Ísafold - 12.03.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.03.1891, Blaðsíða 2
82 »hins mest leiðandi manns« (svo heitir það á máli þeirra Vesturheims-íslendinga) með- al þjóðflokksins íslenzka í Ameríku um landsins gagn og nauðsynjar, eins og við horfir frá þeirra hlið. f>að er sú hugsjón, er hann óskar og vonar að rætist, um æfi- feril íslenzka þjóðflokksins í Vesturheimi og viðskipti hans við fósturmóður sína norð- ur hjer. Rangt væri að lasta hugsjón þessa, því hún er dáfögur. Bn þá kemur til hins, að vinna að því að hún rætist —, vinna að því eigi einungis »með hreysti og atorku«, heldur einnig með hæfilegri forsjá, og jafnvel hógværð og still- ingu, þar sem það á við eða mundi betur gegna. Hinn mikilsvirti og mikillar virðingar mak- legi höf. ritkorns þessa hefir nú búið miður vel í garðinn fyrir sig meðal kennilýðsins hjer á landi og margra annara »Ieiðandi« manna með heldur hvatvíslegum og stór- orðum áfellisdómurn bæði um hið kirkju- lega og þjóðfjelagslega ástand hjer á landi, einkanlega þó um hið kirkjulega ástand, því það stendur honum nær. Hann hefir búið miður vel í garðinn fyrir sig, ef svo er, sem út lítur fyrir, að hann æski eptir bróð- urlegri samvinnu við sig og embættisbræð- ur sína vestra af hálfu þeirra manna hjer á landi, er hann hefir veitt áður harðar á- vítur með áminnztum dómum sínum,—sam- vinnu til þeirra umbóta á kirkjulífs- og þjóðlífsmeinum hinnar íslenzku þjóðar beggja megin hafs, er hann hefir gefið svo glöggt auga. Bn það er ýmislegt, er ætti þó að verða þyngra á metunum og laða góða menn til slíkrar samvinnu. það fyrst og fremst, að þó að síra Jón Bjarnason hafi lýst tjeðum meinum með æði-svörtum litum, þá stoðar eigi þar fyrir að bera á móti því, að til sjeu þau og þurfi lækningar við. f>að hafa og t. d. hún- vetnsku prestarnir viðurkennt að því er kirkjulífið snertir, á hjeraðsfundi sínum í haust. í annan stað má eigi gleyma þvf, að harðdæmi síra J. B. er af engri óvild sprott- ið til nokkurs manns hjer og því sfður til þjóðarinnar í heild sinni, heldur af ómeing- aðri sannleiksást — þó að opt kunni honum að skjátlast sem öðrum — og einlægum á- huga áþví að láta sem mest gott af sjer Ieiða til handa þjóð sinni, öldum og óbornum, beggja megin hafs. þó að sumir bafi hneykslazt á því, er hann ber fyrir sig 6- vægin áfellisorð lausnarans sjálfs um kirkju- Iegt ástand Gyðingaþjóðarinnar á hans dög- um, eða þá samkynja refsiræður postula hans, og viljað gefa í skyn, að það væri að líkja BjerTJvið þá, þá er nú slíkt í fyrsta lagi nokkuð hártogunar-kennt, og svo má eigi gleyma því, að röggsamlegrar aðfinnslu þarf líka með. jþað veitir alls eigi af, að hafa nokkuð hátt, ef fast er sofið. Enginn vel innrættur maður getur annað en virt mjög vel og látið sjer talsvert um finnast framgöngu síra J. B. til eflingar andlegrar velferðar landa sinna sinna vestan hafs, hvort heldur er í trúarefnum eða veraldlegum mál- um; og slíkum liðsmanni virðist ábyrgðar- hluti fyrir þá að hafna, er hafa alvarlegan áhuga á að bæta þau eða önnur mein þjóð- ar vorrar, er hann hefir gjört sjer svo mikið far um að gera sem berust fyrir allra augum. f>egar landssjóður á í hlut. Ótrúlega ríkur og almennur er sá hugs- unarháttur hjer á landi, að landsjóður, það sje stofnun, er eigi hjer um bil engan rjett á sjer. Aldrei eru menn harðari í reikningum fyrir það sem þeir gjöra t. d., en þegar landssjóður á í hlut, og engum útlátum, eng- um gjöldum sjá menn meira eptir eða telja fremur eptir en þau, er í landssjóð eiga að renna. það er eins og allur þorri landsmanna hafi enga hugmynd um það, að landssjóður er þó í rauninni vasi sjálfra þeirra. Sjerhlífnin við gjöld til almenningsþarfa kemur almennast og áþreifanlegast fram í hin- um alræmdu framtalssvikum hjer á landi. þar skarar hver eld að sinni köku, og hylmir auðvitað hver með öðrum, til þéS3 að koma sjer betur við og geta verið óhultari um sig. Hitt er fágætara, að þegar aðrir eiga að gera mönnum framtal til skatts en sjálfir þeir, að þá komi einnig fram hin sama ágengni við landssjóð eða óhollusta við hann í því er til hans hagsmuna veit. En dæmi slíks mátti samt lesa í Stjórnar- tíðindunum fyrir skemmstu, 28. f. m., í brjefi frá landshöfðingja til amtmanns í suður- og vesturamtinu »um ranga tekjuáætlun skatta- nefndar«. Segir þar, að hreppsnefndin í Rosm- hvalaneshreppi hafi áætlað ýmsum, sem eigi hafi talið fram tekjur sínar sjálfir, svo óskiljanlega lágar tekjur í tekjuskatts- skrá fyrir árið 1889, »að engri átt nær«. »þannig hefir nefndin talið, að verzlun H. P. Duus og verzlun W. Fischers í Kefla- vík, sem báðar eru vitanlega auðugar og arðsamar verzlanir, hafi að eins haft 500 krónur í skattskyldar tekjur af (atvinnu) ár það, er skráin miðar við, og verzlun P. G. Knudtzons & Söns jafnvel ekki nema 300 kr., sem er 16—17 sinnum minni upphæð en sú, sem verzlun sömu manna í Hafnar- firði, sem sjálfsagt er ekki þeim mun arð- samari, hefir talið fram til skattgreiðslu sama ár, og þarf engan sjerstaklegan kunnugleika til að sjá, að þetta er svo mikil fjarstæða, að furðu sætir, að þeir menn, sem í nefndinni eru, skuli geta látið slíkt frá sjer fara«. ^Landshöfðingi skipar að birta tjeðri skatta - nefnd megna óánægju sfna út af þessu ráð- lagi hennar, og að brýna framvegis fyrir henni, að þegar gjaldþegnar segi ekki sjálfir til tekna sinna, þá beri henni að ætla þeim tekjur með hæfilegri og sennilegri upphæð, eptir beztu vitund og samvizku, en það sje gjaldþegnanna sjálfra að gæta rjettar síns samkvæmt lögunum, ef þeim þyki sjer sett- ar of háar tekjur. I niðurlagi brjefsins fær sýslumaður á- minningu um, að gæta framvegis skyldu sinnar sem formanns yfirskattanefndarinn- ar, svo að slíkar fjarstæður sem þessi geti eigi eptirleiðis komizt fram. Yfirskatta- nefndum er sem sje bæði skylt og heimilt að lagfæra skattaskrár eptir þ ví sem þeim virðist rjett vera. Nærri má geta, að víðar í landi muni pottur brotinn en hjá þessar einu skatta- nefnd, í einum hreppi á landinu, og kynnu því fleirum að vera hollt að lieyra ofaní- gjöf þá, er hún hefir fengið. Hvalveiðaskipið Nora, gufuskip, “3 smálestir, annað hvalveiðaútvegsskip hr. Ellefsens (Norðmanns) á Onundarfirði, kom hingað 11. þ. m. þaðan að vestan, eptir 3 daga ferð, harða og stranga. Lagðist undir Snæfellsjökli aðfaranótt hins 11., en sleit þegar upp af ofviðri —akkerisfestin hrökk í sundur— og hjelt sjer síðan þar á ferð fram og aptur með gufuaflinu, en frost var svo mikið, að allt varð að klaka, er á gaf. Komst við illan leik hingað á höfn kvöldið eptir í ljósaskiptum; hafði komizt suður undir Garðskaga. Erindið er að vitja norskra sjómanna, er von er á með póst- skipinu á útveg hr. Ellefsens, 30—40. Hann ætlar og að bæta við sig þriðja hvalveiða- skipinu í vor. Tíu eða tólf farþegar voru með »Nora« hingað að vestan, þar á meðal þeir verzlunarstjóri Jónas Hall og hr. Torfi Halldórsson frá Flateyri, kaupmaður Magn- ús Jochumsson frá Isafirði áleiðis til Kaup- mannahafnar. Hvalveiðaskipið Ellida, frá hval- veiðaútveg Norðmannsins Bergs við Dýra- fjörð, var ásamt Nora komið á kreik í hvalaleit inn í ísafjarðardjúpi í öndverðum þessum mánuði, en rakst á sker eða boða inni í Mjóafirði og bilaði stýrið m. m., og bjargaði Nora því, dró það á eptir sjer út á Isafjörð; gerði síðan tvær atrennur að koma því alla leið vestur á Dýrafjörð, en gafst upp í hvorutveggja skiptið, með því veður var mjög stirt. Hægt kvað þó vera að gera það sjófært aptur. Skiptapi hafði orðið við Isafjarðardjúp 13. f. m., frá Hnífsdal; fórst bátur með 4 mönnum og drukknuðu allir: formaður Hreggviður þorleiksson frá Isafirði, og hásetar Guðmundur Hanníbalsson frá Tungu á Langadalsströnd, Jón Hannesson frá Hvítadal í Saurbæ og Júlíus Björnsson úr Reykhólasveit. Sjónleikirnir- Mikil aðsókn á hverju kvöldi, einkum þegar »Æfintýri á gönguför« (Hostrups) er leikið. 1 gærkveldi alveg troðfullt að horfa á það. Meiri hluti þeirra, sem leika í því, leika og bærilega; sumir dável. Efnahags-jöfnuðub. Jöfnunar- menn (sósíalistar) kvarta um, að fjármun- um sje ójafnlega skipt í heiminum og vilja láta skipta þeim upp, rjettvíslegar en áður. En bezta ráðið og hægasta til að koma fram meiri efnahags-jöfnuði er, að letinginn gjörist iðinn, eyðsluseggurinn sparsamur og drykkjumaðurinn bindindismaður. (Chr. L.). Fagukt níáks-hbileæði. Yilj- irðu lifa ánægjulegu lífi þetta ár, 1891, þá vertu starfsamur, láttu allan tíma þinn fara til einhverrar góðrar og nytsamlegrar iðju, gerðu einhvern glaðan og ánægðan á hverj- um degi. Enginn hlutur bakar manni meiri vansælu en iðjuleysið. |>að var lærður biskup, sem sagði um iðjuleysið : »lðjuleys-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.