Ísafold - 17.05.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.05.1890, Blaðsíða 1
fCemur út á miðvikudögum og laugardögum. Vérð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til ótgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 40. ! Reykjavík, laugardaginn 17. maí 1890. Inflúenza-sóttin. (Illkynjuð kvefsútt). Inflúenza-landfarsóttin, er gengið hefir 1 vetur um mestalla Norðurálfuna, kvað nú vera komin hingað til lands, til Vest- mannaeyja. Megum vjer því búast við, að hún kunni að ganga hjer yfir land bráðlega, jafnvel þótt sem minnstar sam- göngur verði hafðar milli lands og eyja fyrst um sinn, sem jeg vil sjerstaklega brýna fyrir almenmngi. Fyrir því þykir mjer skylt að frseða almenning um sótt þessa og um það, hver ráð helzt eigi við henni. Vjer þekkjum allir hina algengu kvef- sótt, með hósta þeim, er henni fylgir, og meiri eða minni lasleika um allan líkam- ann. Infiúenza-sóttin er nú talsvert lik kvefsótt ; en þó ber þar margt á milli, og það tvennt helzt, er nú skal greina og mikils er um vert: i) Inflúenza-veikinni fylgir óvenjumikið magnleysi, slen og drungi, og þar með talsverð hitasótt. z) Inflúenza-veikin gengur eins og landfarsótt, þ. e. leggst á mikinn fjölda landsfólksins í einu og færist út frá ein- um stað uin geysimikla víðáttu. Á mjög mörgum mönnum fylgir veiki þessari einnig ýms óregla í meltingar- færunum, í taugakerfinu og öðrum fleiri líffærum. Loks getur vel borið til, að ofan á inflúenza-sóttina bætist ýms önnur veik- indi, og það ekki sízt þegar hún er nærri því bötnuð, svo sem t. d. lungnabólga. f>ótt svo sje, sem betur fer, að inflú- enza verði eigi talin með mjög hættuleg- um sjúkdómum, þá verð jeg að vara menn mjög fastlega við að gjöra of lítið úr þessari veiki ; opt verða svo mikil brögð að sóttveikinni, magnleysinu o. s. frv., að sjúklingurinn má til að leggjast ; en jeg vil vara menn við, þótt sóttin sje heldur væg, að vera þá að reyna að dragast á fótum ; sjálfsagt að leggjast ætíð, ef maður hefir hitasótt (feber). Gjöri maður það, að dragast á ferli með hita- sótt, er mjög hætt við, að einhver önnur veikindi leggist ofan á hina eiginlegu inflúenza-sótt, og sama máli er að gegna, ef of snemma er farið á fætur og út. Optast mun nóg að liggja 1—2 vikur í rúminu, til þess að sjúklingnum sje nokk- urn veginn óhætt. J>að er sjálfsagður hlutur, að gjaida verður varhuga við þvi, svo sem hægt er, að of margt sje af sjúklingum í sama her- bergi eða of þröngt í rúmum, og lopti þarf að halda svo hreinu, sem auðið er en varast þó allan súg. Gott er að halda brjóstinu hlýju með ull eða vatnsbökstr- um. Bezta næringin er hafrasúpa eða bygg, súpa; með mjólk er bezt að vera nokkuð varasamur, þar eð margir sjúklingar fá þrálátlegt harðlifi af henni, en sumir apt- ur undir eins niðurgang og vindbelging; enginn læknir getur sagt fyrir fram, hvernig sjúklingur muni þola mjólk; það verður að reyna fyrir sjer með hana með gætni. Sætsúpu, nýjan fisk soðinn, franskbrauð og vatnsgraut má gjarnan borða, hafi sjúklingurinn lyst á því, þó að hann hafi nokkra hitasótt. Kalt vatn eða mysu má sjúklingurinn og gjarnan drekka, þó ek.ki i óhófi eða of mikið í einu. Sjeu mikil brögð að magnleysinu- sleninu og drunganum, og sjúklingurinn geti eigi nærzt á öðru, þá er mikið gott að bragða á víni (sherry eða port- vini,) svo sem einni matskeið 4—6 sinn- um á dag. Sje aptur ofmikið gjört að vinnautninni, verður hún mjög skaðleg, eins hjer sem jafnan endranær. A.f eiginlegum meðölum má einkum gjöra sjer von um gagn af sótteyðandi lyfjum, svo sem antifebrín og kinín. Sjeu mikil brögð að sóttveikinni, er hæfi- leg inntaka svo sem 1 gramm af kínín eða kannske öllu heldur 1—2 grömm af antífebrín á dag, meðan hitasóttin stend- ur sem hæst. Meðöl þessi má gefa inn annaðhvort í 2 stórum skömtum, helm inginn i hvort sinn, eða þá í fleirum smá- skömmtum. Sje þess kostur, er sjálfsagt að leita reglulegs læknis og vera ekki að káka með skottulækningar; einkum skal varast að láta taka sjer blóð öðruvísi en með læknisráði ; því blóðtaka getur opt gjört mikið illt i þessari sótt og er mjög sjald- an tiltækileg, og það því að eins, að sjerstaklega standi á, en á því hafa lækn- ar einir vit. Jeg leyfi mjer að endingu að mælast til, að almenningur hagnýti sjer rækilega þenna litla leiðarvísi, og vildi jeg óska, að sótt þessi yrði væg hjer á landi, ef hún kemur, og tálmaði sem minnst vinnu manna um bjargræðistímann. Reykjavík 14. maí 1890. Schierbeck. Önnur blöð eru einnig beðin að taka grein þessa. Manndauði af kvef-landfarsóttum hjer á landi á þessari öld. — O— Manndauði af landfarsóttum hefir að vísu verið talsvert minni hjer á landi á þessari öld en áður gerðist, meðan bóla og aðrar stórsóttir gengu hjer þrásinnis. En hann hefir samt verið margfalt meiri en almenningur gerir sjer í hugarlund, og margfalt meiri en þeim útlendum mönn- um mundi trúlegt þykja, er vita. að hjer hafa engar stórsóttir gengið alla öldina, þær er því nafni nefnast í öðrum lönd- um. Sóttir þær, er mestum manndauða hafa valdið hjer á landi á þessari öld, eru smá- kvillar kallaðir annarsstaðar, harla hættu- litlir og ómannskæðir. það eru kvefsóttir og mislingar. í Danmörku kunna menn eigi lengra að jafna til voðalegs manndauða af land- farsótt á þessaii öld, en kólerunnar í Khöfn 1853. Hún drap meira en 4000 manna af 130,000 íbúa, er þá voru þar. En kvef-landfarsóttin, sem hjer gekk tíu árum áður t. a. m., 1843, drap nær 2000 manna (1956) af 57,000, er fólkstalan var hjer á landi þá, eða svo segir í hinni beztu landfarsóttaskýrslu, er vjer höfum: bók dr. P. A. Schleisners (Island under- sögt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt. Kh. 1849). þ>að er með öðrum orðum: miklu meim manndauði af kvef-landfar- sóthnni lijer 1843, heldur en af kólerunni í Khöfn 1853. I tölum er manndauða- hlutfallið þetta, af hverjum 1000 íbúum: af kvef-landfarsóttinni (influenza) á íslandi 1843 deyja . . . 34 af 1000 — kólerunni í Khöfn 1853 deyja 30 — 1000 Ut af eins mannskæðar hafa kvefsóttir eigi verið endrarnær á öldinni; enda eru þetta voðalegar tölur og ótrúlegar ókunn- ugum. En telja má á henni, það sem liðið er, sjö regluleg kvef-landfarsóttarár (influenza-ár), öll mannskæð, þótt mismun- andi sje, og það raunar að eins á 50 ár- um, 1816 til 1866, með þeim mann- dauða, er nú skal greina, ef miðað er við venjulegan manndauða hjer í góðum ár- um, sóttlausum, eins og dr. Schleisner gerir: Manndauöi af kvefsótt Ár alls af 1000 181H . . . . 660 . ... 14 1825 .... 448 . ... 9 1834 . . . . 1047 . ... 19 1843 .... 1956 . ... 34 1855 . . . . 513 . . . . . 8 1862 . . . . 1228 . ... 18 1866 .... 1425 . ... 21 Samtals 7277 Tölur þessar eru að visu auðvitað eng- an veginn áreiðanlegar að því leyti til( i að hægt sje að fortaka, að eitthvað ann- ! að kunni að hafa valdið meðfram hinum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.