Ísafold - 16.08.1890, Síða 3
-látum þangað til við skildum um morg-
uninn, þá hafi hann, er jeg minntist á
„Sameininguna11, farið að kvarta við mig
um öfgarnar, sem vjer hjer vestra færum
með 1 ritum vorum, er vjer töluðum um
gallana i þjóðlífinu íslenzka og sjerstak-
lega í íslenzku kirkjunni. Jeg sagði á
málfundinum, að mjer hefði fundizt mikið
til um þessa umkvörtun, er hjer hefði
komið fram frá öðrum eins sómapresti
og sá, sem jeg þá átti tal við, rjett um
sama leyti og hann var nýbúinn að hafa
sira Stefán okkar Halldórsson í hans
vanalega veizlu-ásigkomulagi svo greini-
lega fyrir augunum. J>etta er í aðalefn-
inu allt það, sem jeg tók fram á fundin-
um út af samfundum voruin á Skjöldólfs-
stöðum. (Niðurl. næst).
V, innipeg 8. júlí 1890.
Jón Bjarnason.
Hitt og þetta.
Rafmagnsljósið hefir greitt það fyrir ferðum
um Súez-skurð, að nú eru skip að meðaltali 22
stundir 32 mínútur eptir honum af enda og á í
staðinn fyrir 37 stundir 57 minútur. Áúur var
ekki hægt að halda þar áfram ferð á í nætur-
myrkrum. *
Sjö miljónir fjóðverja eiga lieima i Banda-
rikjunum í Norður-Ameríku, og 2 miljónir í öðr-
um löndum utan þýzkalands.
Leiðarvísir ísafoldar.
558. Br eg skyldur að borga lækni, er eg sæki,
fæðispeninga (4 kr. á dag) fyrir þá daga, er
hann dvelur um kyirt á heimili minu og eg fæði
hann?
Sv.: Jú; læknirinn á heimting á fæðispeningum
allan tímann, sem hann er að heiman (lög 16-
okt. 1875, 4. gr). Eu spyrjandi getur reiknaö hon-
um í móti beina þann, er hann veitir honum.
559. Er rjett af presti að neita þeim manni
um sakramenti, sem er ásakaður fyrir glæp, en
sem virðist iðrast, og óskar sakramentis?
Sv.: Nei, heimildarlaust.
5B0. Eiga þurrabúðarmenn að vera lausir við
aukaútsvar, sem fiytja inn í sjávarhreppana úr
sveitum, eða gjörir útsvarskyldan þá sveitfasta,
ef þeir dvelja ekki 10 ár i hreppnum V
Sv.: Nei (við báðum spurningum.)
XiEIÐEJETTXNG. í svarinu við 554. fyrirsp.
i Leiðarv. í síðasta bl. á að standa 50 kr.—99 kr.
99 a., í staðinn fyrir 100—125 kr.
Proclama
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br.
4. jan. 1861 er hjer með skorað á pá,
sem til skuldar telja í dánarbúi Ingimund-
ar Alexíussonar, vinnumanns í Deildar-
koti í Bessastaðahreppi, sem andaðist hinn
14. f. m., að tilkynna skuldir sínar og
sanna pce.r fyrir mjer innan 6 mánaða
frá síðustu birtingu auglýsingar pess-
arar.
Með sama fresli er skorað á erfingja
hins látna að gefa sig fram við mig og
sanna erfðarjett sinn.
Skiifstofu Kiósar-og Grulibringusýslu 8. ág. 1890
Franz Siemsen.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. o. b.
4. jan. 1861 er hjer með skorað á pá,
sem til skulda telja í dánarbúi Magnúsar
Magnússonar, sem andaðist að Býjaskerj-
um í Miðnesshreppi hinn 14.f.m., að til-
kynna skuldir sínar og sanna pær fyrir
mjer innan 6 mánaða frá síðustu birtingu
auglýsingar pesssrar.
Skrifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu 8. ágúst 1890.
Franz Siemsen.
Proclama.
þar sem bú. fóns Olafssonar frá Bjarg-
húsum í Garði í Rosmhvalanesshreppi er
tekið til opinberrar skiptameðferðar sem
gjaldprota, er hjer með eptir lögum 12.
apríl 1878 sbr. o. br. 4. jan. 1861 skorað
á pá, sem til skulda telja í búi pessu, að
tilkynna skuldir sínar og sanna pær fyr-
ir undirrituðum skiptaráðanda innan 6
niánaða frá síðuslu birtingu auglýsingar
pessarar.
Skrifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu 8. ágúst 1890.
Franz Siemsen.
Frá fardögum 1891 eru hjer ineð boðnar
til ábúðar jarðir þær, er nú skal greina :
1. Alptavatn
2. Hóll
3. Gröf
4. Gufuskálar J
Jarðirnar 1—-3 eru í Staðarsveit, en jörðin
4 er í Neshrepp utan Ennis. Allar þessar
jarðir, sem eru tilheyrandi Staðastaðarpresta-
kalli, hafa verið í eyði um nokkur undanfarin
ár. Viðvíkjandi jörðum þessum skal jeg geta
þess, að þær íná allar telja góðar bújarðir,
Alptavatn og Hóll eru afbragðs góðar hey-
skaparjarðir. í Gröf er eigi mikill en góður
heyskapur og sauðland einkargott. A Gufu-
skálum er verstöð góð og má hafa þar mikið
og gott útræði. Jeg mun byggja allar jarðir
þessar með svo góðum kjörum, sem mjer
framast er unnt. þá, sem kynnu að vilja
taka þær til ábúðar, vil jeg biðja að skýra
mjer frá því helzt sem fyrst.
Staðastað 8. ágústm. 1890.
Eiíkur Gíslason.
Steinolíu þeirri, sem jeg sendi hingað
með Mount Park, er eptir ráðstöfun minni
útbýtt hjá kaupmanni Sturlu Jóns3yni til
áskrifenda minna, og annast hann um alla
innheimtu á andvirði hennar.
Reykjavik 15. ágúst 1890.
Jón Guðnason.
Fjármarkaður.
Hjer með auglýsist að þriðjudaginn þann
16. september næstkomandi verður fjármark-
aður haldinn á Grundarhóli á Hólsfjöllum,
og skulu kaupendur að öllu leyti ábyrgjast
fjeð að gjörðum kaupum.
Grímsstöðum 24. júlí 1890.
I umboði seljanda
Sölvi Magnússon Sigtr. Benidiktsson
(hreppsnefndatmaðm). (hreppstjóri).
Ágætt flesk 55 aura puudið.
G. Zo'éga & Co.
Glyserín-bað
1 pd. 2 pd. 4 pd. 10 pd.
0,75 1,35 2,50 5,50
Naftalín-bað
1,20 flaskan
ágætt baðefni á sauðfje.
G. Zo'éga & Co.
Ekki er allt sem si/nist.
»Hann fer nú að koma«, svaraði doktorinn.
Hann stóð allt af í sömu sporum út við
vegginn og hjelt að sjer höndum.
»Nei, hann ætlar ekki að koma. Bruð
þjer tilbúinn ?«
»Tilbúinn !« kallaði doktorinn, og í sama
bili opnaðist gólfið undir fótum hans, og hann
hvarf niður um það. Svo lokaðist það
aptur.
Lögregluþjónarnir ætluðu út, en komust
hvergi ; þeir höfðu verið lokaðir inni. þeir
gengu að glugganum og litu út; sáu þeir þá
hvar doktorinn ók í burtu í ofurlitlum flutn-
ingsvagni.-------------
Dóttir doktorsins kom upp til mín.
»Faðir minn er strokinn#, sagði hún.
»Strokinn ?« spurði jeg, og ljet sem jeg
hefði einskis orðið áskynja. »J>jer eruð vist
að gjöra að gamni yðar«.
»Nei; — því fer fjarri. Skrúfa hefir svikið
föður minn«.
»Getur það verið ?«
»Já; svo komu tveir lögregluþjónar, og
ætluðu að taka hann, en hann hafði allt
tilbúið, hvenær sem slíkt bæri að höndum«.
Svo sagði hún mjer, hvernig allt hefði farið.
»En hver var þá þessi Móises, sem hann
kallaði á, og hvað átti hann við með því, að
biðja um mat ?« spurði jeg.
»J>að var nú aðal-leyndarmálið, og til allrar
hamingju hafði faðir minn ekki trúað Skrúfu
fyrir því. Móises þýddi: »hafðu hlerann til«;
brauð var sama sem : »komdu með flutnings-
vagninn að dyrunum«; svissneskur ostur þýddi:
»lát þú konu mína og dóttur setjast í vagn-
inn«; madeiravín var sama sem: »safnaðu
öllum peningum, sem þú finnur, og nægum
matvælum í vagninn«, og tilbúinn þýddi :
»Jeg er tilbúinn; láttu hlerann síga«. |>etta
allt þekktu þeir Stóra-f>jöl og Litla-f>jöl, og
kom það nú að góðum notum.
»|>að hefir tekizt vel til; en hvers vegna
fóruð þjer ekki með föður yðar ?«
»Jeg vildi ekki fara með honum. Jeg þurfti
að------aðvara — yður*.
*Yar það mín vegna, að þjer urðuð eptir?«
»Jeg get ekki borið á móti því«.
»Fór móðir yðar?«
»Já, — og Stóra-J>jöl og Litla-þjöl fóru líka».
»En þjer urðuð eptir, einungis til að að-
vara mig ?«
Hún horfði á mig litla stund þegjandi;
svo laut hún að mjer og sagði:
»Jeg veit, að þjer — elskið — mig, Franz,
þótt þjer hvorki hafið árætt nje haft tæki-
færi til að nefna það við mig. Segi jeg ekki
satt ?«
»Jeg rjetti henni hendina þegjandi; jeg gat
engu orði upp komið«.
»Nú megum við ekki tefja lengur«, mælti
hún eptir litla þögn; »við verðum að strjúka,
því annars verðum við tekin höndum«.
»Og þjer ætlið að fara með mjer?« spurði
jeg-
Við lögðum af stað, og höfðum með okkur
talsvert af peningum. Við hjeldum til Skot-
lands og ætluðum að kaupa okkur far þaðan
til Ameríku. J>egar við komum inn yfir
landamæri Skotlands, námum við staðar í
húsi einu, og ljetum gefa okkur saman í skozkt
hjónaband. Stúlka ein hafði staðið á hleri,
og heyrt nöfn okkar, þegar við vorum gefin
saman. —