Ísafold - 05.07.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.07.1890, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. XVII 54. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 5. júlí 1890 Heiðraðir kaupendur Isafoldar áminnast um, aö blaðið á að vera borgað fyrir miðjan júlímánuð. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 26. júní ]890. Veðurátta óstöðug heldur og svalari að minnsta kosti í norðurhluta vorrar álfu, en Vant er um miðsumarsleytið. — Frá Ameríku hafa nýlega borizt fregnir af hvirfilbyljum, í Missouri og víðar, sem miklir voðar fylgdu á sumum stöðum. Evrópa tilsýndar. í allar áttir ró og frið að líta, og höfðingjar ríkjanna biðja menn sem fyr að trúa á friðinnj um leið og sem fastast er að gengið, er aukinna framlaga er krafizt til hervarna á sjó og landi. Svo víkur við á þýzkalandi og á þingum Austur- ríkis og Ungverjalands, en á Eússlandi unn- ið sem ákafast að nýjum járnbrautum til herflutninga í öllum vesturhlutanum, þegar svo ber undir. Á Frakklandi nýtt fjárlán haft með höndum á 70 milj. franka, og mun hjer mestu tíl varnanna varið. Hversu lengi svo Verður fram haldið, er vant að vita. Danmörk- Konungur aptur heim kom- inn. Búizt við á Fredensborg heimsókn Vil- hjálms keisara á laugardaginn kemur. Skipa- fylgd hans í Helsingjaeyri, og þaðan svo á mánudaginn haldið til Kristjaníu. Hjeðan er það helzt með tíðindabrag, að Holstein Hleiðruborgargreifi hefir sagt af sjer þingmennsku og fer nú til Sviss. Sagt er að hann ætli sjer þar ársvist eða lengri. í brjefi til kjósenda sinna og flokksmanna kall- ar hann nú fyrir vonir komið um samkomu- lag við stjórnina, og játar þar heldur ömur- lega, að sjer hafi illa tekizt góðar tihaunir. Við þetta hafa vinstrimenn orðið með dauf- ara bragði, og þó sum blöð þeirra kalli það ejálfsagt, að þeir verði nú að kæfa dylgjur «ínar og leita betri úrræða, bregður svo hnjóðsyrðum fyrir í Bergs blöðum, að ósýnt tná þykja, hvernig til tekst. Frá Noregi. þessa daga mikið um við- búnað í Kristjaníu til að taka sem sæmileg- ast á móti keisaranum. Bn svo er enn grunnt á þelinu þýða við bræðurna fyrir handan Kjöl, að blöðin þrefa um fánaskrúð borgarinnar. Blöð vinstri manna segja, að fólkið vanvirði sig, ef fáni Svía verður dreginn ¦upp samhliða hinum norska, en blöð hinna Virðast þó hafa nokkuð til síns máls, er þau kalla það sitja betur á Norðmönnum að íylgja dæmi Svía við komu keisarans til ¦Stokkhólms í hitt eð fyrra, er merkjum beggja var gert jafnt undir höfði. Bretar og Þjóðverjar. Höfuðtíðindin eru síðustu viðskipti þessara þjóða*eða samn- ingur þeirra, sem nýlega hefir á komizt um Jandhelgun og landeignir hvorra um sig í Afríku, og menn ætla mótmælalaust að muni gengið í þingdeildum Englendinga. Englendingar hafa orðið hjer mun happ- drjúgari en við var búizt. Innan endimerkja ráðasviðs síns í Afríku koma þeir nú ríki Zanzibarssoldáns, eyjunni og tveimur öðrum eyjum við austurströndina, en geysimiklum landageim hið efra.- Meðal þeirra landa, er Úganda, «farsældarfrón» Afríku, eptir lýsing- um Stanleys, en þar búa nú um 12 milj. manna. Stórvötnunum ráða þeir til jafnaðar við þjóðverja, sem lönd beggja liggja að. þj'óðverjar náðu og undir sig miklu landa- flæmi. En blöðin segja það á við þýzkaland þrefalt — frá ströndum og vestur að Congo, en blöðum þeirra flestum þykir nú sá fengur rýrari á metum á borð við hlut Englands, þó þau fögnuðu sáttmálanum í fyrstu. Aó baugþaki fá þeir Helgoland, bjargeyjuna litlu í vestur frá Elfarmynni, en hana byggja um 2000 manna (þýzkra). Yfir því hnossi bezt látið í fyrstu, þó sum blöðin segi nú, að Englendingar hafi haft eyjarkornið fyrir agn við þjóðverja. — Hjer enn við bætt, að eyjarbúar sjálfir hafi óbeit á drottnaskiptun- um. j?ýzkaland. ^að mun sannhermt, að stjórn keisarans, eða Caprivi, hafi brýnt fyrir erindrekum þýzkalands, að í ummæli Bis- marcks (við blaðatnenn) þyrfti enginn að leggja meira en hlýddi; þau væru orð og á- lit sjálfráðs manns, allt á sjálfs hans ábyrgð en ekki stjórnarinnar, sem ekkert þyrfti hjer að láta til sín taka. Af fleiru en því, eink- um af þögn keisarans, þykir mönnum mega skilja, að honum hafi runnið í skap og þótt skörunginum gamla hafa brugðið til fjölmæl- is og jafnvel ósvífni. Keisaranum á að hafa þótt það sjer í lagi óþarfa skýrsla, er Bis- marck sagði, að hann hefði á móti sínu ráði haldið í fyrra til Miklagarðs frá Aþenuborg, og gert svo þá ferð heldur tortryggilega í augum Bússa. Hitt hefir honum líka sárnað, er Bismarck hefir lýst svo miklu vantrausti til ráða hans í verkmannamálinu. Við fjármálastjórn tók nýlega maður úr flokki «hinna frjálslyndu þjóðvina», Miquel að nafni, og nú bjóða kjósendur Bismarck sæti hans á þinginu. — I fyrra dag komu menn á fund hans frá Cassel, og þó hann talaði sem varlegast, skildu þeir á honum, að á- nægður með Afríkusáttmálann var hann ekki og sízt með, að Englendingar hefðu náð hölgdum og töglum á Zanzibar. Frá Spáni- Hjer er komin kólera og hefir gengið í rúman hálfan mánuð, helzt í Valencía, og hafa þar dáið úr henni nokkuð á annað hundrað manna. Nú sagt, að hún sje í rjenun. Frá Rússlandi. Kallað sannfrjett um uppgötvanir nýrra samsæra, og sagt að keis- arinn sje í mjög þungu skapi, er upp sje komið um hlutdeild sumra fyrirliða hans í hernum. Fyrir skömmu á brjef að hafa legið a skrifborði hans fullt af heitingum og frá nefnd, sem kallar sig «frelsisbandamenn Búss- lands». Frá Tyrkjaveldi. Bolgarar hafa auk kvaða fyrir trúbræður sína í Macedóníu, skorað á soldán að viðurkenna tign Ferdín- ands fursta. Soldán og stjórn hans hefir sjaldan staðið betur að vígi, er hann hefir skellt skolleyrunum við öllu. Erá stórbúi eins af mágum soldáns hafa ræningjar náð í son hins lenda manns og heimta af honum í lausnargjald 342,000 króna. Frá Ameríku. Æðsti dómur Banda- ríkjanna hefir nú dæmt undan kirkju Mor- móna allar eignir _ hennar, en þau nýmæli upp borin í sambandsþinginu, er skerða svo þegnrjettindin, að þeir mega ekki hjeðan af kjósa menn í umboð lands- eða bæjarstjórn- ar. Sumum blöðum þar vestra þykir þó nóg um slík harðræði. „Meira um saltfisksverkun". « / Með þessari yfirskript hefir herra H. T. ritað grein í 50. tbl. Isafoldar, og er jeg honum þakklátur fyrir; því þótt mig í einstökum atriðum greini lítillega á við hann, þá verð jeg að kannast við, að hann einnig f þeim hefir nokkuð til síns máls. Öllu fremur málefnisins en mín vegna þykir mjer líka sjerlega vænt um dóm þann, sem hann hefir kveðið upp yfir grein þeirri í heild sinni, sem jeg nýlega hef ritað um saltfisksverkun; því þótt hinn heiðraði höfundur hafi ekki fyllilega sagt til nafns síns, er jeg ekki í neinum efaum.hver hann er; mjer er fullkomlega Ijóst, að jeg á hjer orðastað við einn meðal hinna merkustu, menntuðustu og skynsömustu bænda við Faxaflóa, svo álit hans á máli því sem hjer ræðir um hefir mjög mikla þýðingu. En þótt nú hinn heiðraði höfundur ljúki lofsorði á grein mina í heild sinni, og segist vera samdóma skoðunum mín- um og bendingum, finnst honum jeg hafa sýnt nokkurs konar hlutdrægni, eða ekki minnzt á þá hlið máls þessa, sem að kaupmönnum snýr, þ. e. ekki tekið fram þau óheppilegu áhrif, sem þeir að hans áliti hafa á fiskverkunina. En hjer til liggja þau svör: að gallar þeir sem jeg benti á eru allir þess eðlis, að bóndinn, eða sá sem verkar fiskinn er valdur að þeim, en kaupmaðurinn ekki; að það er á þeirra valdi en ekki kaupmannsins að afstýra þeim. Oll hroðvirkni í meðferð fisksins, svo sem óvönduð flatning, söltun og þvottur úr salti, oflítill þurkur og ferging m. m., eru þau verk, sem kaup- maðurinn engin áhrif getur haft á. Af þessu leiðir, að hvorki er rjett nje ná-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.