvarssyni í Junkara- gerði í Ilafnahreppi til lúkningar ofangreindri skuld. Söluskibnálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.sýslu 26. marz 1890. Franz Siemsen. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, cr telja til skulda í dánarbui Helga sál. Sveinbjarnarsonar á Hlíðarfæti, er andaðist 30. marz f. að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 12 mánaða frá siðustu birtingu þessarar auglýsingar. Með sama fresti er og skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn. Skrifstofu Mýra- og Borgarfj.sýslu 27. febr. 1890. Sigurður l>órðarson. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn hinn 12., 26. n. m. og 10. maí þ. á. kl. 12 á hádegi verður opinbert uppboð haldið i Hafnarfirði, og þar selt hœstbjóðend- um, ef viðunanlegt boð fœst, timburhús sama- staðar, einloptað, tilheyrandi fjelagsbúi Eyólfs SvnrtidauiH l Nnrveni kom niður, var síðan reistur bær og heitir þar enn á Eldjárnsstöðum. þegar hann hafði þetta gjört til varuðar hugsar hann sjor að skoða kirkjuna. Hurð stóð í hálfa gátt og lykill í skránni. Á miðju gólfi 8tóð klukka og fyrir neðan altarið lá bjarndýr í híði. Veiðimaðurinn skaut bangsa þegar til bana, °g var feldurinn hengdur upp í kirkjunni; kváðu þar vera enn til synis rytjur af göml- UQ1 bjarnarfeldi svörtum. Maðurinn fann eitthvað af gömlum myndum i kirkjunni og fjórar klukkur stórar og eina litla. Hafði örin lent í einni þeirra og þaðan kom liljóð- ið. Litla klukkan er enn notuð, ef einhver villist í skóginum þar í dalnum; það er trú manna, að þá heyrist ætíð í klukkunni, og þurfi sá, sem villzt hefir, ekki annað en að ganga á hljóðið; þá skili honum lieim. Af hinum 4 klukkum átti einu sinni að flytja þá stærstu til höfuðkirkjunnar. Svo stóð á, að fara þurfti með hana yfir stöðuvatn á leiðinni og hentist hún þá útbyrðis. »það var við að búast, að svo færi«, sögðu menn þá, »þegar átti að fara að skilja hana frá systrum sínum«. Sjá má klukkuna enn niðri 1 vatninu, í logni og björtu veðri. En ekki er hlaupið að því að ná henni upp; það geta ekki nema 7 skilgetnir bræður, og þeir mega ekki mæla orð frá vörum meðan þeir eru að ná klukk- unni upp. Einu sinni komst svo langt, að sjö skilgetnir bræður reru á bát út á vatnið, renndu færi og kræktu í klukkuna. þeir voru búnir að koma henni upp á borðstokk- inn, en þá gellur einn þeirra við, og segir: »Guði sje lof, nú erum við búnir að ná henni«, en í sama vetfangi hentist hún niður í vatn- ið aptur. Cola di Rienzi. Eptir Chambers „Pocket Miscellany“. 1 einhverjum hinum auðvirðilegasta hluta Kómaborgar, þar sem ekki áttu heima nema fátækir iðnaðarmenn og Gyðingar, þar fædd- ist í byrjun 14. aldar Nicholas Bienzi Gabrini, sem síðan er alkunnur orðinn undir nafninu Cola di Bienzi, hinn síðasti alþýðu-stjóri í Eóm. Faðir hans var veitingamaður, en móðir hans þvottakona. þetta var á þeim tímum, er allt vald og allar mannvirðingar voru einvörðungu í höndum hinna fornu aðalsætta, og hafði því mátt við búast, að hinn ungi maður Bienzi yrði að eyða aldri sínum í þeirri lágu lífsstöðu, sem hann fædd- ist í. Fátækt fólk í þeirri stöðu, sem for- eldrar hans voru í, var ekki vant að hafa huga á því eða ráð til þess að veita börnum sínum mikla uppfræðslu. — En hvernig sem ú því hefir nú staðið, hvort sem það hefir verið áheiti eða einhver önnur oss ókunn

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.