Ísafold - 23.08.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.08.1890, Blaðsíða 3
5171 orðum sami maðurinn myndi fara um nú- tiðarmein fslenzku kirkjunnar, ef hann væri íslendingur. Sá dómur myndi sann- arlega verða ólíkt harðari en vor hjeðan að vestan. í>að er hreinn og beinn misskilningur að ætla, að jeg með orðum minum á Reykjavíkur-málfundinum um það, sem fyrir mig og sjera Einar Jónsson bar á Skjöldólfsstöðum í haust, hafi verið að brigzla honum um, að hann væri ekki bú- inn að koma sjera Stefáni úr kirkjulegu embætti; svo allur reiðilestur sjera Ein irs út af því er algjörlega út í hött. Hið eina, sem jeg vildi gjöra mönnum skiljan- legt með þeirri sögu minni, var það, hve raunalega ervitt væri að sannfæra menn á íslandi um mein þjóðlífsins þar, þar sem aðrir eins sómamenn og sjera Einar — jafnvel með vesalings sjera Stefán fyrir augunum — halda því fram, að vjer höf- um í dómum vorum um íslenzku kirkjuna farið með tómar öfgar og ósannindi. AA innipeg 18. júlí 1890. Jón Bjarnason. Póstmeistarinn hefur gjört það meistarastryk, aö auglýsa, að hann taki ekki á móti ábyrgðar- og peningasendingum, er fara eiga með póstskipunum, lengur en til kl. 10 f. m. í dag, eða með öðrum oröum, heilum 14 klukkustundum áður en skipin mega leggja af stað hjeðan. Áður heíur verið venja að taka við þess konar sendingum til kl. 2 e, m. daginn áður, og sýnist þá vera. hætt full snemma. Er það á valdi póstmeistarans eins, að öllu leyti, hvernig hann fer með almenning i þessu efni, eða er það ekki slcylda einhverra af háyfirvöldunum hjerna í bænum að hafa gát á því, aö hann mis- bjóði ekki almenningi og gjöri póstinn iilnotandi? Ætli það sje ekki landshöföinginn, sern á að hafa stjórn á póstmeistaranum að hann gegni skyldu sinni. Reglurnar um það, hve lengi sje skylt að laka við sendingutn á pósthúsinu má lesa í auglýs. 3, mai 1872, ti. gr., sem í því efni blýtur eins að eiga við um sendingar með póstskipunum eins og um sendingar með landpóstum. Og eptir þeirri grein á póstmeistarinn að taka við öllum póstsendingum í seinasta lagi 2 stundum fyrir burtför pöstsins. J>ó að þessu ákvæði gæti ekki orðið bókstaflega íylgt, virðist hitt þó með öllu óhafandi, að hætta að taka við sendingum 14 stundum áður en póstur fer. Rvik 23. ág. 1890. Einn illa Leikinn. Samsöngur i fágaatara lagi var haldin í Good Templarahúsinu hjer í hænum mánudag 18. þ. m., fyrir forgöngu kaupm. þorl. 0. Johnsson. J>að voru 12 smásveinar, 9-12 vetra flestir, er sungu þriraddað ýmg skemmtileg lög, tólf alls—byrjuðu á kvieði á ensku, fagnaðakveðju til enskra ferða- manna, er ort hafði veriö hjer í vor, með laginu „fyrir fólkið,,. Söngnum stýrði JBrynjðlfur J>or- láksson landshöfðingjaskrifari. |>ar að auki Ijek Björn liristjánssou söugt'ræðingur tvö lög á „harmoníum“. J>að var prýðilega gjört, að vanda. Áheyrendur voru margir, og klöppuðu lof í lófa að sönglist hinna ungu sveina, er þótti takast fremur öllum vonum, þeir höfðu verið látnir æfa sig aö staðaldri frá þvi í vor að ráðstöfun vel- nefnds kaupmanns |>orl. 0. J., sem er óþreytandi að hugsa upp „skemmtanir f'yrir fólkið“ og fram- kvæma þær. „Heimskringlu11 hefir sannarlega verið mál að fá ritstjóraskipti eða ritstjórnar-ítmúóf. í síðasta númerið hjá hinni eldri ritstjórn. áður en hr. Gest- ur Pálsson tók við, hefir hún birt svofellda ljóða- smíð : nGestur. Frá, Eeykjavík fleyið brunar á braut sem ber vorn Gest vorn göfuga Gest! En fjallkonan aldna með fanna-skaut, fellir tár. Trega tár ! Sorgfull og starandi sjer hún hann farandi vestur um ver — vestur til Canada. — Missa hún mátti hann ei, meiri son átti hún ei, ungan og lifandi, svo undra vel skrifandi, ' — skáldlega skrifandi. — Hver setti í letur og sýndi’ henni betur barna‘ hennar bresti ? — Deyfðina, dugleysið, drepandi hugleysið. — Nú loksins gat hún greint, að gott hafði hann alltaf meint; — hann lastaði lesti. — Hver hafði eins hvatt hana, hver fremur glatt hana með skínandi skáldskap ? Satt hafði ’ann sagt heuui og lífsreglur lagt henni og framsóknar andann eflt að eins með skáldskap ? Sorgfull og starandi sjer hún hann farandi vestur um ver, — vestur til Winnipeg ! — Í' * * þey ! — f>ar kemur eimlestin yfir um Rauðará, beljandi, blásaudi, brunandi, másandi; íerðhraða eimlestin, sem flytur vorn Gest heilan á húfi, hingað til Winnipeg. A vagnstöðva-stjettina stígur hann frjáls, hættur við sprettina hefst ’hann nú máls. Vel fagna’ honum vinir, en virða hann hinir, og flytja um kring frjettina: að kominn sje Gestur um kólgu vestur. — Vestur til Winnipeg —. Nú minnast menn sögunnar, meistara-verksins ! Hrífandi sögunnar : »Heimili kærleikans«. Starandi standa þeir, stillt og ljett anda þeir, því hjer er ’ann kominn, höfundur söguunar : »Heimili kærleikans«. .7. Magnús Bjarnason“. Almennur safnaðarfnndur verður haldinn í leikfimishúsi barna3kólans laugardaginn 30. þ. m. kl. 5 e. m., til þess að ræða tillögur nefndar þeirrar, er falið var á síðasta safnaðarfundi að rannsaka, hvort. það væri skylda sóknarinnar að annast fram- vegis aðgjörð kirkjugarðsins og viðhald, er kirkjan sjálf eða eigandi hennar hingað til hefir annazt. Æskilegt er að sem flestir mæti. Reykjavík 18. ág. 1890. Jóhann porkelsson. XARLMANNSFATJISrAÐUR, í blikköskjum, hefir fundizt nýlega hjá einu húsi hjer í Rvík Ritstj. vísar á finnandi, sem krefst fundar og hirðingarlauna og auglýsingargjalds. Sœluhwsgistinqin.___________ saman. Einu fjendur smj'gilsins eru toll- verðirnir; hann hatar þá eins og kölska sjálfan og hefir yndi af að geta leikið á þá og gert þeim mein, og eina grimmdar- tilhneiging hans er að stytta þeim aldur. Að öðru leyti er hann geðprýðin sjálf og sífellt í glöðu skapi, góður faðir barna sinna og trúlyndur eiginmaður, þegar haun er heima hjá konu sinni, þó það geti komið fyrir á langferðnm, að hann minnist þess, »að allir eru ógiptir í verinua. Vegna þess að hann er heldur mikið upp á kvennhöndica og þar að auki alveg bráð- sólginn í peningaspil, er hann þó optast ör- eigi, þegar hann hrekkur upp af í einhverjum afkyma upp í fjöllum, hve mikils sem hann kann að hafa aflað með atvinnu sinni. Pen- ingarnir ganga stöðugt í gegnum greipar hans, en hann hefir ekki lag á, að handsama ágóðann af þeim. Hann er huglaus og þó hraustur, hjátrúarfullur og þó guðlaus 1 sömu andránni; fátækling, sem hann hittir á förnum vegi lætur hann fá seinasta eyririnn, sem hann á í eigu sinni, en hikar ekki við að ræna auðmanninn inn að skirtunni undir eins og tækifæri býðst. J>ó það sje atvinna hans, að svíkja tekjur undan ríkinu, borgar enginn maður skatta sína áreiðanlegar en hann, ef þeir eiga bara ekki að ganga í gegnum hendur tollstjórnarinnar. Yfir höfuð er hann undarlegt sambland af sundurleitum öflum og alveg gagnstæðum tilhneigingum. Hann er sí-masandi um hitt og þetta, en þagmáll eins og steinn, sje honum trúað fyrir leyndarmáli. Hann þekkir ekkert mann- greinarálit í því efni, og spyr ekki um rjett og skyldu, allt sem honum er trúað fyrir, er helgidómur hans og þess heyrist varla getið, að hann svíki nokkurn mann. Hann veVndar sjerhvern, sem leitar hælis hjá hon- um, en einkum er honum þó annt um »fram- faramennina« ; því frelsishugmyndin fylgir honum frá blautu barnsbeini. Flóttamennirnir hjeldu ýmist norður yfir Pyreneafjöll til Frakklands eða yfir Sjerra Morena, þar sem þau fjöll voru verst yfir- ferðar og ljetu tollsmyglana frá Andalúsíu hjálpa sjer suður til sjávarborganna, einkum Gíbraltar. Jeg var einn í þeirra tölu, sem reyndi að komast þessa leið og ná hæli í hinni ensku griðahöfn, þar sem syðsti berg- kastali Evrópustrandar hefir staðizt brimrót hins æðandi hafs svo þúsundum ára skiptir. Himininn var skýjum þakinn og skugga- legur og skap mitt eins, og ekki stoðaði það' hót, þótt förunautur minn tæki á allri mælsku sinni til að hughreysta mig. Hann var allt af að segja mjer sögur—, sambland af sann- leika og ósannindum, þar á meðal af ýmsu því, er á dagana hafði drifið fyrir honum, og kryddaði sögur sínar með smellnum máls- háttum og laglegri fyndni; en jeg gat ekkert tekið þátt í því, svo hann varð að hætta viú svo búið. Astand mitt var alvarlegra en svo að jeg gæti gert að gamni mínu; því hættur um- kringdu mig á allar hliðar. Jeg ljet masið í förunaut mínum eins og vind um eyrun þjóta og svaraði engu, en mjer fannst eins og ljett væri af mjer torfu þegar veðrið breyttist svo> að ekki var hægt að tala lengur saman. Allt í einu kom steypirigning, regluleg fjallademba, með margfalt meira vatnsmegni en tíðkast á Norðurlöndum. Við fórum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.