Ísafold - 17.05.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.05.1890, Blaðsíða 3
159 dönsku). Verður þá ekki hægt að byggja á því einu, þótt hjeraðslæknirinn brúki orðið inflúenza, án þess að gera neina frekari grein fyrir sjúkdómnum. Samt sem áður, og með því að allur er varinn góður, hefir hinn setti amtmaður með ráði landlækuis lagt fyrir sýslumanninn í Eangárvallasýslu og næstu hjeraðslækna, að leggjast eigi undir höfuð að gera það sem gert verður, til að forða því, að sóttin færist út, ef það skyldi vera inflúenza, og að draga úr henni eins og auðið er, með hæfilegum heil- brigðisráðstöfunum og meðulum. Jafnframt hefir landlæknir samið leiðbeiningu þá, er prentuð er hjer í blaðinu, og verður útbýtt þar að auki sjerprentaðri um land allt. Var sendur maður með hana og brjef amtmanns austur í Eangárvallasýslu í gærkveldi, en þar skyldi taka við annar sendimaður austur í Mýrdal, til læknisins þar. Síberíu-vist. Af meðferð Rússa á út- lægum mðnnum og brotlegum í Síberíu berast stundum voðalegar sögur,—þá sjald- an er sannleikurinn kemst upp, því allra bragða beitir stjórn og yfirvöld til þess að bæla hann niður, þar á meðal ofríki og kúgun við öll blöð í ríkinu. þ>að er amerískur maður, er Kennan heitir og kynnt hefir sjer Síberíu með merkilegum ferðalögum þar, á borð við Stanley um Afríku, sem hefir komið sög- unni á framfæri, eptir samhljóða skýrsl- um frá 8 þarlendum mí'nnum. sínum í hverri áttinni, og er hún því talin órengj- andi. Á áliðnum vetri í fyrra tekur landstjórn- in í Yakutsk upp á því, að senda 20—30 útlaga, er sendir höfðu verið austur í Sí- beríu að yfirvalds ráðstöfun, dómlaust, lengst norður undir óbyggðir, þar sem fáum mönnum er líft fyrir kulda og harð- viðrum. Utiagarnir sáu fram á, að þeir mundu sálast á leiðinni at vistaskorti, ef þeir væru látnir fara svo margir í einum hóp, vegna hins mikla óravegar milli byggða, eða krókna út af i kulda, ef þeir væri eigi betur búnir en til var ætlazt. þ>eir rit- uðu þá landstjóranum auðmjúkt bónar- brjef um, að vera ekki látnir fara fleiri saman en tveir og tveir í einu, með viku millibili, og að þeir væru sæmilega búnir til ferðarinnar að klæðum og vistum. Landstjórinn svaraði bænarskrá þessari svo, að senda sveit manna vopnaða, Kó- sakka, þangað sem útlagarnir voru sam- an komnir og biðu eptir svari, og skip- aði að draga þá fyrir lögregludómara. Hermennirnir otuðu að þeim byssustingj- um, stungu þá og lömdu. Hinir vissu eigi, hvaðan á sig stóð veðrið og tóku til að veita viðnám. þ>á skutu hermenuirnir á þá og hjuggu og drápu þar 6 þegar i stað, þar á með- al unga stúlku, er þeir stungu til bana með byssustingjum, og særðu 9 aðra stórum sárum, en meiddu hina. Síðan var skipaður hermannadómur yfir þeim, er eptir lifðu. Voru þrír hengdir; 14. dæmdir í æfilanga þrælkun, þar á meðal 4 kvennmenn; 4 drengir og stúlkur fyrir innan tvítugt voru dæmd í 10 ára þrælkun o. s frv. Einn af hinum sáru mönnum, er hafði fengið 4 byssuskot, lá 5 mánuði i varð- haldsspitala. þ»á var hann borinn í rúm- inu á aftökustaðinn, brugðið snöru um háls honum og hengdur með þeim hætti, að rúminu var kippt undan honum! Leiðarvísir ísafoldar. 490. Hjú eitt tekur bát að fornspurðum hús- bóndanum, brúkar haun eitthvað í sínar þaríir, og setur hann því næst upp á öðrum stað en það tók hann. — Nóttina eptir tekur bátinn út á sjó, og fer hann í spóu. Hvor, húsbóndinn eða hjúið .á að borga bátinn ? Sv.: Hjúið, nema ef það skyldi geta sannað, að báturinn hlyti að hafa brotnað þó hann hefði ver- ið kyr. 491. Yinnumaður meiðist svo mikið við vinnu í þarfir húsbóndans, að hann verður eigi vinnu- fær alla vertíð. Hvor á að verða fyrir skaðanum? Eiga báðir að taka þátt i honum. — Hve mikið hvor? Sv.: Sje veikin hvorugum að kenna (þ e. hvorugs ótilhlýðilegri breytni að kenna) missir vinnumaður kaup þann tíma, er hann fatlast frá verkum framyfir hálfan mánuð og verður að greiða þann kostnað, er leiðir af lækning hans og sjer- staklegri aðhjúkran, en húsbónda er skylt að fæða hann aliau tímann án endurgjalds. 492. Hjú eitt liggur rúmfast í mánuð um slátt- inn, og er lítt fær til þess að ganga að vinnu hinn hluta sláttarins. Hve mikinn hluta á hvor að taka á sig af skaðanum? og fyrir hvað langan tíma getur húsbóndin krafizt hjúkrunargreiða? Sv.: Sama svar og við næstu fyrirspurn á und- an. Hafi húsbóndinn engu kostað til lækninga hjúsins eða sjerstaklegrar hjúkrunar (t. d. að láta vaka yfir hjúinu), getur hann einskis endurgjalds krafizt fyrir það. Sjá 23. gr. hjúalaganna. 493. J>egar svo stendur á, að maður hefir gjörzt sekur í einhverjum glæp, og hefir verið dæmdur í margra mánaða betrunarhúsvinnu, en vegna rúm- leysis í hegningarhúsinu er látinn bíðaí fleiri mán- uði, eptir að dómur er birtur, áður en hann tekur út hegninguna; ber þá að taka hina umgetnu bið til greina á þann hátt, að hegningartíminn sje styttur að einhverju leyti fyrir hina áðurnefndu hið '■ Sv.: Nei. 494. Hverra bóta getur sá leiguliði krafizt, ef byggð er ábúðin (af landsdrottni) að leiguliða óað- vöruðum, án þess að hann hafi vanrækt í nokkru ábúanda skyldur, hvorki í gjöldum nje hirðingu jarðarinnar, en verið byggt án byggingarbrjefs, og vill heldur víkja en eiga í stríði. Sv.: Engar. Rjettur hans er sá, að sitja kyrr og annar ekki. 495. Ef sá, sem frá jörðu flytur, býður viðtak- anda (leiguliða) hey (fyrningu) til kaups, en hann getur eða vill ekki kaupa, en býður að taka fjen- að á heyið, en það getur fráfarandi eða vill ekki þiggja, — treystir ekki hirðu nje gjöf —, má hann (fráf.) þá ekki selja heyið hverjum öðrum sem kaupa vill ? Sv.: Jú, hafi hann boðið landsdrottni hevin líka. 496. þegar sannana á að leita um ðlöglega sveita- verzlun með vinföng, en þeir neita að hafa keypt, sem þó áreiöanlega hafa gjört það, er þá ekki ept- ir lögum heimtandi, að þeir sjeu krafðir eiðs, að þeir hafi ekki vínföng keypt af þeim, sem ekki megi selja það, samkvæmt lögum um siglingar og verzlun 7/„ 79 ? Sv.: Jú. 497. Er það nokkur málsbót, ef maður aðhefst það til orða eða verka, sem saknæmt er eptir lög- um, að hann var drukkinn, þó meö nokkurn veg- inn ráði og gat farið ferða sinna ? Sv: Málsbót getur það ekki heitið, en vægari getur samt hegningin orðið dálitið, ef það sannast Hljódberinn.____ «Jeg ætlaði bara að segja, að Smidt, sem er dæmalaust laglegur og myndarlegur mað- ...........»• «Jú — náttúrlega ! — náttúrlega ; — lialtu bara áfram!» sagði Wood með töluverðri óþreyju. «Hann kom hjerna og kvaddi mig ósköp kurteislega ; hann sagðist vera kunningi þinn, og bað mig um að lofa sjer að koma inn í herbergið þitt og tala við þig um verzlunar- sakir í gegnum hljóðberann». «Og hefir hann þá ekki barið þig, og ekki fyllt húsið með hálm ?» «Nei; — því skyldi hann hafa gert það ?» «Ja — því skyldi hann hafa gert það! — því skyldi hann hafa gert það; — ja—það er nú nokkuð, sem jeg veit. — En sagði hann þá ekkert um leið og hann fór ?» «Jú, hann hneigði sig fyrir mjer dæmalaust kurteislega, um léið og hann fór, og svo sagði hann einhvern veginn á þá leið, að það væri einstaklega þægilegt áhald, þessi hljóðberi*. «Ja, það er svo; það mun vera svo. Jú, hann má trútt um tala, b...........fanturinn». |>etta var í fyrsta og síðasta sinn, sem Wood kaupmaður ljet leika svona kátlega á sig. En svona er nýbreytnin. |>að er margt að varast, sem sízt kemur í hug. (St. +). Vitnaeiðurinn. 1. það var nýfarið að lýsa af degi. Skýin grúfðu þykk og þungbúin yfir byggð- inni. það hafði rignt jafnt og þjett alla nóttina, og nú kom morguninn. En það var dauflegur morgun. Munurinn á morgninum og nóttinni var ekki annar en sá, að hið daufa tungsljós, sem verið hafði um nóttina, hvarf nú með öllu. Loptið var jafn- dimmt og drungalegt; sá að eins í litla gulbleika rák á austurloptinu. Smám saman fór að sjást til skógarins. Skógargreinarnar hrökktust berar til og frá í illviðrinu. Eoskinn hrafn, er var snemma á ferli, kom fljúgandi og settist skjálfandi af kulda á gamlan sorphaug, og tók þar til daglegrar iðju sinnar með ömurlegu gargi, — að hafa ofan af fyrir sjálfum sjer. þjettur haustrigningarúði lá eins og nið- dimm þoka yfir öllu, og gagnvætti allt, sem vöknað gat; göturnar hafði það gert að lækjarfarvegum, og akrana að stöðuvötnum. Skammt frá þorpinu stóð lítill húskofi. þar stóð kvennmaður í dyrum úti með sjal á herðum. það var ung kona, fríð sýnum og sviphrein, en alvarleg og þungbúin. Hún stóð þarna allt af í sömu sporum og mændi allt af f sömu átt. Inn í húsinu heyrðist við og við til barns, sem hljóðaði af kulda. En konan gaf því engan gaum. Hún var líkust varðmanni, sem bíður þess með óþreyju, að verða leystur af verði. |>á heyrðist fótatak álengdar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.