Ísafold


Ísafold - 10.12.1890, Qupperneq 1

Ísafold - 10.12.1890, Qupperneq 1
Kemur út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti tí. XVII 99. ! Reykjavík, miðvikudaginn 10. des. 1890 í>ilskipa-útgerð. Bptir Edílon Grímsson, skipstjóra. III. (Síðasti kafli). En svo kemur þetta stóra atriði: aðferðin, ■ieiðín til að fjölga þilskipum. Peningana vantar. Úr þessu er mestur vandinn að ráða. jþví það er satt, að fæstir iitvegsmenn eru svo efnum búnir, að þeir geti snarað út lieilu skipsverði, 8—10 þúsund kr. En væri alvarlegur áliugi á að eignast þilskip, ættu menn að geta lagt saman um það, 3—4 um eitt skip, og margir þrír og margir fjórir bændur eða útvegsmenn við Eaxaflóa eru svo efnaðir, að þeir geta eignast þilskip, ef þeir vildu kapp á leggja. En menn vilja ekki hætta peningum sínum, af því skipin ekki 'fást vátryggð. Vel má vera, að hinn greiðasti vegur til að fjölga þilskipunum væri að stofna hlutafje- lög til þess, ef dugandi menn fengjust til að gangast fyrir því. En af því víðtækur fjelagsskapur í sam- eign er Islendingum allt af fremur ólaginn, þá er jeg hræddur um, að hlutafjelög í þessa átt yrðu ekki til frambúðar, þó það kæmist á. það vill svo opt bregða fyrir einhverri tortryggni í fjelagsskap hjá okkur, sem dreg- ur úr framkvæmdunum, svo fyrirtækin þríf- ast ekki, heldur lognast út af. Bezt held jeg færi, að 2—4 menn væru í fjelagi um skip, og í þannig löguðum fjelagsskap tel jeg víst að margir, má ske embættismenn, iðn- aðarmenn og kaupmenn, vildu fremur vera, «n þó það væri beinlínÍ3 hlutafjelag. Og jeg verð að segja, að kaupmönnum ætti að vera það innan handar og enda áhugamál; það Væri þeim beinn vegur til að auka vörumagn sitt. Jeg veit til að bæði á vestur- og norður- landi eiga kaupmenn og verzlunarstjórar þil- skip í sameiningu með bændum eða öðrum útgjörðarmönnum, og lánast vel. Hvers vegna ■ætti það ekki að geta lánast eins á suður- landi ? f>að er óefað, að ekkert gæti eins mikið greitt fyrir þilskipaútgerðinni eins og það, að skipin fengjust vátryggð. því það er sjálf- sagt, sem mest dregur úr mönnum til þil- skipakaupa, að fleygja svo miklu fje á hættu eins og heil skipsverð eru. Eins og nú stend- ur fást ekki skip vátryggð hjer á landi, nema hvað Norðlendingar hafa sjerstakan ábyrgð- arsjóð fyrir skip sín, en það er innan vissra takmarka, svo aðrir en menn á því svæði geta ekki fengið skip tryggð þar. þessi sjóður hefir staðizt mikið vel og þó borgað marga skipskaða, og mjer er óhætt að full- yrða, að hefði hann ekki verið til, hefði þil- skipaútgerð bæði Eyfirðinga og Siglfirðinga, verið að mestu liðin undir lok, en í stað þess hefir þilskipum þar allt af heldur fjölg- að síðan ábyrgðarsjóðurinn var stofnaður og það þrátt fyrir þá mörgu skipskaða, sem þar hafa orðið. A suður- og vesturlandi hefir því verið hreift nú á seinni tíð, að koma á skaðabóta- sjóð fyrir þilskip með líku fyrirkomulagi og hjá Norðlendingum er. En það hefir varla þótt tiltækilegt sökum þess, hvað skipin væru fá, svo sjóðurinn gæti ekki borið sig nema þá með svo háu ábyrgðargjaldi, að það yrði of tilfinnanlegt. A suðurlandi komst þetta þó svo langt, að lög voru samin í þessa átt; lengra þótti þó ekki ráðlegt að halda í það skipti. þrátt fyrir þá erfiðleika, sem hafa verið á að eignast þilskip og jeg hjer að fram- an hefi tekið fram, hefir þó allt af fjölgað þilskipum á landinu nú á seinni árum. Árið 1867 voru þilskip á landinu talin að vera 74; nú munu þau þó orðin nær 100, eða sem svarar að þeim hafi fjölgað um eítt á ári eða vel það, þegar tillit er tekið til skipskaða, sem orðið hafa. En, eins og jeg hefi tekið fram, eru það mest kaupmenn, sem aukið hafa þil- skipaeignina, því þeir hafa bezt ráð til þess og þeim þykir þetta borga sig líka. Af þessu má ráða, að það er ekki af því, að skipin ekki borgi sig, að þeim fjölgar svo hægt, heldur er aðalorsökin, eins og jeg hef tekið fram, að þau ekki fást vátryggð. Og þetta er einmitt það, sem landssjóður ætti að fara að leggja til málanna, að taka ábyrgð- ina af allri þilskipaeign í landinu á sig gegn sem vægustu ábyrgðargjaldi af skipunum. þingið hlýtur að finna skyldu sína, að hlynna að sjávarútvegnum ekki síður en landbúnað- inum. þetta hefir það líka gjört, bæði 1887 með lánveiting til þilskipakaupa, þó að því hafi orðið minni not en hefði getað orðið, ef skipin hefðu verið vátryggð, svo þau hefðu verið veðbær, og nú síðast með sjómanna- skólann, að koma honum á fót. það er áreiðanlegt, að vildi landssjóður taka að sjer ábyrgð á þilskipaeignum, mundi þeim fljótt fjölga að góðum mun, og þá um leið framför og dugnaður í sjómennsku taka þeim bótum, að Islendingar gætu talizt með öðrum þjóðum til sjóferða. Með vaxandi þil- skipaútgerð væri líka það unnið, að í þjett- byggðum sjóplássum mundi opnu bátunum heldur fækka, svo vissari og meiri afli yrði á þá, því það er orðin umkvörtun um að þeir sjeu orðnir allt of margir í sumum ver- stöðum, svo afli á þá verði fyrir það minni og misjafnari. Og þetta væri sá óbeinlínis hagur, sem leiddi af vaxandi þilskipaútgerð. Svo virðist sem það væri mjög hættulítið, að taka á sig þessa ábyrgð gegn vægu á- byrgðargjaldi, þegar tillit er tekið til þess, hvað skipskaðarnir eru tíðir. A norðurlandi hefir ábyrgðarsjóður getað staðizt, og hafa þó skipskaðar orðið þar tíðari en annarstaðar á landinu, eða sem svarar tæplega 1 skipi á ári, sem farizt hafa. En aðgætandi er, að ábyrgðargjald er þar allhátt, og mun þykja allt of hátt á skipum sem eingöngu stunda þorskveiðar. því ætíð er þeim mikið minni hætta búin en hákarlaskipum, og mætti því ábyrgðargjald af þorskveiðaskipum vera tals- vert lægra, og einkum á suður- og vestur- landi væri ástæða til þess, því þar eru skip- skaðarnir mikið færri. þeir eru víst sem næst því á síðustu 20 árum, að eitt skip hafi farizt á hverjum tveim árum á svæðinu frá Reykjanesi að sunnan til Hornbjargs að vest- an, og þau víst flest á hákarlaveiðiferðum. Jeg vil taka til dæmis svæðið frá Reykja- nesi til Hornbjargs. A þessum parti lands- ins munu nú vera nær 60 þilskip stærri og smærri. Gjörum nú, að ðO af þeim væru á- byrgðartæk og metin til jafnaðar 6000 kr, hvert, ábyrgðargjald að meðaltali lj'ý, sem yrði á ári 3750 kr. eða vel hálft, skipsverði Jeg set þetta dæmi til að sýna að landssjóð- ætti ekki að vera stór hætta búin. Eðlilegt væri líka, að hafa dálítinn inngangseyri fyrsta árið, svo tekjurnar yrðu hærri. Auðvitað væri nokkur kostnaður fyrsta árið að flokka og meta skipin, og þyrfti valda og áreið- anlega matsmenn í hverjum landsfjórðungi. En það getur má ske komið til ólita, hvort skipseigendur ættu ekki að borga þann kostn- að, og jeg álít það fullt eins hagfelt og eðli- legt, að landssjóður bæri ekki þau útgjöld. þá gæti hann betur staðizt við að hafa á- byrgðargjaldið lægra. og það er það sem mest er í varið, að það gæti orðið sem aðgengi- legast. Flokkaskipun og matsgjörð ættu ekki að þurfa að fram fara nema 3. eða 4. hvert ár, nema ef sjerstaklega stæði á, en þá ættu skipaeigendur að vera sjálfsagðir að borga. Jeg ætla þá ekki að fara fleirum orðum um þetta mál að sinni, en fela það mjer betri mönnum til íhugunar og óska að fleiri vildu taka til máls. Jeg álít þetta eitt af okkar framfaramálum, eins nú sem fyrri, og að það gæti orðið landi og lýð til hag- sælda, ef því þokaði áfram. Bið jeg menn virða á hægra veg, að sumt í áætlunum mínum er tekið nokkuð úr lausu lopti; því eg hef svo sem engar skýrslur haft við að styðjast. Um sveitalíf á íslandi. Fyrirlestur um það éfni flutti maður í Good-Templarahúsinu hjer í bænum 6. þ. m., Bjarni Jonsson, austfirzkur, skólagenginn á Möðruvöllum og skáldmæltur,allvel.—jKostina taldi hann fyrst, á heimilislífinu til sveita, eins og þeir koma fram þar sem bezt gerist: starfsemi, reglusemi, þrifnaður, samlyndi gestrisni. Á starfsemisheimilum vinna allir, húsbændur og hjú, ungir og gamlir; verkefni jafnan nóg, sumar og vetur; á vetrum smiðað og búið til mikið og margt, sem á óstands- heimilum er keypt úr búð; bóndi býr þá opt skuldlaus; vinnan ekkert þrælastrit, heldur unnið skynsamlega, hvildartími nægur og tómstundir til saklausra og nauðsynlegra skemmtana: sögulesturs, skauta-og skíðaferða, kapphlaupa, glímna o. fl. Reglusemin lýsir sjer í ákveðnum vinnutíma, hagfeldri verka- skiptingu og góðum forsögnum á öllu utan- bæjar og innan. Af samlyndinu leiðir fjör og góðan fjelagsskap í vinnubrögðum; fæst með því að gjöra börnin samrýnd þegar á unga aldri. þá er sjálfstæðið: að meta það skerð-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.