Ísafold - 19.04.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.04.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og Eaugardögum. Verð árgangsins <l04arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skriSeg) bundin við áramót, ógild nema korain tje til ntgefanda fyrir i.okt. Aí- greiðslust. 1 AHsturstrirti 6. XVII 32. Reykjavik, laugardaginn 19. apríl 1890. Telefón anilli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur- Telefóninn hefir á mjög stuttum tíma Tutt sjer til rúms erlendis. Hann hefir marga kosti fram yfir telegrafinn; er, þeg- ar svo stendur á, handhægri, ódýrri og umsvifaminni en telegrafinn, á líkan hátt og það er opt þægilegra, að geta talað við menn um erindi sín, heldur en að skrifa um þau, þó að brjefi sje hægt að koma. Hann er erlendis tiðast hafður í stórbæjum milli húsa, eða í stórhýsum milli herbergja, einkum þar sem mikil samvinna þarf að vera milli manna, er eiga heima á ýmsum stöðum í sama bæ, eða þá sem eru í ýmsum herbergjum í sama stórhýsi, svo sem verksmiðjum eða því um 1. En hann er einnig á seinni árum opt og einatt lagður milli bæja eða þorpa, svo tugum mílna skiptir, og vinnur þann- ig alveg sarna gagn og telegrafinn, en opt með langt um hagfeldara móti. Skyldi það nú vera ómögulegt, að koma ¦slíkum málþræði við hjer á landi? Mundi hann verða of dýr, svo að það gæti með engu móti borgað sig að leggja hann? Eða mundi engin þörf vera á þess konar sambandi hjer milli manna, sem búa í mikilli fjarlægð? Öllum þessum spurningum svarar auð- vitað reynslan bezt og vissast. Allfiestir munu vera á sama máli um það, að hvers konar Ijettir, sem hægt er að veita í viðskiptum manna, er mjög þarfur og kærkominn. En hann getur þó orðið svo dýr, að hann svari ekki kostnaði,— að ekki stand- ist á kostnaður og ábati; og þetta verður ¦eðlilega spurningin hjer, þegar ræðir um að leggja telefón milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur: Borgar það sig, eða borg- ar það sig ekki? Tpessari spurningu er ervitt að svara fyrirfram með svo sannfærandi rökum, að enginn geti móti mælt; en nokkuð má Tcomast nærri rjettu lagi með því, að at- huga það gagn, sem líklegt er að hafa megi af telefóninum, og bera þá gagns- muni saman við þann kostnað, sem þeim verður að vera samfara. Gagnsmunirnir eru bæði beinir og ó- beinir af öllu slíku sambandi milli manna, og er opt eigi svo auðvelt að benda á svo beina hagsmuni af ýmsum fyrirtækj- um, sem þó í rauninni borga sig marg- falt, að menn vilji láta sjer skiljast, að þau svari kostnaði. \ Fyrsta skilyrðið fyrir því, að sá tele- íón, sem hjer ræðir um, borgi sig, er Það, að menn geti notað hann, og geri l>að. fað skilyrði er hjer efiaust fyrir hendi, þar sem endar hans liggja í tveim kaupstöðum, og það kaupstöðum, sem hafa talsvert saman að sælda. í Hafnarfirði er t. d. enginn læknir, heldur er læknir okkar búsettur í Rvík. Hversu opt er það ekki, að menn þurfi að tala við lækni og fá ráðleggingu hans, án þess að nauðsynlegt sje að láta lækn- inn koma? í öllum þeim tilfellum er ó- dýrra og handhægra að brúka telefóninn, heldur en sendimann. Opt liggur svo á læknishjálp, að það getur verið lífsnauð- syn að spara þann tima, sem gengur til að fara aðra ferðina. Með telefóninum má kalla lækninn, svo að hann komi allt að helmingi fyr. Verzlanirnar í báðum kaupstöðunum hafa ýmislegt saman að sælda, eins og að likindum ræður, þar sem sömu kaup- mennirnir eiga sina verzlunina í hvorum staðnum, sömu skipin ferma og afferma á báðum stöðunum o. s. frv. Teg nefni þetta að eins til dæmis; en sá, sem opt fer milli þessara kaupstaða, þarf ekki að spyrja um, til hvers ætti að brúka telefón milli þeirra. Hann hlýtur þvert á móti að furða sig á því, að hann skuli ekki þegar vera lagður. Svo marga hittir hann vetur, sumar, vor og haust á leiðinni, sem ýmist eru sendir, eða fara fyrir sjálfa sig. Og þó að þeir haldi opt á einhverju, úr því að þeir fara á annað borð, þá er aðalerindið mjög opt ekki annað en það, sem afgreiða má munnlega, eða með telefón. Svona fyrirfram hlýtur það að vera meir spádómur en vissa, að hve miklum notum telefóninn mundi koma. En það sýnist enginn efi geta leikið á því, að hann hljóti að koma að nokkrum notum. T?á er eptir að vita, hve margar krónur eru gefandi fyrir þessi nokkur not, og hvort telefóninn muni ekki kosta meira en það sem þeim svarar. Til þess að fá dálitla hugmynd um það, hvað slíkur telefón mundi kosta, hefi jeg afiað mjer nokkurra upplýsinga hjá ,,Elek- trisk Bureau" í Kristjaníu, og á þeim upplýsingum hefi jeg byggt áætlun um allan kostnað við að leggja telefóninn. Jeg hefi einnig mælt fjarlægðina, og hefir talizt hún 17,000 álnir; en gert áætlunina eptir 18,000 álna fjarlægð, eða hálfrar annarar milu. Sumt í áætluninni er óákveðið, svo sem flutningur á efninu og vinnulaun við að setja staurana niður. En um vinnu- launin skal jeg geta þess, að jeg hefi sett þau helmingi hærri en tíðkast í Noregi. Tpar sem gert er ráð fyrir 75 álna milli- bili milli hverra tveggja staura, þá virðist engin ástæða til að hafa það styttra hjer en t. d. á ísafirði, þar sem kaupmaður Á. G. Ásgeirsson hefir lagt telefón og haft 80 álnir milli staura, án þess að nokkru meini komi. Sama fjarlægð er vanalegust í Noregi. Verðið á staurunum er sett hjer eins og það er á verðskránni frá Noregi; en þá má ef til vill fá nokkru ódýrari. Jeg læt áætlunina fara hjer á eptir, { þeirri von, að einhverjir góðir menn verði til þess, að hugsa um þetta, og hafi tæki- færi til þess að ráða við sig, hvort þeim h'zt svo á fyrirtækið, að þeim þætti til- tækilegt að styðja það. Ef þeir finna einhverja sjerstaka erviðleika á því, sem mjer kunna að vera ósýnilegir, þá treysti jeg þeim til að benda á þá. Mótmæli geta verið góð og gagnleg, ef þau koma í tíma. Innan skamms mun verða gerð tilraun til að stofna hlutafjelag til að leggja tele- fóninn. Tpað er tiltölulega lítið í húfi fyr- ir hvern einstakan, hvernig sem til tekst, ef margir eru um annað eins lítilræði og þetta, heldur er en þó væri. ef einhver einn stæðist kostnaðinn að öllu leyti. Sje ekki tiltækilegt, að hafa telefóns- samband milli Hafnarfjarðar og Reykja- vikur, þar sem eru 400 íbúar í öðrum staðnum, en fram undir 4,000 í hinum, og fjarlægðin að eins 11/2 míla, þá er varla líklegt, að það sje tiltækilegt ann- arstaðar á landinu. Áætlun um kostnað við að leggja telefón milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. 2 telefón-apparater (á enda- stöðvunum) á 70/00 . . . kr. 18,000 áln. af galvaniseruðum járnvír=i68o pd. á °.,- pr. pd. ........_ 240 staurar, tiltegldir og undir- búnir, á 8/50.....— 240 ísólatórar á °/85 .... — 240 topphettur á °/70 ... — Flutningur til íslands á 240 staur- um um 2;00.....— Flutningur á þræði o. s. frv. — Uppskipun o. s. frv. ... — Assurance.......— Flutningur á staurunum frá hafnarstöðunum hjer, þang- að sem þeir eru settir. nál. — Fyrir að setja staurana niður, Voo fyrir hvern staur . . — Fyrir að búa um endastöðvar — Daglaun verkstjóra í 25 daga 140.00 252.00 840.00 60.00 168.00 480.00 30.00 50.00 15.00 100.00 240.00 50.00 100.00 'Voo á dag...... Samtals kr. 2525.00 Flensborg, 9. apríl 1890. Jón í»órarmssou.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.