Ísafold - 23.08.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.08.1890, Blaðsíða 2
270 þvi, „með því að útflutningsgjald ber að greiða af öllu því lýsi, sem flutt er út i skipum, sem afgreidd eru frá einhverri höfn á landinu, og með því að engin laga- heimild er til að endurborga rjettilega greitt útflutningsgjald, hvað sem um vör- una verður eptir að skipið er afgreitt, sem hún er flutt út með“. Iiinsigliiig á Húnaflóa. Eptir brjefi frá formanninum á herskipinu Ingólfi,, kapt. Wandel, er hefir verið við mælingar fyrir norðan í sumar, má eiga von á að innsigling á Húnaflóa verði talin hættu- laus eptirleiðis, þegar búið er að gefa út uppdrátt af mælingunum. Kapt. Wandel hefir, eins og kunnugt er, mjög mikinn áhuga á mælingarstarfi sínu hjer við land, og mun vera vongóður um að geta haldið því áfram næsta sumar. Iírauð veitt. Landshöfð. hefir i8. þ. m. veitt Breiðabólstað á Skógarströnd síra Jósepi Kr. Hjörleifssyni í Otrardal, er einn hafði sótt um það brauð, sam- kvæmt meðmælingu sóknarmanna. Laus hrauð, nýlega auglýst. Hofteigur 20. þ. m., met. 823 kr. Otrardalur, s. d. met. 764 kr. (500 kr. lán hvílir á því brauði, síðan 1889, er endurborgist á 20 árum). Landsbankinn. Ein miljón og tuttugu kr. hjer um bil var veltufje bankans við lok síðasta ársfjórðungs, 30. júní, eptir reikningi hans í Stj.tíð. þ>ar af er seðla- lánið frá landssjóði 430,000, og spari- sjóðsinnlög rúm 480,000, en varasjóður bankans samtals nær 108,000 kr., að meðtöldum varasjóði sparisjóðsins, nál. 23,000 kr., og nál. 22,000 kr., sem eru á leiðinni til að verða eign varasjóðs bank- ans sjálfs (fyrir fram greiddir vextir þ. á.). Ekki átti bankinn í sjóði fyrirliggjandi f júnílok nema 114,000 kr. í byrjun ársfjórðungsins átti hann fyrirliggjandi arðlaust nær 180,000. Hafði hann lánað gegn víxlum á þessu tímabili meira en 40,000 kr. Önnur lán 36,000 kr. Af sparisjóðsinnlögum borgað út 58,000, en lagt inn 11,000 minna. Sparisjóftur nýr, á Vopnafirði, hefir fengið sparisjóðshlunnindi með lands- höfðingjabrjefi 26. júní þ. á., samkvæmt lögum 5. jan. 1874, fyrst um sinn um 5 ára tímabil. Jjingmeiilisku fyrir Dalasýslu ágirnist enn fremur Halldór Jónsson (Halldórsson- ar á Laugabóli), bóndi á Rauðamýri og búfræðingur, að skrifað er úr Dölunum. Hann er væntanlegur „f>jóðvilja“-maður. Hann er bróðursonur alþingfismanns Gunnars Halldórssonar. Areiðanlegt er, að þar býður sig fram kandídat í stjórnfræði Sigurður Briem í Reykjavík, sem nær kjörgengis-aldri 12 sept., enda á kosning að fara fram ein- hverntíma eptir miðjan mánuðinn. í 24. bl. „J>jóðvi1jans“ kvað vera sagt frá, að Halldór Briem, kennari á Möðru- völlum, bjóði sig fram til þings í Dala- sýslu, og sje að ferðast um sýsluna um það leyti (17. júlí). þ>ar með fylgir heil mikil, snjöll ferðalýsing. En ólánið er, að H. Briem býður sig ekki fram í Dala- sýslu, enda hefir hann verið stöðugt hjer 1 Reykjavfk frá því lok maímán. í vor. f>að lýtur svo út eins og „f>jóðviljanum“ hafi verið rfkt i minni önnur kjörveiðiför, um Eyjafjörð í vor, og orðið það á að lýsa henni þarna á röngum stað. í>iligmennsku fyrir Vestmannaeyjar eru helzt Hkur til að Indriði Einarsson revisor hljóti. Höfðu eyjarskeggjar hall- azt helzt að honum á fundi þar nýlega. J>ar verður kosið 22. septbr. Miltisbruni hefir gert voðalegt tjón nú á örstuttum tíma, fáeinum dögum, á einhverju hinu mesta nautgripabúi hjer nærlendis, prestsetrinu Arnarbæli í Ölvesi. J>ar munu hafa verið nær 20 nautgripir, en enginn skepna nú lifandi af þeim. Nær helming drapzt úr pestinni, en hitt var skorið, til þess það ónýttist ekki llka. Ekki hefir heyrzt getið um, hvort rakin verða upptök sóttarinnar. Mannalát. Jöhannes Jönsson trjesmið- ur andaðist hjer í bænum 14. þ. m. eptir langvinnan krankleik, sjötugur að aldri. Var gróðamaður lengi og ráðdeildarsam- ur, fastlyndur og tryggur. „Hinn 20. þ. m. andaðist sómamaðurinn Arni Vigfússon, bóndi á Heimaskaga á Akranesi, sextugur, úr bráðum krampa í kjálkunum og hálsinum, sem mun hafa orsakazt af því, að járngaddur hafði fyrir nokkrum dögum stungizt upp í iljina á honum“. Hinn 9. júrii síðastl. andaðist eptir 9 daga legu úr lungnabólgu merkiskonan Anna María Guðmundsódttir á Svínadal í Saur- bsejarsveit í Dalasýslu, kona óðalsbónda, fyrrum alþingismanns Indriða Gíslasonar. Anna sál. var fædd 8. apr. 1820 af góðu foreldri í Skagafirði; móðir hennar var systir síra Sigurð- ar Arnórssonar á Mælifelli. Anna gál. lifði í hjónabandi með manni sínum í 44 ár og eignað- ist með honum 12 börn; afþeim eru 4 á lífi. Hún var sannkallað valkvendi og merkiskona. Hún var dugleg og stjórnsöm búkona, er hafði sívak- andi áhuga á að standa sem bezt í köllun sinni og rækja sem bezt þær hinar mörgu og vanda- sömu skyldur, er á henni hvíldu sem húsmóður. Hún var skyldurækin eiginkona og ástúðleg móðir barna sinna og fósturbarna, guðhrædd og trú- rækin, hjartagóð og hjálpfús við bágstadda; sjer- staklega kom hjartagæzka hennar l'ram við hin mörgu munaðarlausu börn, er hún tók að sjer og reyndist sem bezta móðir. Minning þessarar heiðurskonu mun lengi verða geymd i þakklæti hjá mörgum í því byggðarlagi, sem hún dvaldi lengst æfi sinnar, en sjerstaklega hjá ástvinum hennar og hinum fátæku. er jafnan áttu aðgang að hennar veglynda hjarta. Hinn 30. aprí! síðastl. andaðist úr lungnabólgu á Saurhóli í Saurbæjarsveit bóndinn Kristján Al- bert Stefánsson 45 ára gamall. Faðir hans var Stefán snikkari Bjarnarson í Gautsdai, dótturson- ur Magnúsar sýslumanns Ketilssonar, en móðir hans var KriStjana Sigmundsdóttir, Magnússonar sýslumanns Ketilssonar. Kristján sál. var albróðir Margrjetar, konu Björns Jósef’ssonar frá Hnaus- um, nú í Vesturheimi. Kristján sál. var sjerstaklega duglegur maður, ráðdeildarsamur og hagsýnn búroaður; ástríkur eiginmaður og skyldurækinn faðir, gððviljaður og greiðvikinn og því vel þokkaður af öllum, er kynni höfðu af honum. Hann lifði í 13 ár í hjónabandi með konu sinni, Jarðþrúði Helgadótt- ur, sem nú harmar fráfall hans með 6 ungum munaðarlausum börnum. Ó. Til skýringar dómum vestanmanna um íslenzkt kirkjulif. (Niðurh). J>að skal nú hiklaust játað, að því er til min kemur, að jeg hafi langt um of lítið af kristilegum kærleika. En það verð jeg að segja þessum hörundsáru vinum mínum heima, að sá sem mestan hefir haft kærleika í kristilegum skilningi, sá sem einn hefir verið fullkomin ímynd hins guðlega kærleika á þessari jörð og sem þar af leiðandi einmitt hefir kennt mönn- um að þekkja kærleikann, hann tala ði harðari orðum um hinar öfugu stefnur í mannlegu fjelagi og sjerstaklega um hin kirkjulegu mein hjá sinni eigin þjóð. held ur en nokkur annar. J>að hefir enginn t mannkynssögunni komið með eins óvægi- lega „kritík“ á almenningi og leiðtogum hans eins og einmitt Jesús Kristur. Kritík. hans kom auðvitað einmitt afþví, aðkær- leikur hans var svo mikill. Öllum þorra þeirra manna, er urðu fyrir kritík hans. fannst hann náttúrlega vera ranglátur og kærleikslaus. Postular Jesú Krists komu með viðlika kritik og lærimeistari þeirra og kritík þeirra varð álíka óvinsæl og1 hans. Hún þótti líka ranglát og kærleiks- laus. Og sama hefir allt af orðið ofan á gegn um alla sögu kristilegrar kirkju, þegar á annað borð innan hennar ein- hverjir hafa orðið til að hreifa með nokk- urri alvöru við meinum hennar. Jeg fæ- ekki betur sjeð en að kærleikurinn til þess málefnis, sem oss ætti að vera dýr- mætara en allt annað, gjöri það að hei- lagri skyldu vorri, að opna augu sem flestra fyrir þessum meinum. |>að kann að vera eins konar kærleikur í því, að segja aldrei neitt, sem neinum er ógeð- fellt eða neinn styggir, og það kann að að vera eins konar kærleikur í því af leið- andi mönnum kirkjunnar á íslandi, að reið- ast oss fremur kirkjumönnunum íslenzku fyrir vestan haf út af kritík vorri á hinu kirkjulega ástandi þar, heldur en hneyksl- isprestunum og vantrúarpostulunum þar heima fyrir; en kristilegur kærleiki er það sannarlega ekki. Og því síður er það merki upp á kristilegan kærleika, að stökkva eins upp á nef sjer út af lítilræði (jeg meina ónákvæmninni í fundarræðu minni samkvæmt hinu prentaða ágripi) eins og sjera Einar Jónsson hefir gjört. Jeg vildi, að aðrir eins heiðvirðir og hörundsárir prestar á íslandi og sjera Einar færi nú að kynna sjer aðfinningar þær, sem vor eigin lúterska kirkja fær á yfirstandandi tíð t. a. m. á Norðurlöndum frá hjartanlegum vinum kirkju og kristin- dóms. Jeg vildi þeir fengist til að lesa, hvað aðrir eins menn og Christopher Bruun í Noregi hafa að segja um mein sinnar eigin þjóðkirkju. pví jeg er nærri því viss nm, að þeir hætti þá að ímynda sjer, að viðlíka aðfinningar og vorar hjeðanað vestan við kirkjulífsástandið á íslandi þurfi endilega að vera sprottnar af illum og kær- leikslausum hvötum. J>að er álit Bruuns, að sjergæðingsskapurinn hjá hinum betra hluta prestastjettarinnar norsku og and- leysið í prjedikunum „þynninganna“ meðal prestanna þar sje það, sem fremur öllu öðru hefir stutt að vexti og framgangi hinnar antí-kristilegu vantrúar í því landi. Og jeg hygg, að öllum óhlutdrægum mönnum hljóti að sýnast hann hafa rjett fyrir sjer. Sá, sem ofur-lítið er kunnugur því, sem sá maður hefir sagt um norsku kirkjuna, hann getur getið sjer til hvílíkum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.