Ísafold - 17.05.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.05.1890, Blaðsíða 2
158 mikla manndauða-auka þau ár, er hjer eru nefnd, án þess að hægt sje að til- greina það eða ákveða nákvæmlega, — það er samt beinlínis tekið fram í bók Schleisners, um árið 1843, að þá hafi engin önnur sótt gengið hjer en inflú- enza —; en miklu skakkar það að líkind- um ekki, og nóg er það til að sýna, að hjer er um voðalegar tölur að tefla, og stórkostlegan hnekki, er þessi eina sótt hefir gert landinu að öllu samtöldu á ekki lengri tíma. það er þessi sama sótt, „illkynjuð kvef- sótt'1, á útlendum tungum nefnd influenza, sem gengið hefir um Norðurálfu og Vest- urheim nýliðinn vetur, og grunur er um, að nú sje kominn hingað til Vestmann- eyja. Víst er það engan veginn enn, og færi betur, að það reyndist eigi nema misskilningur eða mishermi (af hlutaðeig- andi hjeraðslækni). Til fyllingar þessari skýrslu skal hjer við bætt yfirliti yfir manndauða af misling- um, er gengið hafa hjer yfir land allt tvi- vegis á þessari öld, reiknað á sama hátt og við kvefsóttina: Manndauöi af mislingum Ár alls aý 1000 1846 .... 2026 ............. 85 1882 .... 1571 ............. 22 Ótalin eru öll þau mörgu ár, er algeng eða einföld kvefsótt hefir stungið sjer niður hingað og þangað, og valdið ef til viil nokkuð meiri manndauða en almennt gerist, en ekki svo miklu munaði eða mikið bæri á. Skýlausa vitneskju eða vísindalega munu menn raunar eigi hafa um það, að einmitt í öll þau sjö skipti, er hjer eru nefnd, hafi landfarsóttin verið hin eiginlega, rjettnefnd inflúenza, og aldr- ei endrarnær á öldinni. En það, að sótt- in hefir í þessi skipti geysað um land allt, og ekki endrararnær, það bendir til þess, að það hefir verið intiúenza, auk þess, hvað hún hefir verið mannskæð í öll þau skipti. Annars eru þessar tvær sóttir, inflúenza og algeng kvefsótt, svo auðþekktar sund- ur eptir auðkennum sínum. að óþarfi ætti að vera að rugla þeim saman, — eins og sjá má á grein landlæknis hjer á undan. þ>eir, sem fengið hafa sjálfir hvorutveggju veikina eptir að þeir komu til vits og ára en það munu vera flestir miðaldra menn á landinu, kunna góðan greinarmun á þeim, hafi þeir nokkra eptirtekt haft. Hvað mislingana snertir, má geta þess, að þeir gengu hjer um nokkurn hluta lands, Austfirðingafjórðung, fyrir rúmum 20 árum (1868), en urðu stöðvaðir, og ollu þvi eigi miklum manndauða. Orsökin til þess, að mislingar eru svo skæðir hjer, er sú einkanlega, svo sem alkunnugt er, að þeir ganga hjer svo sjaldan, en eru annarsstaðar ílendir og taka þar ungbörn jafnóðum, en á þeim eru þeir vægir að jafnaði. Sjálfsagt munu og læknar geta gjört sjer góða grein fyrir, hvernig á því stend- ur, að kvefsóttir eru svo ákaflega mann- skæðar hjer, og þó tíðari en annarstaðar. En það leiðum vjer hjá oss að þessu sinni. Hugvekjan, sem ætlazt er til að almenn- ingur fái út úr þessum athugasemdum, er sú ein, að láta sjer eigi liggja í ljettu rúmi, hvort sótt þessi heimsækir oss nú eða ekki, eða hvernig hún hagar sjer. Framanskráðar tölur, sem tala hærra og skýrara en nokkur manns rödd kemst, hljóta að sýna mönnum áþreifanlega, hver ábyrgðarhluti það er, að láta nokkurs ó- freistað til að afstýra slíkum voða, eða draga sem mest úr honum. svo framar- lega eða að svo miklu leyti sem mann- legur máttur fær við ráðið. Að mönnum stendur minni ótti afslíkri landfarsótt en stórsóttum, sem kallaðar eru. virðist sprottið af því tvennu, að mönn- um — lærðum mönnum t. a. m., — hættir við að líta fremur á það, sem þeiin er kunnugt um atferli og áhrif þess konar sjúkdóma annars staðar, þar sem þeir gjöra margfalt minna spell, og í annan stað af því, að lífsháski er síður af henni búinn öðrum en gömlu fólki og biluðu fyrir brjósti, en það finnst mönnum hálft um hálft eins og hafi „ætlað ofan hvort sem var“. En sleppum því, og gjörum ráð fyrir, að manndauði yrði miklu minni af sótt þess ari, þótt hún gengi nú yfir land, en áður hefir gerzt, vegna betri læknaskipunar, betri húsakynna, betri aðbúnaðar og meiri menntunar yfir höfuð. þ>að er samt sem áður á það að líta, hve stórkostlegt vinnu- tjón hún getur gjört og hlýtur að gjöra, ef hún gengur hjer yfir helzta bjargræð- istímann. þ>að verður eigi tölum talið, svo nokkur nákvæmni geti heitið. Enda er nóg að benda á það, að þó að ekki tefð- ist nema annarhvor verkfær maður á land- inu frá verkum fyrir hana svo sem 10 daga um heyannir, og sje dagsverkið talið eptir verðlagsskrá, kr. 2,50, þá nem- ur það fje fullum 200,000 kr. Að varna útbreiðslu slíkrar sóttar, úr því hún er einu sinni komin til landsins, er sjálfsagt mjög erfitt og ef til vill ó- vinnandi vegur. En strjálbyggðin, strjál- ar samgöngur, stór vatnsföll og fjallgarð- ar o. fl. gjörir sóttvarnir hjeraða milli þó öllu hægri hjer, en víða annarsstaðar; og dæmi eru þess hjer, að tekizt hefir að stemma stigu fyrir útbreiðslu landfar- sótta. Mislingarnir 1868 komust eigi lengra vestur norðanlands, en að Vaðlaheiði, og var það óefað að þakka skörulegum ráð- stöfunum amtmannsins nyrðra þá, J. P. Havsteens, ásamt fylgi almennings ; enda er öll valdstjórn hjer of máttlítil til þess, að hún fái miklu áorkað öðru vísi. En það — fylgi almennings, — ætti raunar sízt að bresta, er um jafnsýnilegan almenn- ingshag er að tefla og í slíku máli sem þessu. iþótt svo reynist, sem vel getur verið, að veikindin á Vestmannaeyjum sjeu hættu- lftil, ekki nema algengt kvef, þá væri ó- forsjált eigi að síður, að hrinda frá sjer öllum ugg. Sóttin hefir gengið á Fær- eyjum síðari part vetrar, eptir að hún var um garð riðin sunnar í álfunni, — á hent- ugasta tíma fyrir oss, er hjer var slitið öllum samgöngum við önnur lönd. En Færeyingar eru nú farnir að safnast hing- að á fiskiveiðar, eins og hrafnar í hests- skrokk, nær allt í kringum landið, og liggur í augum uppi, hversu auðveldlega þeir geta flutt eða hafa flutt veikina hing- að. Mundi því engin vanþörf á, og það þótt fyr hefði verið, að brýna fyrir hjer- aðslæknum og lögreglustjórum, að hafa vakandi auga á því, ef sóttin gjörir ein- hversstaðar vart við sig, og bregða þá jafnharðan við og gjöra allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að varna útbreiðslu hennar, ef þess er kostur, og sjálfsagt að reyna að draga sem mest úr henni að auðið er. — Allur er varinn góður, og ekki tekur til nema þurfi. Prestkosiiing' í Mosfellssveit fór fram í gær, að Lágafelli. Á kjörfund komu 90 af 97, er á kjörskrám stóðu alls, og er það eflaust hjer um bil dæmalaus á- hugi eða k.app á prestskosningu eða kosn- ingum yfir höfuð hjer á landi. Af þessum 90 kusu 50 síra Ólaf Stepli- ensen í Mýrdalsþingum, 38 síra Brynjólf Gunnarsson og 2 prestaskólakand. Hannes þ>orsteinsson. Hannes mun hafa átt von á langt um fleiri atkvæðum, en hans fylgis- menn gengið i lið með þeim, er síra Olafi hjeldu fram, i siðustu forvöðum, með því að kappið hefir mest verið milli þeirra og hinna, er síra Brynjólfi fylgdu. — Full- yrt er, að kjörskrá fyrir Brautarholtssókn hafi verið alveg ólöglega undirbúin, og mikið grunsamt um fleiri misfellur. Er því óvíst, hver niðurstaðan verður með brauðið, þrátt fyrir þessa atkvæðagreiðslu. Látiim er nýiega síra Lárus Eysteins- son á Staðarbakka, fæddur á Refstöðum í Laxárdal í Húnavatnssýslu 4. marz 1853* sonur Eysteins bónda Jónssonar og Guð- rúnar Erlendsdóttur ; kom i skóla í Reykja- vík vorið 1873, útskrifaðist þaðan 18790g af prestaskólanum 1881 ; vígðist samsum- urs prestur að Helgastöðum í J>ingeyjar- sýslu, fjekk Staðarbakka 1884. Kvefsótt á, Vestmannaeyjum- Með austanpósti 12. þ. m. fjekk landlæknirinn brjef frá hjeraðslækninum á Vesmannaeyjum, dags. 5. þ. m., þar sem hann skýrir frá, að þar sje komin upp kvefsótt, nýlega byrjuð, er hann nefnir inflúenza, en skýrir ekki neitt frekara frá, hvernig sóttin lýsir sjer eða hag- ar sjer. það fylgir og sögunni um sótt þessa á Vestmannaeyjum, að hún hafi átt að koma upp á heimili manns, er nýkominn var frá Englandi með póstskipinu, 29. f. m., og þótti því í fyrsta áliti sennilegt, að hann hefði flutt hana með sjer þaðan, og væri það þá hin reglulega influe7iza-$ótt, er gengið hefir erlendis í vetur og enn kvað eima eptir af á Englandi. En ekki hafði maður þessi, Gísli kaupmaður Stefánsson, verið neitt veikur á utanferð, sinni og ekki hefir borið á, að neinn hafi sýkzt af hinuum mörgu samferðamönnum hans með póstskipinu hingað til lands. þyk- ir því öllu líklegra, að kvefsótt þessi sje eigi annað en vanalegt, einfalt kvef, og kváðu hjeraðslæknar hjer vera vanir að nefna það einnig iniivenza í árskýrslum og endrarnær, er þeir nefna það á útlendu máli (latínu eða%

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.