Ísafold - 23.04.1890, Page 3

Ísafold - 23.04.1890, Page 3
131 500 kr. aukauppbót í eitt skipti fyrir öll, er eptir voru óeyddar frá 1889. Umboðsmaður yfir Norður sýslu og Reykjadals-jörðum og Flatey er skipaður 27. f. m. Stefán Stephensen, umboðsmaður Munkaþverár-klausturs, — á að gegna því ásamt sínu eigin umboði, þangað til öðru vísi kann að verða ákveðið. Telefón milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar. það fyrirtæki, sem hr. skóla- stjóri Jón þórarinsson í Hafnarfirði ritaði um í síðasta blaði, virðist hafa góðan byr. Fáeinir menn (8) úr Reykjavík og Hafnar- firði, er höfðu mælt sjer mót hjer í gær til þess að tala sig saman um að koma hluta- fjelagi á laggirnar í því skyni, rituðu sig þegar fyrir nærri því þriðjung af stofnsjóðn- um, sem er ætiazt til að verði 3000 kr. Ráðgerðir eru 50 króua hlutir, og rituðu þessir 8 sig flestir fyrir 2 hlutum, — einn fj7rir 4. Laugardag 26. þ. m. á að halda stofnunarfund : samþykkja lög, kjósa stjórn o. s. frv. A skrifstofu ísafoldar geta menn skrifað sig fyrir hlutum í fjelagið. Dáin 20. þ. m. hjer í bænum Guðrun Grímsdóttir, nær því 83 ára að aldri, ekkja Guðlaugs heitins Mattíesens á Yxney á Breiðafirði, bróður síra Páls sál. Mattiesens á þingvöllum og þeirra bræðra. — Guðrún sál. var merkiskona, vönduð og vel ínetin. Af kaupfjelagsfundi Arnesinga. Síra Beuid. prófastur Kristjánsson, hefir í sein- asta blaði ísaf., 19. þ. m., ritaö greinarkorn, sem byrjar þannig: „Af kaupfjelagsfundi Árnesinga o. s. frv.“ Seinna í nefndi grein segir prófasturinn. __ __t )5svo sem jeg á hinn bóginn hiklaust bauðst til að ábyrgjast. að þeir [Ivaupf. Árn.] fengi sama verð fyrir þá sauði, sem eptir höfðu orðið, ef þeir yrðu afhentir mjer til umsjónar o. s. frv.“ þessu neita jeg algjörlega, ef próf. meinar þetta til mín, að hann liafi boðizt til að taka sjálfur upp á sig alla ábyrgöina, enda var ekki árennilegt fyrir hann, að taka upp á sig um 6000 kr. ábyrgð, ef illa hefði tiltekizt. Að vitna til brjefs sins i ísaf. frá i vetur og svars mins, er mjög óheppilegt af j)róf. 1 svari minu stendur þetta meðal annars, las próf. mjer það upp sjálfur úr löngu frjetta- brjefi til hans frá J. V.:-----„að þeir væru fúsir á, að borga allan kostnað af bið fjársins hjer —“ þarna er nú ölf tryggingin frá J. V. hálfu; hann lofar bara að borga biðarkostnað fjárins hjer til 28. nóvbr., en hver átti t. d. að borga „fragtina“ með póstgufuskipinudanska, 3540 kr„ og fitun á fjenu í Jðnglandi áður en það var selt? Líka mátti bú- ast við, að nokkrar kindur mundu á 5—6 vikna tíma hjer um hávetur drepast; líka kemur það allt af fyrir, að sauðkindur drepast á leiðinni hjeðan til Englands, sem „Assurancen11 alls ekki borgar fyrir. Hver hefði nú átt að borga þessar kindur? Ekki J. V., því hann lofar ekki að borga fyrir ann- að en kostnað þann, sem leiddi af dvöl fjárins hjer; hann hefir vaðið fvrir neðan sig. Ur því hr- próf. vitnar til svars mins i ísaf., þá er þetta svar mitt frá hans hálfu bæði gott og gilt. þetta umboð, sem prófasturinn segist hafa hafþ til að taka við af mjer þessum 354 sauðum, hefi jeg aldrei heyrt og því síður sjeð; kannske það hafi verið einhverstaðar í þessu langa frjettabrjefi frá J. V. til hans. það er þó siðvenja og sjálf- sagt, að sá sem á að taka móti mörg þúsundum kr. eða krónavirði, sýnir einhver skilríki fyrir því, að hann hafi heimild til þess. Jeg skal geta þess, að jeg fekk brjef frá Zöllner sjálfum, dags. 8. marz þ. á., þar sem hann meðal annars tilkynnir mjer, að hann hafilofað „Kaupfjel. Árn.“ nokkrum hundruðum króna — hann tiltekur upphæðina, —í uppbót fyrir sauðaklúðrið síðastl. haust, sem hann ekki með einu orði kennir mjer um, enda gat heldur ekki samkvæmt brjefi hans til min, er jeg fjekk fáum dögum áður en fjárhópur Árn. kom. Svona skrifar nú Zöllner sjálfur, sjálft höfuðið, en hjástoðirnar 3 vilja hafa alla ábyrgðina upp á mig, fyrir yfirsjónir sínar. Jón Ó. porsteinsson. Fiskisamþykktarbrot. Herra ritstjóri! í ísafold 16. þ. m. segir, sem satt er, að samþykktirnar frá 9. júní 1885, af 11- janúar 1888, nái ekki til þeirra, er sækja róðra af Seltjarnarnesi eða úr Rvík., en eigi að síður hafi jeg rokið til, undir eins og jeg hafi sjeð dufl Friðriks (í Bakkakoti), að draga upp net hans með 30 í hlut af fiski og ætlað með það í land allt saman. — „Sjaldan er nema hálfsögð saga þeg- ar einn segir“, og verð jeg að lýsa þetta alveg mis- hermt. Sannleikurinn er sá, að þar sem jeg sá að eins eitt litið dufi, á þeim stöðvum, sem nú á tímum er mjög óvanalegt að leggja þorskanet,, datt mjer í hug, að þar mundi vera töpuö net, í hnút, — sem kunnugt er að með straumum reka lang- ar leiðir — og vildi því af mannkærleika, eigand- ans vegna, — hver sem hann svo væri— grennsl- ast eptir, hvort svo væri,og revna til að ná þeim uPPi °S áleit það fyllstu skyldu mína; en þegar jeg liafði að eins dregið upp duflfærið, ltom eigandi netanna til mín, enda hefði mjer ekki komið tií hugar að hreifa meira við þeim, þar sem jeg sá, að þau voru stafgreið, með nægum fiski; og furð- ar mig stórlega að Friðrik skuli hafa verið svo ókurteys, aö fyllyrða, að jeg „ætlaði í land meö allt saman“; því honum var algjörlega ókunnugt um, að það væri áform mitt. Mjer var fullkunn- ugt, að jeg hafði ekki vald til, að fiytja net þessi: í land, þó þau væru fyrir utan merkjalínuna, þar sem jeg var ekki skipaður tilsjónarmaður, en jeg vona þó að engir sanngjarnir menn lái mjer, þótt eg grennslaðist eptir, af hvaða orsökum netadufl væri á þessum stöðum, og mjer er óhætt að full- yrða að hver einasti tilsjónarmaður hefði tekið þessi net Friðriks upp, og flutt á land, af þessum stöðvum, að honum fjærverandi, sjerstaklega af þeirri kynlegu tilhögun hans, að duflið, sem jeg skoðaði, var marklaust og svo lítið, að það sást ekki nema róið væri mjög nálægt þvi, þar sem menn hafa vanizt líkum smábrögðum óvandaðra fiskimanna á hinum síðari árum, siðan fiskiveiða- samþykktin náði gildi. Jeg alit því síður en svo, að jeg hafi hjer framiú neina lögleysu, heldur að jeg hafi miklu fremur að eins gjört það, er mannkærleiksskyldan býð- ur. Deild á Álptanesi 21/j 1890. Jón Jónsson. Bakarabrauðin- Herra ritstjóri! J>jer tókuð forðum að yður, að' tala máli almennings gagnvart bökurum vorum„ og hafði það góðau árangur. Vonum vjer því, að þjer enn eigið opið rúm í blaði vðar fyrir það málefni. f>egar vjer komum inn til bakara, og biðjum um eitt súrbrauð, þá fáum vjer eitt súrbrauð, eins og það gerist; og svo er um allt hveitibrauð; það mun ekki vera nein föst regla fyrir, hvað hinar einstöku tegundir þess eiga að vega; en misjafnt er, hvað maður af slíku brauði fær fyrir sina peninga. En öðru máli er að gegna með rúg- brauðin; á þeim er víst verð, og á að vera viss vigt lika; þegar vjer komum inn til bakara, og biðjum um eitt rúgbrauð, þá eigum vjer að fá brauð, sem vegur 6 punr\ Ef yjer biðjum bakara að selja oss eitt pund af tvíbökum, þá vegur hann það að oss ásjáandi; eins ætti hver maöur, sem sem kaupir rúgbrauð hjá bakaranutn, að heimta, aö hann vegi brauðiö að kaupanda ásjáanda, og Cola di Rienzi.______ unar. Aðalsmönnum þótti þetta óþolandi; þeir slökktu nú niður deilum sínum sín á ínilli, og höfðingjar ættanna Colonna, Vrsini og aðrir fleiri gerðu samsæri til að steypa tríbúnanum. En honum komu fregnir af fyrirætlun þeirra ; bauð hann öllum forvígis- mönnum samsærisins til veizlu hjá sjer, ljet handsama þá þar alla í veizlunni og varp þeim í dýflizu. En hvort sem það hefir nú heldur verið, að Rienzi hefir ekki þorað að framkvæma það sem í fyrstu liefir verið fyrirætlun hans, eða hitt hefir heldur verið, sem honum var öllu líkai’a, að hann hefir að eins viljað láta þá ganga úr skugga um vald sitt og sýna þeim í tvo heimana, þá er það eitt víst, að hann hjelt þeim að eins náttlangt í haldi; ljefi hann þá hafa allan viðbúnað til aftöku þeirra, og voru þeir í dauðans angist um nóttina og töldu sína síðustu stund kotnna; en daginn eptir gaf hann þá lausa; skyldi almenningur á þingi gera út um mál þeirra. þá er á þingið kom, bað Rienzi þeim griða og gekk sjálfur í ábyrgð fyrir löghlýðni þeirra og undirgefni framvegis. það er svo sem auðvitað, að fyrir bænastað hans voru öllum aðalsmönnum grið veitt og sakir upp gefoar. En þeir voru ekki þeir menn, sem fyrirgæfu honum þá dauðans angist, sem hanu hafði steypt þeim í. Að fám vikum liðnum flýðu þeir úr borginui allir í einu og til kastala sinna; buðu þeir út öllum þeim sveitalýð, er þeim var lýðskyldur, til leiðangurs, og hjeldu til Rómaborgar. Nú var til útboðs hringt hinni miklu klukku í ráðhúsinu, og voru áhrif Rienzis enn þó nógu rík til þess, að laða alla borgarmenn til fylgis við hann. Varð nú orusta í borginni sjálfri milli borg- armanna og sveitaliðsins, er aðalsmönnum fylgdi, og biðu aðalsmenn ósigur. þar fjellu meðal annars sjö höfðingjar af Colonna-ætt- inni. Litla hreysti sýndi Rienzi af sjer í þetta sinn; og litla mannúð sýndi hann í því, að hann synjaði um leyfi til að veita hinum föllnu höfðingjum sæmilega útför eða greptrun í kristnum reit. Kvennþjóð ættar- innar varð að greptra þá, og tár þeirra og sú ósjálfráða virðing, er lýðurinn gat eigi látið vera að sýna hinni forngöfugu ætt — allt þetta varð að eins til að espa hugi manna upp gegn tríbúnanum. Rienzi átti að eins skamma stund að fagna sigri sínum yfir aðalsmönnunum. Páfanum hafði eins og öðrum mislíkað oflæti hans og hroki; þar við bættist, að Rienzi ha.fði sýnt legáta páfans drémbilega fyrirlitning, og það þoldi páfi eigi, og Ijet nú dynja yfir hann bannfæringar-bullu. Skömmu síðar kom Pepin greifi af Minorbino til Rómaborgar með 150 hermenn og tók borgina viðnámslaust á sitt vald. Að vísu ljet Rienzi að vanda hringja stórklukkunni í ráðhúsinu ; en enginn maður hlýddi því eða hreifði legg eða lið til liðveizlu við hann, og fjell hann varnarlaust í hendur Peptns greifa. það er sagt, að trí- búninn sýndi þá af sjer þrekleysi mikið, sagði af sjer stjórnvöldum og grjet yfir van- þakklæti samborgarmanna sinna. Var hon- um orpið í díflizu í St. /UipeZo-kastala; og eptir skamma stund varekki að sjá, að nokk- ur maður myndi eptir honum fremur en þótt hans fárra mánaða ríki hefðj aldrei til verið. Pepín greifi setti aðalsmenn aptur til fornra valda, og slíkt hið sama kirkjuvaldið;

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.