Ísafold - 10.05.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.05.1890, Blaðsíða 1
 Ttemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild neraa komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstræti 8. XVII 38. Reykjavik, laugardaginn 10. mai 1890. Vöruvöndun. Herra ritstjóri! Jeg vil biðja yður að Ijá þessum fáu linum rúm í yðar heiðraða blaði. Talsvert hefir þegar verið rætt og rit- að um þetta mál, en samt sem áður er ,,góð vísa aldrei of opt kveðin", og að enn þá er ekki ti] fulls útrætt um þetta málefni, það sýnir, hversu ófullkomna þekkingu vjer höfum á ýmsum greinum, sem snerta þetta mál. Jeg skal að eins leyfa mjer að benda á eitt atriði, sem mjer eru orðín nægilega kunnug hin slæmu afdrif af, og sem þarf að breyta til batnaðar. J>að eru ullarfiókarnir í vorullinni. Með því að finna að fiókunum í ullinni, á jeg ekki beinlinis við þau svik á vör- unni, sem stundum eru þeim samferða, svo sem: slæmur þvottur og slæmur þurk- ur, því það er náttúrlegt, að ull, sem er ¦eins þvæld saman og flókarnir eru, þurfi bæði betri þurk og þvott til þess að verða góð verzlunarvara, nefnilega bæði hrein og þur. En jafnvel þó flókarnir væru þurkaðir vel og þvegnir prýíilega, þá þekki jeg líka til, að þeir á annan hátt spilla fyrir sölu á íslenzku ullinni. Skemmdirnar, sem stafa af þessum flókum, eru í því fólgnar, að þegar ullin erlendis er látin í kembingarvjelarnar til þess að þær tæi hana handa spunavjel- unum, er mjög hætt við, að vjelarnar nái ekki flókunum sundur, án þess að skemm- ast meira eða minna. þ>ess vegna er það, að verksmiðjueigendur kvarta opt yfir, hve illt sje að vinna úr íslenzku ullinni, og at' því leiðir aptur, að sala á þessari vöru gengur opt mjög dræmt. A.uðvitað koma opt margar fleiri ástæður til greina -við verðhækkun og verðlækkun á þessari vöru sem öðrum; en víst er um það, að ef aldrei kæmu fyrir flókar í ullinni okk- ar, þá er jeg sannfærður um, að salan á henni myndi ganga greiðara en opt á sjer stað erlendis. Síðastliðið ár hefir með köflum verið á heimsmarkaðinum fjörugri eptirspurn eptir íslenzkri ull heldur en nokkur undanfarin ár, og hún þar af leiðandi selzt betur við og við. pess vegna er um að gjöra einmitt nú, þegar vjer getum átt von á að hún muni seljast, ef til vill betur en síðastliðin ár, að vjer þá vöndum hana sem bezt í alla staði, og ekki einungis gætum þess, að hafa ullina bæði vel þurra og hreina, heldur og einnig útrýma þessum ófögn- uði, sem mjer er kunnugt um að margir ¦bændur aldrei hafa vitað af að væri nokk- ur galli á vörunni. Burt með alla flóka úr ullinni! Oss er það innan handar með lítilli fyrirhöfn, nefnilega að tægja þá mjög vel í sundur —eptir mínu viti áður en ullin er þvegin, þar eð hún flóknar enn meira við þvott- inn—, áður en þeir eru látnir saman við óflóknu ullina. „Opt veltur litil þúfa stóru hlassi", og svo er um þetta. J>ótt lítilfjörlegt kunni að virðast, hamla opt flókarnir að nokkru leyti sölu á ullinni; og eigi hún að geta kallazt góð vara, mega þeir alls ekki finnast í henni. Jeg veit vel, að hugsunarháttur ýmsra er enn svo, að þeir munu segja, er þeir lesa þessar aðfinningar minar : „J?á er Pjetur ef ekki er Páll. Jeg get alstaðar komið út ullinni minni; vilji þessi ekki taka hana af mjer, þá gjörir hinn það; hjer eru fleiri kaupmenn á sama svæðinu, svo jeg þarf ekki að vera í vandræðunr' o. s. frv. En þeir hinir sömu ættu líka að gæta að því, að hver sá, sem kanpir slæma vöru, hlýtur þó að reyna til að sclja þessa hina sömu vöru einhversstaðar; kemst hún þannig á heimsmarkaðinn með nafn- inu íslenzk ull og hlýtur að spilla fyrir verði og sölu á vörutegundinni. Afleið- ingarnar þekkjum vjer; þær koma jafnt niður á saklausum og sekum. Vjer kaupmennirnir erum opt líka allt of skeytingarlausir i þessu atriði, hvað vöruvöndun viðvíkur; jeg hef tekið eptir því hjer, og veit að það viðgengst líka annarsstaðar, I vort sem varan svo heitir ull, fiskur eða öðru nafni. pað er opt í svipinn hugsun ýmsra kaupmanna og tull- trúa peirra, að keppast eptir að hrúga sem mestu saman af íslenzkri vöru, hvernig sem hún er, til þess að geta sagt, að „umsetningiir' hafi verið svo og svo mikil, en : „Eptir á kemur angur og pín". Verzlunarsamkeppnin, sem þetta ofan- ritaða að mestu er afieiðing af, er t sjálfu sjer góð bæði fyrir bændur og jafnvel opt fyrir kaupmenn líka, þvi þar sem samkeppnin er, þangað flykkjast þeir, sem verzla vilja, og opna þannig kaup- mönnum veg til að geta selt meira ; en samkeppni, án tillits til þess, hvernig var- an er, sem maður fær í staðinn fyrir sína, er og verður bölvun en ekki blessun fyrir alla hlutaðeigendur. Sá verzlunarmáti er skynsamlegastur, að hverri vörutegund sje haldið i sínu rjetta verði, en ágreininginn um, hvert hið rjetta verð sje á hverri vörutegund, á að vera takmark samkeppninnar að jafna, en ekki hitt, eins og áður er um getið og víðsvegar viðgengst, að kaupa slæmar vörur fyrir sama verð og góðar. Að endingu vil jeg biðja hina heiðruðu viðskiptamenn mína að gjöra það bæði fyrir sjálfa sig og okkur. að taka til greina nú þegar í sumarkauptíð þeirri, er í hönd fer, það atriði, sem jeg hjer að framan hefi bent á með fáum orðum : að útrýma flókunum úr ullinni, þannig, að þeir sjeu tánir í sundur áður en komið er með ullina í kaupstaðinn. Að jeg óski eptir, að ullin verði hrein og pur, þarf jeg ekki að taka fram ; því jeg get sagt það með sönnu. að allflestir viðskiptamenn mínir hafa haft vilja á því og sýnt það í verkinu, og er jeg þeim þakklátur fyrir það. Einungis skal jeg geta þess, að þeir (sem jeg, sem betur fer, get vottað að eru mjög fáir), sem stundum hafa verið of skeytingarlausir með ull sína, og kann ske skákað í skjóli þeirrar hugsunar eða því um líkrar: „hann á ekki undir að vísa mjer burtu; jeg er orðinn svo skuldugur, að hann verður feginn að fá pokana mína", þeim hinum sömu vil jeg ráðleggja. að hata ekki slíkar hugleiðingar framvegis ; því jeg skal hjeðan af ekki horfa í að vísa þeim burtu, án tillits til skuldarupphæðar þeirra eða annara atvika; pví pað er og verður rangt, að kaupa shcma vö'ru með sama verði eins og þeir fá, sem að eins koma með gáða vöru. Góðar vörur vil jeg sjálfur reyna til að flytja, en góðar vörur vil jeg líka aptur fá sem borgun fyrir þær, sem jeg læt úti. Verzlunarsamkeppni, sem er á skyn- semi byggð, óttast jeg ekki; en hins vegar Iagaða samkeppni vil jeg feginn forðast og reyna að afstýra henni. Eitað í apríl 1890. Thor Jensen, fullmektugur f'vrir verziun Joh. Lange í Borgarnesi. Til Dalamanna- Pöntun a rfjelagsm dl. Síðan greinar mínar um verzlunarfjelag Dalamanna komu út í ísafold í vetur, hefi jeg heyrt á fáeinum íjelagsmönnum, að þeim þykir óviðfeldið — þar sem jeg í greinum þessum hafði orð á því, að ullin, sem fjelagið sendi næstliðið sumar, hefði reynzt miður vönduó en skyldi — að jeg tók ekki skýrt fram : að /rá fjö'lda mörg- um fjelagsmönnum, jafnvel frd heilum deildum, var ullin í alla staði vel vönduð. Jpað er nú siður en ekki, að jeg lái þeim mönnum, sem ljetu vandaða vöru, þó þeir væru óánægðir með að fá verðfall á henni fyrir ókærni fjelagsmanna. og þó þeir vildu láta það vera opinberlega viðurkennt í fjelaginu, að þeirra ull hafi verið góð, — mjer þ)'kir þvert á móti mjög eðlilegt, að svo sje. En mjer til málsbóta verð jeg að geta þess, að jeg áleit mjög vandasamt að fara

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.