Ísafold - 16.07.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.07.1890, Blaðsíða 3
827 Húseignir í Reykjavík. Virðmgarverð húseigna í Eeykjavík þetta ár (1890) er 1,920,000 kr. þar af er landssjóðseign 316,500 kr., og eign bæjarsjóðs 33,500 kr. Landssjóðseignirnar eru: Alþingishúsið, virt á 110,000 kr. ; latínuskólinn 73,200; dómkirkjan 55,000 ; hegningarhúsið 30,900 ; landshöfðingjahúsið 26,750 ; skólabókhlaðan 17,000 ; prestaskólahúsið 2,500 ; líkhúsið 1,400. Helzta eign bæjarsjóði er barnaskólinn: 26,500 kr. Mestar húseignir eru í þessum götum: Vesturgötu . . . . kr. 228,000 Kirkjustræti .... — 217,500 Hafnarstræti .... — 181,000 Austurstræti .... — 126,000 Aðalstræti .... — 105,500 þingholtsstræti ... — 99,000 Pósthússtræti .... — 67,000 Skólavörðustíg ... — 66,500 Bankastræti .... — 56,000 Laugaveg .... — 53,000 Lækjargötu .... — 51,000 Gufubáturinn þeirra Sigf. Eymundsson- ar og Sig. Jónssonar kom ekki með þessari ferð; hafði reynzt óhæfur, og gengu því kaup- in til baka. Gufuskipið Mount Park (Zöllners) kom hingað í gærkveldi beint frá New-Castle, með mikið af kolum, steinolíu o. fl. vörum; fer aptur eptir nokkra daga. Hvalveiðabáturinn Viktoría, gufu- skip, kom hingað 13. þ. m., af Vestfjörðum og fór aptur í gær, eptir að Bomny var kom- inn. Var eigandinn, Berg, að sækja fólk sitt. Zanzibar og Helgoland- í ræðu þeirri eptir Stanley, er getið var um í síðasta bl., er farið þessum orðumum makaskiptin á Zanzihar og Helgolandi. «þjóðverjar voru búnir að slá sínum mikla og máttuga hramma á Zanzibar og Pemba. Bíki þetta var að vísu ekki þeirra eign með neinum lagarjetti, heldur gerðu þeir tilkall til þess, og sóttu það mál fast. Og nú hafið þjer heyrt, að Zanzibar á að hverfa undir vernd- arvæng Bretaveldis eptirleiðis; og, að í þess stað á að láta hólmann Helgoland af hendi við þjóðverja. Jeg hef aldrei komið til Helgo- lands — jeg þykist vita, að einhverjir yðar hafi komið þar —; en það er jeg viss um, að ef ætti að bjóða upp á markaði smáeyna Pemba, nærri Zanzibar, þá mundu þeir, sem þekktu báða hólmana, Helgoland og Pemba, gefa tifalt meira fyrir Pemba en Helgoland, En nú hafið þið fengið ekki einungis Pemba; þið hafið líka fengið Zanzibar, með borg sem hefir 100,000 íbiia og 250,000 manna á ejnni sjálfri, en verzlun eyjaskeggja við Bretaveldi nemur 2 milj. punda á ári (36 milj. kr.). Leggið nú þennan síðasta feng við hliðina á hinu, sem Salisbury lávarður hefir fært yður að gjöf, og munuð þjer þá komast að raun nm, að það er meira en lítilræði». Eyjaskvggjar á Helgolandi eru að eins 20,000. Hitt og þetta. Litli kóngurinn á Spáni, Alfons XIII, sem er nýlega kominn á fimmta árið, er látinn hafa að nafninu til sömu siði og fullorðnir menn tíðka í hans hátignu stöðu, að þvi leyti sem því verður með nokkru móti við komið. Meðal annars veitir hann þegnum sínum áheyrn á tilteknum tímum, háum sem lágum, með þeirri viðhöfn, er þar til heyrir. Allt og sumt, sem kóngspeð þetta getur þá gert, er að hneigja sig náðuglega, þegar stór mennið gengur fyrir hann og lýtur honum; það hefir honum verið kennt. Hann situr þá í kon- ungshásæti, og móðir hans, drottningin, er ríkjum ræðum fyrir hans hönd, á stóli við hliðina á há- sætinn. Er ekki annars getið en að athöfn þessi gangi slysalaust að jafnaði. En stundum ber við, að náttöran, óvita-náttúra drenghnokkans, verður nárninu ríkari, eins og t. d. í vor einu sinni, er erkibiskupinn af Toledo gekk fyrir konung og laut honum af mikilli auömýkt. Guðsmaður þessi kvað vera miður fríður sýnum og yfirbragðið nokkuð skuggalegt. Kóngsi potar fram fingrinum og bendir á erkibiskup, yglir sig og segir: „Mamma\ Ljótur maöurV1 Nærri má geta, hcernig móður hans og hirð inni hafi orðið við, að ógleymdum hinum hágöfuga guðsmanni sjálfum Ljómandi gott foeri! Enskur prestur hálærð- ur ferðaðist til Gyðingalands og flutti fyrirlestra um þá ferð þegar hann kom heim aptur. Áheyr- endum þóttu þeir miður skemmtilegir. Annað kvöldið þoldu þeir eigi mátið betur en svo, að þeir fóru að tínast út löngu áður en lokið var. Skömmu siðar bar svo til, að þjófur brauzt inn til prests á næturþeli. Prestur var karlmenni, hefir hendur á þjófnum og kemur honum undir sig. „Hann lá þarna alveg flatur,“ mælti hann, er hann var að segja góðkunningja sinum, nágranna- prestinum, frá þeim viðskiptum; „jeg hjelt honum svo, að hann gat ekki hreift legg eða lið.“ „það var laglega gert,“ svaraði nágrannaprest- urinn, en bætti þessu við: ,,En það Ijómandi færi sem þá helði verið á að flytja yfir honum fyrir- lesturinn þinn um landiö helgaV' Gjafir Og áheit til Strandarkirkju £ Selvogi, afhent á skrifstofu undirskrifaði frá 1. jan. til 30. júní 1890. Dagur. Kr. 3. jan. frá austankarli 2.00 8. —- — ónefndri konu í Inn-Garði 2.00 10. — — ekkju í Isafjarðarsýslu . . 1.00 10. — — C (sent í brjefi nafnlaust) 5.00 12. — — pilti í Beykjavík . . . 1.00 18. — — E. 21. — — stúlku í Beykjavík . . . 1.00 22. — — sunnanmanni . 8.00 23. — — 11 (sent í brjefifrá Seyðisfirði) 2.00 24. — — ferðamanni (sent í brjefi frá Matt. Matt.) 1.00 24. — — konu í Hunavatnssýslu (sent með pósti) 2.00 31. — sent frá Winnipeg 2 dollarar, seldir bánkanum á . . . 6-80 31. — sömuleiðis frá Winnipeg í póstá- vísun l^ doll 5.36 4. febr. frá konu á Vatnsleysuströnd 2.00 4. — — ónefndri á Seltjarnarnesi . 1.00 13. — — manni í Selvogshreppi 1.00 13. — — yngisstúlku í Vatnsleysu- strandarhreppi 1.00 13. — — ónefndum í Saurbæjarsveit í Dalasýslu 1.50 14. — — konu á Alptanesi . . . 2.00 14. — — dalmey 5.00 15. — — ungri stúlku í Hvinavatns- sýslu 5.00 15. — — gömluin Skagfirðing . . . 3.00 20. — — ónefndri 4.00 26. — — bræðrum á Alptanesi 1.00 27. — — ónefndum Alptnesingi 1.00 Moröiö. hrími, og glottu svo draugalega utn leið og við fórum fram hjá. það var eins og förunautur minn vaknaði úr dái. Hann leit á rnig harðýðgislega. Svo fór hann með hendina ofan í frakkavasa sinn, dró hana upp aptur, og hjelt á — skammbyssu. »það er úti um mig«, hugsaði jeg; »nú þarf hann ekki annað, en að miða á mig byssunni, og . . . .«,—mig hryllti við, að hugsa setninguna til enda. Kaldir svitadropar þöktu ennið á mjer og runnu niður um kinnurnar. En nú kom mjer allt í einu ráð í hug. Fyrir utan gluggaun á klefanum lá strengur, sem stóð í sambandi við hljóðpípu í eimreið- inni. Jeg sá það, að ef jeg næði í strenginn, og gæti þannig látið heyrast í pípunui, þá mundi vagnstjórinn stöðva lestina, og þá fyrst voru tiltök um, að jeg gæti losazt við þennan illa og andstyggilega förunaut. Jeg spratt á fætur og lauk upp glugganum. Jeg tyllti gómunum í strenginn, en—í sama bili fann jeg, að tekið var óþyrmilega utan um hálsinn á mjer. það var Theuer- korn, þessi svarni óvinnr minn, sem spennti greipar um hálsinn á mjer, og öskraði með voðalegri röddu nokkur orð við eyrað á mjer. Jeg skildi ekki það sem hann sagði, en þrátt fyrir það fylltist jeg ótta og skelfingu. »Líkni mjer Drottinn !« andvarpaði jeg; »á jeg að deyja ?« Löngunin til að lifa bjó svo rík í brjósti mjer, og veitti mjer nýtt líf og nýja krapta. En fjandmaðurinn spennti mig örmum, og dró mig nær og nær dyrunum ; hann hafði eflaust í hyggju að varpa mjer út um þær. Jeg brauzt um, og barðist eins og ljón fyrir lífi mínu. Nokkurum sinnum heppnað- ist mjer að slíta mig lausan, en hann greip mig óðara aptur. það var langur tími, sem við glímdum þannig ; en svo opnuðust dyrnar. Ejand- maður minn hjelt dauðahaldi í hálsklútinn minn. Jeg sló af öllu afli með hnefanum á handlegginn á honum, til þess að reyna að losa mig. Hann sleppti hálsklútnum, en greip mig þegar aptur heljartökum, og dró mig utar að opnum dyrunum. Voðahryllingur fór um mig allan, er jeg leit út, því dá sá jeg, að lestin var að halda út á hengibrú eina, all-langa, og að undir henni gein ógurleg hamragjá, en fossinn kvað svo ömurlegum rómi niðri í gljúfrinu, eins og hann væri tekinn til að syngja náljóð sín yfir öðrum hvorum okkar. Jeg gerði enn þá tilraun til að slíta mig lausan úr greipum fjandmanns míns, og — mjer heppnaðist það. Jeg fjell aptur á bak í legubekkinn ; en Theuerkorn ? — hvað var orðið af honum ? Hafði 'hann hrapað ofan í kolsvart gljúfrið og tætzt þar í sundur á klettasnösunum ? Við þe3sa hugsun varð jeg svo hræddur, að jeg hljóðaði npp yfir mig, settist upp og -----vaknaði. Jeg litaðist um forviða. Jeg nuddaði aug- un og leit til dyranna; þær voru lokaðar. •Hamingjunni sje lof!« hugsaði jeg; »þetta hefi þá ekki verið nema draumur«.------ En hvað var þetta? Var það ekki maður, sem sat þarna yfir í horninu? Og var það ekki dauðahrygla, sem jeg heyrði til hans? Jeg spratt á fætur og kveykti ljós. Jeg

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.