Ísafold - 28.06.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.06.1890, Blaðsíða 3
207 en kafaldshrakningur í byggð. peir, sem búnir voru að sá fræi í garða, sem flestir munu hafa verið, urðu að sá að nýju eptir norðanveðrið, því moldina reif og tætti í görð- unum, þár sem veðrasamt er í þeirri átt. — Veðráttan hefur, að undanteknum þessum 7 dögum, verið mjög hlý, og næstum sífelldir þurkar, nema þessa viku hefir verið hæg væta með köflum en allt að 15 st. E. mestur hiti, svo gróðrarveður er nú ágætt, sólskin milli lítilla úðaskúra, næstum alveg logn. Annars hefir hinn langvinni þurrkur hingað til dregið úr grasvextinum. Jpó er jörð nú orðin sprottin í langbezta lagi, sem menn muna eptir um þetta leyti, enn becur en í fyrra, enda þótt norðanveðrið drægi nokkuð úr; þá vikuna mun svo sem ekkert hafa sprottið. Tún eru orðin vel slæg kring um bæi, alþakin sóley ; jeg mau eigi eptir, að jeg hafi sjeð aðra eins sóley á tún- um ; þegar maður sjer þau úr nokkrum fjarska, eru þau öll glóandi gyllt yfir að líta. Úthagi orðinn allblómgaður upp á fjöll. Berjavísir var kominn á lyng um hvítasunnu. þess þarf varla að geta, að skepnuhöld eru hin ágætustu í slíku bliðviðrisvori. Sauðburð- urinn gekk mæta vel. Nær allt fje komið ÚX ull. Fráfærur munu verða byrjaðar í næstu viku. I langbezta lagi hefir aflazt hjer á opin skip í vor, bæði steinbítur og þorskur, enda gæftir verið óvenjulega góðar, þá er norðan- veðurs-vikunni er sleppt. A þilskipum hefir aptur miður aflazt. Um upphæðir afla á þeim veit jeg eigi vel, en á bátum er sagt komið á 3. hundrað til hlutar, sem þykir gott hjer. J Arnarfirði telja menn víst, að nú sje al- mennt komið á báta 70—90 kr. hlutir, svo framarlega sem fiskur verður í bærilegu verði. Er það síld að þakka, sem veidd hefir verið til beitu á Bíldudalsvogum síðara hlut vors- ins. Fœreyingamir, sem eru við Patreksfjörð, afla þó langt fram yfir alla, enda þótt þeir sjeu á sömu fiskhniðum og aðrir, og menn ,.....>'i * i.-:., 1..-C „x.._ l,„;j-.. _«„ „~l,J- VlLl Uíííl Lii, tlU Utli J-iCiJii UiUJ Wi UOiUU o\íu jjuuiv urn öðru vísi lagaðan útbúnað en aðrir. En ágætis-vel sækja þeir sjó; hafa stundum legið Úti sólarhringum saman, og farið margar míl- ur sjávar undan landi. Einn maður innlend- ur hefir og látið á líkan hátt liggja úti á stóru skipi við og við, og aflað vel í þeim sjóferðum. Skipin eru hjer án alls efa allt of lítil almennt, til að geta sótt hjer sjó í jafn- slæmum veiðistöðum og hjer eru. Að Bæreyingarnir hafi flutt hingað kvef það, sem um getur í brjefi mínu 12. apríl, er með öllu tilhæfulaust, enda var það að eins al- gengt kvef, en engin nnflvenzaa, enda komu þeir ekki hingað fyr en rjett um það leytio. Influenza-sóttin. Nokkrir frjettapistl- ar. Stokkseyrarhreppi 25. júni : Nýdánir eru hjer í hrepp úr afleiðingum infiú- enza-sýkinnar : húsfreyja Guðríður Guð- mundsdóttir á Nýjabæ, yngisstúlka Sig- urveig Sigurðardóttir í Neistakoti og yngismaður Einar Jónnsson á Hólum. — Til beggja hinna sfðartöldu var vitjað læknis, en hann var þá, samkvæmt fyrir- lagi landlæknisins, suður í Reykjavík við læknaskólapróf. — J>að þykir annars ó- skiljanleg aðferð af landlækninum, að kveðja einmitt læknirinn í Árnessýslu til að vera við prófið, nú þegar veikin gekk þar sem hæst, enda hefði honum sjálf- sagt verið innanhandar, að skipa til þess einhvern annan lækni, úr hjeruðum þeim, sem ósýkt voru, hefði honum komið til hugar, að hjer var margra manna lífi stofnað í hættu að nauðsynjalausu. Vjer vonum að Isafold finni sjer skylt, að víta slíkar ráðstafanir þeirra, sem vaka eiga yfir heilbrigðisástandi landsmanna, og það því fremur, sem hún hefir svo sköru- lega og og rjett vandað um fyrsta glappa- skotið, það nefnilega, að ekki voru strang- lega bannaðar allar milliferðir milli lands og eyja, þar til sýkin var þar upp rætt En „sjaldan er ein bára stök !". Raugárvallasýslu 21. júní: Sótt þessi barst hingað ril sýslunnar frá Vestrnanna- eyjum rjettri viku fyrir hvítasunnu og flaug eins og logi yfir akur á 2 til 3 vik- um yfir gjörvalla sýsluna. Hún hefir tint upp hvert manns barn og lagt flesta í rúmið i einum rykk á hverju heimilí fyrir sig ; sumir hafa legið nokkra daga lfkt og í slæmu kvefi, sumir viku, sumir hálfan mánuð og sumir lengur. Nokkuð margir hafa dáið úr henni t. d. í Fljóts- hlíðarprestakalli g eða 10, sem mun vera einna flest ; helzt hefir það verið fullorð- ið fólk, en þó innan um á bezta skeiði, og hefir sóttin þó verið með taki og lungnabólgu. Börn og unglingar hafa komizt einna ljetttast út af sótt þessari. Af þessu má sjá, að infiuenza-sóttin hefir ekki reynzt „meinlaus" hjer í sýslu, þar sem af henni hefir leitt bæði tals- verðan mannskaða og mikið atvinnutjón". Um »inflúenza«-sóttina á Austfjörðum er skrifað af Seyðisfirði 17. þ. m.: »Kvefsóttin útlenda geysar nú á Seyðisfirði, kom með Færeyingum, tekur flestalla, en fáir eða eugir verða fjarska þungt haldnir, og engir dáið enn úr henni«. Lausn frá prestskap hefir síra Jónas Guðmundsson á Staðarhrauni fengið hjá konungi 2. þ. m. Oveitt brauð. Suður-Dalaþing (Sauða- fell o. s. frv.), augl. 11. þ. m., met, 1764 kr Aukalæknar settlr eru af landshöfð- ingja 21. þ. m. þessir læknaskólakandí- datar: Björn G. Blöndal í þingeyjarsýslu austan Jökulsár og Sigurður Sigurðarson í Dalasýslu og Bæjarhrepp í Stranda- sýslu. Ölfusárbrúill. Hr. kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson reið austur að Ölfusá (Selfossi) í gær og ætlar að vera þar 5—6 vikur til þess að hafa umsjón með hleðslu brú- arstöplanna m. m. Skip er komið fyrir nokkru á Eyrarbakka með steinh'm til brúarinnar og hús tilhöggvið frá Norvegi til skýlis við brúarsmíðið, o^ verður það reist þar á Selfossi hið bráðasta. Brú- arinnar sjálfrar er von seinni part sumars. A SÍOHri ' ^ntn clí-rSi fcor-i i' TTQrnr *-i 1 oA koma henni upp að brúárstæðinu, og koma henni á ána að sumri. Manntal á að fram hjer á landi i. nóvember næstkomandi. Vitnaeiðurinn. mundi hafa ætlað þetta vera eintóma grimma villimenn. Fógetinn hugsaði líka með sjer, að »fellur eigi eik við fyrsta högg« ; hann vildi ekki gefast upp fyrri en í fulla hnefana. Hann fór með spurningar sínar í ótal króka, ýmist út í skóg, heim til Katrínar, eða inn á veitingakrána, og svo var hann, áður en nokkurn varði, koininn aptur til efnisins, eptir einhverjum örmjóum leynistíg. En því kænlegar sem hann flækti spurningar sínar, og því grimmúðugri sem hann varð á svip, því rólegri varð Katrín. Hún var eins; hún vildi ekki heldur gugna fyrri en í fulla hnefana. Hún vildi brjótast gegn um öfugstreymi lífsins, hvernig sem ósjórinn hamaðist utan um hana. Hún var að ganga á hólm fyrir lán og gengi barnsins síns. Loksins var prófinu lokið. Með há,rri og hátíðlegri röddu las fógetinn upp hið lögboðna eiðspjall, og hina þungorðu, áhrifamiklu áminningarræðu. »Hver maður, sem stefndur er fyrir löglegan rjett, til að staðfesta framburð sinn með með eiði, á að mæta þar með lotningu fjrir guði og hans orði, og hyggja vandlega að því, að hann, eins og kristn- um sæmir, gangi veg sannleikans og tali sannindi, og segi já eður nei með hrein- skilni, eins og hann veit rjettast fyrir samvizku sinni; svo skal hann og vita, að eins og guð hefir tilsett valdstjórnina, svo hefir hann og veitt henni rjett til að heimta af öðrum, að þeir staðfesti orð sín með eiði, svo að hið sanna komi í ljós og endir verði allrar þrætu. — Haun skal og, fyrir guðs sakir, gæta þess, að orð þau, sem koma yfir varir hans, eru eigi lítil- fjörleg eða ljettvæg, heldur mjög svo íhug- unarverð og áríðandi, og getur hann ekki borið það fyrir sig, sjer til afbötunar, að honum hafi orðið ósannsögli í orðum sínum svo sem af nokkurs konar breyzkleika, því það er ýtarlega brýnt fyrir honum, að hann gæti vandlega að hverju orði, sem hann segir, avo það, sem honum verður á í þessu, það syndgar hann vísvitandi og af ásetningi, en alls ekki af breyzkleika. Sá, sem vinnur eið, gefur öðrum fulla vissu á því, að hann hafi sagt sannindi, skýlaus og full sannindi, það er: að hann hafi ekkert það sagt fyrir rjettinum, sem hann ekki vissi, og yfir engu því þagað, sem hann vissi með sjálfum sjer, að gat miðað til að koma sannleikanum í ljós í því mál- efni, sem hann var krafinn til vitnisburðar um; ekki heldur haft yfirskot eður undan- brögð í orðatiltækjum sínum; miklu heldur hagað svo orðum sínum, með hreinskilnu hjarta, að þau mættu svo skiljast af öðr- um, eins og hann skildi þau sjálfur, og vissi að satt var«.-------- Katrínu fannst þessi lestur vera svipað- astur leiðinlegum, svæfandi söng. Hún var orðin þreytt af að standa þarna. Hún óskaði einskis framar en að mega sofna — sofna vært og fast, og láta svo orð dóm- arans renna eins og árstraum yfir höfuð sjer. En níí brýndi dómarinn raustina, og las hátt og skýrt, og með talsverðum hita, sem vakti Katrínu aptur úr þessari leiðslu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.