Ísafold - 18.06.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.06.1890, Blaðsíða 1
KLemui út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (!04arka) 4 kr.; erlendis 5 k . Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifteg) bundin r.ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 49. Reykjavík, miðvikudaginn 18. júni 1890 þeir skuldunautarlandsbankans,sem óska að fá lengdan afborgunarfrest á fasteignar- lánum sínum, hljóta að senda nýtt veðbók- arvottorð. Hafi þeir, eptir að þeir fengu lánið, veðsett fasteignina með 2. eða 3. veðrjetti, fæst lengingin ekki. Rvík "/a 90. L. E. Sveinbjörnson. Utlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 9. júní 1890. Norðurlönd. Með hálfgerðum ólundar- brag fór ríkilaga-afmælið (5. þ. m.) fram hjá Dönum á fiestum stöðum — og í Höfn bætt- ist það á, að löng dembuskúr brjálaði ræðu- haldinu, svo að sumir urðu að hætta í miðju kafi. — Meiri hluti nefndarinnar í stórþing- inu hefir mælt á móti kosningarjetti kvenna, en 5 móti 4 í fjárhagsnefndinni á raóti fram- lögum til norðrskautsferðar Nansens. — 1 Malmö hafa nýlega orðið verkmannaróstur, eða rjett- ara sa.gt: skrílsróstur, sem að vísu stóðu í sambandi við verkaföll snikkarasveina, þótt þeir tækju í þeim lítinn þátt eða mun minni en þorparalið bæjarins. Svo kvað hjer að, að nerliðssveitir urðu að skerast í leikinn og gæta þar enn til griða á varðstöðvunum. England og Þýzkaland. Lengi leitað samkomulags í Berlín og samninga um mörk- Uð svið íyrir hvora um sig í Afríku, en hjer hefir ekki viljað saman ganga, og nú talað um að hætt muni við þær tilraunir fyrst um sinn. Eæður og sögur Stanleys hafa hleypt drjúgum þykkjumóð í Englendinga og blöðin tala nú mjög um vanþakklæti Emins pasja fyrir alla bjargarfyrirhöfnina, og framlögur til hennar af Englendinga hálfu. A gremju þeirra hefir það mjög aukið, sern sagt er af afrekum Peters doktors, en hann á að hafa talið svo um fyrir konunginum í TJganda — Mvava er nafn hans ritað —, að hann hafi skotið ríki sínu undir verndarskjól pýzkalands. Landið á að vera hið kosta- sælasta á því svæði Afríku, og Englendingar hafa gengizt hjer mest fyrir kristniboði og orkað mikið á. Sumir segja, að konungurinn sjálfur játi kristna trú. Sú saga nýlega borin, sem mörgurn landa Vorra má svipleg og sorgleg þykja, að Schweitzer ¦doktor, einn af tryggustu vinum Islands á |>ýzkalandi, er nýlega látinn, og það með Voveiflegu móti. Hann á að hafa hrapað niður fyrir hátt berg, ekki langt frá landa- mærum Savoyen og Svisslands, en hafði ætl- að sjer þar sumarvist. Háskólinn í Jena hafði sæmt hann prófessors-nafni. Frakkland. í>ann 3. þ. m. var hertog- anum af Orleans hleypt úr varðhaldi og fylgt sem skjótlegast út fyrir landamærin. Eannsóknum á máli hinna innsettu manna frá Eússlandi er ekki lokið, og nú þykir apt- ur við því búið, að Frakkar geti vart komizt hjá að selja suma þeirra af höndum. Helgi hinn magri. Dramatiskar sýningar eða söguleikir í fjórum þáttuni. Eptir Matthías Jochumsson. — Eeykjavík 1890. Aðal-umboðssala í bókaverzlun Sigf. Ey- mundsaonar. Höf. segir í formálanum, að sögur vorar xgeymi þá gullnámu fyrir skáld og listamenn, sem frambýður efni i ótöluleg og margbreytt listaverk«. |>etta má vel vera um málara og myndasmiði, en mjer þykir mjög vafa- samt, hvort setningin sje rjett að því er skáldin snertir. pegar skáldið getur ekki gegnumsýrt sál sína með hugsunarhætti tímans, sem hann er að lýsa, svo, að hann verði sjálfur svo að segja hold og blóð þess hugsunar- háttar, — og þegar þúsund ár liggja í milli, þá er slíkt alveg ómögulegt. pá er svo að segja fótunum kippt undan skáldinu. Skáld- skapurinn í leikritum og sögum á allt af að geta sýnt hið sanna innra líf jafnt hinura ytri lifnaðarháttum. Um málara og myndasmiði er allt öðru máli að gegna. peirra hlutverk er að sýna að eins hið ytra form, og hið innra líf einungis að því leyti sem það lýsir sjer í hinu ytra formi. Við þenna annmarka, að standa fjarri hugsunarhætti fornaldarinnar, kernur líka annað atriði til íhugunar fyrir íslenzk nútíma-skáld. Við höfum einmitt svo margar sögur um fornöldina, sem eru hrein og bein snilldarverk, samvaxin að hugsunar- hætti, efni og formi, og þess er enginn kostur, að noklcur nútíma-höfundur geti gert önnur slík um fornöldina. pví snúa nútíma- skáldin sjer ekki heldur að sínum tíma? Hjer er svo óumræðilega margt, sem þarf að lýsa og skýra í hugsunarhætti og nútímalífi. Er ekki svo, þegar rjett er litið á, að fremsta hlutverk skáldanna í heiminum er að kasta Ijósi og birtu yfir lífið? í>eirra sál á að geta drukkið í sig allar tilbreytingar jarðlífsins, öll lífskjör og allar innstu og næmustu hreyf- ingar í hjarta og sál mannsins, til þess að allt slíkt geti fyrir andagipt skáldsins orðið að málverki og staðið bjart og skært fyrir öllum almenningi. Eu sje efnið tekið úr fornaldarlífinu, þá verður skáldunum þetta ómögulegt. Auðvitað er margt fall^gt skáldrit til um fornöldina eptir nútíma-skáld, en um það ber öllum saman, að jafnvel í þeim skáldritum, sem bezt eru, þar sem efnið er tekið úr fornöld, þá sje þó allur hugsunarhátturinn frá skáldsins eigin tíma, og hið forna einungis blærinn, sniðið og aldarhátturinn, sem látið sje utan um eins og umgjörð. En með þessu er í raun og veru öllum sögulegum sannleika raskað. Og þegar rjett er litið á, þá er þó sú syndin stærst, að raska sannleika sögunnar, af því að húu er að mörgu leyti leiðarsteinn- inn í lífi þjóðanna. En hvernig sem nú er á þetta litið, þá er það vandaverk,íað búa til fornaldar-skáldrit, ekki sízt fornaklar-leikrit, og gera það vel. Sií hefir líka orðið reyndin a með »Helga magra«. Höf. hefir reyndar gert þá afsökun í formálanum, að leikurinn sje nekkert full- myndað sögudrama eða listaverk«. |>að er satt; það var meira að segja alveg óhætt að stryka út orðið »fullmyndað«. »Hélgi magri« er ekki neitt sögudrama, og langt frá því að vera að nokkru leyti listaverk. Jeg skal fyrst leyfa mjer að benda á ein- stök atriði í leiknum, og síðan skoða heildina. |>egar nú gætt er að tímanum, þegar leik- ritið á að fara fram, þá er þess fyrst að geta, að knör sá, sem Helgi magri fluttist á til Islands, hefir sjálfsagt verið töluvert ólíkur kneri þeim, sem lýst er í leikricinu. í leik- ritinu er talað um þrjár lokhvllur hvoru megin undir þiljum niðri og þó er töluvert svið milli lokhvílu-raðanna. Ætli höf. hafi ekki haft í hug »separat-kaeturnar« á strand- ferðaskipunum ? Á knörum í fornöld var slík lokhvíluskipan með öllu ómöguleg; þar var þilfar að eins að aptau og fmman og þar undir tæplega rúm fyrir meira en far- angur skipverja, þann er eigi mátti vökna, allrasízt hjá landnámsmönnum, því þar urðu þeir að hafa búfjenað sinn. Venjulega sváfu menn í húðfötum uppi á þiljum í slíkum ferðum landa á milli, eins og víða má sjá af sögunum. Eeyndar er ekki ómögulegt, að konum hafi ef til vill verið hrúgað saman á einhvern hátt í lyptingunni, en um lokhvílur h'kt og á strandferðaskipunum, getur ekki hafa verið að tala. Helgi magri helgar sjer land (bls. 27) : »ln nomine Patris et Filii et Spiritus sancti«. Hvernig í dauðanum dettur höf. í hug, að Helgi magri hafi kunnað latínu ? Heldur hann að smákonungar og víkingar í fornöld hafi setið mikið að bók- menntum eða sjerstaklega lagt stund á mál- fræði ? fpess háttar er hrein og bein vitleysa. |>órunn hyrna er í silkimöttli i mesta óveðr- mu úti í hafi (16). Heldur höf. að pórunn hafi ekki átt til skiptanna eða að menn hafi þá á tímum ekki haft minnsta vit á að búa sig eptir veðri og kringumstæðum? A undau einvígmu milli Auðuns rotins og þóris þursa sprengs lætur höf. blása í horu hvað eptir annað (80. 81), en í sögunum eru ótal frá- sagnir um einvígi, og hornablástur hvergi nefndur á nafn, enda mun óhætt að fullyrða, að ekkert horn hafi þá verið til hjer & landi. Jeg vona að höf. viti, að á þeim tímum var Helgi snikkari ekki kominn með sína sveit, Enn lætur höf. dætur Helga magra vera að klappa hvað eptir annað (86. 87), alveg eins og í leikhúsum nú á dögum, og biðlarnir eru hvað eptir annað að lúta systrunum (101. 104), enda lýtur Geiri skald pallinum (109), þar sem kvennfólkið situr. Heldur höf. að það hafi verið eins mikið um hneigingar hjer á landi um 890 eins og 1890 ? Verst af þess háttar lýtum eru þó þessar sífelldu »lifi«- hrópanir. Höf. veit sjálfsagt mikið vel, að enginn maður i fornöld sagði »lifi« við slík tækifæri, en í gegnum allt léikritið er þó allt af verið að stagast á þessu »lifi« fyrir öllu, bæði lifandi og dauðu. Jeg nefni nú ekki endann á leikritinu, sem er svo hlægi- legur sem framast má verða: »Lifi Eyja- fjörður, lifi kyn Helga magra og fórunnar hinnar rfku, lifi land vort þúsund ár«, og sein- ast er ^rítekið : »það lifi þúsund ár«. f>ví má nú ekki landið lifa nema þúsund ár, éinkum þegar það er nú búið að lifa lengur en þúsund ar ? Jpví á allt að vera buudið einmitt við þúsund ár, hvorki lengur eða skemur? Eða því á rm vesalings Eyjafjörður að sökkva í sjó eða farast á einhvern hátt með öllu kyni Helga magra núna í sumar, strax eptir hátíðina, undir eins og búið er að leika þetta þiisund-ára-leikrit?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.