Ísafold - 12.04.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.04.1890, Blaðsíða 1
iKemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin s)e til útgefanda fyrir i.okt. Af» greiðslust. i Amturgtræti S. XVII 30. Reykjavík, laugardaginn 12. apríl 1890. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 22. marz 1890. Veði'átta. Hún hefir að staðaldri verið rneð sama þiðumóti, sem að undanförnu, í flestum löndum álfu vorrar, og hjer er þegar vorveðri fagnað. Ny sótt. Um hana talað i suðurlönd- um og upp komna á ítalíu. Hún er þar No Nonna kölluð, og læknar tala um hana eins og einhvers konar dilk landfar- sóttarinnar („Inftuenzau'), af því aðra hefir hin nýja sótt til þessa ekki tekið en þá, sem höfðu af henni sýkzt. I.ýsingin er sú, að menn sæki þungan svefn, sem erfitt er að vekja þá af, en sumir líða alfainir burt um leið. fegar dáinu linnir, líður opt á löngu áður menn ná sjer eptir máttleysið og önnur ónot. Danmörk Fólksþingið lauk við aðra umræðu fjárlaganna í gær, og þó er lítið eptir þingtímans. Með lítilli hýru munu peir í hinni deildinni við þeim taka. En vera má, að þingtíminn verði lengdur. Við samkomulagi um þrætumálin — varnarvirkin um Höfn og fieira heimild- arleysi — er ekki að búast, og meðfram fyrir tímanaumleika sakir mun mörgum nýmælum framgöngu vant í þetta skipti, þó miklu þyki skipta, t. d. um fríhöfn við höfuðborgina og svo margt rleira. Á ráðherrunum enginn bilbugur, og auðvit- að, að þeir — eða járnkarl þeirra fyrir her- málunum (Bahnson) — halda sínu fram um varnir Kaujimannahafnar, hvað sem aðrir segja um, eða sýna, að þær geti að engu haldi komið og að stórskeytin nýjustu geti hleypt borginni í brand og bál á fám stundum, þeytt sem þeim má verða að henni í tveggja mílna fjarlægð frá bryndrekum, einkanlega á suðursviðum Eyrarsunds. Noregur Og Svlþjóð. Eitt af afrekum stórþingsins norska, sem misjafnt mælist fyrir, er það, að neita Jóhanni Sverdrúp um eptirlaun, 6000 kr., en honum er sú upphæð goldin úr ríkissjóði, og það gjald „þjóðarlaun" kallað. í Stokkhólmi var nýlega afhjúpaður minnisvarði Axels Oxenstierna, hins nafn- fræga ráðgjafa og ríkismálasnillings á dögum Karls 9., Gústafs Adólfs og Krist- ínar drottningar. Oscar konungur mælti svo í niðurlagi stuttrar ræðu : „hamingj- an gefi, að konungar Svía geri sig ávallt slíkra vina verða, og þjóðin sjálf slíkra stjórnsnillinga !". England. í seinustu frjettunum til ísafoldar mun hafa gleymzt að getaþess, að blaðið Times hafði gengið að bótakost- "um við Parnell og goldið honum áburð- inn falska 90 þúsundum króna. Á þing- inu gekk það fram fyrir atkvæðaafia stjórnarinnar, sem hún vildi, eða þakkar- yfirlýsing af þess hálfu til dómnefndar- innar í Parnellsmálinu, tyrir glöggsæi sína í því og óhlutdrægni. Sama rjeð, er þeirri uppástungu Gladstones var hrundið, að við yfirlýsinguna skyldi hnýta ámælum þeim á hendur, sem hefðu átt hlut að fölsk- um sakargiptum við Parnell og þingmenn íra. Öldungurinn frægi fiutti það snilldarer- indi itvær stundir.aðjafnvelmargir úr Torý- manna liði gerðu róm að máli hans. Við- kvæðið var það í öllum blöðum, að hann hefði talað sem ern og ungur væri. Ýmislega talað um þann sigur stjórnar innar ; en sumir þingmenn íra þóttu færa sönnur á, að hún hefði átt mök við suma í samsærisflokkum íra i Ameríku og keypt af þeim sagnir fyrir stórgjöld, eða meiri peningaupphæð en slikur varn- ingur mundi verður. Fyrir skömmu voru í tvö auð sæti kosn- ir menn af liði Gladstones. Um tíma hefir verið mikið um verka- föll á Englandi, einkum af hálfu náma- fólksins. Stundum hefir horft til stór- vandræða, er þeir voru taldir til 300 þús- unda, er frá vinnu hótuðu að ganga, auk alls hins mikla grúa, sem atvinnulausir hlutu að verða, er kolin þrytu í verk- smiðjum og til lýsingar. Seinustu frjettir bera, að málum sje nú miðlað og náma- eigendur hafi gengið að kauphækkun, sem innan skamms tima nemi 5 af hundr- aði og sama viðbæti um miðsumarsleytið. Snemma í þessum mánuði varð nýtt sprengigos í kolanámu skammt frá Car- diff, þar sem 88 menn fengu bana. pað annað slys að segja, að skip, Quetta að nafni, rakst á klapparrif nálægt Yorks- höfða í einu eyjasundinu í Indlandshafi á heimleið frá Ástralíu til Englands. Hjer fórust um 180 manna. fýzkaland. paðan er markverðustu tiðindin að segja, enda um þau svo látið í sumum blöðum, sem nú hlyti allt af göflum að ganga í Evrópu. Jpað er skjótt frá að segja, að Bismarck er vikinn úr kansellerasœtinu og hefir um leið beiðzt lausnar frá öllum öðrum embættum sínum. Til margs getið um orsökina, eða um ágreining með þeim Vilhjálmi keisara; en sú sennilegust talin, að Bismarck vildi ekki fallast á þá nýlireytni, er keisarinn vildi láta það ráðherrunum heimilt, að tala við sig um vandamál í þeirra stjórn ardeildum, án þess að sækja leyfi til hjá stjórnarforsetanum eða koma sjer saman við hann á undan. Sumir segja, að Bismarck hafi verið ráðum keisarans mótfallinn í verkmanna- málinu og ríkjafundinum í Berlin um það mál. pessu taka blöð Bismarcks fjarri, og minna menn á, að það sje einmitt Bismarck og þeir Vilhjálmur keisari hinn fyrsti, sem hafi byrjað baráttuna fyrir lagasetningum verkmannastjettinni í hag og henni tii tryggingar. Hinu neita þau líka, að Bismarck hafi guggnað við kosningalokin, en það lætur nærri, að honum þyki keisarinn auðveld- ari en skyldi við frelsismenn og jafnvel sósíalista. Meir en miðlungi eptirlátur mun keisarinn þó vart reynast, þó hann þiggi svo fylgi, sem honum þykir bezt þörfum gegna. Á hitt benda orð hans í niðurlagi ræðu til fylkisþingmanna Bran- denborgar fyrir skömmu. Hann kvað lönd sín og þegna vera það pund, sem' guð hefði fengið sjer til meðferðar, og með það yrði hann svo að fara, að hann gæti gert reikning ráðsmennsku sinnar. „peir sem hjer ráðast mjer til liðs og stuðn- ings, eru mjer hjartanlega velkomnir — hverjir sem eru, en hina brýt jeg vægð- arlaust á bak aptur, sem móti mjer rísa!". Auðvitað var, að Bismarck mundi helzt bera fyrir sig lasleik og þreytu, er hann beicldist lausnar, en hann hefir nú bráð- um fimm um sjötugt. Andsvör keisarans voru full lotningar og þakklætis, og þeim fylgdu nýmetorð : „hertogi af Lauenburgíí og „yfirmarskálkur riddaraliðsins" eða hans virðing. Caprivi hershöfðingja, fyrrum ráðherra fiotamálanna, hefi keisarinn gert að ríkis- kansellera. Hann er mesti skörungur og framkvæmdamaður, vann frægðarafrek í herförinni til Frakklands, efidi stórum fiota pjóðverja og gerði sem rammlegast- ar allar sjóvarnir þeirra og strandavirki. Sagður nokkuð svipaður Bismarck að á- sýndum, en hinn viðfelldasti í öllu viðraóti og sem bezt af öllum látinn. Utanríkis- málin munu einhverjum öðrum á hendur falin, en Herbert Bismarck vill fylgja föður sínum frá stjórninni. Sagt er. að hann muni taka þar við erindarekstri, er sendiherra verður frá kvaddur (í Lundún- um?) til utanríkismálanna. — Annars þykj- ast allir vita, að keisarinn vilji í þeim málum sem öðrum láta sem flest til sinna kasta koma. Við kosningarnar náðu sósialistar 36 þingsætum í stað 11, en fiokkur „hinna frjálslyndu" 69 í stað 38. Á verkmannamálsfundinn komu um 60 fulltrúar. Af þessum eru 3 frá Danmörku en meðal þeirra eða fyrir þeim framtaka- skörungurinn Tietgen etazráð. Meðal fulltrúanna frá Frakklandi er Jules Simon frá öldungadeildinni, og hann mjög af keisaranum og fieirum í hávegum hafður. — Keisarinn á að hafa sagt, að hann byggist við góðum árangri af fundinum. Frakkland. í byrjun jþ. m. gekk Con-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.