Ísafold - 16.07.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.07.1890, Blaðsíða 1
Kemur ut á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austwstrceti 8. XVII 57 Reykjavík, miðvikudaginn 16. júii 1890 Heiðraðir kaupendur ísafoldar áminnast um.að blaðið átti að vera borgað fyrir miðjan júlímánuð. Húsabót- Vegna skógleysis og kolaleysis og jafnvel grjótleysis sumstaðar eru toríbyggingar þau húsakynni, sém öll alþýða hjer á landi hefir mátt til að láta sjer lynda. Og þótt stöku menn utan kaupstaða hafi getað klofið það, að koma sjer upp dýrari húsakynnum, af steini eða trje, og rísí undir því að kosta það til eldiviðar, er til þess þarf að hafa full not slíkra húsakynna og halda þeim óskemmdum, þá er ekki að búast við að almenningur komizt svo langt í bráðina. f>að er líka sannast að segja, að torfbyggingar geta Verið góð húsakynni, ef þær eru vel vandað- ar, og e r u það raunar í sumum landsf jórð- ungum, þ a r s e m loptslag er þeim ekki ó- hollt. En það er loptslagið á Suðurlandi. f>að er þeim ákanega óhollt, vegna votviðra. Sunn- lenzkar rigningar með stórviðrum standast ekki torfbæir meira en 10—12 ár. Og ofan á þetta endingarleysi bætist óhollustan, sem stafar af hinum rnikla raka. Hin síðari árin, eptir að þakjárn fór að fiytjast hingað og tíðkast í kaupstöðum, hafa stöku sveitamenn farið að reyna það: haft torfveggi, og járnþak yfir, með einfaldri eða tvöfaldri súð innan undir. En það er ákaf- lega kalt, og viðurinn óverjandi fyrir raka, gegn um járnið eða af því, nema kynntir sjeu ¦ofnar eins og í reglulegum timburhúsum. En nú hefir nýlega verið reynd sú ný- breytni í þessari grein, að halda að víeu torfþakinu gamla, en leggja járnþak utan yf- ir það. Járnþakið, eí almennilega er um það búið, Ver því, að nokkur deigur dropi komist að torfinu. Torfið þornar og harðnar, t. d. einkanlega í sólarhita, sem leggur í gegn um járnið, og ver þá kulda hálfu betur en ella, og þar með öllum raka. Sh'k húsakynni hafa þá tvo aðalkosti allra hýbýla í köldum löndum: að þau eru bæði hlý og þurr (leka- laus og rakalaus). Járnþakinu er fest með þeim hætti, að trjegrind, lausleg 0g óvönduð, er höfð utan á torfþakinu, og járnþynnurnar negldar í hana og vindskeiðarnar, sem eru hafðar í stærra lagi þess vegna. Sje járnþakið látið hylja vel veggina líka •að ofan eða jafnvel hafðar þakrennur með írain ytri veggbrún, þá er veggurinn þar með Varinn sömuleiðis. Bn það Bpillir eigi hvað minnst torfbyggingum, að vatn hleypur nið- ur í veggina að ofan, frýs þar og sprengir þá eða spillir þeim á annan hátt. Vjer höfum að vísu eigi heyrt getið um nema einn bæ þannig byggðan, í Rangárvalla- sýslu, fyrir 1—2 arum, en það með, að hann hafi reynzt svo vel, að nú sjeu margir menn þar í því bygðarlagi, heldri menn, einráðnir í að laka upp þessa nýbreytni. Væri fróð- legt að heyra þá skýra frá sinni reynslu, þegar þar að kemur, svo framarlega sem möunum nægir eigi sannfæring sjálfra þeirra um, að þetta hljóti að vera þjóðráð, undir eins og þeir heyra þess getið. Fyrirlestur um Ameríku. Eyfirzkur maður, Gísli Jónasson, bóndi á Svínárnesi í Höfðahverfi, oddviti og trje- smiður, kom með póstskipinu núna í gær frá Ameríku, eptir árs vist þar vestra, meðal landa í Manitoba og Dakota. Hann hjelt fyrirlestur í gærkveldi í leikfimishúsi barna- skólans, tii að segja ferðasögu sína og nokk- uð af högum landa í Ameríku. Var fyrir- lestur þessi allfróðlegur, að þeim þótti, er heyrðu, en þeir voru fremur fáir, um 40 manns; Reykvíkingar sóttu fyiirlesturinn illa, að vanda, ef ekki er fyrir eintómri skemmt- un að gangast. Síra þórhallur Bjarnarson prestaskólakenn- ari mælti nokkur inngangsorð. Kvaðst hann nákunnugur manni þessum að fornu fari, sem sveitunga sínum, merkisbónda, vel menntuðum og vel megandi, og gæti hann vottað það, að hann væri maður bæði mjög vel greindur og eigi síður sannorður og rjett- orður. f>á tók hr. Gísli Jónasson til máls. Hann kvaðst hafa verið áður ákafur vest- urfarapostuli. Voru svo mikil brögð að því, að hann vildi helzt láta alla íslendinga flytj- ast vestur um haf. Skrifaðist hann á um það við ýmsa merka menn í 4—S sýslum norðan- lands, til þess að koma á samtökum í þá átt. Tóku sumir því vel, en sumir ekki. Samt sem áður ritaði hann bænarskrá hjeðan til stjórnarinnar í Canada og beiddist þess, að hún tæki að sjer að fiytja ókeypis vestur þangað svo sem 10—20,000 íslendinga nú fyrst í stað, til að byrja með. En sú bæn fekk ekki aheyrn. Sjálfur kvaðst hann mundi hafa verið flutt- ur til Vesturheims alfarinn fyrir mörgum ár. um, ef kona sín hefði eigi verið því algjör- lega mótfallin. f>að hefði kostað skilnað, ef hann hefðí eigi látið undan henni. Loks fór hann saint í fyrra einn saman, meðfram til þess að skoða sig um, en þó í því skyni að setjast þar að fyrir fullt og allt, ef sjer litist á sig þar. En það var öðru nær en að honum litizt á sig. Aldrei hefir sjón og reynd kollvarpað greinilegar glæsilegum ímyndunum nokk- urs manns. Hann kom fyrst til Winnipeg snöggvast. «f>að er einhver hinn óþrifalegasti bær, seni jeg hef sjeð,» mælti hann. «f>á fór jeg suður til Dakota. f>ar býr all- margt af lóndurm (um 2500). «Jeg spurðist vandlega fyrir um, hvernig þeim liði, og sá það sjálfur að nokkru leyti. En mjer leizt síður en eigi á það. f>ar var mikil fátækt- og aumingjaskapur, ekki miuni en hjer þeg- ar verst árar. Enda hafði og árað þar illa ná í 3 ár samfleytt: mikill uppskerubrestur, sakir of mikilla þurrviðra m. m. Komi 4. árið því líkt, horfist mjög óvænlega á fyrir þeim. En þeir vona að það verði ekki; enda er það auðkenni á löndum vestra, að þeir lifa dýrðlegu lífi — í voninni. Jpeir kvarta aldrei, og hver hælir sinni nýlendu; telja hana bezta. En í öðru veifinu kemur það upp úr dúrnum, að þeir vilja guðsfegnir selja jar'ðir sínar og komast eitthvað burtu, ef þeir gætu, en eru jafnan í mestu óvissu og vafa um, hvert þeir eigi að leita um nýja bú- staði». «f>á fór jeg til Álptavatnsnýlendu. Hún byggðist fyrir 3 árum. f>ar eru 26 bændur íslenzkir. f>ar er ákaflega láglent og vot- lent, einkanlega í nyrðri nýlendunni, og því grasgefið, — grasið nær manni í mitti, þegar vel sprettur, eins og þeir hafa skrifað þaðan. f>ar má eflaust hleypa upp peningi, naut- gripum. En þó er jarðvegurinn grýttur, svo sáðland er þar ekki hentugt. Og ekki vildi jeg eiga þar heima. Jeg sá uppdrátt af land- inu, 12 ára gamlan, og þá var nyrðri ný- lendan eins og eitt stöðuvatn. J>að getur flætt yfir hana alla í vatnavöxtum, svo líf manna og eignir eru í veði«. »f>aðan fór jeg norður til Nýja-lslaud, og þar var jeg meiri part vetrar, í Mikley. f>ar eru um 400 búendur. En lítið höfðu þeir á að lifa flestir nema kartöflur og fiskinn úr vatninu, Winnipegvatni; þar má optast fá í soðið, af einhverju, misjafnlega lostætu. f>eir eru mjög skepnufáir ; eiga nokkuð af naut- gripum, en gagnslitlum bæði sumar og vetur: á vetrum vegna illrar meðferðar, og á sumr- um vegna friðleysis af flugutegund einni, er kölluð er bolahundar, mesta skaðræðiskvik- indi, sem bítur skepnurnar, svo að lagar úr þeim blóðið ; er nauðsynlegt, ef vel á að fara. að hýsa skepnurnar á daginn, en það er ekki gert. Sauðfjenaði fóru Ný-íslendingar að reyna að koma sjer upp nýlega, en gagnast ekki að því fyrir úlfum, sem þar er mikið af. f>eir æða um sljetturnar og rífa í sig hvað sem fyrir verður. Stundum ráðast þeir á menn. Jeg talaði við konu, sem sagðist hafa heyrt grannkonu sína segja frá, að úlfar hefðu rifið mann sinn í hel skammt frá heimih hans, svo hún horfði á. Hanu var ekki íslenzkur. Ymsir bændur, er fluttust frá Nýja-íslaudi suður til Dakota fyrir nokkrum árum, með síra Páli f>orlakssyni, er prestarifrildið flæmdi menn þaðan með fram, hafa horfið þangað aptur ; þeim þykir þar þó heldur björgulegra, og gerir það fiskurinn í vatninu. f>ar er skógur nógur, og meiri en nógur; verður að uppræta hann til þess að geta yrkt landið, en það er ekkert áhlaupaverk, nema þegar náttúran hjálpar til þess, á þann hátt, að eldur, skógareldar, eyða stórum spildum, sem stundum ber, og þá líka, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.