Ísafold - 12.03.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.03.1891, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundm við áramót, ógild nema korain sjt til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. Kemur út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árg. (um IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 ki Borgist fyrir miðjan júlímánuð. XVIII 21. AFGRBIÐSLUSTOFA ísafoldar (Austur- stræti 8, til vinstri handar þá inn er gengið) er opin a 11 a n daginn, frá kl. 7 f. hád. til kl. 8 e. h. J>ar er meðal annars tekið á móti auglýsingum og borgun fyrir blaðið; sömu- leiðis við bókum til bands, handritum til prentunar og próförkum. f>ar er og bóka- og pappírsverzlun ísafoldarprentsmiðju. „Um vatnsveitingar“. |>að er ritkorn eptir Jón prest Bjarnason í Winnipeg, er hann hefir skírt því nafni, fyrirlestur, er hann flutti á kirkjuþingi Islend- inga í Vesturheimi í sumar er leið. Hann á við andlegar vatnsveitingar, það, að veita heilsusamlegum, andlegum lífs- straumum þangað sem þeirra er þörf, og ætlast til, að hinn ísleuzki þjóðflokkur í Ameríku gjöri bæði að veita frjóvgandi lífs- straumum þaðan og heim út yfir þjóðlífið á íslandi, að dæmi annara landnema þar vestra, og að veita slíkum straumum einnig frá Is- landi vestur yfir haf, út yfir nýbyggðirnar íslenzku þar, »og með tímanum gegn um þær inni í þessa lands (Ameríku) þjóðlífn. Við það munu menn þegar kannast, að honum þykir full þörf á fyrra vatnsveitinga- fyrirtækinu, eptir því sem honum og hans kennimannlegu fjelögum hefir sagzt frá útliti Og ásigkomulagi þjóðlífs-akursins hjer. Bn hitt mun þykja meiri nýlunda, er hann gerir einnig ráð fyrir að eitthvað komi í móti hjeðan, er unnið geti eigi ein- ungis íslenzka þjóðflokknum vestra, heldur einnig öðrum kynkvíslum hins nýja heims sama gagn og hagkvæmar vatnsveitingar vinna engjum og ökrum. Hann segist hafa að vísu minnzt áður á þann sannleika, að meginhlutinn af hinu mikla vatnsmegni landsins sje samfrosta jökull, en ekki noitað því þar fyrir, að nokkurt íslaust vatn, nokkurt rennandi vatn væri í landinu. þar sjeu vissulega líka til and- legir vatnsstraumar, sem bæði geti verið til svölunar og frjóvgunar, »andlegir vatns- straumar, sem fullkomlega eru þess verðir, ■að þeim sje veitt inn í þjóðlíf vort í þessu landia (Ameríku). þessar andlegu vatnslindir, er höf. telur ávinning að ef veitt væri úr vestur í hinn nýja heim en íslenzkur skáldskapur, sjer í lagi sálmaskáldskapurinn, fornsögu-og þjóðsagnabókmentir vorar, og hinn hreini ómeingaði kristindómur, sem íslenzka kirkj- an eigi í eigu sinni samkvæmt sinni eigin trúarjátning (Lúters trúarjátning). Að vísu sje nú um stundir að eins hin fyrstnefnda lindin auð, opin og ófrosin, sálmakveð- skapurinn einkanlega —nýja sálmabókin ís- lenzka sje einhver hin göfugasta sálma- bók, sem nokkur kristin kirkjudeild eigi Reykjavík, laugardaginn 12. marz nú í eigu sinni—; en hinar tvær liggi í klakabundnum dróma: hinar sögulegu bók- menntir ónotaðar og óávaxtaðar fyrir hið íslenzka nútíðarþjóðlíf, og kirkjan islenzka, skoðuð sem andlegt fjelag, nálgist það að vera eins og vatnið, sem ekki geti runn- ið, fyrir því að það hefir frosið og orðið að ís. En höf. vonar, að einhver krapt- ur verði í framtíðinni til þess að leysa klakaböndin af þjóðernislegum eignum Is- lendinga í andans ríki, þ. e. fornsögunum og þjóðsögunum, og þá muni smærri eða stærri lækjum þaðan veitt út yfir byggðarlögin ís- lenzku vestan hafs, og gegnum þau, að svo miklu leyti sem ástæður leyfa, inn í mennt- unarlíf Yesturheims. Og hvað vandræða- ástand kirkjunnar íslenzku snertir, þá sje eins ástæða til fyrir Islendinga í Ameríku að vinna að útbreiðslu íslenzkrar lúterskrar kirkju þar, vinna að andlegum vatnsveiting- um úr móðurkirkjunni á íslandi inn í kirkju- lífið vestra fyrir því, þótt nú sje hjer ís á kirkjunnar vötnum eða að lúterska kirkjan á Islandi ekki líkt því komi fram með fullkomnu lífi. »|>ví þegar á annað borð ísinn leysir af vötnum islenzku kirkj- unnar, þá gengur maður úr öllum skugga um það, að sú kirkja eigi hið tærasta vatn í eigu sinni«. Svo vill hann þá láta það vera köllun hins íslenzka þjóðflokks í Ameríku, ákveðna af forsjóninni, að vinna að tvöföldum and- legum vatnsveitingum: að veita einhverjum ofurlitlum fjörgandi straumum úr sínu eig- in þjóðlífi heiman að frá íslandi út yfir hin- ar grænu og grasi vöxnu grundir þar í landi (Ameríku), og að veita einhverjum lífsstraum þaðan og heim út yfir þjóðlífið á íslandi. Eða, eins og hann kemst að orði á öðrum stað í fyrirlestrinum: »Eg vil, að vjer látum til vor streyma andlega lífsstrauma bæði úr þjóðlífi Islands og eins ttr þessa lands þjóðlífi. Og jeg vil, að þessir tveir straum- ar, hvor úr sinni áttinni, sameinist, renni saman í eitt dálítið, hreint, tært og skemmti- legt stöðuvatn, og svo veit jeg þá, að það stöðuvatn fær af sjálfu sjer tvær afrásir: andlegan lífsstraum, sem frá oss flýtur heim til Islands, og annan svipaðan, er frá oss flýtur inn í hið ameríska þjóðlíf«. Vegna þessarar köllunar hins íslenzka þjóðflokks í Ameríku er höfundurinn and- vígur báðum þeim gagnstæðu stefnum, er landar í Vesturheimi hafa viljað tvístrazt í þar hingað til og hvor um sig hefir marga formælendur. Onnur stefnan eða skoðunin er sú, að Islendingar eigi að góyma svo vandlega þjóðerni sitt í hinum nýja heimi, að þeir eigi svo að ségja að girða utan um sinn þjóð- flokk með kínverskum múrvegg. þeir eigi að svo miklu leyti sem unnt er að útiloka sig frá áhrifum annarlegs þjóðernis. f>eir eigi að halda öllnm sínum þjóðháttum svo 1891 óbreyttum, sem kringumstæður þeirra frek- ast leyfa. f>eir eigi helzt að taka sjer ból- festu í nýlendum út af fyrir sig, sem sje lokaðar fyrir allra annara þjóða fólki. þeir eigi jafnvel eigi að láta börnin sín læra annað en íslenzkuna, og því samhljóða skuli kennslan í alþýðuskólum slíkra íslenzkra byggðarlaga fara fram á íslenzku. Hugs- unin er, að varðveita íslenzka þjóðernið sem allra bezt og láta það sitja fyrir öllu. Hin skoðunin, sem þessari er fjarstæð- ust, fer í þá átt, að flýta því sem allra mest, að Islendingar í Vesturheimi sleppi sínu þjóðerni og vaxi andlega og líkamlega hið allra-bráðasta saman við hinn ensku- talandi lýð landsins, aðalþjóðbálkinn í land- inu. »f>eir, sem þeirri skoðun fylgja, eru svo bráðir á sjer, segir hann, að þeir vilja helzt, að hjer (í Ameríku) sje hætt við allt sjerstaklega íslenzkt fjelagslíf. |>eir ímynda sjer, að allur slíkur fjelagsskapur sje ekki til annars en tefja fyrir því, að hinir hing- að fluttu landar sínir verði það, sem þeir eiga að verða, reglulega amerískir menn«. Gæti þessir menn ráðið, þá væri ekkert átt meðal Islendinga í Ameríku við íslenzk rit- störf, ekkert íslenzkt blað eða tímarit gefið þar út, öll íslenzk nýlenduhugsun hyrfi þá óðara, menn hætti þá alveg við að brjótast í því að koma á íslenzkum söfnuðum í hin- um ýmsu byggðarlögum, öll prjedikun og kirkjuleg barnauppfræðsla á íslenzku hætti, hið íslenzka kirkjufjelag yrði óðara látið deyja. Hver einstakur holaði sjer andlega niður þaT, sem hann bæri að, ljeti berast hvert sem verkast vildi með þeim þjóðlífs- straumi, sem honum væri kastað inn í. Aðalatriðið væri, að verðá sem allra fyrst tir sögunni sem Islendingur. Hin fyrri skoðanin vill varna því, að nokkrir verulegir andlegir straumar renni úr ameríska þjóðlífinu inn í þjóðlíf íslend- inga. Hin síðari viðurkennir ekki, að Islending- ar eigi neitt það til í hinni andlegu eigu sinni, sem eiginlega sje nokkurs virði í sam- anburði við það, sem stendur þeim til boða í Ameríku, og hún virðist eigi trúa því, að neinn andlegur straumur, neinn minnsti lækur geti frá íslenzku þjóðlífi streymt inn í hið andlega líf þessa lands, sem framtíð landsins geti haft nokkuð gott af. Hvortveggja skoðunin segir höf. að sje alveg ótæk og standi fyrir sjer sem ákaf- lega stór vitleysa. Hann er miðlunarmaður, vill fara nokk- urs konar meðalveg milli þessara öfga, þann veg, er hann hyggur þjóð sinni holl- astan, fyrst og fremst þeírn hluta hennar, er seztur er að í Ameríku og setjast mun þar að eptirleiðis, og í annan stað hinum, sem eptir verður hjer. f>etta er þá nokkurs konar trúarjátning

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.