Ísafold - 12.04.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.04.1890, Blaðsíða 3
119 heyrum kunn, hafa ýmsir skorað á mig að taka til máls f blöðu.num, og vildi jeg ekki draga það lengur, þótt jeg sje ekki enn búinn að sjá umræðurnar f þingtfð- indunum, sem seint ætla að koma hingað. Jeg hefi heyrt að amtmaðurinn yfir Suðuramtinu hafi borið það fyrir sig á þinginu í sumar, að engin rödd hafi um það komið frá Austur-Skaptfellingum, að þeir vildu skiljast við Suðuramtið, nema að eins frá einum presti (liklega mjer); en þó að honum hafi ekki þótt min orð einsömul takandi til greina, sem vorkunn k^inn að vera, þá mátti hann vita vilja sýSlunefndarinnar, sem málið kom mest við, enda þótt engin formleg („skrifstofu- leg“) beiðni hefði komið til amtsráðsins. Og hvernig sem tillögur mínar kunna að vera metnar þar syðra, þá hefir alls enginn hjer í sýslu andæpt því, er jeg hefi lagt til fjórðungamálsins, og Ijósastur vottur þess, að nokkrir málsmetandi menn að minnsta kosti sjeu á sömu skoðun og jeg, er fyrgreind ályktun sýslunefndar- innar, sem oddviti var eigi sfður hlynntur en aðrir. Jeg enda grein þessa með þeirri ósk, að mál vort fái betri byr á næsta þingi, svo að oss verði ekki lengur varnað at- kvæða um það, enda munu margir vænta þess, að amtmaður E. Th. Jónassen, sem hefir almannalof fyrir mannúð og sann- girni, láti af mótspyrnu sinni gegn óskum vorum og atkvæðum, þegar hann kemst að fullri raun um vilja almennings hjer í sýslu í hinu umrædda máli. * * * Aths. J>að má heyra á orðum amtmannsins í Suðuramtinu á þingi i sumar (A. 322), að hann hefir ekki sett annað verulegt fyrir sig en óviss- una um, hvort sameiningin. við Múlasýslurnar væri almennur vilji sýslubúa i Austur-Skaptafells- sýslu. Á þingmanni þeirra sjálfra mun alls eigi neitt hafa verið að græða í því efni. En það er eðlilegt, að þingið hlaupi eigi til að gjöra stór- breytinguá hjeraðaskipun nema eptir skýlausri ósk og áskorun hjeraðsbúa sjálfra, þeirra er breytingin snertir mest. Hefði komið bænarskrá um þetta til þingsins i sumar frá Austnr-Skapttellingum, er mjög líklegt, að hún hefði verið tekin til greina- og er nú ráð fyrir þá að vanrækja það ekki næst, á undan þinginu 1891. f>ó að frumvarpið frá i sumar verði orðið að lögum áður, þá er það ekki svo mjög óalgengt, hvort sem er, að nýjum lögum sje breytt á næsta þingi. — Ritstj. Strandfcrðaskipið Tliyra, kapt. Hov- gaard, kom hingað f fyrra kvöld norðan um land og vestan, eptir 18 daga ferð frá Khöfn, sem hafði gengið ágætlega. Hafís hvergi á hennar leid sýnilegur. Strjálingur var með af farþegum, frá útlöndum enginn hingað. Eyjafirði 2. apríl: ,,f>essa dagana er asahláka, og nálega öríst í byggð. Hátt verð boðið fyrir fje, því allir vilja kaupa, en fáir selja. A peningum er eng- inn hörgull, og mundi „meistari Eirikur“ og Einar Hjörl. komast að raun um, að landið er ekki alveg gull-laust orðið, ef þeir fengju að skoða f sparisjóðina hjer í sýslunni ; því þeir hafa fyrirliggjandi hrúgur af gulli og silfriu. J>ingiuanrsefni Eyfirðinga. Eyjafirði 2. apríl: „Ovanalega mikið er talað um landsins gagn og nauðsynjar og þing- mannskosninguna í vor Skiptast menn í fiokka með þeim Einari og Skúla, og er enn tvísýnt, hvor flokkurinn verður fjöl- mennari, er til kosninga kemur. í sum- um byggðarlögum sýslunnar eru menn að sögn eindregið með Skúla nú sem stendur. Allmargir hafa aptur á móti sent Einari áskorun um að bjóða sig fram, og þar á meðal nokkrir hinna helztu manna kjör- dæmisins. — Miklum tiðindum þykir það sæta, að Friðbjörn Steinsson skuli vera orðinn ritstjóri (,,NorðurIj.“). Er það sögn kunnugra manna, að hann langi mjög til að komast á þing, og mun, ef til vill, bjóða sig fram í vor“. Yopnaflrði 26. marz: Tíðarfar hefir í vetur mátt heita hið æskilegasta, stak- lega frostalitið, en skakviðrasamt nokkuð. Auk nóvemberhretsins hafa að eins komið tvö hret önnur, hið fyrra um þorrakomu; setti þá hjer og víðar um norður- og aust- urland niður bleytusnjó mikinn, og urðu jarðbönn svo. að rjúpur enda voru farnar að falla, og hreindýr sármögur farin að flækjast út á sveitir, og var þetta þó ekki nema rúm hálfsmánaðar skorpa. Iíomu nú aptur mestu blíðviðri. svo að sveitir f einni svipan urðu alauðar. Um miðgóu brá aptur til snjóa, og urðu þá frost mest á vetrinum 150 R., 2 eða 3 daga, en nú> lftur aptur út sem vor ætli að byrja með vori. í gær og f dag þó tnikill bleytu* snjór“. Verzlunarfrjettir frá Khöfn, 22.marz „ Vll 20';'» lægri á Englandi. Haustulí mundi og eigi seljast meira en 62 a. Saltfsk stóran vantar, mundi nú seijast á nál. 50 kr., og vestfirzkur hnakkakýldur um 60 kr. Smáfiskur 32—36 kr. eptir gæðum, ýsa 24—28, langa 34—38. upsi 16 kr. Afli f Norvegi talsvert meiri en f fyrra. Við Finnmörk komnar á land 11 milj. af þorski, með mikilli lifur og hrognum. Af lýsi eru óseldar um 1500 tunnur, pottbrætt hákarlslýsi í 33 kr., og gufubrætt 33 kr. 75 a. Sundmagar nærri óseljandi: fyrirliggjandi 21,000 pd., sem eru á boðstólum fyrir 30 a. pundið. Af æðardún fyrirliggjandi 1200 pd.; bezti norðlenzkur dúnn hefir selzt á iol/2 kr. pundið, sunnlenzkur 9 kr. Rúgur 550—670 a. 100 pd., eptir gæð- um. Rúgmjöl 600 a. Hrísgrjón 8 */2 og 73/4 a. pundið. Bankabygg 9 og 8Y2 a. Kajfi enn að hækka f verði, 78—80 a., lakara 75—76 a. Kandis 19 a., hvítt syk- ur 16 og púðursykur (farin) 13 a. Prestaköll. í kjöri um Glaumbæ erur uppgjafaprestur síra Jakob Benidiktsson á Víðimýri, sfra Tómas Björnsson á Barði og síra Kristján Eldjárn J>órarinsson á Tjörn. Sex sóttuaðrir: síra Hálfdán Guð- jónsson í Goðdölum, síra Hallgr. Thorla- cius á Ríp, sfra Pálmi J>óroddsson í Felli^ sfra Pjetur Jónsson á Hálsi, síra porleif- ur Jónsson á Skinnastöðum, og loks síra Árni prófastur Jónsson á Skútustöðum nú með pósti en það var um seinan. I kjöri um Mosfellsbrauð eru sira Bryn- jólfur Gunnarsson (er þar þjónar nú), sfra Olafur Stephensen í Hvammi í Mýrdal, og prestaskólakand. Hannes porsteins- son. Auk þeirra sóttu síra Páll Pálsson f Júngmúla og prestaskólakandídatarnir Magnús Blöndal Jónsson og Olafur Helga- son. Lausn frá prestsskap hefir landshöfð- ingi veitt 1. þ. m. síra Eggert O. Brírra á Höskuldsstöðum. f>að brauð er aug- lýst 8. þ. m., metið 1,563 kr. CoIcl di Rienzi. sopaði mjög að’honum í fararbroddi. Alþjða vissi ekki vel, hvað til stóð, en vænti sjer af alls hins bezta, dáðust menn mjög að Rienzi og æptu hástöfum löng fagnaðaróp. þá er Bienzi kom að ráðhúsinu (Capitolium), gekk hann upp í húsið og fram á háar glugg- svalir og ávarpaði lýðinn þaðan. Kvaðst hann uú ætla, að þeir hefðu borgina alveg á sínu valdi, og óskaði lýðnum til hamingju með þann óblóðuga sigur, er þeir hefðu unnið. Lýðurinn var hrifinn af tignarsvip hans og mælsku, og hrópuðu allir frá sjer numdir 1 einu hljóði: »Bienzi skal vera konungur vor!« Meðan á þessu stóð, störðu aðalsmenn sem þrumulostnir á allar þessar aðfarir, og vissu ekki enn, hvort þeir þyrftu að telja sig í nokk- urri hættu eða ekki. Stephan Colonna var sá sem fyrst áttaði sig og kvað upp úr. Hann var ekki heima í borg- inDÍ, er þessi tíðindi gerðust, en hraðaði sjer heim til borgar, er honum kom fregn um þau. Bienzi sendi þá legáta til hallar Colonna, en Stephan Colonna svaraði honum því einu, að þegar hann hefði tómstund, skyldi hann kasta skrifaranum vitstola iit um glugga á ráðhúsinu, þá er Bienzi barst þetta svar, hringdi hann herklukku borgarinnar til að kveðja upp al- menning til liðs við sig. þyrptist múgur og margmeuni að Colonna-höllinni, og varð þá hinn drambláti hallardrottinn að flýja með skyndingu upp í sveit til kastala síns, er Palae- strina nefndist. Var þá almennt boð út gefið til allra aðalsmanna og þeim boðið að hafa sig samstundis á burt úr borginni; urðu þeir for- viða við samheldni lýðsins og hlýddu orðalaust og tafarlaust boðinu. Höfundur eða frumkvöðull þessarar merki- legu byltingar, sem í einoi svipan losaði Bóm- verja frá návistum allra böðla þeira, vildi þó eigi þiggja það konungs-nafns, sem lýðurinn af heitri þakklætis-tilfinningu vildi fúslega gefa honum. Hann kvaðst eigi bera vilja það tign- arnafn, er slíkir menn sem Tarquinius og Neró hefðu áður svívirt. En eigi leið á löngu áður en honum varð það full-ljóst, að nauðsyn bar til að hann fengi löghelgun á valdi sínu á ein- hvern tíðkanlegau hátt, og fjellst hann því á að láta veita sjer tríbúns-n&ia ; en því nafni höfðu til forna nefnzt þeir embættismenn, er gæta skyldu rjettar alþýðu í Bómaborg. En vald það er Bienzi hafði, var í rauninni fullt alræðisvald, og kemur öllum sagnfræðingum saman um það, að hann hafi í fyrstu farið að- dáanlega vel með sínu valdi. Hann tók upp ný °g ágæt lög, bætti fjárhaginn og fjárstjórn- ina ; aftók alla griðastaði fyrir óbótamenn og önnur slik skaðvænleg einkarjettindi, og kom 1 stuttu máli öllu í nýtt og betra horf. »Borg- inni, sem áður var eitt ræningjahæli«, segir einn sagnfræðingur, »breytti hann í það friðar- lieimkynni, að þar fór allt með eins mikilli reglu eins og í herbúðum eða á kirkjufundi. Hann var Ijúfur að veita áheyrn, greiður að rjetta mál manna, strangur að refsa; ljúfur var hann og lítillátur, og gátu fátæklingar og ókenndir menn jafnan viðstöðulaust náð hans fundi«. — Annar sagnfræðingur kemst svo að orði um hann : »um þessar mundir fögnuðu skógarnir yfir því, að þeir voru ekki hæli stigamanna og spillvirkja; yxnin voru spennt fyrir plóginn; á vegum og gestaherbergjum varð fullt af ferðamönnum ; iðnaður blómgað- ist og allsnægtir jukust, viðskipta-traust óx

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.