Ísafold - 15.11.1890, Blaðsíða 3
dag, því að það var fyrst um nóttina, að það fór
þaðan.
í „í>jóð.“ stendur : „En stað þess heldur skip-
stjóri alla leið vestur á Reykjarfjörð, og liggur
þar þann dag allan*. J>að mun satt, að hann lá
þar næsta dag, en þá var mjög ískyggilegt veður,
svo að talið var víst, að þá yrði eigi neinu skipað
upp á Skagaströnd. „Tyllidagur11 sá og „danz-
leikur“, sem „J>jóð.“ talar um, var innifalinn í
því, að skipstjóri veitti farþegum i káetu e:tt
staup af „kampa“-vini við miðdegishorðið, af
því að þá var fæðingardagur konu hans. J>að má
nærvi geta, hvort hann hati þurlt að liggja á
Reykjarfirði til þess.
Undir morgun næsta dag (14.) fór hann til
Skagastrandar og var þá brim og vont veður, svo
að að eins litlu einu af vörum varð komið í land
og fáeinum farþegum, við illan leik ; um nóttina
(aðfaranótt hins 15.) gat hann eigi legið þar,
heidur hjelt sig úti á flóa, og var þá rokhvasst
og brim, svo að hann um daginn eptir með herkj-
um komst inn á Reykjarfjörð. J>ar lá hann veð-
urteptur þann 16. J>ann 17. fór hann til Skaga-
strandar, og hefði honum eigi veitt af heilum degi
til þess að ná öllum vörum um horð, en af þvi að
hann kom þangað eigi fyrr en um miðjan dag,
gat hann eigi betur gert en hann gerði, þ. e. að
vera að taka á móti þeim fram á nótt.
Og hvers vegna var það nú, sem skipstjóri var
að streitast við að koma á Skagaströnd? J>að var
af því, að hann hafði þangað um 50 smálestir af
matvöru, og hann þóttist eigi geta varið það við
landsmenn og samvizku sína, að koma þeim eigi
þar á land, og stofna fyrir það almenningi þar um
sveitir ef til vill í voða af hjargarskorti.
íslenzklundað en sannsögult smámenni.
Prestvígður sunnudag 9. þ.m. að Hvammi
í Dölum prestaskólakand. Rjartan Helgason.
Prófastur skipaður af biskupi 4. þ.
m. í Norður-þingeyjar prófastsdæmi síra
Halldór Bjarnarson á Presthólnm.
Brauð laust. Stafafell í Lóni, met.
1172 kr., augl. 13. þ. m.
Skagaíirði 18. okt. Síðari hluti ágúst-
mán. var fremur óþurkasamur. Hiun 8. sept.
(mánudag) kom ofsaveður á sunnan; var þá
nálega £ mán. heyskap úti; fauk þá meira
og minna af heyinu um sýsluna, en enn ó-
hagstæðara var jafnvel það, að upp úr veðr-
Het/rnarlausi maöurinn.
berginu, og tók úr honum ofur-litla leður-
tösku. í henni var gömul og brotinn leirpípa,
tæplega spannarlöng. Hann ljet í hana
handa sjálfum sjer, en bauð mjer nýja pípu
tyrkneska. Svo kveyktum við 1 pípunum og
tókum okkur sæti, hann við hliðina á konvr
sinni, en jeg andspænis þeim.
»J>essi útlendingur hefir mælzt til að fá að
heyra æfisögu okkarn, sagði hann við konu
sína, »og þú verður að hjálpa mjer til með
hana, elskan mín«. Svo laut hann að henni
og kyssti hana, heitt og innilega, og tárin
hrundu ofan eptir kinnunum á þeim báðuin.
Meðan þau sögðu mjer söguna, hjelt hún
með báðum höndum utan um vinstri hend-
ina á honum, en með hægri hendinni gerði
hann ýmsar bendingar, og tók við og við út
úr sjer pípuna, sem liann notaði ýmist sem
sverð, byssu eða lagvopn.---------- —
Svo hóf hann sögu sína:
»það var árið 1808, er herörninn franski
beindi í fyrsta skipti flug sitt suður yfir Pýr-
eneafjöll. Glaðir og vongóðir fylgdum vjer
flugi hans, og grunaði oss sízt, að hinn læ-
inu kom rigning og snjór til fjalla. f>að, sem
eptir var heyskapartímans, var mjög óhag-
stætt og óþurkasamt, svo að hey náðust
ekki með góðri verkun og urðu minni en
ella hefði orðið.
Heyskapur ætla jeg að sje þó yfir höfuð
nálægt meðallagi.
Fjármarkaðir voru á 5 stöðum í sýsluuni,
23.—26. f. m. Mr. Coghil og kaupmenn af
Sauðárkróki keyptu fjeð, einkum kaupmenn,
sem seldu það aptur honum á Sauðárkróki.
Fyrir veturgamalt fje var gefið 12—15 kr.
og mun flest af því hafa selzt nál. 14 kr.
kindin; geldar ær 14—15.; mylkar ær 10 kr.,
tvævetrir og eldri sauðir 17—18 kr. alm., og
einstöku úrval 19.
Pöntunarfjelagið sendi fyrir eigin reikning
töluvert af sauðum, veturgömlum og eldri.
Gufuskip tók þar 26. og 27. f. m. á Sauðár-
krók. Litlu síðar tók þá annað gufuskp frá
Mr. Slimon fjárfarm. — Alls ætla menn að
nálægt 8000 fjár hafi verið selt í haust og
sent í pöntun úr Skagafjarðarsýslu. Mávera,
að jeg geti síðar grafið upp töluna nákvæm-
lega.
Fjártaka á Sauðárkrólr var í haust með
betra móti; kjötpundið 14—19 a.
Afli hefir verið fýr síðari .hluta sept. og í
þ. mán., mest vegna beituleysis.
Vörubirgðir nægar. það, sem af er þess-
um mánuði, refir verið rigningasamt.
ITT AF HVERJU OG HVÁÖAN/EFA.
M e stu auðmenn i Ameriku. Ný-
asta skýrsla um hina mestu auðmenn í
Vesturheimi er á þessa leið.
Fjórir eru til nefndir mestir auðkýfingar
þar í landi og heita John D. Rockefeller,
William Astor, Cornelius Vanderbilt og Jay
Gould.
Mestur þessara 4 er John D. Rockefeller.
Hann átti að telja fram eigur sínar nýlega,
en kvaðst með engu móti geta sagt neitt
með vissu um það, hvað margar miljónir
dollara hann ætti. |>að er gizkað á, að
auður hans muni nema 140 miljónum dollara,
sama sem 518 milj. króna.
Næstur honum er Astor. Hans eigur eru
taldar 125 milj. dollara eða 462 milj. kr.
Hans eigur eru mestallar hús og aðrar fast-
eignir í New-York.
Cornelius Vanderbilt á 110 milj. doliara
vísi dauði 3æti um oss í hverri dæld á þess-
um yndislega skaga. En hví skyldi jeg niðra
samlöndum Jósephu minnar ? þeir eru góð-
ir á meðan þeir eru látnir hlutlausir. En
eggjanir og undirróður munkanna hefir sams-
konar áhrif á þá, eins og brennivínið á Norð-
urlandabúa; já, herra minn, það eru þess-
ar eigingjörnu iandeýður, sem gera þá að
trylltum villidýrum ; þeim á Napóleon allt
sitt ólán að kenna. Hefði hann haft þessi
þrjrí hundruð þiisund hraustra hermanna,
sem þar voru hengdir, brenndir og myrtir
með eitri og alls konar svikum,—hefði hann
haft þá í Rússlandi ... en þetta kemur ekki
sögu minni við.
Jæja þá ; strætin í Madríd voru orðin laug-
uð blóði; arnarmerkið gnæfði við himinn ;
Spánn var í hórshöndum, en það var eptir
að leggja hann undir sig.
Sveit mín var á suðurgöngu. Vjer þekkt-
um enn hvorki þjóðina nje háttu hennar.
Vjer hjeldum að óeirðirnar í höfuðstaðnum
væru eins og annað ómerkilegt skríls-uppþot,
sem ekki gæti haft neinar verulegar afleið-
ingar. Glaðir í huga hjeldum vjer áfram.
eða 407 milj. kr., og Gould 90 milj. dollara
eða 333 milj. kr. Eigur þeirra Vanderbilts
og Goulds standa mest í járnbrautum ; þeir
eru kallaðir »járnbrautakóngar«.
Efanlegt segja menn, hvort auður þessi
sje allur vel fenginn. En til að jafna það
hafa þeir sumir það ráð, t. d. Rockefeller,
að þeir gefa heila eða hálfa miljón stöku
sÍDnum til einhverrar nytsamrar stofnunar,
prestaskóla eða annara guðsþakka.
Vistaforði heimsins. I »British
Association«, hinu mikla vísindafjelagi Eng-
lendinga, flutti maður fyrirlestur á fundi fje-
lagsins í Lundúnum í sumar með þessari
fyrirsögn : »Hvenær verður mannkynið uppi-
skroppa að vistum?«. Hann sagði, að nú
mundu vera á jörðinni alls 1469 miljónir
manna. En óhætt hjelt hann mannkyninu
að aukast og margfaldast þangað til það væri
orðið 5994 miljónir, án þess að þurfa að
kvíða vistaskorti. En þá er eptir að vita,
hvenær maunkynið muni verða orðið svo
margt. Hann hefir líka reiknað það út og
talizt til, að til þess þurfi ekki nema 182 ár.
Arið 2073 má því búast við vistaþrotum fyr-
ir talsverðan hluta mannkynsins, er verður
þá hungurmorða. Bótin er sú, að hugsanlegt
er, að speking þessum hafi einhversstaðar
förlazt reikningurinn, um nokkrar miljónir
manna eða nokkur hundruð ára. Slíks eru
dæmi um þess kyns stór-spekinga.
Kamfórublanda skrifar læknir einn
Isafold að sjer hafi reynzt einkar-vel í haust við
skaðræðis-úo'sía þeim í börnum, er gengið
hefir um langan tíma hjer sunnanlands og
víðar, og lagt mikinn fjölda barna í gröfina.
Kamfórublanda þessi er þannig tilbúin, að
kamfóruspiritus er blandað saman við vatn,
»þar til ekki sjest annað en vatnsliturinn«.
Af blör.du þessari er börnum gefnar inn 5—12
teskeiðar á dægri. Læknisráð þetta er ódýrt
og fyrirhafnarlítið. Mein getur það fráleitt
gjört, hvert sem brúkuð eru önnur meðul eða
ekki, og er því vel reynandi.
»Góðan dagínn, fjelagi !« sögðum vjer við hvern
almúgamann, er varð á vegi fyrir oss, og
kvennfólkið kölluðum vjer gæzkurnar vorar
o. s. frv. En gamanyrðum vorum var eigi
svarað. f>vert á móti var oss hvervetna sýnt
fálæti mikið, og vjer urðum þess þegar vísir,
að vjer vorum eigi kærkomnir gestir.
Jeg var þá undirforingi við 24. herdeild —
og það var laglegasta deildin í öllum hern-
um, herra minn; — nokkur hluti hennar
lagðist um kyrrt í Tólósa ; jeg og tveir liðs-
menn aðrir settumst að á búgarði einum spöl-
korn frá bænum. Bóndinn var maður á bezta
aldri,fríður sýnum.hár vexti og hermannlegur.en
fjarskalega dulur og þóttafullur, eins og allir
landar hans. Annað illt vil jeg ekki segja
um hann, því hann var faðir hennar Jósephu
minnar«.
»Hið eina, sem mjer líkaði illa við hann,
var hin mikla föðurlandsást hans, sem lýsti
sjer einna helzt í áköfu hatri til þjóðar minn-
ar, og—um fram allt—til hins volduga keis-
ara: Napóleons. Auðvitað sagði hann okkur
ekkert þess háttar með orðum, en augnaráð
hans og svipur tjáði okkur þeim mun meira.