Ísafold - 16.07.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.07.1890, Blaðsíða 2
226 bæir brenna í því fári og hey fyrir mönn- um. Frost eru ákafiega mikil í Nýja-Islandi á vetrum: 40 stig á R., en hægviðri optast nær, annars væri alveg ólifandi í slíku heli. |>ar skýla og skógarnir. En í Dakota eru stöðugir næðingar. A sumrum aptur ofsa- hítar, illverandi við verk þess vegna, og fyrir flugum, sem eru versta landplága. þá er veggjalúsin Önnur landplágan, og ekki betri. Hún er þar f öllum húsum, nema steinhúsum, en þau eru fágæt. Hvað mikið hreinlæti sem haft er, rúmföt þvegin á viku hverri og rúmstæðin hreinsuð sem bezt má verða, þó er enginn vegur að verjast þessu kvikindi. Helzta ráðið er að láta rúmin standa langt frá vegg, og láta rúmfæturna standa niðri í vatni. Fætur og hendur bólgna upp undan biti þessara kvikinda og fylgir ákafur kláði. Margir sögðu vegglúsína mestu landpláguna, en aðrir kvörtuðu þó enn meir undan flugunum. Hús eru þannig gjörð í Nýja-íslandi, að eikarbolir, með berki og öllu saman, eru lagð- ir hver ofan á annan og slett kalki í rifurn- ar. |>etta eru veggirnir. Síðan er flatrept yfir og klínt á límkenndum leir (clay), sem er þar í jörðu alstaðar vestra. þetta hríðlekur, ef regn gerir. |>ó eru húsakynni sumstaðar farin að verða betri en þetta og nokkurnveg- mn þolanleg. Hitunarvjelar (stone) er á miðju gólfi, til þess að hitinn dreifist sem jafnast um herbergið; þar er og eldað. Klæðaburður bágborinn mjög, og rúmfatn- aður þaðan af vesalli : ekki annað en striga- tuskur í sængurfata stað, þegar sængurfötin hjeðan eru upp slitin. Er það landssiður vestra, að gjöra sjer ekki vant um rúm : al- gengt að liggja á beru gólfi, með ábreiður ofan á sjer. , Vatnsleysi er enn einn ókostur á Nýja-Is- landi. það er kalkkennt (mjög »hart«) í brunnum, og í ám og lækjum kolmórautt og heitt á sumrum. Fæði mjög ljett og Ijelegt. Ekki við vært fyrir menn, sem eiga að leggja á sig fulla vinnu. I Dakota aðalviðurværið brauð og kartöflur og mjólk. Lítið um feitmeti og kjöt mjög fágætt. »Jeg átti kunningja vestra, sveitunga minn, sem jeg hirði ekki um að nafngreina. Jeg fjekk frá honum brjef á hverju ári í mörg ár, 3—4 brjef á ári, og allt af var hann að eggja mig á að koma, og ljet mikið yfir hag- sældinni vestra. Seinast lagði hann svo fast að mjer, að jeg fór. Jeg heimsótti hann. En það segi jeg satt, að mikið vildi jeg gefa til aö hafa aldrei þar komið; svo blöskraði mjer eymdarhagur hans«. »Annan mann skal jeg mmnast á, sem jeg var vel kunnugur, Gottskálk »hvalfangara«, sem var alþekktur dugnaðarmaður og allvel megandi, áður en hunn fór vestur. Hann og hans fólk hafði ekki annað sjer til munns að leggja vikum saman hér um veturinn en frosnar kartöflur og rófura. »Bágt þóttist jeg eiga heima stundum — sagði hinn þnðji —; en satt að segja hefi jeg ekki vitað til hlítar, hvað það er að vera svangur, fyr en jeg kom hingað til Dakota« »|>eim farnast mörgum lakast, er koma hjeðan með nokkrar eigur, peninga; þeir verja þeim of djarflega og óhyggilega, og komast síðan í mesta basl og aumingjaskap#. »Margir hafa farir flatt á því, að hleypa sjer í skuldir fyrir jarðyrkjutól og dýr bús- áhöld m. m. Vextir af peningalánum eru drepandi, 30—50'/"«. »Atvínna var ágæt í Winnipeg fyrir 5—6 árum, meðan bærinn var að þjóta upp. |>á gat hver klaufinn fengið 2—3 dollara kaup á dag. Nú fá ekki góðir handiðnamenn nema 1—dollar á dag, og þá stundum ekki vinnu nema kannske 2 daga í viku. En um peningagildið er það að segja, að eins vél vil jeg vinna mjer inn 1 kr. hjer eða í Danmörku og 1 dollar vestra. Eptir 1 viku eða hálfsmánaðar vinnu í einum stað verður maðnr að fara ef til vill langar leiðir á járnbraut eða öðru vísi, að leita fyrir sjer um atvinnu, og gengur stundum allt kaupið í það. Mig kostaði 50 dollara ein ferð milli Selkirk og Mikleyjar fram og aptur. |>egar jeg kom vestur í fyrra sumar, sá jeg landa ganga hundruðum samaní Winnipeg iðjulausa, og furðaði mig á því. f>eir gátu ekki fengið atvinnu, eða báru sig ekki nógu vel eptir því. |>að er bezt um atvinnu á haustin, nokkra mánuði«. Ósamlyndi ,gerði hann mikið orð á, hver- vetna meðal Islendinga vestra, og ekki kvaðst hann hafa sjeð þess nokkurn vott, að and- legt ástand landa þar væri hóti betra en hjer. Sagði hann skrítnar sögur af safnaðarlífinu íslenzka í Winnipeg, einkum meðan síra Friðr. Bergmann þjónaði þar í vetur. Hann gat þess að niðurlagi ræðu sinnar, að hann mundi verða hjeðan af eins mjög letjandi vesturferða, eins og hann hefði verið þeirra fýsandi áður. Kvað hann nær að hugsa um að bæta eitthvað þetta gamla land okkar, en að vera að hlaupa í aðra heims- álfu í ráðleysu og skipta um mjög til hins lakara. Hann var spurður á eptir, hvort hann hjeldi ekki að sumir »leiðandi« landar vestra mundu lýsa þetta mestallt lygi, er hann hefði frá sagt hjer í kvöld. því kvaðst hann ganga að vísu hjer um bil, en standa jafn- öruggur við sinn framburð fyrir það. Af Bókmenntafjelagsfundinum síð- asta þarf »|>jóðólfur« 11. þ. m. að koma með ranga skýrslu, líklega í því skyni að reyna að vekja illindi út af því, að fundurinn vildi ekki veita Jóni Stefánssyni meira en um- samin ritlaun fyrir Skírni síðasta, þ. e. fyrir 5 arkir. Hann segir, að tillaga stjórnarinnar um það hafi verið samþykkt »méð litlum at- kvæðamun«. En það var, eins og bókað er í fundarbókinni, samþykkt með nálega öllum atkvæðum; ekki nema 3 atkvæði á móti, þ. e. ritstjóri »jpjóð.« við 3. mann. Enginn af þessum þremur nje heldur aðrir fundarmenn töluðu eitt orð fyrir því, að veita hærri rit- laun, nema hvað forseti vjek lítillega á það, að hitt kynni sumum að þykja heldur strangt farið í sakirnar; aðrir, sem til máls tóku, tóku eindregið í þann strenginn, að halda sjer við strangan rjett og greiða að eins rit- laun fyrir 5 arkir. Forseti kvað stjórn deild- ar vorrar álíta sjer skylt, að halla sjer held- ur í sparnaðaráttina, og gerði hún því þessa tillögu. Kappsmál var það engan veginn. I annan stað lætur »þjóð.« stjórnina hafa eins borið það fyrir sig, að áskilið hefði verið í fyrra, að »Skírnir mætti ekki vera lengri en 5 arkir«, en lætur þess ógetið, sem þó var greinilega tekið fram á fundinum, að Hafnar- deildin hefir fyrir 3 árum samþykkt þetta 5 arka takmark, á fundi hjá sjer, og það var því einmitt til að framfylgja þessari ályktun, er báðum deildum hafði vel líkað, að stjórn Rvíkurdeildarinnar tók þessi takmörk fram berum orðum, er hún ljet semja við Skírnis- höfundinn í fyrra. I Vörnverð í Kaupmannahöfn. (Skýrsia frá Khöfn 3. þ. m.j. Saltfiskur. Spurzt hef- ir verið fyrir um lítinn farm snemmbúinn frá Faxaflóa til Suður-Spánar; en sakir hins slæma árferðis á Islandi til sjávarins hefir alls enginn haft slíkan farm á boðstólum. J>að er því allsendis ómögulegt eins og nú stendur að fara neitt nærri um það, hvernig verðið verður á Spáni, hvort heldur er fyrir snemmbúna farma eða síðbúna. Hjer hefir síð- ast verið seldur austfirzkur fiskur stór á 52 kr., miðlungsstærð á 42 kr. og ýsa á 30 kr. En óseld liggja hjér eitthvað 150 skpd. af smá- fiski, sem er haldið í 38 kr., en með því að það verð er of hátt fyrir enska markaðinn og ekki er enn farið að falast eptir fiskikaupum frá Ítalíu, þá er engin eptirsókn eptir þessari vöru. Með «Thyra», sem er væntanleg hing- að á morgun, er von á eitthvað 650 skpd. af ýmsu tagi frá Islandi (þó engu frá Suður- landi), og um 180 skpd. frá Færeyjum, og mun sá aðflutningur sjálfsagt þoka verðinu heldur niður á bóginn. — I Liverpool var síð- ast gefið fyrir smálest af stórum fiski 15 pd. sterling, af smáfiski 14 pd. st. og ýsu 10 pd. st. Ull. Með þá vöru gengur nú daufara apt- ur, og á síðasta uppboði í Lundúnum var verðið 10§ lægra en áður. Lýsi hefir ekki breyzt til muna frá því síð- ast; af gufubræddu lýsi, sem h j e r er geymt, seldust nokkur hundruð tunnur á 32J—33 kr. Yfir höfuð lítil eptirsókn eptir lýsi sem. stendur. Sundmagar hafa seinast selzt á 22 aura pundið, að umbúðum meðtöldum; þeim er nú haldið í 30 a., en ganga ekki út. Æðardúnn hefir selzt á 9|- kr. og hefir mikið af hinum fornu byrgðum verið selt. fyrir það verð. Um verð á harðfiski er ekki hægt að fara, nærri svona snemma; þó þykir oss líklegast, að hann muni verða eitthvað milli 80 og 90> kr. Búgur 510-—530 a. 100 pd. Rúgmjöl 565, a. Bankabygg 7£, 8J og 9 a. pundið, eptir gæðum. Kaffi 76—78, og 70—72 lakara. Kandís 19 a, Hvítasykur 17 a. Púðursyk-. ur 13 a. Hrísgrjón 7f—9f, eptir gæðum. Skýrsla um fiskiafla á Eyrarbakka,. Stokkseyri og Loptsstöðum um vetrarvertíð- ina 1890. Á Eyrarbakka: jiorskur ýsa, samtals Mestur hlutur . . 283 616 899- Minnstur hlutur . 85 169 254 Að meðaltali í hlut . Aflazt samtals á 27 150 344 494 skip^ í 425 hluti . Á Stokkseyn: 63,791 147,387 210,178 Mestur hlutur 272 624 896 Minnstur hlutur . 43 95 138 Að meðaltali í hlut . Aflazt samtals á 47 138 312 450 skip í 746f hlut . Á Loptstöðum : 102,960 232,712 335,672: Mestur hlutur 216 611 827 Minnstur hlutur . 120 317 437 Að meðaltali í hlut . Aflazt samtals á 17 193 457 650. skip í 239f hlut . 46,268 109,403 155,671 ATHUGASEMDIR : I skýrslu þessari er ekki talinn fátækrahlutur, sem skipt var auk hinna vanalegu hluta, þegar róið var á helg- um degi. Önglafiskar eru heldur ekki taldir með. Skata og langa er ýmist talið fyrri þorsk eða ýsu, eptir því sem á stendur við skiptin. J>au skipin, sem öfluðu rainnst, gengu alla, vertíðina. (Skýrsla þessi er frá hr. Kristjáni Jóhannssyni á Eyrarbakka. f>ar skyldu aðrir eptir breyta, í öðrum veiðistöðum). Gufuskipið Magnetic kom hingað í nótt beínt frá Skotlandi, með nokkuð af vör- um og 12 enska ferðamenn. Fer aptur í kvöld norður fyrir land, eptir hestum fyrir Slimon og vesturförum. Póstgufuskipið Romny, kapt. Nielsen, kom hingað í fyrri nótt frá Khöfn. Með því voru 6 Englendingar, 1 íslendingur frá Am- eríku, 3 menn frá Vestmannaeyjum o. fl., þar á meðal kona og börn Bergs hvalveiðar- ans norska á þingeyri. Romny fer aptur til Khafnar á föstudaginn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.