Ísafold - 09.04.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.04.1890, Blaðsíða 1
'ítemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins '(104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júHmánuð. ÍSAFOLD. Uppföpn (tkrifteg) buudin vi-5 áramói, ógild nema komin s}e til útgefanda fyrir i.okt, A.f- greiðsJust. i Austitrsfyteti 6. XVII 29. Reykjavik, miðvikudaginn 9. apríl 1890. Austur-Skaptafellssýsla og amtaskiptingin- Eptir Jón prófast Bjarnason í Bjarnanesi. „Verður það er varir, og svo hitt, er ekki varir". Svo máttu menn hjer í Austur-Skaptafellssýslu segja í sumar er leið, þegar alþingi samþykkti lög um stofnun sjerstaks amtsráðs í Austfirðinga- fjórðungi, en gaf oss Austur-Skaptfellingum engan kost á að taka þátt í því, nje skiljast við Suðuramtið. Hvað eptir annað hafði stofnun fjórð- ungsráða komið til tals á alþingi, og aldrei verið öðru hreift, en að sjálfsagt væri, að Austur-Skaptafellssýsla fylgdist með Múlasýslunum, svo framarlega sem þær skildust frá Norðuramtinu og fengi sjerstakt fjórðungsráð, enda getum vjer ekki ætlað að nokkrum skynsömum manni, sem er hjer kunnugur, geti bland- azt hugur um, að slíkt sje í alla staði hent- ugast og eðlilegast, eins og það Hka er óneitanlega samkvæipt sögu landsins, af- stöðu hjeraðanna og öðrum landsháttum. Oss gat því síður til hugar komið, að svona yrði með oss farið, sem vjer höfum tekið eptir því, að þingið hefir einatt tekið mikið tillit til óska landsmanna, þar sem það hefir gjört einhverjar breyt- ingar á fyrirkomulagi því, er áður hefir verið á skipun sýslufjelaga, sveita og sókna, og allt það, sem frá oss hefir komið í Ijós þessu fjórðungsmáli viðvíkj- andi, hefir hnigið að því, að vjer vildum skilja við Suðuramtið og vera í fjelagi með Austfirðingum. En auðvitað hefðum vjer miklu greini- legar látið vilja vorn í ljós, ef vjer hefðum haft nokkurn minnsta grun um, að ein- hver fyrirstaða mundi verða í þessu máli frá yfirvaldanna eða alþingis hálfu. Mjer er satt að segja svo óskiljanleg meðferð þingsins á þessu máli, að jeg tek til máls með hálfum huga, þar sem jeg þykist litla von geta gjört mjer um, að þeir hinir sömu, er vildu ekki líta á þær mörgu ástæður, sem mæla með því, að þetta sýslufjelag fyJgi austuramtinu, °g öllum mega liggja í augum uppi, sannfærist af orðum mínum. pað ætti sjálfsagt að mega treysta alþingismönnum til þess, að taka hæfilegt tillit til sögulegra og eðlilegra rjettinda hinna ýmsu hjeraða landsins, en framkoma sumra þingmanna í þessu fjórðungsmáli virðist bera svo mikinn keim af einveldis- hugsunarhætti og skrifstofu-kreddum, að jeg ber kvíðboga fyrir, að þeir gjöri ekki mikið úr því, þótt saga landsins bendi ótvíræðlega á það, að Austur-Skapta- fellssýsla eigi að vera í Austfirðinga- fjórðungi. Að vísu skal jeg játa það, að væri slíkt fyrirkomulag í raun og veru óhent- ugt, þá mætti það gjarnan breytast frá því sem í fornöld var, en allt um það er sagan ekki þýðingarlaus, hvernig sem á er litið, heldur hefir hún margvisleg áhrif á hugi manna, ræður og gjörðir, og það svo, að þeim sem annars gefa lítinn gaum að henni, verður það þó ósjálfrátt að taka til þess, sem hún hefir helgað. Þannig var t. d. í stjórnarskrárfrum- varpi efri deildar á síðasta alþingi gjört ráð fyrir, að 3 menn tír fjórðungi hverj- um yrði valdir til efri deildar, og mun flestum skiljast það svo, að hjer sje átt við hina fornu landsfjórðunga ; því að önnur fjórðungaskipti eru ekki til, og hefir þó efri deild hjer talið Skaptafells- sýslur með Austfirðingafjórðungi, þótt hún vildi ekki lofa þeim að vera í Aust- uramtinu. £>essu var samt breytt á þá leið, að af 8 þjóðkjörnum efri deildar mönnum áttu að vera 2 úr hverju a?nti, og áttu Múlasýslurnar einar (ásamt Norður- pingeyjarsýslu, „ef sýslunefndin þar óskar þess"), eptir þessu að hafa jafnmikinn rjett og allt Suðuramtið (með Skapta- fellssýslum). petta sýnast nokkuð skritin skipti, og ekki laust við, að fjórðunga hugmyndin hafi rekið hina háttvirtu efri deild í ósamkvæmni og ógöngur. pað kann nú vel að vera, að mót- stöðumenn vorir beri líka fyrir sig söguna og þykist einmitt taka hið rjetta tillit til hennar, þegar þeir vilja halda því fyrir- komulagi, sem hefir að undanförnu snið- ist og skapazt „fyrir rás viðburðanna" eins og danska stjórnin komst að orði hjerna um árið, þegar hún reyndi að gjöra sem minnst úr hinum fornu lands- rjettindum íslands. En eins og forvígis- menn stjórnarbaráttu vorrar hafa jafnan tekið því fjærri, að beygja sig undir þessa rás viðburðanna, eins þykir oss íbúum Austur-Skaptafellssýslu full ástæða tíl að færast undan því óeðlilega skipu- lagi, sem komizt hefir hjer á fyrir rúmum 100 árum fyrir ráðstöfun ófrjálslegrar einvaldsstjórnar og erlends skrifstofuvalds, er lagði báðar Skaptafellssýslur undir Suðuramtið árið 1783, og voru þær þá búnar að vera í Austfirðinga-fjórðungi ásamt Múlasýslunum í rúmar átta aldir, enda hefir endurminningin um það ávallt haldizt við í meðvitund landsbúa, sem sjá má af hinni miklu landaskipunarfræði, er Bókmenntafjelagið gaf út á árunum 1821 —27, þar sem landinu er skipt í 4 fjórð- unga og Múlasýslur og Skaptafellssýslur taldar í Austfirðingafjórðungi. Eptir að farið var að hreyfa breyting- um á hinni núverandi amtaskipun í blöðunum (af Einari Ásmundssyni, Jóni Olafssyni og Páli Vigfússyni), varð hug- myndin um hin fornu fjórðungaskipti almenningi enn ljósari, og aðhylltust hana allir þeir, er um það mál rituðu, að þvl er kom til Austur-Skaptafellssýslu, en um Vestur-Skaptafellssýslu var meiri vafi, hvort hún ætti heldur að fylgja Aust- firðingum eða Sunnlendingum, en þó veit jeg ekki til, að þaðan hafi komið nein greinileg mótmæli gegn þeirri tillögu Páls Vigfússonar, að allur hinn forni Austfirðingafjórðungur sameinaðist í eitt fjelag með sjerstöku fjórðungsráði. Á alþingi 1883 var samþykkt laga- frumvarp um stofnun fjórðungsráða, og var þar svo ráð fyrir giört. að í Aust- firðinga-fjórðungi væri þessi sýslufjelög .• Norður-Múlasýsla. Suður-Múlasýsla og Austur-Sknptafellssýsla. íneðri deild var Norður-fingeyjarsýsla tekin með, en efri deild aðhylltist það ekki, og liggur næst að halda, að þingmaður Norður-pingey- inga, er þá sat í eíri deild. hafi ekki viljað láta skilja kjördæmi sitt frá Norð- uramtinu. pingmaður Austur-Skaptfell- inga átti þá líka sæti í efri deild, og hefir víst samþykkt það með öðrum, að sitt kjördæmi væri látið fylgja Austfirð- ingafjórðungi, enda var það líka gjört í báðum þeim frumvörpum, er að þessu lutu, og lögð voru fyrir þingið í sumar er var. Svona er nú í stuttu máli saga þessa máls, og sjest á henni, að kunnugir menn hafa jafnan verið á því, að Austur- Skaptafellssýsla ætti að fylgja Múlasýsl- unum, ef þar væri sett sjerstök fjórð- ungsstjórn, og það þótt þeir hafi verið f vafa um önnur sýslufjelög, svo sem Vest- ur-Skaptafellssýslu og Norður-f>ingeyjar- sýslu. Og að svo miklu leyti sem nokk- uð tillit er tekið til sögunnar, þá get jeg ekki skilið, hvernig nokkrum sönnum íslendingi getur blandazt hugur um, að meira beri að meta þær nenjar, sem eptir eru frá gullöld vorri, þegar allri hjeraðsstjórn var sem bezt fyrir komið, heldur en það skipulag, sem orðið er til á niðurlægingar- og undirokunartíma þjóðar vorrar. (Niðurl.) Ólafsdalsskólinn. Samkvæmt nýprentaðri skýrslu um bún- aðarskóla Vesturamtsins í Ólafsdal hafa útskrifazt frá honum, frá því hann var stofnaður fyrir 10 árum tæpura, 40 bú- fræðingar alls, fæst 3 á ári — nema 1883 enginn, vegna veikinda —, og fiest 8. Fróðlegt hefði verið að sjá þess getiðí athugasemdum við skýrsluna, hvað orðið hefir af öllum þessum 40 búfræðingum, — hver not landið hefir haft af þeim o. s. frv. Ekki af því, að efast þurfi um, að þeir hefði getað orðið að gagni fiestallir. pað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.