Ísafold - 22.11.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.11.1890, Blaðsíða 2
Iðnaður. Varla er ofsögum sagt af því, hversu mjög vjer erum bundnir hinni útlendu verzlun með alla skapaða hluti. Iðnaðarmenn vorir kvarta opt mjög um atvinnuleysi í þeirri grein. En það er svo um iðnaðarmenn og aðra, að þeim stoðar ekki að bfða þess, að steikt gæs fljúgi upp í munninn á þeim. |>að dugir ekki að bíða eptir því vikum saman, að boðin verði vinna í þeirri grein, sem maður helzt vildi kjósa. Maður verður að vera fljótur til ráða, þá at- vinnan ætlar að bregðast, og byrja á ein- hverju,— einhverju nýju. það ersvomýmargt sem vjer íslendingar kaupum að frá öðrum löndum, en ættum hægt með að framleiða eða búa til sjálfir og selja hjer innan-lands, og það með töluverðum ábata. Jeg fyrirverð mig fyrir það, hve skammt vjer erum áleið- is komnir í slíkum efnum. þ>ótt vjer gjörum eigi nema tökum til eina; iðnaðargrein, «trjesmíði», þá er það meira en ; lítið eitt að krónu tali sem flutt er til lands- ins ár hvert af smíðuðum hlutum úr trje og þó er hjer krökt af trje3miðum. þ>eirri grein er líka þannig varið, að svo 'er sem fleiri sjeu af náttúrunni hagir á trje en annað. Helztu aðfluttu smíðisgripir af trje eru kommóður, einfaldar kistur, skápar, borð og fleira; en alla þessa smíðisgripi gætum vjer fengið hjer eins ódýra og eins vandaða. það er áreiðanlegt. þ>að sem mjer virðist vera mikil örsök þess frá hendi trjesmiðanna sjálfra að þeir selja lítið af þeim hlutum, er af atvinnu nafni þeirra má marka að þeir geti búið til, er blátt áfram — að hafa þeir eigi hlutina til búna þegar í stað. Iðnaðarmaðurinn á að vera eða þarf að vera svo út búinn, að hann geti sagt, undir eins og einhver kemur til hans og spyr hann hvort hann hafi til kommóðu, þá verður hann að geta sagt já, því ekki er víst að spyrjandi geti beðið eptir að hann búi ílátið til. það er nú reyndar einn af trjesmiðum bæjarins, sem byrjað hefur á þvi að hafa til- húna smíðisgripi á boðstólum, en það er í næsta fáum myndum. f>að er að eins hirzla utan um dauða menn, með öðrum orðum: líkkistur, og hefi jeg heyrt, að ílát þessi hafi selzt mikið vel; en hinir lifandi þurfa á hirzl- um að halda líka. f>að stoðar lítið að vera að barma sér og fjargviðrast yfir atvinnuleysi, þegar það er sjálfum manni að kenna. Jeg er sem sje viss um, að smiðir geta fljótt fengið kaup- endur að sinni vöru. f>eir verða bara að reyna að venja fólk á að koma til sín í stað þess að hlaupa í búðirnar. m. Tekjuskattur í Reykjavík 1890 í landssjóð hefir verið nýlega á lagður af skattanefnd Eeykjavíkur, og er samkvæmt lögunum miðaður við tekjurnar í fyrra, 1889. Skulu hjer taldir þeir, er eptir áætlun skatta- nefndarinnar eða framtali sjálfra þeirra hafa haft ekki minna en 2000 kr. í skatt-tekjur alls, eða þá ekki minna en 500 kr. að eins eða að meiri hluta í eignarskattstekjur (auðkenndir með *). Eru í fyrsta töludálki tekjurnar ó- skertar, f öðrum skatt-tekjurnar (þ. e. að frá- dregnum kostnaði til að reka atvinnu, eða umboðslaunum af eign m. m.), en í þriðja skatturinn sjálfur. Ars- Skatt- Skatt- tekjur, tekjur, ur, lír. kr. kr. Andersen H. skraddari 4,000 2,000 10 Andreas Jespers. gestgj. 3,500 2,000 10 A. Thorsteinss. landfóg. 7,782 6,725 132£ Benid. Kristjánss. próf.* 2,650 1,700 22 Björn Jensson adjunkt 2,100 2,100 11* Björn Jónsson ritstjóri ! 15,500 4,000 45 Björn Kristjánss. gjaldk. 8,000 3,000 25 Björn M. Olsen adjunkt 2,800 2,800 22 Brydes verzluu | 26,000 00 o o o 175 Bernhöfts bakaraiðn . 9,000 4,000 45 Christensen, W. kaupm. 2,000 2,000 10 Egg. Ó. Briem f. sýslum. 2,570 2,550 18* E. Th. Jónassen amtm. 7,822 6,375 113* Eir. Briem prestaskólak. 3,042 3,000 25 Endresen bakari . 4,000 2,500 17* Eyþór Felixsson kaupm. 12,000 5,500 85 Fischers verzlun . 26,000 8,000 175 Frederiksen, A. bakari 5,000 2,500 17* j Geir Zoéga & Co. kaupm. : 24,250 5,250 110 i Geir T. Zoéga adjunkt. 2,100 2,100 11* | Guðbr. Finnbogas. kons. 2,900 2,900 26 í Guðl. Guðm.s. yfirrj.m. 2,000 2,000 10 Guðm.Thorgrims. kaupm 2,876 2,800 24* Halberg, Joh. gestgj. 4,000 2,500 17* Halld. Daníelss. bæjarfg. 5,725 3,500 35 Halld. Friðrikss. yfirk. 3,500 3,500 35 Hallgr. Sveinss. biskup 6,566 5,950 98* Hansen, Joh., verzl.stj. 2,500 2,500 17* Hansen, Ludv. verzl.stj. 2,200 2,200 13 Helgi Hálfdánars. lector 4,912 4,900 69 Herd. Benidikts.ekkjuf.* 1,400 1,400 56 Indriði Einarsson revisor 3,100 2,500 17* Jónas Jónassen dr. med. 4,842 4,500 63* Jón Jensson yfirdómari 4,000 4,000 45 Jón Pjetursson yfirdóm. 7,566 7,250 148* Jón f>orkelsson rektor. 4,712 4,700 64 Knudtzons verzlun . 22,000 5,500 85 Kr. Bjarnad. ekk.mad.* 622 575 23 Kristján Jónss. yfirdóm. 4,000 4,000 45 L.E.Sveinbjörns.háyfird. 7,642 7,600 159 Magn. Stephensen.lansh. 14,900 8,500 195 Oddný Smith ekkjufrú* 1,200 1,000 40 Ol. Amundas. verzl.stj. 2,250 2,250 15 0. Finsen póstmeiscari 5,000 4,000 45 Ól. Rósenkranz kennari 2,200 2,200 13 Páll Melsteð sögukenn. 2,406 2,375 17* P. Fr. Eggerz f. kaupm.* 800 800 32 Pjetur Pjeturs. biskup 8,065 7,600 163* Schierbeck landlæknir 5,000 5,000 70 Sigfús Eymundss. bóks. 10,075 4,575 60* Sighv. Bjarnas. bókari 2,000 2,000 10 Sig. Kristjánss. bóksali 2,200 2,000 10 Sig. Melsteð f. lector 3,860 3,825 51 St. Thorarens. emeritpr* 2,777 625 32* Stgr. Johnsen kaupm. 8,000 3,000 25 Stgr. Thorsteinsson adj. 2,700 2,700 28 Sturla Jónsson kaupm. 7,000 3,500 35 Thoms.,H.Th.A. kaupm. 25,030 7,600 159 Thomsen, N. H. kaupm. 5,000 3,000 25 Tóm.Hallgrímss.læknak. 3,000 3,000 25 W. O. Breiðfjörð kaupm. 7,500 3,500 35 Zimsen, N. konsúll . 11,000 4,500 57* f>órh. Bjarnars. pr.sk.k. 4,250 4,150 49* f>orl. O. Johnson kaupm. 9,000 4,000 45 i f>orleifur Jónsson ritstj. 6,000 2,400 16 þorvaldur Thórodds. adj. 2,600 2,600 19 Landsbankinn. A tímabilinu frá 1. júlí til 30. sept. þ. á. hefir landsbankinn sam- kvæmt ný-auglýstum reikningi hans lánað út rúml. 97,000 kr. |>ar af eru víxillán (keyptir víxlar) miklu meiri en áður hefir gjörzt, nær 42,000 kr.; þar næst sjálfskuldarábyrgðarlán 22,500 kr.; og fasteignarveðslán 22,000 kr. Borgazt hefir af lánum á sama tímabili nál. 67,000 kr., þar af víxillán rúm 34,000. I vexti hafa greiðzt rúm 11,000 kr. I sparisjóðsdeild bankans voru lagðar inn 74,568 kr., og teknar út aptur 72,986 kr. I sjóði átti bankinn fyrirliggjandi í reiknings- lok 93,709 kr. Eignar- og veltufje bankans er nú orðið- nokkuð áaðra miljon kr.: 1,031,433 kr. f>ar af er seðlafúlgan 430,000 kr., sparisjóðsinnlög 484,700 kr., og varasjóónr nál. 117,000 kr. Af varasjóðnum heyra 22,871 kr. til spari- sjóði Reykjavíkur; 62,330 kr. voru komnar inn í varasjóð bankans sjálfs í fyrra árslok; en 31,493 eru «ýmsar tekjur, sem enn eru eigi lagðar við varasjóð», en eru á leiðinni þang- að sem sje, — fyrir fram greiddir vextir o. s. frv. Fólkstala í Reykjavík. Annaðhvort rjett 3700 eða mjög nálægt því er fótkstalan nú í Reykjavík, eptir manntalinu 1. nóvbr. Hefir þá íbúum höfuðstaðarins fjölgað nær um þriðjung á hinum síðustu 10 árum; voru 2567 árið 1880. Tíu árum þar á undan voru þeir 2024, og enn tíu árum áður (1860) 1444, en 890 árið 1840, og 307 árið 1801. Mannalát. Sunnudaginn 16. þ. m. and- aðist merkisbóndinn Olafur f>orvaldsson f Hafnarfirði, nær 79 ára, lengi hreppstjóri í Alptaneshreppi. Hinn 6. þ. ra. andaðist að Meðalfelli f: Kjós merkisbóndinn Brynjólfur Emarsson, fyrrum hreppstjóri og hreppsnefndarmaður, hálfsjötugur að aldri, sonur Einars prests Pálssonar á Aíeðalfelli og Ragnheiðar Magn- úsdóttur lögmanns Olafssonar, systur Finns prófessors Magnússonar. Magnús lögmaður var bróðir Eggerts Ólafssonar, en kona Magn- úsar Ragnheiður Finnsdóttir biskups. I nótt andaðist hjer í bænum frú Kristjana Jónassen, ekkja Jónasar Jónassen fyrrum. verzlunarstjóra f Reykjavík (Glasgow), al- systir G. kaupm. Zoéga og þeirra systkina,. 62 ára að aldri. Hún átti engin börn sjálf, en ól upp mörg tökubörn, við lítil efni hin síðari árin; því dugnaður mikill og hjálpfýsi fór saman. f>ilskipa-útgerð. Eptir Edílon Orímsson, skipstjóra. 1. Af öllu þvi marga og mikla, sem ritað og rætt er um framfarir og dugnað í búnaði bæði til lands og sjávar nú á dögum, er furða, hvað mjög er gengið fram hjá, að. minnast á þilskipaútgerð. f>að ber varla til, að um það mál sjáist nokkuð ritað nú um stundir. f>ótt smáskýrslur sjáist við og vig í blöðum um aflann í þeirri og þeirri ferð í sumum plássum, þá verður lítið á þeim byggt um það, hvort þilskipaútgerðin svari kostnaði eða hv^ tilvinnandi sje að eiga og gera út þilskip. f>að er eins og þilskipaút- gerð sje og eigi að vera einhver hjáverka- vinna, sem gott sje að grípa til, þegar ann- að þrýtur, og það er llka víst, að almennur áhugi er enn ekki vaknaður fyrir þilskipaút- vegi, ekki einu sinni hjá mönnum, sem þurfa þó að lifa eingöngu á sjávarútveg. En það er nú víst margt, sem til þess

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.