Ísafold - 08.11.1890, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.11.1890, Blaðsíða 4
3 62 verð á innlendri vöru mjög svipað og hjá hin- um, en á kornvöru lítið eitt lægra. |>ar á móti var verð á öðrum útlendum varningi til mikilla muna lægri hjá honum, t. a. m. var sumt af álnar-varningi, sómu tegundar og hjá kaupm. hjer, með jafnvel 14—15 a. lægra verði hjá honum, og margt þessu líkt. Yíir höfuð fjell mönnum mjög vel að skipta við Thor, bæði sakir þess, að hann var jafn- greiður að lána peninga sem annað, er menn hafa alls eigi átt að venjast hjer, og hins, hve ljúfur og lipur hann var í öllu viðmóti, en misbrests á því hafa rnenn einnig átt að venjast hjer hjá kaupmönnum. Ann- ars gerði Thór fastlega ráð fyrir þvl, að senda skip með vörur að Búðum í haust, tii þess að lána mönnum í vetur, því í suraar gat hann eigi fullnægt nauðsynjum manna. Fjársala hefir verið hjer talsverð í haust, enda hafa hjer aldrei fyrri verið haldnir markaðir á lifandi fje. Fjárkaupendur voru: S. Richter, Sæm. Halldórsson og Sigurður E. Sæmundssen. Borguðu þeir fjeð á þessa leið: mylkar ær 9—12 kr., veturgamalt 12—14 kr., tvævetra sauði og geldar ær 14—16 kr. og gamla sauði 18 kr. eða þar um bil—ýmist í vörum eða peningum. Mjer er eigi full ljóst, hve margt þeir hafa keypt allir saman, en tveir fyrstnefndu hafa keypt um 2000 báðir. Verð á slátursfje er á þessa leið í Stykkis- hólmi og Ólafsvík: kjöt 14, 16,18 og 20 a. pund- ið, gærur 2—3 kr. og mör 35 a. Fiskiafli alls enginn sunnan undir Joklinum, sökum gæftaleysis. Að norðanverðu við hann eigi mjög ólíflegt, þegar gefur, helzt í Ólafsvík. Barnauppfrœðsla verður á líku stigi og í fyrra og þó heldur betri. Umferðarkennarar verða nú í sumum þeim sveitum, þar þeir voru eigi í fyrra. Jarðskjálptakippur ekki æði harður fannst hjer í morgun kl. Fleiri kippir fundust eigi. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda hjá Ara Jónssyni á Kirkjuvöllum á Skipaskaga, sem hefur fram- selt bú sitt til skiptameðferðar, að lýsa kröf- um sínum og sanna þœr fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða jrá síðustu (3.) bírtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Mýra og tíorgarfjaröarsýslu 23. okt. 1890 Sigurður |>órðarson. HEGNINöARHÚSXÐ kaupir tog fyrir hátt verð, ekki minna en 10 pd. í einu. þegar hann fann, að hann átti skammt eptir ólifað, Ijet hann kalla til sín hirðprest sinn og tók að ræða við hann um andleg efni. Hann stóð á því fastara en fótunum, að hann hlyti að komast í himnaríki, — sakir tignar sinnar og ættgöfgi. »Væri það rjettlátt«, mælti hann, »ef guð, sem hefir látið mig ráða yfir svo mörgum mönnum, gerði mig allt í einu jafnan þeim, og dæmdi mig eins hart og þá ?« En prestur vægði honum ekki, heldur sagði honum skorinort til syndanna fyrir ofsa hans hans, illlyndi og aðra lesti. Konungur bar það eigi af sjer, en taldi það eitt sjer til gildis, að hann hefði verið trúr konu sinni. Ágirndin gægðist þó út hjá honum öðru hvoru allt fram í andlátið. þeir, sem varð það þá, að hósta eða snýta sjer inni í her- bergi konungs, urðu að greiða einn dúkat í sekt. Hann bannaði og að gefa þeim að borða í höllinni, er vöktu yfir honum, en var fús á að skipta við þá matnum, einkum ef þeirra matur var betri. Eitt sinn borðaði hann fuglasteik hjá þeim með beztu lyst; en er matsveinninn færði honum sama mat Magaveiki. I mörg umliðin ár hefi jeg undirskrifaður þjáðzt af óþekkilegri og íllkynjaðri magaveiki, sem mjög illa hefir gengið að lækna. Fór jeg þá og fjekk mjer nokkrar flöskur af Kina-lífs-elixír herra Valdemars Petersens, hjá hr. kaupmanni J. V. Havsteen á Oddeyri og með stöðugri neyzlu þessa bitters eptir forskript sem fylgir hvern flösku er jeg mikið þrautaminm innvortis; vil jeg ráðleggja öðr- um, sem finna til ofanritaðrar veiki, að reyna þennan sama bitter. Hallfríðarstaðarkoti ö. aprii 1890. O. þorleifsson bóndi. Kína-lífs-elexírinn fæst ekta hjá: Hr. E. Felixssyni í Reykjavík. — Helga Jónssyni í Reykjavík. — Helga Helgasyni í Reykjavík. — Magnúsi Th. S. Blöndahl í Hafnarfirði. — J. V. Havsteen Oddeyri, pr. Akureyri, aðalútsölumanni á Norður- og Austurlandi, Paa de Handelspladser, hvor intet Udsalg findes, kan Forhandlere antages ved direkte Henvendelse til Fabrikanten, Valdemar Petcrsen, Frederikshavn, Hanmark. Til útróðrarmanna. Við verzlanir W. Fischers í Reykjavík og Keflavík geta útróðrarmenn fengið salt næstkomandi vetrarvertíð í Hafnarfirði, á Vatnsleysum, á Vatnsleysuströnd, í Vogum, í Keflavík, í Garðinum, á Miðnesi, í Höfnum og víðar. Til þess að ljetta undir fyrir mönnum með flutning, fást ávísanir fyrir nokkurn part af aflanum á Eyrarbakka, Vestmannaeyjum Borðeyri, Stykkishólmi, Brákarpolli, Straumfirði og víðar. Samkræmt ályktun aðalfundar í hmu sunnl. síldveiðafjelagi (er var) 4, þ. m. er hjermeð skorað á alla hlutaliafendur í pví fjelagi. að sækja það fje, sem þeir eiga ótekið hjá undirskrifuðum gjaldkera fjelagsins, fyrir 31. októbcr 1891; ella verður því skipt meðal hinna annara hluta- brjefseigenda. Reykjavík 5. nóvbr. 1890. L. E. Sveinbjörnsson. daginn eptir, sektaði hann matsveininn fyrir það óhóf. það var seinasta sektin, er hann tók af þegnum sínum. Fám stundum áður en hann andaðist kom Friðrik konungsefni inn til hans. Ljet kon- ungur þá kalla fyrir sig þrjá hina elztu og dyggustu þjóna sína. Hjeldu þeir, að kon- ungur ætlaði að gleðja sig eitthvað eða mæla með sjer við konungsefni. En þeim mun hafa brugðið í brún, er konungur bauð syni sínum í þess stað að láta hengja þá alla jafnskjótt og hann hefði gefið upp öndina. Ekki var ástríki konungs við son sinn á banasænginni meira en svo, að hann átaldi sjálfan sig fyrir að hann hafði ekki látið stytta honum aldur tíu árum áður. Rjett fyrir andlátið gerði konungur ná- kvæma fyrirskipun um hvað eina, er að út- förinni laut. Hann. sagði fyrir um, í hvaða éinkennisbúningi skyldi jarða sig, um sverðið og sporana er leggja skyldi á kistu sína, hvaða lög skyldi leika við jarðarförina, hve mörg skot og hve stór ætti að skjóta, hvar matast skyldi á eptir og hvaða vín skyldi drekka, o. s. frv. Samkvæmt ákvörðun sýslunefndarinnar á fundi hinn 29. f. m. verður miðviku- dagmn hinn 26. þ. m. almennur fundur haldinn í Good-Templarahúsinu í Hafnar- firði fyrir Rosmhvalanesshrapp, Njarð- víkurhrepp , Vatnsleysustrandarhrepp , Garðahrepp, Bessastaðahrepp, Seltjarnar- neshrepp og Reykjavíkurbæ. Á fundi þessum, sem byrjar kl. 12 á hádegi, verða borin upp til samþykkta 2 frumvörp, sem samþykkt hafa verið af sýslunefndinni: um brúkun ýsulóðar í sunnanverðum Faxaflóa, og um þorskanetalagnir. Skrifstofu Kjósar- og Grullbringusýslu 7. nóv. 1890. Franz Siemsen. Solveig Guðlaugsdóttir. Tjarnargötu 4, selur miðdegismat með mjög sanngjörnu verði. Skósmíðaverkstæði og leðurverzlun Björns Kristjánssonar'^gBg er í VESTURGÖTU n'r. 4. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. Forngripasafniö opið hvern mvd. og ldj ki, 1 2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12— 2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 3 Söfnunarsjóðui inn opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 5-6 Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. nóv. Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mæJirjmilliniet.) fm. | em. Veðurátt. ánóttu|um hád. fm em. Mvd. 5. -P 4 + 1 j 749-3 I 73i-l A hv d A hv d Fd. 6. -±- 1 O 1 734 1 1 734-t Sv h d O d Fsd. 7. iP 5 0 731-5 I 7•«-» Na h b A hv d Ld. 8. 3 7^3-9 | A h b Siðari part dags h 5. »ar hjer ákaflega hvasst á austan og mikil rigning en lygndi allt i einu kl. 6—7 um kveldið; næsta dag hægur útsynningur með jeljum; gekk svo til austurs hægur og bjartur en hvessti nokkuð um tíma siðari part dags með slettingsbyl, hægur síðan. I dag 8. hægur austanltaldi með morgn- inum rjett logn bjart veður. Ritstjóri Björn Jónsson, oand. phil. Prentsmiðja lsafnldar. Ekki eru líkindi til, að Priðrik annar hafi tregað mikið föður sinn. En hann kunni að dylja skap sitt, og talaði aldrei um föður sinn látinn öðru vísi en með hinrti mestu lotningu. Friðrik Yilhjálmur I. Prússakonungur var langafi Vilhjálms I. þýzkalandskeisara, er andaðist fyrir tveimur árum (1888) rúmlega níræður, afa Vilhjálms keisara annars, er nú ræður ríkjum. Faðir Vilhjálms keisara I. var Friðrik Vilhjálmur III. Prússakonungur 1797—1840, en hans faðir Friðrik Vilhjálmur II. Prússakonungur 1786—1797, sonur Augusts Vilhjálms, bróður Friðriks mikla. Vilhjálmur II. er því sjötti maður frá Frið- rik Vilhjálmi I. í beinan karllegg, og hafa forfeður hans allir verið konungar og keisar- ar, frá Friðriki I., nema August Vilhjálmur, sonur Friðriks Vilhjálms 1. Tvívegis hefir ríkiskórónan þeirra ættmanna eigi færzt frá föður til sonar, heldur tók við af Friðriki öðrum (1786) bróðursonur hans Friðrik Vil- hjálmur II., og af Friðrik Vilhjálmi IV. (+ 1861) bróðir hans Vilhjálmur I., afi Vil- hjálms II.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.