Ísafold - 06.09.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.09.1890, Blaðsíða 1
K.emu,T ut 4 miovikudöjum °2 laugardögum. Verð árgangsint (l04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan julíraftnuö. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v fl áramót, ógild cema ko- til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. xvn 72 Reykjavik, laugardaQitin 6. sept. 1890 Hin nýju amtsráð. ,—o--- Amtsráðin, yfirÖðurinn í hinni þrístiguðu •sveitarstjórn vorri, eins og henni var fyrir komið með lögunum frá 1872, hafa satt að segja ekki hlotið þann veg og ríki í meðvit- und almennings, sem landsstjórnarlegum göf- ugleika þeirra hæfir. |>au eru veigalítill ný- græðingur, af útlendri rót. pað er alls ein hágöfug íslenzk stjórnarsamkunda, sem enn minna hefir borið á. fað er kennimanna- samkundan, synodus, enda er henni lítið sem ekkert vald í hendur fengið. Amtsráðin hafa þó nokkuð vald, einkum eptirlits- og hömlunarvald, og ekki svo örlítinn verka- hring, þótt þeim endist að jafnaði 2—3 dag- ar á ári til allra sinna starfa, svo fáliðuð sem þau eru þó. «Aumt er að lifa öfundlau8,» segir ínáltæk- ið, og svo aum hafa amtsráðin engau veginn verið. Emn hluti laudsins, Austfirðir, hafa sár-öfuudað hina landsfjórðungana af amts- ráðunum: af því, að þau hafa verið haldin í þeim einhversstaðar, á amtmannssetrmu, sje það í þeim fjórðungi, en annars þar sem amtmaður til tekur (í vesturamtinu), en því hefir fylgt sá óleikur, að hinn afskekkti landsfjórðungur, Austfirðir, hafa orðið út und an við fulltrúakosningar til amtsráðsins. Austfirðinga hefir því lengi langað til að fá amtsráð út af fyrir sig, þar heima hjá sjer. Frá þeim hefir stafað fjórðungsráðakvabbið mestallt, í sambandi við viðleitnina að fá amtmannaembættin afnumin. |>eirri þrábeiðni Austfirðinga veitti nú þing- ið í fyrra náðarsamlega áheyrn. Sagði meira að segja, að Norður-jpingeyingar mættu vera með og skilja við norðuramtið, ef þá langaði til. J>að gerði þingið alveg óbeðið, af tómri nákvæmni og móðurlegri hugulsemi; en Austur-Skaptfellingum, sem höfðu hálf- beðið um það að minnsta kosti og sumir sótt fast eptir því, — þeim synjaði það al- veg bænheyrslu. Er við búið, að fyrir það þyki nauðsynlegt að taka til óspilltra málanna aptur á næsta þingi og tylla dálítilli bót á hina nýju flík frá þinginu í fyrra, lögin um nýja skipun amtsráðanna, er konungsstað- festingu hlutu í sumar og ganga í gildi í haust; enda væri það ekki eins dæmi í sögu löggjafarþings vors. Um leið og þetta var látið eptir Austfirð- ingum, sætti þingið íæri og dubbaði gömlu amtsráðin upp, gerði þau hálfu fyrirferða- meiri en aður, í von um að vegur þeirra mundi vaxa að sama skapi. Amtsráðið í Suðuramtinu á að verða 7 manna þing ept- leiðis, í stað 3 manna nefndar áður; í Vest- uramtinu 8 manna þing, og í Norðuramtinu 5 manna, ef Norður-pingeyingar vilja held- ur halla sjer austur á bóginn, en annars 6, og þá verður 4. amtsráðið, hið austfirzka, ekki nema þríþætt, eins og gömlu amtsráðin. Amtsráðsmennirnir eiga sem sje að verða jafnmargir og sýslufjelögin eru, auk forset- ar meir, og verður ef til vill gjört: ef hin nýja skipun þeirra þykir vel gefast. Störf amtsráðanna er nú að lögum yfir- umsjón með athöfnum sýslunefnda og stað- festing á sumum gjörðum þeirra (lántökum o. fl.); stjórn opinberra stofnana og gjafafjár, er amtmenn höfðu einir á hendi; umsjón yfir aðalpóstvegum, þo með yfirumsjón landshöfð- anna, amtmanna sjálfra, —einn fulltrúi fyrir;ingja, og að gjöra ásamt vegfróðum manni hvert sýslufjelag, nema Vestmannaeyjar; þingmaður þeirra hjelt þá mundu komast sæmilega af amtráðsmannslausa, í verndar- skjóli væntanlegs amtráðsmanns Eangæinga, og því samsinntu aðrir þingmenn viðstöðu- lanst, hafandi vakandi fyrir sjer, að lands- sjóður verður að kosta handa þeirn lækni og sýslumann, þótt þeir sjeu ekki nema eins og £ eða i hluti af meðalríki slíkra embættis- manna annarsstaðar á landinu. |>að er raunar mikið eðlileg umbót á skip- un amtsráðanna, þetta að hafa þar sinn full- trúa fyrir hverja sýslu. |>á er kunnugleikiun fenginn í óllum hjeruðum umdæmisins og þá hafa þau öll sinn formælismann á því þingi. Með gamla laginu gatu ekki nema 2 sýslufje- lög af 6—7 átt reglulegan talsmann í amts- ráðinu, heimaldan talsmann, og gátu hin því búizt við að verða höfð út undan og hafa þótzt verða fyrir því stundum. Má gjöra ráð fyrir betri samvinnu milli sýslunefnda og amtsráða með hinu nýja fyrirkomulagi, þar sem verður persónulegt samband milli hvers amtsráðs og allra sýslunefndanna, er því lúta; því gjöra má ráð fyrir, að sýslunefnd- irnar kjósi einhvern úr sínum flokki til amts- ráðsfulltrúa að öllum jafnaði, þótt kjörgengi sje engan veginn þannig bundin í lögun- um. Kostnaðarauka hefir þessi stækkun amts- ráðanna í för með sjer nokkurn, með því líka fæðispeningar fulltrúanna voru hækkaðir dálítið, úr 2 kr. upp í 3 kr. um hvern dag, sem þeir vegna amtsraðsfundar verða að vera frá heimili sínu. Fæðispemngarnir eru þó helmingi lægri heldur en alþingismanna, og geta því síður en eigi miklir heitið. En ó- þarfi að kalla þann kostnað tilfinnanlegan fyrir almenning, amtsjafnaðarsjóðina, svo framarlega sem breytingin á skipun amts- ráðanna ber einhvern ávöxt til framfara og umbóta á þeirri grein stjórnarvaldsins. En vald og verkahringur amtsráðanna er satt að segja nokkuð rýr til þess, að hægt sje að gjöra sjer sjerstaklega miklar vonir í því efni. Lögin hafa sem sje ekki aukið störf þeirra minnstu vitund, um leið og þau juku tólu fulltrúanna. |>að má auðvitað gjöra það slð- tillögur til landshöfðingja um vegagjörð og vegabót á fjallvegum; að láta uppi álit sitt, til landshöfðingja um stofun búnaðarskóla, fyrirmyndarbúa og þess háttar, um hrepp- stjórareglugjörðir o. fl. Lög þau, er hjer um ræðir, eru nokkurs- konar nmögur sætt» milli þings og stjórnar í málinu um afnám amtmannaembættanna. |>au voru brædd saman upp úr frumvarpi um það meðal annnars á síðasta þingi, af báðum amtmönnum landsins og þriðja manni (J. Ó.) í nefnd. Auðvitað ekki nema bráðabirgðar- sætt. -fpingið heldur að sjálfsögðu áfram hve- nær sem betra færi gefst viðleitni sinni að fá afnumin þessi kostnaðarsömu embætti sem stjórninni hefir aldrei tekizt að leiða sannfærandi rök fyrir að ómissandi sjeu, auk þess sem þau ættu að vera hjer um bil sjálf- fallin úr sögunni þegar 3tjórnarbót sú fæst, sem nú er í smíðum. pjóðin hefir nógan kostuaðarauka af strjálbyggðinni samt, að því er embættismannahald snertir, þótt þau em- bætti gengi frá. Vegna strjálbyggðarinnar verður hún að halda helmingi fleiri sýslu- menn, helmingi fleiri lækna, helmingi fleiri presta en ella mundi. Af 20 ömtum í Nor- vegi eru ein tvö fámennari heldur en ísfend er allt; í mörgum þeirra er talsvert meira en 100,000 íbúar. Sjóðum, eignum og skyldum á landshöfð- ingi að skipta milli norðuramtsins og austur- amtsins, með ráði amtmannsins fyrir norðan og austan, og á hann yfir hófuð að g]öra ná- kvæmari ráðstafanir til þess, að lög þessi komi til framkvæmda svo fljótt sem verða má. Heyásetning. |>að er ánægjulegur vottur um vaxandi á- huga á efnahagslegum framförum landsins, hve ofarlega á dagskrá málið um heyásetn- ing og horfelli hefir verið hin síðustu árin. |>að hefir verið svo í orði, í umræðum um lands- ins gagnog nauðsynjar áþingi ogutan þings; en hvort svo hefir einnig verið á borði almennt, um það er minna kunnugt. |>ó munu nokkur samtök hafa átt sjer stað 1 þá átt í sumum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.