Ísafold - 24.12.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.12.1890, Blaðsíða 3
Hverjir hafa náð þessum samninguin um mjóg lágt ýargjald fyrir þessa menn, við danska f jelagið og Slimon ? J?að eru brezk (o: útlend) gufuskipafjelög. Lítur eigi út fyrir, að stjórnendur þessara fje- laga kunni betur að semja við gufuskipafje- lagið danska en alþingi vort og stjórn ? Stjórn vor hefir þá ekki útvegað þessum mönnum ódýrt far; fyrir það ber henni hvorki lof nje last. Bn hún hefir gefið út verndunarlög fyrir þá, þótt lög þau máske sjeu eigi að öllu sem loflegast samin; »betra að veifa röngu trje en engu«. En af hvaða ástæðum eiga þessjkonar ferða- menn öllum betri hostum að sæta en aðrir landar þeirra ? Er það af því, að þeir ætli að afla sjer atgerfis, fjár og frama föðurla,ndi sínu til framfara og eflingar? Og ennfremur: ætla þeir nokkrir svo mikið sem að líta til föðurlands síns aptur ? Nei, sannarlega ekki. f>eir ætla að afla sjer fjár í Ameríku, fyrir sjdlfa sig og sína. Auðvitað rekur óánægja með eitthvað vestra stundum heim aptur hálfan af hundraði. J>að er auðvitað, að vesturfarar eiga alla mannúð skilda,en henni eiga aðrir sama rjett á. |>eir, sem koma til baka, hafa ætíð lcert eitthvað nýtt —og gagnlegt—. En skyldi nú eigi mega læra margt gagn- legt og nýtt víðar ¦—og dálítið nær— en í Ameríku? Og þörfnumst vjer þess ekki frem- ur fle8tum þjóðum? Ekki álitu gömlu Islendingar það menníng- arveg, að hýrast alla æfina heima. »Sjón er sögu ríkari«.—sHeimskfer heimalið barn«. Ef menn þvífvilja aðhyllast þá skoðun, að það sje ekki einu sinni þarflegt heldur jafnvel sarniauðsynlegt fyrir sem flesta, er ætla að verða gagnlegir menn, að fara utan og dvelja þar um hríð, þarf þá ekki að ryðja veginn dálítið, svo að sem flestum verði hann fær? Af því svo margir eru fjelitlir, þá virðist fyrsti steinninn, sem þarf að velca úr göt- unni, vera: hátt fargjald. Er nú stjóminni, sem, að nokkru leyti fyrir íslands hönd, greiðir gufuskipafjelaginu talsvert fje, ómögulegt að koma nokkru til leiðar í þessa átt, þegar brezk fjelög, sem 411 engan fjdrstyrh greiða, fá fargjöldin niðursett um hjer um bil 60°/.? En það má nú raunar eigi gleyma því, að það farþegarúm, sem fje- lögin fá, er miklu lakara, en verðmunurinn er þó mun meiri, og sje þetta milliþiljarúm, eins og það nú er, lögmætt og fullboðið vest- urfórurn, þá mundi það að minnsta kosti með nokkurri umbót vera öðrum íslending- um þolanlegt. Vesturfarar eru þó eigi aðal- mergur eða þolrif þjóðarinnar. Allur þorri hiunar íslenzku þjóðar hefir frá landnamstíð verið stíaður frá óðrum þjóð- um, og þar með frá þeirra framförum. Er rjett, að reyna ekki að hrinda þessu eitthvað í lag ? Nú er það mun hægra en fyrrum. ]pað dugar ekki þessi eintómi lestur — svo- kallað bókvit —. Menn verða að sjá annað en lýsinguna eina. Hvaða hugmynd fær dala- búi t. d. um gufuskip, þó því sje lýst fyrir honum í bók? Hann margfaldar ef til vill ferjuna á ánni með stóru hundraði. En svo þegar menn hafa fengið að sjá, þá byrjar lærdómurinn: á bókina, utan bókar og með höndunum. fegar nœgum tíma hefir verið varið til þessa náms, þá er rjett að halda heim, og sýna, hvort utanförin hefir verið til einkis. Ef stjórnin fær engu áorkað til stuðnings almennari samgöngum við önnur lönd, með því fjártillagi, sem nú er greitt, væri þá horf- andi í að freka tillagið enn nokkuð, ef mikils- verð hlunninndi — 3. farþagarúm og far- gjaldslækkun — kæmi í móti. A 3. plássi ættu menn að hafa sjálfsmötuleyfi, en geta fengið tækifærismat og hressingar eptir ósk- um. Ekki veit jeg hvort stjórnin vildi gefa út sjerstök verndunarlög fyrir ferðamennina á ódýrasta farþegarumi, enda ekkí víst að þau greiddu neitt fyrir þeim, en sjeð gæti hún um að samningur sá við eitthvert f jelag, er hún gerði, yrði nokkurn veginn haldiun. porláksmessu 1890. S. Q. . Garbi mcö huröarás um 5x1. í þeirri grein ; síðasta blaði er prentvilla í 5. 1. að neðan: Drit- vikur-pakkar fyrir Dritvíkur-/>anfcar. Gufuskipið Midlothian, skipstjóri Davíd Gaie, er kolin flutti hingað fyrir hálf- um mánuði, lagði af stað aptur heimleiðis Leiðarvisir ísafoldar. 611. pegar jeg kaupi óskilakind á opinberu uppboði, er jeg þá skyldugur að breyta því marki, sem þá er á eyrum kindarinnar ef jeg set skýrt horna- og brennimark á hana Sv.: Rjettast er að marka hana upp á eyrum líka ef auðið er. 612. Eg byggi manni eignarjörð mína og læt hann hafa byggingarbrjei, þar stendur meðal ann- ars, að honum sje byggð jörðin næsta fardagaár, verði hann því, ef hann vilji halda ábúðiuni fram- vegis, að taka jörðina heima fyrir jól ár hvert, ella sje hún laus úr ábftð hans í næstu iardfigum á eptir. Eptir nokkur ár sel jeg jörðina öðrum manni (án þess þó að bjóða ábúandanum hana fyrst,) og tilkynní honum það fyrir j61» Hefir nú ábúandinn ástæðu til að sitja kyr fyrir það, að honum hafi ekki verið boðin jörðin til kaups ? Sv.: Nei. engan veginn. 613. Er sá þurrabúðarmaður i kaupstað skyld- ur að borga presti dagsverk, sem á engan tíund- ar bæran hlut? Sv.: Já. svo segir landsyfirrjettardómur 28. febr. 1887, nema hlutaðeigandi sanni, að hann eigi ekki sem svarar '/2 hdr. (nál. 30 kr.) skuldlaust í einhverjum munum auk hversdagslegs búnings og þess er hann hefir sjer til matar. Samkvæmt tilsk. 5. janúar 1874 innkallast hjer með, með 6 mánaða fresti, hver sá, sem í höndum kynni að hafa viðskiptabók við sparisjóð á ísafirði nr. 49, að upphæð 6 krón., auk vaxta, þar eð erfiDgjum þess, er bókina hefir fengið upphaflega, verður að þeim tíma liðuum, greidd upphæð hennar, ef enginn áður hefir gefið sig fram. ísafirði 81. október 1890. Arni Jónsson p. t. formaður sjóðsins. Proclama. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 sbr o. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað d í gær. Með því sigldi til Englands kaup- pd, sem til skulda telja í ddnarbúi Ólafs maður G. Thordal. þorvaldssonar, sem andaðist hjer í Hafn- Heyrnarlausi mafairinn. líklega eptir ólifað. Jeg grátbæni yður, herra fyrirh'ði; verið okkur miskunnsamur !« Hún fórnaði höndum að liðsmanni einum, er stóð fyrir framan hana. Eyrirliðinn var staddur fyrir aptan mig, að skoða brunann & bakinu á mjer. »Jeg er ekki fyrirliðinn«, svaraði liðsmað- urinn; olíttu á þann, sem þú talar við, góða mín !« »Æ, guð minn góður ! — Jeg sje ekki neittU mælti hún, og stundi við. —|>á vissi jeg fyrst, að hún hafði misst sjónina. »Fyrirliði minn góður !« —mælti jeg;— jeg hjelt þá ekki, að hún væri búin að mis8a sjónina fyrir fullt og allt; — »þjer sja- ið nú sjálfur, hvað hún hefir lagt í sölurnar, til að bjarga lífi mínu: ættingja og vini, heim- ili, ættland sitt og — heilsuna*. Hann greip fram í fyrir mjer og mælti: f>ú mátt hafa hana með þjer! En þú verður að gæta þess, að ofþyngja ekki & sjálfum þjer með þess háttar farangri. Eíðið börur úr viðjum, piltar! og berið þau að vögnunum, svo að þau geti fylgzt með öðrum særðum mönnum«. —»|>jer getið ekki ímyndað yður, herra minn, kvalir þær og hörmungar, sem Jósepha varð að þola, þar til við komumst á örkumsla- spítalann, og því síður getið þjer ímyndað yður, með hvílíku þreki og kjarki hún bar allar þær kvalir. Jeg baðaði reyndar ekki heldur í rósum, herra minn; en jeg — jeg var hermaður. Tveir mánuðir liðu áður við rjettum við aptur, og það var ekki versti kafli æfi minn- ar. Eúmin okkar stóðu saman. Samvist okkar linaði allar þjáningar. Við yfirgáfum spítalann bæði sama daginn, og Ijetum þá þegar tengja okkur helgu hjúskaparbandi. En nú kallaði skyldan mig á brott frá hinni ástkæru, blindu eiginkonu minni. Jeg varð að fylgja herdeildinni, en Jósepha far- angrinum. f>jer munið fara nærri um, hvern- ig henni hefir liðið. Hún saknaði mín; hún bjóst við, að verða þá og þógar að sjá mjer á bak, — mjer, sem hún unni svo mjög, og var einka-vinur hennar og aðstoð í heiminum. En hún stóðst allar raunir með hugprýði og þolinmæði. — En — guð sá aumur á okkur; hann mis- kunnaði okkur á þann hátt, sem okkur gat sízt til hugar koma: hann gerði mig einnig að uppgjafadáta. I einum bardaganum sprakk kúla rjett við hliðina á mjer. Jeg fjekk ákaflegt högg í höfuðið, og lá marga daga meðvitundarlaus. |>egar jeg loksins raknaði við, var jeg orðin — heyrnarlaus. Jeg fjekk nú heimfararleyfi úr hernum. Við Jósepha mín urðum samferða herdeild, sem var að leggja af stað heimleiðis. Paðir minn var andaður og við settumst hjer að á föðurleifð minni. Við komum hingað nógu snemma til þess, að kona mín ól hjer elztu dóttur okkar.-------- Nú hafið þjer heyrt sögu mína, herra minn! Hún er alveg sönn; og yður er einn- ig óhætt að trúa því, að heyrnarleysi mitt og sjónleysi hennar höggur ekkert skarð í hamingju okkar. |>að rætist einmitt á okkur hið gamla spakmæli: iTil þess, að hjónaband verði farsælt, þarf maðurinn að vera heyrnarlaua og konan blind.« —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.