Ísafold - 24.05.1890, Síða 3

Ísafold - 24.05.1890, Síða 3
167 Dr. A. Alison, franskur læknir í París, skýrir frá ekki færri en 12 dæmum, sem ljóslega sýna, að influenza-sóttin í Baccarat i Norður-Frakklandi og þar í grennd, breiddist út með afsýkingu (contagion). Af þessum dæmum skulu hjer að eins hermd þessi tvö. Hinn 14. des. 1889 kom herra B. heim til Baccarat frá Saint-Cyr, veikur af inflú- enza-sóttinni, sem þar gekk. Nokkru eptir að hann kom, sýktust af honum 4 börn hans i sama húsi, og þvi næst allt húsfólkið, og þaðan breiddist sjúkdómur- inn út til nálægra húsa, og frá þessum húsum útbreiddist sýkin síðan víðar. í Gelacourt, litlu þorpi skammt frá Baccarat, sýktust tvö börn, sem höfðu vinnu í verksmiðju i Baccarat, 4. jan 1890, en um það leyti lögðust hjer um bil 50 —60 af verkmönnunum í sömu verk- smiðju veikir á hverjum degi; þau voru veik i 3—5 daga; 4 systkini þeirra veiktust síðan hvert á fætur öðru og þvi- næst breiddist sóttin út til tveggja næstu húsa; í öðru þeirra veiktust 5 af 7, en i liinu 3 af 4; þaðan breiddist sýkin út um þorpið, og varð hjer um bil einn þriðjung- ur íbúanna veikur. Að sóttin kemur 18 dögum síðar til bæjar á austur-landamærum Frakklands heldur en til Parísar, og verður rakin þangað þaðan, það er mikið eptirtektar- vert vegna þess, að sóttin kom, eins og menn vita, austan af Rússlandi og færðist vestur eptir álfunni. Kemur þetta dæmi því síður en eigi heim við það, að hún berist í loptinu. Merkur maður og skilvís hjer í bæ segir frá svipuðu dæmi, er inflúenza gekk hjer síðast 1866. þ>á barst hún með vermönnum eptir lokin sunnan frá Faxa- flóa norður í Skagafjörð. En síðara hluta júnímánaðar hittu menn þaðan, er legið liöfðu í henni heima hjá sjer, en var batnað, svo á á suðurferð, er þeir komu í fingvallasveit, að þa stoð sGttm seiir hæst þar á afskekktum bæjum. Bærist hún í loptinu, hefði hún átt að vera komin þangað og jafnvel um garð gengin löngu áður, áður en hún kom norður í Skaga- fjörð. Landlæknirinn og inflúenza-sýkin. Herra landlækninum virðist hafa orðið heldur mikið um athugasemdirnar í siðasta blaði, er til hans taka, og segist hann ,,heimta“(!) klausu þessa prentaða í ísa- fold í dag; í tilefni af grein einni í „ísafold11 nr. 41 þ- á., með yfirskript ,.influenza-land farsóttin“, skal jeg skýra frá þeim ráð- stöfunum, sem jeg hef gjört út úr sótt þessari. þegar í vetur bjó lyfsalinn hjer í Reykja- vík eptir áskorun minni sig út með 8 pundum af ,,antifebrin“, og undir eins og sú fregn barst hingað, að verið gæti, að „influenza11 væri komin til Vestmannaeyja, bað jeg lyfsalann um, að panta langtum meira af lyfi þessu, og það gjörði hann einnig fúslega og pantaði 30 pund f við- bót. Jeg ritaði þegar suttan leiðarvísir um sýkina og meðferð hennar, sem þeg- ur er prentaður. og maður sendur gagn- gjört með hjer um bil 1000 að tölu af leiðarvísir þessum til læknanna í Rangár- vallasýslu, Mýrdalnum og á Vestmanna- eyjum. Til læknanna í Rangárvallasýslu og í Mýrdalnum voru jafnframt send 1 pund af „antifebrin11 til hvers, en læknir- inn á Vestmannaeyjum hafði lyf þessi og beiddist eigi viðbótar. Eptir því yfirliti, sem jeg gat fengið um, hversu ástatt væri, þótti mjer engin ástæða til vera að banna allar samgöngur milli meginlands og Vestmannaeyja. Jeg talaði og um þetta mál við landshöfðingjann, áður en póstgufuskipið fór hjeðan, og með því hann var sömu skoðunar og jeg um sam- göngubannið , var ekkert tilefni til að snúa mjer til amtmannsins um slíkt sam- göngubann eða aðrar lögregluráðstafanir af hálfu hans í því skyni. Jeg vcna því, að jeg megi vera laus við hin heimildarlausu og vanhugsuðu spurningarmerki „íslfoldar11 út úr þvi, hvort landlæknirinnn hafi fullnægt skyld- um sínum í þessu máli eða eigi. Frá lækninum á Vestmannaeyjum er heldur eigi komin enn þá nokkur sú skýrsla, sem gefi ástæðu til slíkrar opin- berrar fyrirspurnar, því að jafnvel þótt sýkin á Vestmannaeyjum væri eigi „In- fluenza11, þá er þó þessi missýning um landfarsótt í byrjuninni mjög svo fyrir- gefanleg. Á hinn bóginn þykist jeg hafa fyllstu ástæðu til að spyrja opinberlega að því, hvort ritstjóri „Isafoldar11 hafi við þetta tækifæri borið sig að með rósemi þeirri, gætni og umhugsun, sem fyllsta heimild er til að heimta af þeim manni, sem tel- ur sig sjálfsagðan af eigin hvöt að gjör- ast dómari í þeim málum , sem alls eigi ná til hans og dæma um þau fremur frekjulega. Iteykjavík 20. maí 1890. Scliierbcck. þetta er svo sem saga stórvirkja þeirra er landlæknirinn hefir unnið út af þessu máli hingað til : látið panta antifebrin og samið leiðarvísi. En hann hefir þar með líka ritað, máske óviljandi, sögunaumþað, hvað hann hefir ekki gert, af því sem hefði mátt ætlazt til að hann gerði. Að undantekinni skipuninni til lyfsal- ans um antifebrinspöntunina hefir hann ekkert gert allan tímann sfðan í vetur að fyrst frjettist til veikinnar í nágranna- löndum vorum, fyr en svo langt var kom- ið, að hjeraðslæknirinn í Vestmannaeyjum tilkynnir honum, að veikin sje þangað komin. þ>á tilkynnir hann ekki amtmanni tíðindin, — það játar hann sjálfur, — þótt það væri slcylda hans, og vitanlega ekki landshöfðingja heldur. f>að vil! svo til, að öðium er það kunnugt, að samtal það, er hann tjáist hafa átt við landshöfðingja, ekki fyr en sama kvöldið og póstskipið fór, nokkuð seint, var án nokkurs tilefnis af hans (landlæknisins) hálfu ; landshöfðingi mun hafa fengið vitneskjuna um málið úr annari átt, þá samstundis. Skoðun lands- höfðingja um samgöngubannið kemur og málinu miklu minna við heldur en hitt, hvað landlæknir hefir lagt til um það. Hvorki landshöfðingi nje amtmaður geta lagt á samgönsrubann innan lands öðru vísi en með læknis ráði, og það landlækn- is, ef til hans næst, eða rjettara sagt ský- lausri tillögu hans. Vilji hann ekkert til leggja, eða viti ekki hvað hann á að vilja um það, þá getur valdstjórnin ekk- ert aðhafzt í því efni. J>að er læknanna að dæma um, hvað gjöra skal ; hinna að framkvæma það. þar á eptir, eptir að póstskip er farið, er svo leiðarvísirinn saminn. J>egar at- hugað er, hve auðveldlega sóttin hefði getað borizt bingað til lands, löngu, löngu fyr, 6—8 vikum áður, bæði með póstskip- unum og kaupskipum, þá liggur í augum uppi, hve rækilegan andvara landlæknir- inn hefir haft á sjer gagnvart sótt þess- ari. Getur vel verið, að hjer verði lán með og vjer losumst við sóttina í þetta sinn eptir allt saman. En það er þá láninu tómu að þakka, en ekki mannlegri fyrir- hyggju, ekki þeirri fyrirhyggju og rögg- semi, er til hefði mátt ætlazt og áríðandi er að ekki bresti, þegar mikið liggur við. „Vandi fylgir vegsemd hverri11, og þeir, sem vegsemdina hafa, verða að temja sjer hæfilegt jafnaðargeð, þótt þeir heyri eitt- hvað fundið að gjörðum sínum endrum og sinnum. Hin miður kurteislegu niður- lagsorð í klausu landlæknis bera þess vott, að hann eigi talsvert ónumið í þá átt. J>að er eklci nokkurt það mannsbarn ' til á landinu, er þetta landfarsóttarmál „taki eigi til“ beinlínis eða óbeinlínis, ef illa fer; og að segja þá, að það „taki eigi til“ manns, sem hefir þá skyldu eptir stöðu sinni að verða einna fyrstur manna til að gjöra þjóðinni kunn afskipti af almennum málum og leggja það til um þau, er hann hyggur rjettast vera, það er svo óvitur- lega mælt, að það hlýtur að vera í reiði hugsað og ritað. Málefnið, ekki maðurinn. „Slíkt er illa mœlt, aö sneiöa honum; afgömlum, er enginn hefur áöur til oröiö dugandi manna“. Njála 124. kap. þessi orð Skarphjeðius duttu okkur í hug, heg- ar við lásum hina óþokkalegu gi einarstúfa í Fj.kon- unni, til sýslunefndarmanns Gisla Gislasonar í Leir- vogstungu, frá sveitungum hans Birni Bjarnar- syni búfr. á Reykjakoti og Guðmundi Magnússyni á Elliðakoti. f>að er hægra að kenna heilræðin en halda þau. „Málefnið, en ekki maðurinn11. Er það málefnið, að kalla Gísla vesalmenni, og aptur- haldsmann? Vjer segjum nei. En margir munu álíta sem að það sje sama og segja sem svo: „Jeg er mikilmenni, jeg er framfaramaður11. En nú er aðgætandi, að Gísli hefur hvorki verið vesal- menni eða apturhaldsmaður. Hann hefur aldrei sagt að hann væri mikilmenni, og það segjum vjer ekki heldur, en hann hefur verið vandaður maður í öllu, og sjer í lagi hreinskilim, og óeigingjarn, og allvel fylgt timanum og mikið fremur verið framfaramaður, en hitt.—Annars eru það handhæg vopn, að grípa til, að kalla einn apturhaldsmann, og annan framfaramann, sjerstaklega þegar ekki þarf að skepta þau eða skerpa, það er: að láta ástæður fylgja. f>að eru þeir framantöldu kostir Gisla, sem hafa bakað honum þá fyrirhöfn og þann tímamissi, sem allir þeir verða fyrir, sem hafa á hendi sveitarstjórnarstörf um lengri tima, og gegna þeim eins vel og hann, en ekki hefur það gert hann ríkan. En það eru líka þessir kostir hans, sem hafa aflað honum virðingar og trausts, jafnt hjá yfirmönnum ha.,s og sveitungum. Og skulum vjer í þvi efni, svo að ekki sje allt ástæðulaust, eða tekið úr lausu lopti, visa til þess, hvað lengi, hann hefur verið hreppstjóri, í sveitarnefnd og oddviti, sáttanefndarmaður, sýslunefndarmaður, og enginn núlifandi maður i Mosfellssveit mun hafa verið jafn opt seu hann kvaddur af yfirvald- inu til að vera við áreiðargjörðir, merkjadóma og fleira.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.