Ísafold - 24.12.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.12.1890, Blaðsíða 2
410 slaka til fyrir nokkru embættisvaldi,—hálfu meiri samt, ef landi þeirra á í hlut en ella. »|>að mun því eigi vera að rauna- lausu, er stjórnin hingað til hefir haft þá reglu, að skipa stiptamtmannsembættið á ís- landi þar til hæfum dönskum embættis- manni«. Hann getur þess, sem kunnugt er, að fyrir- rennari hans, Lorenz Krieger, hafi lagt það til og fylgt því fast fram, að skipuð væri ein innlend yfirstjórn, þriggja manna, en amt- mannaembættin lögð niður. Hitt mun mið- ur kunnugt, að það var einmitt Bardenfleth, sem spillti því, að það ráð væri þá upp tekið, að þvl er heyra má á frásógn hans, og er eigi síður fróðlegt að heyra ástæður hans fyr- ir þvf, að hann snerist þannig í það rnál. Hann segir fortakslaust, að sú tilhögun mundi raunar hafa náð tilgangi sínum, þeim, að fá samkynja stjórn og einingu í allar fyr- irætlanir um framfarir landsins, og að ásig- komulag landsins mundi naumast hafa vald- ið ókleyfum tálmunum í því efni—með öðr. um orðum: ekki ókleyft að vera amtmanna- laus!—; en að sinni hyggju hafi samt þessi uppástunga verið ótímabær. Ástæðurnar, sem hann ber fyrir sig, eru þær tvær: að íslend- ingum mundi hafa þótt sjer mikil læging gjör að afnema tvö hin æðstu valdsmannsembætti á landinu, er vant hafði verið að skipa inn- lendum mönnum, og setja í staðinn ekki nema tvö undirtyllu-stjórnarráðsembætti; og að slík stjórn hefði getað orðið hættuleg stoð fyrir sjerveldislegan sjálfsforræðishug lands- búa, er hafi magnazt stórum hin síðari ár- in fyrir tilstuðlun íslendinga í Kaupmanna- höfn, hjer um bil samhliða undirróðri Sljes- víkur-Holtseta(!). Eaunar megi svara þv1' svo, að Dönum megi á sama standa um slíka sjerveldisstefnu á Islandi, með því Islandi Bje ekki sú eign, er Danakonungur hafi mikla hagsmuni af, og segir hann það satt að vera, en að það sje íslandi sjálfu fyrir beztu, að það sje sem nátengdast Danmörku, eins og verið hefir, m. m. af líku tagi, sem löngum hefir ómað í eyru vor og er heldur kreddu- kynjað. Hvernig stöndum vjer ? |>að er ekki hægt að svara þessari spurn- ingu í fáum orðum, svo í nokkru lagi sje, enda er ekki áformið að tæma jafn-víð- tækt efni eins og ástand þjóðar vorrar er, út f yztu æsar, heldur að eins að drepa á fá- ein atriði í högum vorum yfir höfuð. Að bera saman þjóð vora, hvað framfarir Snertir, við aðrar siðaðar þjóðir, er þó ekki gjörandi, bæði af því, að vjer stöndum svo mjög á baki annara þjóða, og enn fremur af því, að þjóðlíf vort er svo ólíkt þjóðlífi þeirra. Látum oss þá nægja að líta á ástand vort eins og það var á fyrri hluta þessarar aldar og bera það saman við ástandið eins og það er nú. f>ví verður ekki neitað, að oss hefir í mörgu farið fram á þessari öld, enda væri undar- legt, ef framsókn hins menntaða heims hefði engin áhrif haft á þjóðlíf vort. Seint á öldinni sem leið var þjóð vor svo auin, voluð og örmagna af harðæri, eldgos- um og verzlunareinokun, að stjórninni kom einu sinni f hug að flytja alla Islendinga suður á Jótland til að yrkja heiðarnar þar. Hverjum mundi detta slíkt í hug nú á dög- um? Verzlunin, sem Iá eins og martröð á oss síðustu tvær aldir, var loks gefin laus að fullu og öllu fyrir allar þjóðir um miðja þessa öld og hefir það haft meira en lítil áhrif. Að sönnu eru kaupstaðarskuldir allmiklar; en slíkt er ekki verzlunarfrelsinu að kenna, heldur því, að eyðsla almennings hefir auk- izt mjög á hinum síðari árum. Mundi naum- ast nokkur vera sá, er þættist geta lifað því eymdarlífi, er hefir hlotið að vera hjer um aldamótin, þegar eitt eða tvö verzlunar- skip komu til landsins á ári, og fiskiafli mis- jafn, eins og enn á sjer stað. Hýsing á fjenaði var fyrrum víða lítil og ljeleg eða jafnvel engin, en nú mun fjenað- ur víðast hirtur á landinu, að undanteknum stöku sjávarjörðum; og þó heyásetning kunni enn að vera nokkuð djörf, eru þó margir farnir að vakna til meðvitundar um, að það sje bæði skaði og skömm, að missa skepnur sínar úr hor. Girðingar kring um tún hafa aukizt; því fleiri og fleiri sjá, hvílík tímatöf það er, að mega ekki líta augunum af tún- inu fyrir fjenaðinum, og sá óskammfeilnis- óvani er að leggjast niður, að ferðamenn leggi veg yfir túnið, hvar sem að því er komið, eins og víða hefir tíðkazt áður og túnin bera enn sorglegar menjar eptir. Ef vjer hefðum skýrslur um heyaflann alla þessa óld, þ. e. skýrslur, sem nokkuð væri að marka, og landstjórnin gerði sjer far um að væri rjett- ar,—þá mundum vjer sjá, að grasræktinni hefir farið mikið fram, einkanlega þó á hin- um síðasta mannsaldri. Einkum hefir þó verið unnið að vatnsveitingum og þúfnasljett- un, sem mestmegnis hefir verið gjörð án plógs, en færri hafa tekið mela og móa til yrkingar, nema í stöku stað við sjóinn. |>að er ekki svo að skilja, að ekki sje nóg ógjört enn; nei, þvert á móti. ]pað er nóg að gera fyrir grasræktina í margar aldir. Húsagerð hefir tekið miklum bótum ; timburhús eru reist á ekki allfáum stöðum, og torfbæirnir hafa tekið talsverðum endur- bótum, og jafnframt hefir hreinlæti og þrifn- aður aukizt. I stað hinnar óhóflegu torfristu, sem gjörir stórar grasspildur að melum, fenj- um eða moldarflögum, hafa allmargir bænd- ur tekið að réisa hlöður fyrir hey sín. f>ó eru þeir því miður of margir enn, sem faraí og það er engin furða, þótt ull sú, sem lögð- er í póntunarfjelögin, seljist með hærra verði erlendis en ull kaupmanna, því hún mun vera almennt betur vönduð. En komist menn að raun um, að góð vara sje útgengi- legri en slæm í pöntunarfjelögunum, hví skyldi ekki hið sama eiga sjér stað við aðra við- skiptamenn? Sjerhverjum manni, sem lítur nokkuð lengra fram en til næsta dags, hlýtur að vera það ljóst, að hreinskilni og ráðvendni í viðskiptum verður happadrýgst til fram- búðar, en stundarhagnaður sá, sem fæst fyrir svik og óráðvendni, hefir ætíð sína hegningu í för með sjer. Saltfisksverkunin hefir tekið allmiklum fram- förum; einkum hefir vestfirzkur fiskur fengið- gott orð á sig, og á síðari árum hefir fisk- verkun tekið töluverðum bótum við Faxaflóa, en þó engan veginn eins miklum og æskilegt væri og nauðsyn krefur vegna samkeppni annara fiskiveiðaþjóða. I notkun alls konar áburðar bæði af sjó og landi er oss mjög ábótavant, og er þad eðlilegt; því bæði vantar almenning þekkingu í þeím efnum, og gamall ávani aptrar mörg- um að taka upp nýjar endurbætur. Óvani sá, sem tíðkazt hefir frá því landið var byggt, að höggva upp skóga vora hlífðarlaust, hefir mikið lagzt niður, og er það einkum að þakka ensku ljáunum. Aptur á móti tíðkast lyng- rif og melrif á sumum stöðum til óbætan- legs skaða fyrir jörðina, og er ljótt að sjá, hve blindir margir eru í þeim efnum. Af nýjum verkfærum, sem vjer höfum feng- ið til að flýta fyrir verkum, má einkum nefna hina ensku Ijái, sem hafa flýtt ómet- anlega fyrir slættinum, sjerstaklega hjá þeim, sem ekki eru svo laghentir, að geta búið aðra ljái í hendur sjer. f>að erekki nema manns- aldur síðan að hjer voru höfð surnstaðar ljebönd í stað orfhólkanna, og má nærri geta, hvílíkt basl hefir verið að eiga við þau. Stálskóflur og kvíslar eru farnar að tíðkast við skurðagröpt og garðahleðslur, og gjörir það bæði að flýta fyrir og Ijetta vinnuna að góðum mun. Saumavjelar eru komnar á annaðhvort heimili, örfáar prjónavjelar hafa flutzt hingað, og ein útgerð af kembivjelum, sem notuð er allmikið í |>ingeyjarsýslu. En aumlegt er það, að engan eigum vjerv m -, vagninn, sem hesti verði beitt fyrir svo teli- eins og »logi yfir akur« með torfljamn 1 hend- , J andi sje. Varla getum vjer þo talið oss í inni, og rista landi sínu auðn. Kálgarðarækt hefir aukizt mjög, einkum a Suðurlandi, og mun óhætt mega fullyrða, að f sumum sveitum Árnessýslu og Kangárvalla lifi fólk af því allt til þriðjunga; en kuldans vegna hefir kálgarða- og kartöflurækt ekki fest góðar rætur á Norðurlandi almennt. Aptur á móti er tóvinna meiri og betri norð- anlands og austan, heldur en sunnan og vest- an. A sumum heimilum norðanlands er tó- vinnan svo vönduð, að vaðmálin standa eigi á baki útlendu klæði, en eru þó margfalt haldbetri, og gætu Sunnlendingar lært all- mikið af Norðlendingum hvað það snertir. Svo er einnig að sjá, sem ullarverkun sje betri á Norðurlandi, heldur en annarsstaðar, því norðlenzk ull er að jafnaði í hærra verði er- lendis en annarsstaðar af landinn. |>ó er engan veginn þar með sagt, að Norðlending- ar geti engum framförum tekið í því efni. Hvað mun þá vera í öðrum sveítum lands- ins? J>að getur ekki góðri lukku stýrt, að blanda ullina fætlingum, þvo hana úr saltvatni, blanda hana skeljasandi o. s. frv.; flokki menningarþjóðar mannkynsins, meðan, vjer eigum ekki fáeina vagna. —g. Hátt fargjald—farbann. Danska gufuskipafjelagið og Slimon hafa nú í mörg ár flutt menn frá ýmsum höfnum á íslandi til Skotlands (Leith eða Granton) fyrir neðangreint fargjald : Börn frá 2 til tólf ára fyrir 9 kr. til 13.50. Alla yfir 12 ára (o: fullorðna), 18 kr.— 27.00 og hafa fullorðnir haft leyfi til að hafa. borgunarlaust meðferðís 100 pd. og börnín 50 pund, auk sængurfatnaðar, en flestir hafa haft miklu meir meðferðis en þeim var heim- ilt eptir farbrjefunum. Og að auki hafa ver- ið gefin út ströng verndunarlög (14. jan. 1876) til að tryggja þessum ferðamönnum ýmsa hagsmuni. Hvaða ferðamenn, eru nú þetta? jpað eru ferðamenn sem eru á leið til ann- arar heimsálfu, Ameríku.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.