Ísafold - 18.06.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.06.1890, Blaðsíða 2
194 Málið á leikritinu er fornlegt, sjálfsagt ekki eins fornlegt og Helgi magri talaði það, en nógu fornlegt til þess, að það fær aldrei líf hjá þeim, sem leika þetta »drama«, af því að það er svo ólíkt daglegu máli þeirra sjálfra. Hjá leikendunum verður þetta mál bara eins og fornsögu-upplestur. En þrátt fyrir þessa forneskju á málinu koma sum- staðar fyrir mál-vitleysur,slæm orð.eða hreinar og beinar dönskuslettur: dólg-mella (12) ; fjárráð (= fjármennska) (41); særir éyru þín (43); skenkja (= gefa) (45) ; Auðunn mun verða minn (46); tæpt spil (47) ; hrinda sleninu (50) ; eptirto/smenn (52) ; smakkast (55); rauður víkingur (57); deyða menn (62); Stólpagripur (um sverð) (72); að dala ( = fara aptur) (83) o. s. frv. Jeg skal enn fremur taka fram ýmiskonar ósamkvæmni og ýmsa hroðvirknis- eða smekkleysis-galla. Knör Helga magra er orðinn dreki (bls. 38). Sjálfsagt veit höf. mikið vel, að mikill munur var á dreka og kneri. Helgi lofar konu sinni að segja skilið við þór (20), og skömmu síðar helgar hann sjer landið »í nafni guðs föður, sonar og heilags anda« (27), en rjett á eptir vill hann fyrst drekka minni »goðanna«, (29) og á næstu bls. segir hann, að »goðin« hafi leitt sig til lands þessa en svo í kvæðinu nokkru á eptir (36—37) eru bara Kristur og guð nefndir en engin goð. þessar mótsagnir eru allt of hraparlega hlægilegar til þess að þær verði lagðar í munn slíkum manni, sem Helgi magri var og höf. auðsjáanlega ætlast til að hann sje. Auðvitað skoðar höf. sjálfsagt, eins og Land- náma tekur fram, Helga magra hálfheiðinn og hálfkristinn, en vjer höfum víða í forn- sögunum lýsing á slíkum mönnum. Fyrst og fremst var það ekki vani fornmanna yfir höfuð, að taka sjer í munn nöfn goðanna eða Krists nærri því í öðru hverju orði, eins og höf. lætur Helga magra gjöra. En þar næst var samblendingurinn á kristindómi og 1 1 ' * 1 'X £-- -..........1-T-- i lltUUlUUULUl Ujil ÍUL IU1J.UUUU1U XVI^XLIH ± því, að þeir væru við hvern einstakan atburð að hringsnúast eins og höfuðsóttargemlingur og líta sitt augnablikið til hvorrar hliðar, Krists eða J>órs, heldur í því, að þeir skiptu tilverunni í tvö ríki, milli Ivrists og þórs: Kristur rjeð fyrir ársæld og friði, en |>ór fyrir vígaferlum og stórræðum. A bak við liggur fornmönnum alveg óafvitandi, reglulegur »dualismus«. Kristur er góði guðinn, sem þeim er vel við, en J>ór er illi guðinn, sem þeir eru hræddir við, en sem þeir í raun og veru hirða Iítið um fyr en til stórræðanna kemur. — A bls. 75 segir Gautur um sverðið Ljóma, að þegar honum sje brugðið, megi ekki slíðra hann, nema blóð hafi áður á komið. A næstu bls. bregður Auðun svo Ljóma, en ekkert verður um nein vígaferli. Höf. virðist hafa gleymt því, sem stendur á næstu bls. á undan. — A bls. 91. segir J>ór- unn : »Eg steig á knörinn og sá að hann stefndi norður i hin ógnandi höf. |>að var kvöld eitt og stóð jeg við siglu, en Helgi við stýri. Jeg horfði sem í leiðslu á hús tvö á ströndinni milli tveggja hamra; á öðru hjekk blæja á stöng og blakti fyrir vindinum; (ætli það hafi verið svo mikið um flöggin á smá- húsunum á þeim tímum?); þá gekk fóstra ,mín að mjer til skilnaðar og minntist við mig og grjet mjög, en jeg — jeg fjell og lá ,lengi í óviti«. fessi saga öll er lítt skiljanleg. Hvaðan kom fóstran og hvað varð af henni? Ekki gat hún komið úr húsinu með flagginu, því skipið var á harða sigiinu norður í höf, og ekki gat hún heldur verið á skipinu, því ekki kom hún út til Tslands, nema hana hafi tekið út, eins og berserkina. I 1. sýningu í 3. þætti er Helgi einn á leiksviðinu fyrst, svo kemur Hrólfur sonur hans og talast þeir feðgar við um hríð, en svo fer Helgi allt í einu að tala við Auðun, sem hvergi sjest að hafi komið inn á leiksviðið. Hvaðan kemur Auðun ? Kemur hanu upp um gólfið eða dettur hann niður úr rjáfrinu? — Bls. 23— 24 skýrir Helga frá draum sínum ; hún sjer stóreflis her, og við hana er sagt : »þar sjer þú, Helga, kyn þitt, og er nú þúsund«. En rjett á eptir ræður Auðun drauminn svo, að þetta þúsund tákni tíma en ekki menn. Ollu gagnstæðari orðunum sjálfum gat skýringin ekki orðið. Yitanlega lætur höf. akýringuna verða þessa einungis vegna þúsund ára hátíðar Eyfirðinga; en var það nú heppilegt eða skáldlega rjett, að láta vesalings Auðun rotinn sleppa allri heilbrigðri skynsemi fyrir þá sök? Auðunn rotinn, elskhugi Helgu, horfir á hana og segir : »Fögur er Helga«! (23) ; því Ijet höf. hann ekki velta vöngum um leið ? það hefði átt svo vel við orðin. þórunn hyrna segir: »Patríkur helgi! Fagur er fjörður sjá« (26). Ambáttirnar heygja knje og hrína (33). Gnúpa-Bárður segir (62): »Kyrrir knapar mínir og klæja mig nú lófar!« Teitur trje- fótur hefur þessa ofboð viðhafnarlausu kveðju (85): xHeilar meyjar og manns konur !« |>ó taka bónorðin og trúlofanirnar í 2. sýningu í 4. þætti flestu fram í leikritinu; þar er allt samtalið ýmist hversdagslega fátæklegt eða hjákátlega sett á skrúfur, og svo er allt fyrir- komulagið á leiksviðirju þá (t. d. þegar hjónaefnin öll raða sjer þvert yfir leiksviðið beint á móti áhorfendunum) einhvern veginn furðulega vandræðalegt, svo jeg ekki hafi verri orð. Jeg ímynda mjer nú, að mönnum finnist, að þessi upptalning sje orðin nógu löng, og að gallarnir í hinum einstöku atriðum, senr bent er á hjer að framan, sjeu hvorki fáir nje sjerlega þýðingarlitlir; en allt utn það gœti leikritið verið allgott og skáldi samboð- ið, ef efnið sjálft eða meðferð efnisins feldi í sjer verulega góðan skáldskap. En svo er ekki. Gallarnir á heildinní í «Helga magra» eru langtum meiri, langtum stórkostlegri, heldur en öll lýtin í einstökum atriðum saman lögð. Höf. hefur auðsjáanlega gengið að starfi 3Ínu tneð þeim ásetningi, að sýna flest hin helztu atriði úr lífi fornmanna, og þó einkum þau, sem einkeunilegust væru og ásjálegust á leiksviði. þessvegna hefur hann hrúgað saman í eitt «drama» sævolki og landtöku landnámsmanns, öldrykkju með ryskingi og berserkjadrápi, hólmgöngu, austmannakomu, bónorðuin, festaröli og kvæðisflutningi. En honum hefir ekki tekizt að gera alla þessa einstöku viðburði að einni heild eða draga þá upp á «dramatizkan» þráð, ef eg mætti svo að orði kornast. Gangurinn í leikritinu er enginn, og það er eins og engin sjerstök hugsun hafi vakað fyrir höf., þegar hann bjó þetta «drama» til, engin hugmynd, sem hann ætlaði sjer að skýra eða lýsa með umræðunum í leikritinu og rás viðburðanna þar; eiginlega verður ekki annað sjeð en að höf. hafi ekki haft nokkurn skapaðan hlut á hjarta, eða nokkuð, sem hann þyrfti að segja, þó hann settist niður og semdi leik í fjórum þáttum. f>ess vegna verða líka allir þessir viðburðir alveg suudurlaus og sundurleit sögu-«tableau», en ekkert sögu-drama. Að því er persónulýsingar snertir, skal eg aðeins benda á Helga magra sjálfan. Eg hef áður drepið á þennan snúning hjá honum milli kristindóms og heiðindóms, þegar hann var að taka land. þegar eg fyrst las þetta leikrit og kom að þessari trúaróvissu hjá Helga, hjelt jeg að leikritið ætti að sýna stríðið hjá Helga milli kristindóms og heið- indóms, ætti að sýna baráttuna milli hins gamla og hins nýja í göfugn höfðingjasál og áhrif þeirrar baráttu á þá, sem honum voru nákomnir og viðburðina í lífi hans sjálfs. Ett þetta stríð deyr útaf og verður að engu þegar minnst vonum varir, án þess að minnsta ástæða sje gefin fyrir því í leikrit- inu, og án þess að þetta stríð hafi nokkur á- hrif á líf sjálfs haus eða viðburðina í leik- ritinu. J>ar næst skyldi maður ætla, að til- gangur höf. væri að sýna Helga magra sem ríkan og göfugan héraðshöfðingja. En hafi svo verið, þá hefir það alveg mistekizt, Helgi hefur öldrykkju hjá sjer eptir vorþing. |>ar verða ryskingar miklar, og þegar allt er í uppnánti og rimman stendur sem hæst, þá flýr Helgi í burtu, en lætur fylgdarmönnum sínum það eptir, að stilla til friðar. Tveir menn, Olafur bekkur og f>ormóður rammi, sem Helgi hefir báðum gefið land, biðja Helga að dæma landaþrætumál milli sín. En hvað gerir Helgi? Hann leggur engan dóm á mál- tð, þorir það auðsjáanlega ekki af ótta fyrir illindum, en segist bara ætla að koma síðar til þeirra. |>essi atriði, er nú voru nefnd, eru hin einu, sem leikurinn skýrir frá viðvíkj- andi hjeraðsstjórn Helga, og í þeim sýnir hann sannarlega ofboðlítinn höfðingsskap. Yfir höfuð má segja, að höf. hafi lítt tekizt að gera persónur sínar ljósar og skýrar; þær stauda flestar fyrir hugskotssjónum manns í nokkurskonar þoku, þegar maður leggur leik- ritið aptur, og það liggur við, að maður gæti haft nafna og hausa víxl á harla mörgum þeirra, án þess að leikurinn breytist minnstu ögn við það. Auk þess hefur höf. hrúgað saman sæg af persónum, sem enga þýðingu hafa fyrir leikinn. í því efni eru berserk- irnir ljóst dæmi. Stórsjór tekur þá út í 1. þætti, og seinna frjettir maður, að þeim hafi verið bjargað af jaka. En allt þeirra hlut- verk í leiknum er, að koma einu sinni inn á leiksviðið og grenja hátt. Svo er þeim hrundið út og þeir drepnir. Dætrum Helga magra — að Helgu einni undantekinni — kynnist maður ekki fyr en í seinasta þætti, og biðlanna heyrir maður ekki getið og sjer þá ekki fyr en í síðasta þætti. J>að er eins og höf. hafi þótt sjálfsagt, að leikurinn gæti ekki endað sómasamlega, nema að dætur Helga væru fyrst giptar eða fastnaðar, án þess >að leikurinn sjálfur gefi nokkurt tilefni til þess. J>egar lesið er ofan í kjölinn, þá eru í raun rjetti flestar dramatiskar reglur einskis virtar í þessu leikriti. Nú skyldu rnenn ætla, að þrátt fyrir alla stórgalla leikritsins væru samræðurnar þó fjörugar og skemmtilegar, því það hefir Matthías áður sýnt, að honum getur tekizt að mörgu leyti að gera þær, t. d. í «Útilegu- mönnunum». Én því er nú ver, að samræð- urnar eru ekki betri en annað í þessu leik- riti. Khiryrtar skammir milli tveggja þræla er eina fyndnin í leiknum, og samræðurnar eru svo ljelegar og andlausar, að mestu furðu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.