Ísafold - 08.11.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.11.1890, Blaðsíða 2
360 standa á Jpví kostar nú líka peninga, þó það sje ódýrast. Margir neyðast saœt til að kaupa þetta rúm á strandferðum skips- ins, því ekki er um annað að gjöra. Svo þegar ekki verður vært uppi á þilfarinu fyrir sjóroki eða rigning, þá fá menn allra- náðugast að fara niður í eitthvert af farm- rúmum skipsins og veltast þar innan um poka, tunnur og kassa, og er þar þá stundum allt á fleygiferð, ýmist af sjóróti eða þá manna völdurn, optast í þreifandi myrkri, þegar farmrúmið ekki má vera opið vegna óveðurs. J>etta eru nú hin óæðri rúm á »Thyru«, sem allur fjöldi fólks, er ferðast þarf, má sætra sig við og nota; önnur káeta, sem maður má gefa ærna peninga fyrir að drepi mann úr loptleysi, ef maður ekki getur bjargað sjer burt þaðan sjálfur; lestarrúm, sem maður gefur peninga fyrir og á svo á hættu að ekki komi einhver kassi eða tunnan og limlesti mann eða sálgi algjör- lega. Af þessari lýsing, sem jeg vona að sje rjett, geta allir sjeð, að það er síður en eigi fagnaðarefni, að hafa »Thyra» fyrir strand- ferðaskip, og jeg er viss um að allir sem með henni ferðuðust nú þessa síðustu ferð, vilja fegnir vera lausir við að þurfa þess optar; auk allra þeirra óþæginda, sem farþegar hafa sjálfir, þá þyki sumum hitt ekki betra, hvern- ig farið hefir verið rneð farangur þeirra. |>að hafa víst aldrei orðið aðrar eins skemmdir og önnur eius óskil á farangri manna eins og nú. Bæði voru vond veður og svo líka þröngt í skipinu. Fjekkst ekki að láta hann niður nema þá lítið, svo mikið af honurn rnátti flækjast á þilfarinu og líða þar súrt og sætt. þ>að verða því víst flestir, sem ferðuðust með skipi þessu nú síðast, sem óska, að Thyra ekki kumi optar hingað sem strandferðaskip. Bn okkur IslendÍDgum er allt boðlegt af hendi «hins sameinaða gufuskipafjelags». Vjer fáum að leggja stórfje út árlega til strand- ferðanna, og auk þess eru farbrjef með skip- unum alldýr, og þetta er það sem vjer fá- um í staðinn: illt og óhafandi rúm fyrir sjálfa okkur, líkast því að vjer værum skepnur eða þá blátt áfram eitt hvert flutningsdót, sem flækja má um farmrúm skipsins eptir kringumstæðum, en ill og óhafandi meðferð á öllum farangri, svo hann liggur undir skemmd- Um og töpun. Hvað á þetta svo lengi til að ganga? Reynslan og tíminn er fyllilega búin að sýna Og sanna, að annað eins skip eins og Thyra er óhafandi sem strandferðaskip; og þó skip- stjórinn væri allur af vilja gerður, þó getur hann aldrei látið það rúm í tje á skipinu, sem ekki er til. þ>að eru að eins þessar fáu sálir, sem á fyrtu káetu komast, sem hann getur látið fara almennilega um. Jeg hef opt ferðazt með «Thyra» og þef æfinlega vitað, að einhver af yfirmönnunum litaðist um 1 skipinu og aðgætti, hvernig færi um farþegja; en í þetta skpti varð jeg aldrei var við það. En hvað skal þá gjöra í þessu efni? Vjer get- um engu um þokað, öðru en því, að leita þings- ins og óska að það skerist í leikinn og heimti af því sameinaða gufuskipafjelagi fullkomn- ara og hentugra skip til strandferða við land- ið en Thyra er; og það getur alls enginn vafi á því leikið, að til þess sje það skylt, þar sem jafn mikið fje er lagt til strandferðanna. það getur alls ekki verið tilætlunin, að strand- ferðirnar sjeu eingöngu til fyrir vöruflutninga kaupmanna. Nei, alls ekki. þ>ær eiga ein- mitt að vera engu síður til að greiða flutn- ingum innanlands og efla og glæða sam- göngur í landinu og á þann hátt að bæta atvinnu manna; en eins og nú stendur, er þessum tilgangi ekki náð nema til hálfs, og verður víst ekki náð öðruvísi meðan menn þurfa allt að sækja á náðir «hins sameina gufuskipafjelags» 1 Kaupmannahöfn. Reykjavik 5. nóv. 1890. Farþegi. * * * Sje svo, sem «farþeginn» skýrir frá, að ekki sje rúm nema fyrir 20 manns í 2. káetu, þá ætti ekki að þurfa að bíða þings til að fá skipt um skip til strandferðanna. það eru skýr og skýlaus samningsrof, sem hljóta að varða fjelagíð stór- útlátum. Eptir síðasta samningi við fjelagið, undirskrifuðum af ráð- gjafanum fyrir ísland 2. nóv. í fyrra (prent. í Isaf. 24. des. 1889) á hið óæðra farþega- rúm að geta tekið um. 50 ferðamenn. Skakk- ar þetta um ineira en helming, og sýnir ó- trúlega bíræfni fjelagsstjórnarinnar: að búa skipið þannig af stað rjett fyrir nefinu á kaupunaut sínum, stjórninni, enda furðu- legt eptirlitsleysi af hennar hendi að láta skípið fara allar sfnar ferðir þannig úr garði gert, þvert ofan í samninginn. — Annars mun formaðurinn á «Thyra» eigi síður óánægð- ur með skipið heldur en þeir sem með því ferðast, einkanlega 2. káetu, og hafa allan vilja á að fá skipt um skip. En hvað sem því líður eða hvort það fæst eða ekki, þá er öll þörf á að alþingi næsta reyni að fá af- ljett ókjörum þeim, er fylgja viðskiptum vor- um við þetta ójafnaðarfulla stórgróðafjelag. Frá útlönLum. Engin merkistíðindi að finna í blaða- strjálingi, sem kom með Magnetic í dag,- 1 nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Englandi og Skotlandi hafði frelsismönnum veitt stórum betur, og þykir það góðs viti, um sigur Gladstones-sinna í næstu þingkosn- ingum, er vart munu dragast lengur en til vors, að haldið er. þeir O’Brien og Dillon og fleiri þingmenn írskir, er sleppt hafði verið úr varðhaldi gegn nær 40,000 kr. veði fyrir hvorn, komu vestur til New-York 2, þ. m. og var þar fagnað forkunnar-vel. |>eir ætla að flytja fyrirlestra í stórborgun- um í Bandaríkjunum um írska málið og efla hallærissamskot handa írum, vegna kartöflu-uppskortubrestsins þar,—nær 1 miljón manna á vonarvöl þess vegna. Leynilíð lög- reglustjórnarinnar ensku átti að gæta þess, að þeir Dillon færu eigi úr landi, en það mistókst. Veðið greiðir þjóðfrelsisfjelag Ira. Banatilræði var veitt ríkisforsetanum í Mexíkó, Diaz, með skotum, af hóp samsær- manna á einhverjum þjóðhátíðarmannfundi. Hann sakaði eigi. Meiri hluti borgarinnar Colon á Pan- amaeiði 1 Ameríku brann til kaldra kola. ítalir og Englendingar ráðgjöra leiðangur í samlögum gegn liði falsspámannsins í Sudan, til þess að friða lönd sín þar syðra, Égiptaland m. m. »f>j0ðvillu«-r0gskjalið- Um það, hvernig rógskjal þetta, gegn Isafold og f>jóðólfi, sem getið var um hjer í blaðinu fyrir skemmstu, er^ undir komið, segir svo í brjefi frá merkum manni á Isafirði: »A fundinum, þar sem skjalið var til búið, voru, að því er skilvís maður hefir i sagt mjer, í hæsta lagi 3 fram yfir þá 9, er undir því standa —og hann efar, að Jón Jóns- son snikkari(?) hafi þar verið;—til fundarins hafi alls ekki verið boðað, heldur hafi hann verið »impróvíseraður« á skrifstofu sýslunnar morguntíma, þá er sýslunefndarmenn komu að kveðja yfirvaldið eptir sýslufundinn; hafi þeir þá »konstitúerað« sig sem fund og kosið sig sjálfa í nefnd til að framkvæma fundarálykt- unina«!— I rógskjalinu stendur, að nýmsir helztu menn þessa hjeraðs hafi átt fund með sjer 4. þ. m. og orðið þar ásdttir um« o. s. frv. !! þess er áður getið, að enginn vottur hefir sjezt þess. að rógskjalið hafi haft önnur áhrif að því er Isafold snertir er einmitt gagnstæð því, er höfundarnir hafa til ætlazt. Almenn- ingur hefir þeim mun betra skyn á, hvað sæmi- legt er og ósæmilegt, drengskapur eða peysu- skapur, heldur en »f>jóðvillu«-kompaníið, þótt, höfðingjar sjeu — »helztu menn hjeraðsins» kalla þeir sig sjálfir. Að öðru leyti má marka undirtektirnar af brjefköflum úr ýmsum áttum, og nægir að setja hjer í þetta sinn þessi orð úr einu að norðan : »Auglýsingu eða áskorun f>jóðvilja-mann- anna gegn ísaf. og f>jóðólfi virða allir á einn veg hjer um slóðir, er jeg til veit : höfundun- um tíl einskærrar háðungar. Jeg er handvisa um, að væri hjer nokkuð haldið af blaði þeirra, þá mundi það sent þeim heim aptur jafnharð- an eptir þetta peysulega heimskuflan þeirra. En með því að mjer er ekki kunnugt um, að hjer í sýslu sje haldið nema 1 expl. af »f>jóð- viljanum«, og jeg hef hálfvegis heyrt, að þetta eina expl. fái hlutaðeigandi ókeypis, fyrir frændsemi sakir við einn höfuðpaurann í rit- stjórninni, þá er ekki svo hægt um vik að veita þeim þá viðurkenningu fyrir tiltækið, er bezt. á við : senda þeim allan ósómann þeirra heim aptur«. Freklegt helgidagsbrot það verður ekki ofsögum sagt, að »allt má bjóða Grindvíkingum«. I gær, sunnudng 2. n'ovbr. hjelt þórður Jónsson frá Ráðagerði á Seltjarnarnesi í Gullbringusýslu fjár- og hrossamarkað á Járn- gerðarstöðum í Grindavík, með stuðningi og fylgi sýslunefndarmannsins þar, Einars Jónssonar á Garðhúsum. f>rátt fyrir þvert bann sóknarprestsins. Markaður þessi var boðað að byrja skyldi kl. 10 f. m. 2. nóvbr., 22. sunnudag eptir Trinitatis, fyrir milligöngu Einars Jónssonar en þar sem prestur hafði skorað á söfnuð- inn að »láta eigi slíkt fjandans hneixli við- gangast#, er enga nauðsyn bæri til, dróst markaðshaldið. Rjett fyrir mcssu-upphaf kom sendisvóinn f>órðar að Stað, með skilaboð tif prests, um hans væntanlegt samþykki, sem ekki fjekkst [enda var ekki á valdi prests að veita neitt slíkt samþykki], og fór um hæl aptur með brjef frá presti til formanns markaðsins, og var utan á það skrifað : »Markaður bannaður í dag Stað 2, nóv. 1890. O. V. Gíslason«. f>rátt fyrir það fram fór smölun til mark- aðar og markaðurinn haldinn við Ijós kls

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.