Ísafold - 12.03.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.03.1891, Blaðsíða 3
83 inginn er svæfill djöfulsins, þar tekur hann sjer góðar náðir, þegar honum lízt; eins og hann er iðjuleysinginn óhæfur til alls góðs, og eins er hann hneigður til alls kon- ar illra hugarhræringa. Stöðupollar verða brátt þefillir, en rennandi vatn helzt hreint og tært, og hrífur á burt allt skaðlegt efni, er heilsutjón gæti af hlotizt. |>ó jeg gjöri öðrum lítið gott með viðburðum mínum, þá er það mikill ávinningur fyrir mig, að jeg forða mjer meini með því að vinna og vera aldrei iðjulaus#. (Chr. L.). Leiðarvísir ísafoldar. 687. Hvert er það atriði eða hver er sú grein í hinum nýju farmannalögum, er gefi í skyn, að þau einnig nái yfir hin íslenzku þilskip, er reka fiskiveiðar hjer við land, og aldrei fara milli landa ? Sv.: Með því að fyrirmæli laganna ná eptir orðanna hljóðan víða (t. d. í 20. gr.: „Sjerhver skipstjóri á íslenzku slcipi", þ. e. þilskipi, og því um likt) yfir öll þilskip undir íslenzkum lögum, þá hefði þurft að undanþiggja þar berum orðum þau íslenzk þilskip, er til fiskiveiða ganga, ef lögin ættu eigi að ná til þeirra; en það er hvergi gert. í annan stað eru sjerstakar reglur, strangari en ella, hafðar í farmannalögunum hingað og þangað um skip í förum landa á milli, til aðgrein- ingar frá því, ef þau eru ékki í förum ianda á milli, en enginn munur gerður þar neinstaðar á ví, hvort þau eru heldur höfð í flutningum hafna á milli hjer á landi eða í öðrum sjóferðum hjer við iand, svo sem við fiskiveiðar. 688. Ef mæling á islenzkum þilskipum er út- lend (þ. e. ekki dönsk, heldur norsk, ensk, eða því um líkt), en þó skýrt skorin í stigagatsum- gjörðina, ber þá nauðsyn til að láta mæla þau upp í fteykjavik, og ef svo er, á hverjum lögum er það byggt? Sv.: Eptir „tilskipun handa ísiandi um skipa- mælingar11 25. júni 1869 á að mæla slík skip upp af lögreglustjóriinum í einhverjum af þessum 6 kaupstöðum og verzlunarstöðum: fteykjavík. Yestmannaeyjum, Stykkishólmi, ísafirði, Akureyri og Eskifirði. 689. Jeg er leiguliði og i byggingarbrjefi mínu stendur að jeg greiði landskuldina ekk fyr en á haustin, Nú tel jeg landskuldina fram með fjenaði mínum á vorin; er mjer þá ekki leyfilegt að draga hana frá tíund minni ? Sv.: Nei, engan veginn; þá ætti spyrjandi að mega lika draga frá það sem hann lætur í aðrar skuldir eptir fardaga. Á hausthreppskilum má að eins draga frá það sem farizt hefir um sum- arið. 690. Maður er leiguliði, en i byggingarbrjefi hans stendur, að landskuldin eigi að greiðast í peningum. Nú selur leiguliði landskuldina á markaði; er honum þá heimilt að draga hana frá tíund sinni ? Sv.: Nei, engan veginn. 691. Hvað ber að álíta föst innstæðu kúgildi á jörðum ? Sv.: f>au sem verið hafa að fornu fari eða eptir samningi. 692. Hef jeg ekki rjett til að selja lyfsölum forsögn fyrir meöali, er jeg hefi fundið upp við bráðapest í fje, þó að jeg sje ekki yfirheyrður læknir ? Sv.: Jú, óefað, ef þeir vilja kaupa. 693. Eæ jeg ekkert fyrir, ef meðal þetta (f fyrirsp. 692) reynist óyggjandi? Sv.: Alþingi mundi að likindum hiklaust veita spyrjanda sæmilega heiðursþóknun úr landssjóði, ef „meðal þetta reynist óyggjandi". Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878, sbr. o. br. 4. jan. 1861, er hjermeð skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Bjarna Odds- sonar, vinnumanns frá Býjaskarjum í Mið- neshreppi, sem andaðist á ferð í kaupa- vinnu 4. júlí f. á., að gefa sig fram og sanna krófur sínar fyrir skiptaráðandan- um hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síð- ustu bírtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Kjósar- og (tullbringusfslu 4. marz 1890. Franz Siemsen- Proclama. Samkvcemt lögum 12. april 1878 sbr. o. br. 4. jan. 1861 er hjermeð skorar á pá, sem til skulda telja í dánarbúi Jóns por- leifssonar að Hvammi í Kjósarhreppi, sem andaðist hinn 26. desember f. á., að gefa sig fram og sanna skuldir sínar fyrir mjer innan 6 mánaða frá síðustu birtingu aug- lýsingar þessarar. Innan sama tíma er skor- að á þá, sem skulda tjeðu dánarbúi, að greiða til mín skuldir sínar. par sem mjer er úkunnugt um erfingja hins látna, eru þeir beðnir að gefa sig fram og sanna erfðarrjett sinn. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 3. marz 1891 Franz Siemsen. f>eim, sem-áttu Einari heitnum Einarssyni organista skuldir að greiða fyrir smíðar og fl., gefst til vitundar, að jeg hafi falið kaup- manni Jóni Bjarnasyni í Hafnarfirði að inn- heimta þær skuldir. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringus. 5. marz 1891 Franz Siemsen. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi, 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Páls sál. Guðmundssonar frá Bóndaliól, er drukknaði 5. júní f. á., að koma fram með kröfur sínar og sarma þœr fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu pessarar auglýsingar. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 21. febr. 1891 Sigurður Jpórðarson. Gott harmonium, búið til af Einari sál. Einarssyni organista, er til sölu. Menn snúi sjer til skiptaráðandans hjer í sýslu. Skrifstotu Kjósar- og Gullbriugus. 5. marz 1891 Franz Siemsen. HÚS kaupmanns Jörgen Hansens í Hafn- arfirði eru til sölu með verzlunar-áhöldum. Lysthafendur sniii sjer til eigandans. 76 ar, Ólafssonar prests og skálds á Sauðanesi, Guðmundssonar. Gísli prestur á Desjarraýri andaðist 1784. Árni bóndi sonur hans var hinn gildasti maður, greindur vel og skáldmæltur, en forn í skapi nokkuð svo. Hann andaðist 1809, einum fátt í nírætt. Hjörleifur sterki sonur Arna var fæddur 1758, en Jón 1762. Urðu þeir bræður báðir nær hálf-áttræðir. Niðjar þeirra bræðra eru margir á lífi enn á Austfjörðum. Synir Hjörleifs voru Arni, Stefán og Guðmundur, sem jeg hefi helzt heyrt getið. f>eir voru allir karlmennskumenn. Arni dó ungur, rúmlega tvítugur. Snjólfur bóndi Einarsson á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, sem dó skömmu eptir 1860, sagði af honum svo jeg heyrði þessa sögu. þoir voru einhverju sinni báðir staddir í kaupstað saman, Snjólfur og Arni, þá um tvítugt. þar voru vogamet á trön- um á plássinu og lóð hjá á ýmsri stærð, og eitt 10 Ipd.lóð; það var stærst. Arni tók það í hönd sjer og skoðaði vandlega í krók og kring, sneri því loks við í hendi sjer svo botninn vissi upp, og horfði á, en lagði aldrei að hina hendina; setti það svo hægt niður aptur. Guðmundur Hjörleifsson bjó á Starmýri í Alptafirði, og átti börn, sem enn eru á lífi; þeirra á meðal er Stefán, bóndi á Starmýri, og Oddný, kona Jóns Hall. Um Guðmund hef jeg heyrt þessa sögu. Hann var eitt sinn um haust staddur í kaupstað á Djúpavogi með húskörlum sínum; hafði einn þeirra orðið kenndur og var staddur í búðinni ásamt Guðmundi og mörgum mönnum öðrum fyrir framan kúðarborðið um kvöld, og beiddi beyki nokkurn danskan, er í búðinni var, um að gefa sjer meira í staupinu. Beyk- 73 húsið og hittir þar þjónustustúlku í eldhúsinu. Hjörleifur á- varpar hana og spyr, hvort hann megi fleygja sjer á eldhús- gólfið, segir sjer vera hálf-illt; og leyfir hún það. Hann leggst svo endilangur á gólfið á grúfu og hefur handlegginn undir höfðinu og sofnar skjótt. þann sama dag var Guðmundur sýslumaður Pjetursson í Krossavík staddur í Yopnafjarðarkaupstað og var inni í stofu hjá kaupmanni. Varð honum gengið fram úr stofunni í eld- húsið, meðan Hjörleifur svaf, og sjer hann liggjandi á gólfinu, gengur að honum og stjakar við honum með fætinum, og segir : »þarna liggur þú, þorparinnt. Hjörleifur vaknar við, sjer sýslumann, sprettur á fætur og er hinn reiðasti, enda höfðu þeir bræður ýmugust á Guðmundi sýslumanni, þótti hann drambsamur, harðdrægur og óvæginn við fátæka. Ætlar Hjörleifur að þrífa til sýslumanns, en hanu skauzt undan inn í stofu og harðlæsti að innan. Hjörleifur hleypur þá út og er mikill asi á honum, hittir þar Jón bróður sinn, snýr sjer að honum og segir : «Hvort á jeg heldur að skera þrælinn eða rota?« Jón sjer þegar að Hjörleifur, er reiður og spyr, hvern hann eigi við. •þrælinn hann Gvönd«, segir Hjörleifur. Jón þóttist þá skilja, hvað Hjörleifur fór. Hann vissi, að Hjörleifur hafði hníf við hendina, en vildi tefja fyrir honum, svo honum rynni reiðin og hann sefaðist nokkuð; segir því: »Jeg held það sje bezt þú rotir hann, bróðir*. Tók þá Hjörleifur júffertustúf, er Iá þar á plássinu, og lamdi með honum utan húsið, svo brothljóð heyrðust í, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.