Ísafold - 23.08.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.08.1890, Blaðsíða 1
K.emm út á rmðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 k*. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. XVII 68. | ISAFOLD. Reykjavík. Iauf|ardaginn 23. ágúst Uppsögn (skrifleg) bundin v: ð áramót, ógild nema komln sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. 1890. Fjársala «g kaupstaðarskuldir. —o--- Minnzt var nokkuð á fjársölu hjer í blað- inu í fyrra, kosti hennar og ókosti, ef mjög mikið kveður að heuui, eins og þá gerðist. Var brýnt fyrir mönnum þá, að hafa í huga hina góðu og gömlu reglu, að brúka, en van- brúka ekki. Vanbrúkuð var hún í fyrra óef- að víða, þannig, að menn ljetu hið geypiháa verð tæla sig til að farga frá hsimilum sín- um sjer til Btórbaga. Sátu svo eptir bjarg- arlitlir til vetrarins, klæðlitlir og skæðalausir, og hafandi ekkert handa í milli til að viuna úr, — ull engin eptir á heimilinu —, og far- andi á mis við gróða þann, er hafa mátti á hinum mikla heyskaþ eptir annað eins sum- ar, ef verið hefði nógar skepnur til að setja á heyin og fara vel með, til þess að þær gerðu margfalt gagn. Vorkunn var mörgum í fyrra og er ef til vill vill enn, þótt þeir tækju nærri sjer með fjársölu, til þess að reyna að losa sig sem allra mest úr skuldasúpunni eptir bágu árin að undanförnu, bæði kaupstaðarskuldum og hankaskuldum. Tækifærið var óvenju-gott að því leyti til, að krónu-upphæðin, sem fyrir fjeð fjekkst, var svo há. Bn sje svo, að menn verði að sækja í kaupstaðinn eða ann- að því nær jafnharðan það, sem þeir þurfa sjer til framfæris, og það til láns, þá »eys annað sem annað fyllir«, og þá verður fjár- verzlunin ekki annað en skuldfærslubrutl, sem er raunar fremur óhagur að en hitt, ekki sízt •að því leyti til, að viðurværi og aðbúnaður verður hálfu lakari með því móti, en þaó hefur aptur í för með sjer heilsutjón og apt- urför kynslóðarinnar að fjöri og burðum, þeg- •ar til lengdar lætur. Verð á fjenaði verður sjálfsagt töluvert lægra í haust, heldur en í fyrra. Samkeppn- in veröur minni, enda verðið minna ytra, að út lítur fyrir. Freistingin til að farga sjer um megn verður því mikið minni. En búast má samt við, að hún verði þó nokkur og vdnni bug á þeim, sem veikir eru fyrir. það eru margir svo gerðir, að þegar þeir eru einu sinni komuir út í þennan skuldabrutl-straum, íþá berast þeir með honum viðnámslaust, nærri því, eins og drykkjumenn frá einni veit- ingakránni til annarar. Er því engin van- þörf á, að brýna fyrir mönnum að hafa gát á sjer og reyna að forða sjer og öðrum við •óförum í þeirri grein. Sjer í lagi þurfa þeir, sem hafa vilja og mátt til að hafa holl og leiðbeinandi áhrif á sína sveitunga og fjelagsbræður, að taka sig saman um, að kippa þessu eða því líku ólagi í liðinn, meðan tími er til. Á þeim lendir hvort sem er skakkafallið að lokum, þegar 1 nauðirnar rekur og sveitin verður að taka við þeira, sem spilað hafa á endann. það er líkt um efnaspjöll og heilsutjón, að það er ineira varið í að afstýra en endur- bæta. það er meira varið í að fara vel með heilsuna, forðast það sem henni spillir, sporna við sóttum o. s. frv., heldur en að láta fara um hana eins og verkast vill og hugsa ekki ura hana fyr en hún er þrotin og þarf end- urreisnar við. Eins er meira, miklu meira, varið í að forða efnatjóni fyrir almenning, heldur en að láta vaða á súðum og allt eiga sig afskiptalaust, þangað til í óefni er ko.mið og tjónið er skollið á- það er mikil framför að því, ef afskiptin af þeim sem miður mega eða eru upp á aðra korunir, gætu smátt og smátt snúizt sem mest upp í það, að fá þá til að hjálpa sjer sjálfir, leiðbeina þeim og styrkja þá til þess, heldur en að bíða þangað til þeir eru komnir niður fyrir bakkann, og verða þá að hafa svo og svo mikið fyrir, að kippa þeim upp aptur og halda þeim á floti. Yitaskuld er, að slík af- skipti fyrir fram þykja koma í bága við sjálf- ræði hvers eins og sjálfsábyrgð, þá reglu, að hver ábyrgist sig sjálfur, meðan hann getur, án þess öðrum komi við hans hagir á meðan. En listin er einmitt sú, þeirra sem leiðbeina og hjálpa mönnum til að hjálpa sjer sjálfir, að fara svo að því, að hinir hafi frelsi sitt óskert eptir sem áður, finni, að þeir hafi á- byrgðina óskerta jafnt fyrir því eða engu síður. Væri það nú ekki hugleiðingarvert fyrir hina betri bændur í sveit, að reyna með hagfelld- um samtökum, að hjálpa sveitungum sínum, þeim er þess eru maklegir og von er um, að slík hjálp komi að notum, til að losast úr kaupstaðarskulda-ánauð, án þess að farga bú- stofni sínum ? Til dæmis með ábyrgðarlánum, reikningslánum, úr einhverri peningastofnun, heldur en kanpstað. f>að eru margir kostir, sem sú aðferð mundi hafa í för með sjer, ef henni yrði við komið : aðhald miklu nánara og á- hrifameira til að fara vel með þá hjálp og láta hana koma að góðu haldi; glöggvari grein fyrir efnahagnum; andvari meiri með að standa í skilum, heldur en þegar um kaupstaðar- skuldir erað ræða. Yiðlagasjóðslán. Eitt atriði í þingsá- lyktun síðasta alþingis út af tillögum yfir- skoðunarmanna við landreikningana var það, að „öllum landssjóðslánum til ein- stakra manna verði smámsaman eptir at- vikum breytt f afborgunarlán, og að eng- in slfk lán verði framvegis veitt úr við- lagasjóði, nema gegn árlegri afborgun. i lengsta lagi til 28 ára“. þetta hefir ráð- gjafinn fallizt á með brjefi 25. júní þ. á. (Stjórnart.), eptir meðmælum landshöfð- ingja. — Eptir því sem kom fram i um- ræðunum um málið á þinginu, er hugs* unin ekki sú, að segja skuldunautunum upp landssjóðslánunum með þeim kjörum, sem nú fylgja þeim, þar á meðal afborg- unarleysi, heldur hitt. að sæta færi þegar þau losna, t. d. skuldunautur deyr og annar tekur við. eða segja þarf upp lán- unum af öðrum ástæðum, til að koma þá þessari breytingu á. Erabættispróf við prestaskólann. A 9 stúdentum, sem prófið byrjuðu í þ. m., hættu 4 við eða gengu frá áður, því væri lokið. Hinir 5, er prófi luku, 21. þ. m., voru: Einar jöórðarson með I. eink 45 st. Hans Jónsson — I. — 43 — Eyj. Kolb. Eyjólfss. — II. — 37 — J>órarinn þórarinss. — II. •— 33 — Jón Arnason — III. — 15 — Verkefni í skriflega prófinu voru : Biflíuþýðing: Jóh. 16. 7—15. Trúfræði: Hvað hefi verið kennt í kirkjunni og hvað kennir nýja testament- ið um gildi skynseminnar gagnvart opin- beruninni ? Siðfrœði'. Að ákveða skylduhugmynd- ina og síðan lýsa röngum skoðunum á viðtæki hennar. Rœðutexti: Matth. 5, 13.—16 Tollgreiðslulivartanir. Fyrir það ný- stárlega atvik, eða hitt þó heldur, að hingað flutt spritt reyndist „ill vara og því nær ódrekkandi“, vildi kaupmaður einn fyrir noróan, L. Popp á Sauðárkrók, fá sjer skilað aptur tolli af því, 3 fötum með 16 gr. spritti, er hann hafði fengið með skipinu „Familien“ 21. apríl þ. á., og kvaðst þvi hafa í hyggju að endur- senda. Landshöfðingi hefir neitað þeirri beiðni i brjefi 14. þ. m (Stj.tíð.), „með því engin heimild er til í lögunum til þess að endurgjalda toll af áfengum drykkj- um, sem fluttir eru út úr landinu, og þar sem engar líkur, því siður sannanir, eru framkomnar fyrir því, að varan hafi skemmzt á leiðinni hingað til lands. Nokkuð af sykri, um 500 pund, sem borgari einn á Akureyri, Sigfús Jónsson, fjekk með strandferðaskipinu „Thyra“ í sumar, hafði farið í sjóinn og skemmzt við nppskipun — sykurviktin rýrnað um nær 100 pd. —, og hafði sýslumaður mælt með beiðni frá honum um, að hann fengi endurborgað sem því svari af tollinum. Landshöfðingi hefir neitað því, „með því að lög nr. 10, 9. ágúst 1889 ekki veita neina heimild til að endurgjalda toll af sykri, sem innheimtur hefir verið á lög- legan hátt“. Verzlunarstjórinn á Raufarhöfn hafði viljað komast hjá að borga tvívegis út- flutningstoll af sama lýsinu, 42 tunnum, er höfðu verið í farmi Gránufjelagsskips- ins „Christine“, er strandaði við Raufar- höfn haustið 1888, á útleið frá Eyjafirði, þar sem tollur hafði verið tekinn af lýsi þessu, en var bjargað úr strandinu og síðan flutt út frá Raufarhöfn með öðru skipi vorið eptir og þá greiddur af því tollur { annað sinn. Landshöfðingi hefir neitað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.