Ísafold - 09.04.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.04.1890, Blaðsíða 2
114 er orðlagður nytsemdarmaður, sem fyrir skólanum stendur, og fyrir hans orðstír kafi skólinn haft traust á sjer frá upphafi, enda hefir það orð farið af þeim læri- sveinum þaðan, sem nýtileg mannsefni voru á annað borð, og fengið hafa að reyna sig verulega, að þeir hafi engan ▼ eginn 'brugðizt vonum manna. Meinið er það, að almenningur hefir allt til þessa verið harla tómlátur að nota þá. Bændum hefir kannske þótt nógu gott að fá þá eða aðra búfræðinga fyrir ekki neitt — nema fæði — frá búnaðar- fjelagi Suðuramtsins eða öðrum búnaðar- fjelögum ; en þar fyrir utan munu þeir enn lítið fyrir að slægjast eptir þeim. Auk bæði verulegs og ímyndaðs getuleysis er fyrirstaðan þekkingar- og sannfæring- arskortur um þann mikla framfaraveg, sem það er fyrir bændur að bæta jarðir sínar kappsamlega og á allar lundir. þ>ess vegna fer svo um margt af þessum búfræðingum, bæði frá Ólafsdal og öðrum búnaðarskólum. að þeir neyðast til að gera eitthvað annað af sjer en að stunda þessa atvinnu, er þeir hafa numið. þ>eir fara til Vesturheims ; þeir fara og gefa sig við öðru námi ; þeir ganga í snatt- vinnu eða í vist sem óvaidir vinnumenn, án þess að eiga kost á að hagnýta sjer að neinum mun þekkingu þá, er þeir hafa aflað sjer. Prófgreinar eru ekki fáar í skóla þess- um, bæði verklegar og bóklegar. þ>ess- ar 6 verklegar: plægingar og þúfnasljett- an, framræsla og veitugjörð, land- og hallamælingar, smíðar, heyvinna og verk- stjórn, kapp og reglusemi. Bóklegu prófgreinarnar eru g : dýra-, grasa- og steinafræði; efnafræði og eðlis- fræði; jarðræktarfræði í tvennu lagi; hús- dýrafræði og kvikfjárrækt; hagfræði; reikningur; mælingafræði ; dráttlist. Vel má halda áfram til þess, að nema þetta allt vel á einum tveimur vetrum. Skólastjóri hefir aðstoðarkennara, sem stendur Soffonías Hjálmsson. Launalaust vann forstöðumaðurinn fyrstu 3 árin, en 4. árið með 650 kr. launum og síðan með 800 kr. árslaunum. Að jarðabótum hafði verið unnið frá stofnun skólans til 14. maí 1887 þetta meðal annars : sljettað í túni 12350 ferh. faðma, hlaðnir flóðgarðar á engjum 1480 faðmar, grafnir skurðir til framræslu 2240 faðmar, gjörðar girðingar af grjóti og torfi 630 faðmar, gjörðar vagnbrautir 320 faðmar, ræktaðir maturtagarðar árlega ferh.250 faðmar. Framræsluskurðirnir voru 4—8 feta breiðir og 2—3 feta djúpir, og flóðgarðarnir 2—3 fet á hæð og 4—6 fet á þykkt. Vítayerður sleggjudómur. „þ>jóðólfur“ síðasti hefir snarað út þeim sleggjudóm, að sáttin af bæjarstjórnarinnar hálfu við fyrverandi bæjargjaldkera Kr. Ó. þ>or- grímsson um síðustu skuldaleifar hans, sú er nefnd var í ísaf 2. þ. m., hafi ver- ið „vítaverð eptirgjöf á bæj'arf-j‘eu. Sannleikurinn er sá, að vegna þess, að vafasamt var. eptir áliti formanns bæjar- stjórnarinnar, sem reikningaflækjunni var kunnugastur, hvort dómur fengist fyrir öllu meiru en sætzt var á að gjaldkerinn greiddi, — vegna þess, að búast mátti við að bærinn þyrfti að leggja annað eins eða kannske meira út í málskostnað fyrir öllum rjettum, ef I mál væri farið, eins og það sem sleppt var, með því að ekki þurfti annað til þess að málskostnaður yrði látin „falla niður“ en að ein krafa, einn reikningsliður af mörgum hlyti eigi við- urkenningu dómstólanna, og — vegna þess, að mjög hæpið þótti að eiga undir því, að nokkuð fengist upp úr veðinu, sem bærinn hafði frá gjaldkeranum, — 2. veð- rjettur eptir mjög stórt lán með 1. veð- rjetti —, þótt málið ynnist að einhverju leyti á endanum, vegna hins stórkostlega hruns á söluverði húsa í Reykjavík hin síðari árin, þá þótti meiri hluta bæjar- stjórnarinnar eptir öllum málavöxtum af tvennu til forsjálla og hyggilegra að ganga að sáttaboðinu en byrja á lögsókn. f>essi meiri hluti var: bæjarfógetinn (Halidór Daníelsson), Björn Jónsson, E. Th. Jónassen, Guðbr. Finnbogason og H. Kr. Friðriksson. Að minni hlutinn, þeir Guðl. Guðmunds- son, Gunnl. Pjetursson og J>órh. Bjarnar- son, greiddi ekki atkvæði eins og meiri- hlutinn, — það er sjaldnast, að allir greiði eins atkvæði í fjölskipaðri nefnd —, það var, eins og áður er tekið fram, einkum vegna eptirdæmisins fyrir síðari gjaldkera, en miklu síður af því, að minni hlutinn væri svo ósamdóma meiri hlutanum um væntanlegan árangur af lögsókn, — eða svo töluðu þeir tveir, er til máls tóku. Eptirtektavert er það líka, að 2 af 3 I minnihlutanum eru nýkomnir í bæjarstjórn, og því að líkindum mála- vöxtum miður kunnugir en hinir eldri. Til amtmanns E. Th. Jónassens mun al- menningur hjer þekkja það, að ekki sje það siður hans, að refjast eða reyna að hafa sig undan útlátum, þeim er honum ber að greiða. Mun því aðdróttun sú til hans, er í „þ>jóðólfs„-greininni felst, naumast falla í góða jörð. Af þessum skýringum mun almenningi ljóst, að hjer er ekki um „vítaverða með- ferð á bæjarfje“ að tefla, heldur að það er vítaverður sleggjudómur, er „J>jóð“. hefir upp kveðið í þessu máli. Snæfellsnesi, 31. marz: „ Veðrátta var hjer hin óstöðugasta frá því jeg skrifaði síðast (8. þ. m.) og þangað til 21., optast norðanharðneskjuveður með meiri og minni snjókomu. Síðan hefir jafnan verið land- sunnan þíða og mari. Er því alstaðar hjer í byggð orðið alsnjólaust, og flóar trauðla hestfærir fyrir klakaleysi. J>ess vegna útlit hið bezta, ef veðrátta breytist eigi því verr, því alstaðar eru skepnur gengn- ar undan í bezta standi. Fiskiafli undir Jökli var til muna far- inn að lifna, eins og jeg skrifaði síðast; en í norðanáttarkaflanum hefir fiskurinn að líkindum slegið sjer frá landinu, því þegar aptur fór að gefa, var mjög fiski- lítið, tíðast 4 til 8 í hlut mest á lóðir (f 2 og 3 köstum); stundum hafa menn eigi orðið varir. Hval rak nýlega í Rifi undir Jökli, 30 álnir milli skurða, og er það búbót fyrir Jölara. Bjargræðisástand eigi í æskilegasta horfi meðan eigi fiskast í Neshreppunum, sjer- staklega í Neshr.innan Hettufjalls(=Ennis). |>ó er engin bjargarleysisneyð þar orðin —ekki þangað f veg. HákarlsafU hefir svo sem enginn enn orðið við Stapa eða Hellna, þó „skot- izt hafi verið á sjó“. Tvisvar kvað hafa verið róið frá Búðum f hákarlalegu, og hafa aflazt eitthvað dálftið. Heldur vill halla undir fæti fyrir Clau- sensverzlun bæði hjer á nesinu og annars- staðar (ísaf. 23.). Reyndar kom kunnug- um mönnum það hjer aldrei á óvart. Með- al annars var það ískyggilegur fyrirboði, að verzlunarstjórar þessara verzlana hjer máttu eigi ráða menn til sjóvinnu á þil- skip hennar á komanda sumri. f>ó hún bæri „feigðarmörk“, þá er þó nú svo kom- ið, að margir efnamenn hjer, er skipt hafa (sjerstaklega við Stykkishólmsverzlun) og ætluðu sjer að skipta við hana framvegis,. munu alveg hverfa frá henni, þegar eig- andaskipti verða. „Góður er hver geng- inn“. í brjefi úr Staðarsveit 27. þ. m„ er sagt þannig frá : „Hinn 24. var haldinn- fundur að Görðum til að stofna hið fyrir- hugaða biínaðar- og framfarafjelag. f>ar var lagt fram frumvarp til fjelagslaganna yfirskoðað og endurbætt af 3 manna nefnd, er kosin var til þess á undirbúningsfundl 18. des. Frumvarpið var eptir litlar um- ræður samþykkt óbreytt í bráðina, og fje- lagið stofnað með mikið meiri liðsafla og dugnaði, en jeg hafði við búizt. Jeg skaf eigi að sinni segja þjer frá ályktunum og bollaleggingum, sem þessu var samfara. Einar porkelsson á Staðastað hjelt fyrir- lestur eða innsetningarræðu fjelagsins, mikið snjalla og langa. Tók hann þar skýrt fram hina miklu andlegu og verald- legu niðurlœgingu, sem menn eru hjer fallnir í. Síðan útlistaði hann með hverju slíkt yrði lagfært, og komst hann að þeirri niðurstöðu, að slfkt lagfærðist eigi með öðru en öflugum og drengilegum fjelags- skap, undir forustu nýtra og dugandf manna. Skoraði því á menn að ganga i fjelagið, og velja svo góða stjórn þess,. sem unnt væri“. — Staðarsveitingar eiga það lof skilið, að þeir eru fyrsta sveitin hjer f sýslu, er hefir komið þessu fjelagi á fót. Barðastrandarsýslu sunnanv. 26. marz:. „Veðrátta hjer og í nálægum plássum er nú farin að verða stórgerðari en hún var fyrri part þessa vetrar. Eptir miðjan fe- brúar voru hjer stillur og góðviðri fram undir hálfs mánaðar tíma, síðan þíðviðri og bezta hláka, sem stóð fram í tyrstu viku þessa mánaðar, en í annari vikunni gerðir kófhret, sem stóð framt að hálfum mán- uði. Dagana frá 12.—19. þ. m. var hjer hið versta hret, og fylgdist að hvassviðrf mikið af austnorðri og frá 12—14 stiga frost á R. Sfðan dró úr hreti þessu, og hefir síðan mátt heita gott veður, stund- um frostlin, þíða og leysing ; aptur í gær uppþot af austri, eitt af mestu veðrumf sem hjer koma, með kóf-kafaldi, en frost vægt; eins viðrar í dag, en dregur nokk- uð úr hvassviðrinu. Enginn kvartur enn kominn um heyþrot, og allir munu geta gefið til sumarmála. Allir kvarta um, að mikið hafi gefizt afi heyjum f vetur, sem að nokkru orsakað- ist af innigjöf allra hrossa f hagleysunum frá nýári til þess að hlákan kom síðast £ febr., og svo sýnist sem almenningur sje farinn að vanda meðferð á sauðfje og ekki ota því út tii beitar gjafalaust, eins og áð- ur var gert, enda er allur fjenaður nú í beztu holdum alstaðar hjer um pláss. Bjargrœðisástandið hjer um pláss er líkfi og að undanförnu um þennan tíma árs, þó engu lakara. Verzlunin í Skarðstöð hefir verið byrg af vörum, og verzlunar- stjóri þar góður á að lána upp á loforð' að borga á komandi kauptfð, sem margir hafa notað. I verzluninni á Arngerðareyri eru líka nógar vörur. þangað hafa færri sótt, því þar er ekki lánað. |>essirkaup- staðir eru mjög haganlega settir til vetrar- viðskipta manna innanvert við Breiðafjörð, og því áríðandi, að nægar vörur sje £ þessum kauptúnum. Talsverður hákarlsafli hefir verið t,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.