Ísafold - 19.04.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.04.1890, Blaðsíða 2
Enn um átgjörðarkostnað og út- róðramenn. (Nl.). Ennfrerr.ur segir sveitabóndinn: „£>að er annars furða, ef útvegsbóndinn heldur, að nokkur maðurtrúi því dæmi, sem hann setur upp og á að sýna tjón á út- gjörð“, o. s. frv. Mjer stendur aíveg á sama, hvort hann trúir þessu eða ekki. Jeg hef með glöggum og áreiðanleg- um reikningi sýnf, að þessu er þó í sannleika þannig varið, og hann hefir engan rjett til að rengja þennan reikn- ing minn, sem byggður er á eigin reynslu og því, sem viðgengizt hefir í því byggð- arlagi, þar sem jeg er kunnugur, fremur en jeg hef rjett til að rengja hans reikn- ing yfir kostnað sveitamanna við útróð- urinn, sem hann hlýtur að þekkja betur en jeg. Já. jeg get bætt því við, að það mun ekki dæmaluust, að útvegsbændur hafi nú í byrjun þessarar vertíðar boðið ó- völdum hásetum (og sumum þeirra lið- ljettum), kaffi, vökvun, harðæti og hrogn- kelsanet ókeypis, og auk þess einstöku duglegum mönnum io kr. í peningum til þess að róa hjá sjer. Færu þessi og önnur eins boð að verða almenn, þá mun reikningur minn yfir útgjörðarkostnaðinn heldur reynast of lágur en of hár. Sveitabóndinn þykist hafa sannað, að ágóðinn verði mestur að dauðu hlutunum; en það er öðru nær en að hann hafi sýnt það, eða sannfært mig um það. Jeg þykist með nægum rökum hafa sýnt, að með þeirn kjörum, sem útróðra- menn hafa almennt, er kostnaðurinn við dauðu hlutina hærri, en jeg ætlast ekki til að útróðramönnum sjeu goldnar eða rjettara sagt gefnar 50 kr., ef þeir ekkert afla. Eins og hvað annað, sem fer í öf- uga átt og ekki hefir við neina sann- girni að styðjast. munu þess háttar boð leggjast niður innan skamms. Fjárhag flestra sjávarbænda er svo varið, þrátt fyrir allan ágóðann af dauðu hlutunum, sem sveitabóndinn hyggur að þeir hafi, að fæstir þeirra munu til lengdar geta gefið sveitamönnum slíkar stórgjafir, ef afli bregzt. Sveitabóndinn þykist sjá vott þess, að sumir sjávarbændur komist allvel af, og þakkar það ágóðanum af dauðu hlutun- um. Gæti hann bent mjer á 2 eða 3 út- vegsbændur af 100, sem á síðastliðnum 14 árum hafa grætt á vetrarvertíðarút- gjörð sinni, þá er þessi skoðun hans ekki með öllu ástæðulaus. Mjer þykir vel, ef hann getur bent mjer á einn einasta út- vegsbónda, sem byrjað hefir búskap á síðastl. 14 árum og orðið efnamaður. Síð- an bátaútgerð lagðist niður, sem var eptir 1875, og farið var almennt að gjöra út stærri skip, mun hann eiga erfitt með að finna uppgangs- eða gróðamenn þar syðra; en þó hann finni þar nokkra efna- menn, þá munu fæstir þeirra hafa aukið að mun efni sín á áðurnefndu tímabili, nema ef þeir hafa erft, og þakka jeg það ekki útgjörðinni. En það má líka nefna fleiri vertíðir en vetrarvertíðina. Vorvertfðir hafa optreynzt aflasælar fyrir innnesjamenn, og fyrir syðri veiðistöð- urnar hafa ekki haustvertíðir ætið verið þýðingarlausar. í Njarðvíkum og Vogum hafa gefizt þær haustvertíðir, að bændur þar hafa átt annan eins afla af einu skipi, og þeir hafa fengið á 2 eða 3 skip um vetrar- vertíð, og er það ekki lítið, sem slíkur haustafli hefur stutt velmegun sumra bænda, þó fæstir þeirra hafi nema tvo hluti dauða um þann tfma, og sumir ekki nema sinn eina hlut. J>að er margur frumbýlingur við sjó- inn, sem hugsar eins og sveitabóndinn, að það sjeu einmitt dauðu hlutirnir, sem hefji sig upp; þeir komi sjer úr kútnum: en það er verst, að reynslan vill ekki staðfesta þessa ímyndun þeirra síðan bátaútgjörðin lagðist niður. J>að þykir mörgum útvegsbændum allgóð afkoma nú orðið, ef þeir geta haldið svo við, að þeir ekki sökkvi dýpra og dýpra i skuldir. Mjer þýða engar reikningslegar rök- semdir, því síður eintómar ágizkanir um ágóða af sjávarútgjörð, svo lengi sem reynslan, áþreifanleg reynsla þeirra manna, sem mest hafa lagt í kostnað við sjávar- afla, sýnir og sannar, að það eina vissa, sem þeir hafa uppskorið, er mikil um- svif og fyrirhöfn, en sjaldnast, nú á seinní árum, nokkur sýnilegur ágóði, fram yfir þá, sem minna leggja í kostnað. Væri sveitabóndinn, sem ritað hefir í ísafold, einn af þeim útvegsmönnum, sem ákveður fyrst tölu dauðu hlutanna þegar hann á sumrin leggur inn til kaupmanna aflann af skipi sínu, þá vil jeg ráða hon- um til að eiga sem minnstan þátt í um- ræðum um hlutafjölgunina. £f nokkur breyting yrði gerð á tölu dauðu hlutanna frá því, sem verið hefir, þá er það mein- ing okkar sjávarmanna, að gera hana fyrir fram, en ekki eptir á, það er að skilja: ákveða tölu þeirra áður en aflinn er fenginn, en ekki eptir að hann er verkaður. Ekki kemur mjer til hugar, að fara að dæmi sveitabóndans í því, að semja á- skorun til sjávarmanna um, að hætta að veita útróðramönnum það, sem þeir hing- að til hafa veitt þeim, sumpart ókeypis, eða fyrir væga borgun. f>að er hver sjálfráður, hvað hann gefur. En það er tvennt, sem jeg vil leyfa mjer að áminna útvegsbændur um, og það er: 1., að lofa ekki útróðramönnum öðru en því, sem þeir eru vissir um að geta efnt við þá; og 2., að gefa þeim einungis af sínu, en ekki annara fje. Jeg get ekki sagt að þeir menn gefi af sinu, sem vegna heimskulegra loforða annaðhvort sökkva sjer niður i skuldir, sem þeir seint eða aldrei borga, ellegar verða að flýja á náðir sveitarsjóðsins með sig og skyldu- lið sitt, í endalok vertíðar, ef aflinn bregzt. Ritað 2. apríl 1890. Útvegsbóndi. Títaverður sleggjudómur. „þjóðólf- ur“ virðist hafa óskiljanlega oftrú á sauð- þráinu. J>að er margbúið að sýna og sanna hjer í blaðinu, að áburður hans (og ann- ars blaðs) á bæjarstjórnina um vítaverða meðferð á bæjarfje er tilefnislaus sleggju- dómur, um mál, sem hann þekkir ekki til hálfs. Samt sem áður situr hann við sinn keip, án þess að geta borið nokkurn hlut af viti fyrir sig.—Nú á það að vera ragmennska af bæjarstjórninni, að beita ekki lögsókn til að fullnægja þeim kröf- um, sem hún álítur rjettar vera. Eptir þeirri kenningu verður það ragmennska,, þegar einstakir menn, sem alltítt er, kjósa heldur magra sætt en feitan „pró- sess“ í skuldamálum. Sömuleiðis rag- mennska af alþingi, er það hefir sleppt smátt og smátt fjárkröfum fyrir landssjóðs hönd svo þúsundum skiptir, þótt yfir- skoðunarmenn landsreikninganna hafi á- litið þær óyggjandi og þao sjálft einnig álitið þær rjettar, þar ámeðalfyrir fám ár- um eitthvað 7—800 króna kröfu á hendur einmitt sama manni (Ivr. O. j)>.) út af reikn- ingsskilum fyrir alþingistíðindin ! — Máls- kostnaður lætur ,,þ>jóð.“ sem sje lítill eða enginn, ef gjafsókn fæst. En það er vissulega að reyna að slá sandi í augu alþýðu, að koma með slíkt, ekki sízt þar sem um stórt og margflækt reikningamái er að tefla.—Eoks á það að vera nærri höggvið þáverandi bæjarstjórn, að hún hafi eigi tryggt rjett bæjarsjóðs betur en, svo, að það, sem tekið var gilt ábyrgðar- veð fyrir 6 eða 7 árum — 2. veðrjettur — kynni nú að reynast lítils eða einskis virði. Hefði þáverandi bæjarstjórn verið það vitrari en allir aðrir, að hún hefði sjeð fyrir hið stórkostiega og hjer alveg dæmalausa hrun í söluverði húseigna hjer í bænum hin síðari árin, þá hefði mátt brigzla henni um vítaverða óforsjálni. En nú er að gjöra við því sem er, að bæjarfulltrúar eru rjett viðlíka framsýnir eða óframsýnir og aðrir góðir menn og sæmilega greindir, og því getur slíkt og þvílíkt að borið. J>að er nokkuð einfeldnislegt, eða þá annað lakara, að fara að byggja mikið á þvl, þótt amtmaður E. Th. Jónassen hirði ekki um að svara áreitni „J>jóð.“ út af þessu máli. J>að getur orðið tolldrjúgt, að svara hverri illkvittnisgetsök í blöðum, sem leggja þess konar í vana sinn. Munu harla fáir í minnsta efa um, að hann geti gert fyllilega hreint fyrir sín-. um dyrum fyrir það. Um dylgjur ritstjóra „J>jóðólfs“ í niður- lagi greinar hans er það að segja fyrst og fremst, að hann mun vaða þar reyk, líklega af völdum heimskra eða óhlut- vandr'a sögumanna, og í annan stað ætti hann ekki að hætta sjer út i þess konar bardaga-aðferð, þótt hann komist í krapp- an i deilu um almenn mál. J>að er ó-. vandari eptirleikurinn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.