Ísafold - 12.04.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.04.1890, Blaðsíða 2
118 fctans, dómsmálaráðherrann, úr stjórninni, | sökum ágfreinings við Tirard, forseta hennar. Constans var frá öndverðu talinn mesti garpur ráðaneytisins og þess afl- vöðvi, hefir bezt kunnað að halda þjóð- veldisliðum saman og koma hömlum á frekjuflokkana og skaðræðismenn þjóð- veldisins, þar á meðal Boulanger fyrst og fremst. Flesta grunaði þá, að ráðaneyti Tirards mundi ekki eiga langt eptir, og þetta rættist í miðjum mánuðinum. Frey- cinet, hermálaráðherrann, kom saman nýju ráðaneyti, og hjer tók Constans við innanríkismálum. Auk hans eru 3 nýir menn ; meðal þeirra Ribot, vitur maður og gætinn, sem hefir tekið við utanríkis- málum eptir Spuller. Við ráðaneytinu nýja var vel tekið í báðum þingdeilduin. Ansturríki og Ungverjaland. þaðan er það nýnæmislegast að herma, að Tisza. stjórnarforseti Ungverja, er farinn frá stjórninni, eptir 15 ára atorkumikla og framkvæmdarríka forustu. Honum varð sú tilraun hans að falli, er hann vildi koma því miðlunarsniði á útlegðarlögin, er frelsismönnum líkaði og vinum Kossúths gamla, þó frelsishetjan hefði tekið fjarri, að vilja vitja átthaganna, en talað um leið mjög hneykslanlega um Jósef keisara og tignarrjett hans á Ungverjalandi. — Cza- pari greifi heitir sá, sem tekið hefir við embætti Tiszu. J>að voru líka hinir dramblátu eðalmenn Madjara, sem lengst- um hafa verið honum hinir óvinveittustu. Ameríka. Fuiltrúaþingið {Washington skyldi ráða, h vort alþjóðasýningin nýja( 1892) skyldi haldin í New-York eða Chicago. Chicago bar fyrir nokkru sigur úr býtum í því máli. f>ess voða af eldi er að geta frá Indí- anópolis, að kviknaði í mikilli bókhlöðu, hinni stærstu og ríkustu þar vestra ; þar urðu 13 menn af slökkviliðinu undir ein- um veggnum og fengu bana, en 18 lemstr- uðust. Látinn er í New-York Jakob John Astor, einn af hinum mestu auðmönnum Banda- ríkjanna, eða, sem líklegt er kallað, mest- ur auðmaður í heimi. Menn ætla, að hann láti eptir sig 550 miljónir króna. Hann átti í New-York 1000 húsa. Austur-Skaptafellssýsla og amtaskiptingin- Eptir Jón prófast Jónsson í Bjarnanesi. (Nl.) J>á er þess að gæta, sem flestum mun þykja mestu máii skipta, en það er: hvað hentugast sje og hagkvæmast fyrir hlut- aðeigendur. Til hvers er þessi breyting á amtaskipuninni, ef hún er ekki til þess að auka sjálfstjórn hjeraðanna, veita þeim kost á að taka greiðari og fullkomnari þátt en áður í stjórn hjeraðsmála? Til hvers á að veita Austfirðingum sjerstakt amtsráð, ef það er ekki til þess, að láta þá njóta jafnrjettis við aðra landsbúa, með því að sá landshluti, sem fjarlægst- ur er meginbyggð landsins og skilinn frá öðrum landshlutum af víðáttumiklum heið- um og öræfum, hlýtur að verða út undan að ýmsu leyti og fara á mis við margs konar hagræði, nema því að eins, að hann hafi sjerstaka yfirstjórn sveitamála, og geti fengið þá menn til að fjalla um inn- anhjeraðsmál, sem þar eru búsettir og kunnugir landsháttum öllum. Úr þvi að landinu er á annað borð skipt f 4 umdæmi, ættu þau auðvitað að vera sem jöfnust að kostur er á; en vegna afstöðunnar og landslagsins er ekki hægt að láta Austfirðingafjórðung jafnast við hin umdæmin að fólksfjölda, því að byggðin er víða strjál og sundur- laus, og jöklar og firnindi, sandar og ör- æfi miklu meiri á austurhelming lands- ins heldur en á vesturhelmingnum; en því meiri ástæða er til að láta þær sveitir, er saman liggja á Austurlandi, og eiga mikil og margháttuð viðskipti innbyrðis, njóta góðs af fjórðungaskiptunum, en halda þeim ekki undir yfirráðum fjarlægra landshluta. Nú hagar svo til hér austanlands, að það er óslitin byggð og samföst að kalla frá Fljótsdalshjeraði suður að Breiðumerk- ursandi; aðeins stuttir fjallvegir skilja sveitirnar (svo sem Breiðdalsheiði, Beru- fjarðarskarð, I.ónsheiði og Almannaskarð) Fyrir sunnan Breiðumerkursand er að- eins ein afskekt sveit (Öræfi) suður að Skeiðarársandi, sem skilur Austur-Skapta- fellssýslu frá Vestur-Skaptafellssýslu, og virðist þar vera hin eðlilegustu takmörk milli Austurlands og Suðurlands, eptir því sem nú hagar til viðskiptum manna og samgöngum. Austanvert við Skeiðarársand sækja allir verzlun til austurhafna (Hornafjarðaróss, Papóss og Djúpavogs), og meðan engin verzlun var sunnan Lónsheiðar, sóttu þeir allir til Djúpavogs. Á hverju ári flytjast fleiri eða færri menn vistferlum og búferlum úr Austur- Skaptafellssýslu til Múlasýslna. Síðan farið var að flytja út lifandi pen- ing hjer úr Skaptafellssýslum, hafa fjár- kaupmenn að austan farið um Austur- Skaptafellssýslu, en að vestan (sunnan) um Vestur-Skaptafellssýslu, og sama er að segja um hrossakaupmenn. J>annig lúta öll verzlunarviðskipti og aðalsamgöngur vor Austur-Skaptfellinga austur á bóginn, en Vestur-Skaptfellinga miklu fremur suður á bóginn. Að svo miklu leyti sem talað er um sjerstaka austfirzka mállýzku, þá eru að- alatriði hennar sameiginleg fyrir Austur- Skaptafellssýslu og Múlasýslurnar, og sama er að segja um sumar einkennileg- ar landsvenjur, t. d. viðvíkjandi kaup- gjaldi vinnuhjúa og hvenær þau hafa vistaskipti. Alstaðar fyrir austan Skeið- arársand er haldinn hinn forni vinnuhjúa- skildagi (á Krossmessu, 3. d. maím.) Hvort sá siður nær til nyrzta hluta Norð- ur-Múlasýslu, er mér ekki fullkunnugt, en hitt er víst, að hann nær norður til Smjörvatnsheiðar, en aptur á móti halda Vestur-Skaptfellingar hjúaskildagann 14. d. maím., eins og flestir landsbúar gjöra. Austur-Skaptafellssýsla stendur þannig á margan hátt jafnvel í nánara sambandi við Múlasýslurnar, heldur en við Vestur- Skaptafellssýslu, hvað þá heldur syðri sýslurnar, sem hún hefir alls ekkert sam- an að sælda við, fremur en við fjarlæg- ustu hluta landsins, nema að svo miklu leyti sem hún er bundin við þær fyrir öfugar landsstjórnarráðstafanir. f>að eru lfka miklu meiri torfærur um sumartfm- ann á leiðinni héðan suður í Vestur- Skaptafellsýslu, heldur en austur f Múla- sýslur, og auk þess lengri vegur fr4 mcginbyggðinni hér suður á Sfðu, heldur en austur á Hjerað. Skeiðarársandur er talinn þingmannaleið og hættulegur yfir- ferðar, með tveimur voðalegum stórvötn- um, sínu á hvora hlið, en I.ónsheiði er hægt að fara á 2 klukkustundum, og er hún greiðfær síðan loksins var gjört við veginn á henni (13 árum eptir að lands- sjóður tók að sjer fjallvegina). En þrátt fyrir amtaskiptinguna góðu frá 1783 hefir þó landsstjórnin líka að nokkru leyti orðið að kannast í verkinu við hið eðlilega samband Austur-Skaptafells- sýslu við Múlasýslurnar, því að meðan lögskipaðir læknar voru fáir hjer á landi, heyrði Austur-Skaptafellssýsla undir lækn- isumdæmi Austfjarða; aptur liggur nú nokkur hluti Suður-Múlasýslu undir hjer- aðslækni í Austur-Skaptafellssýslu, og hon- um er boðið að kaupa meðul af lyfsal- anum á Seyðisfirði. Nefnd sú, er hafði til meðferðar menntamál alþýðu á al- þingi 1881, ætlaðist líka til, að Austur- Skaptafellssýsla væri í skólasambandinu við Múlasýslurnar, en úr þeim tillögum hefir ekkert orðið. Hins vegar neitaði amtmaðurinn í Suð- uramtinu að samþykkja þá ályktun sýslu- nefndar vorrar (1883), að Austur-Skapta- fellssýsla gengi í fjelag með Múlasýslun- um um Eiðaskólann, er hann var stofnaður, og er þó hverjum kunnugum manni auð- sætt, að mun hægra er að nota þann skóla fyrir námsveina hjeðan úr sýslu, heldur en Hvanneyrarskólann, sem má heita hrein frágangssök með þeirri vega- lengd, sem þangað er, að ógleymdum eyðisöndum og stórvötnum, og mátti vænta þeirrar nærgætni af þáverandt amtmanni, sem er víst ekki með öllu ó- kunnugur hættum þeim, er slíkum vötn- um fylgja, að hann gæti vorkennt slíka ferð fátækum og ókunnum unglingum austan af landshorni. Reynslan hefir nú sýnt það, að þeir 2 piltar hjeðan úr sýslu, er búfræðisnám hafa stundað til þessa, hafa gengið á Eiðaskólann, en enginn ráðizt í að sækja til hinna búnaðarskól- anna. Og þótt Eiðaskólinn legðist niður, sem vonandi er að ekki verði, þá væri jafnvel nær fyrir oss að sækja Hólaskól- ann, heldur en Hvanneyrarskólann. Sýslunefnd vor samþykkti í einu hljóði á fundi sínum vorið 1889, að beina þeirri ósk til amtsráðsins fyrir sunnan, að það hlutist til um, að Austur-Skaptafellssýsla fengi að skiljast við Suðuramtið og sam- einast Austuramtinu, ef þar yrði stofnað sjerstakt amtsráð. Var sú ósk vor, að fá að vera í fjelagi með Austfirðing- um, svo eðlileg og sanngjörn, sem fram- ast mátti verða, því að svo framarlega sem ástæða var til að skilja Múlasýslurnar frá Norðuramtinu sökum fjarlægðar þeirra frá Akureyri, þá var miklu meiri ástæða til að skilja Austur-Skaptafells- sýslu frá Suðuramtinu sökum fjarlægðar hennar frá Reykjavík, þvf að vegalengdin hjeðan til Reykjavíkur er miklu meiri en frá Múlasýslum til Akureyrar, hvað sem amtmennimir kunna um það að ætla. Síðan afdrif þessa máls á alþingi urðu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.