Ísafold - 29.04.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.04.1891, Blaðsíða 1
Kemur át 4 mievikudögum og, iaugardögum. Verð árg. (um ioo arka) 4 kr.; erlendis S kr Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin vjð iramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti S. XVIII. 34. Reykjavík, miðvikudaginn 29. apríl. 1891 Uýprentað : MESTUR i HEIMI eptir Henry Dbummond. Eeykjavík 1891. 69 bls. Kostar innb. 50 a. Aðal-útsala: Isafoldarprentsmiðja. Af hinu enslca frumriti lcvers pessa seldust 300,000 expl. á hálfu missiri, á þýzku komu út 25 útgáfur af því á tœpu ári, og á dönsku 5 útgáfur á einu missiri. Færeyskt fiskiveiðafjelag. í’æreyingar eru að reyna að koma á legg hjá sjer allsherjarhlutafjelagi til þilskipa- íitgerðar. Hlutirnir eru ekki hafðir stærri en 10 kr., til þess að fátæklingar geti átt þátt í fyrirtækinu. #Reynslan sýnir, að fiski- veiðar á opnum skipum hjer við eyjarnar bregðast árum saman«, segja þeir, »og við ísland getur ís hept þær, auk þess sem þar er allt af verið að amast við okkur«. Telja því eina ráðið, að korna sjer upp stórum þilskipaflota, er geti náð í aflann livar sem er. Hafa jafnframt í ráði að koma á fót þilskipaábyrgðarfjelagi, og gjöra sjer von um ríkissjóðsábyrgð fyrir skaðabót- um fyrst f stað, þangað til fjelaginu vex fiskur um hrygg. Færeyingar eiga nú 14 fiskiskútur alls, ýmist einstakir menn eða nokkrir saman um eitt skip, stundum hlutafjelög. En eitt þilskipafjelag fyrir allar eyjarnar ætla for- göngumenn þessa fyrirtækis miklu ábata- vænlegra. f>á sje miklu hægra að fá valda 106110 í stjórn fjelagsins, stjórnin margfalt ■kostuaðarminni, hægra að ná hagstæðum kaupum á skipum og öðru, er útvegurinn þarfnast, og hægra að fá vel gefið fyrir fisk- ánn á markaði. Ahætta einnig margfalt minni, að hver leggi lítið fram, en að ein- •stakir menn hætti nær aleigu sinni. Bezt, að allir skipverjar sjeu sjálfir hluthafendur, •en það verði, ef almenningur leggi í fjelag- ið, 10 kr. hver. Einn hinn helzti forgöngumaður þessa fyrirtækis, E. D. Bærentsen kaupmaður, skýrði svo frá í fyrirlestri í vetur, að Fær- eyingar hefðu árið 1889 flutt út vörur fyrir 735,000 kr., en þar af hefðu einar 109,000 kr. verið landvara, en hitt allt, 626,000 kr., sjónytjar. Fiskurinn er því aðalkaupstað- arvara eyjaskeggja. Aðrar landsnytjar, er þeir láta í kaupstað, eru varla teljandi nema peysurnar. þær nema 95,000 kr. af 109,000. Af þeim 14,000 kr., sem þá eru eptir, voru 11,600 kr., í fiðri; en ekki nema tæpar 1200 kr. í óunninni ull. (1464 pd. alls). Er það hugvekja fyrir oss Islendinga, sem látum mestalla ull vora óunna út úr land- ■inu, en sitjum svo auðum höndum meiri hlut vetrar, skjálfandi í kulda í útlendum ljereptsfötum og þess háttar ! I blaði Færeyinga, #DimmalættÍDg«, er reikningsyfirlit yfir kostnað og ábata á út- gerð fáeinna af fiskiskútum þeirra um 10 ár undanfarin. þar á meðal er »Nordlyset«, er skipstjóri og nokkrir bændur eiga í fje- lagi. í 4 ár af 10 befir tapazt á útgerð- inni, eitt árið (1886) meira en 1600 kr., en hin mest 550 kr.; aptur hefir ábatinn hin árin 6 verið margfalt meiri, þetta frá 1000 —2600 kr., og var gróðinn orðinn, að frá- dregnu tapinu, rúmar 8000 kr. við síðustu áramót, en það er 80f af stofnfjenu, er var 10,000 kr. Höfðu hluthafendum þó verið reiknaðir O'f í leigu af fje sínu á hverju ári, áður en farið var að reikna tap eða ábata. Annað fjolag, er átt hefir »Delphinen« og gert út í 10 ár, reisti sjer hurðarás um öxl með ofmiklu stofnfje, 30,000 kr., þar af 10,000 kr. að láni. Skipið aflaði vel, en arðuriun fór allur til þess framan af, að ávaxta stofnfjeð og afborga lánið. Lánið var þó fullborgað á 3 árum, og fóru þá hluthafendur að fá vexti af fje sínu, 5“/«. Árið eptir kostuðu þeir nær 5000 kr. til að eirbyrða skipið, og komust þá í 4000 kr. skuld. Tvö ár voru þeir að borga skuldina og fengu enga vexti. En síðustu 3 árin hafa þeir fengið 6°/«, 8/» og 5°/» af fje sínu. Yarþað meðfram því að þakka, að þeir lækk- uðu ábyrgðina um helming og hættu að gjalda skipstjóra fast mánaðarkaup (60 kr.) og 2 kr. af hverju saltfisksskippundi, held- ur ljetu hann hafa í kaup 10/. af aflanum (brúttótekjunum). Að hlutafjeð var svona mikið, kom af því meðal annars, að skipið var mjög vandað, alveg nýtt, og því miklu dýrara en almennt gjörist. Hefði stofnfjeð ékki verið nema 10,000 kr., segja menn að það mundi hafa endurgoldizt að fullu á þessum 10 árum, og hluthafendur þó feng- ið 4—5f> í vexti öll árin. Restorff kaupmaður, er hefir ritað grein um þetta í Dimmal., sýnir fram á, hve landið muni mikið um að samanlögðu þó ekki sje nema atvinnutekjurnar af einu þil- skipi ár eptir ár. Er þetta yfirlit hjá hon- um yfir atvinnutekjur af »Delphinen« á 10 árum, í peningum: Tekjur skipstjóra á 10 árum . 13,388 kr. — háseta............. 39,000 — — reikningshaldara (fram- kvæmdarstjóra) . . 2,615 — — hluthafenda......... 5,000 — Samtals 60,003 kr. Auk þess hefir verið keypt af kaupmönn- um handa þessu eina skipi á 10 árum fyr- ir 46,000 kr. salt, kol og vistir, en þeir hafa aptur goldið fyrir fiskinn af því, hrogn og lifur 134,000 kr. En þar að auki hafa ýms- ir aðrir haft atvinnu af þessum eina útveg og grætt á honum dálítið á hverju ári, svo sem seglgjörðarmenn, smiðir, bændur (fyrir kjöt í útgerð); vinnulaun fyrir verkun á fiskinum hafa verið 8—900 kr. á ári. —Væri til yfirlit yfir allan þilskipaútveg t. d. kaupmanns G. Zoega frá upphafi, mundi mörgum finnast til um fjárhæð þá, er þar kæmi fram.— þilskipaútvegur Færeyinga er nú þegar orðinn miklu meiri en vor Islendinga, eptir fólksfjölda, þótt vjer værum byrjaðir á hon- um löngu á undan þeim. Lánist þeim þetta nýja fyrirtækí honum til eflingar, þetta alls- herjar-fiskifjelag, komast þeir enn lengra fram úr oss; því varla hugsum vjer svo hátt enn, að almenningur, jafnt til sjós og sveita, leggi fram hlutafje til þilskipaútvegs, hvað þá heldur að nein framkvœmd sje byrjuð í þá átt. En fyrir því er hjer bent á þetta fyrir- tæki vorrar örsmáu nágrannaþjóðar, að lands- menn stingi hendinni í sinn eigin barm og hugleiði þó að minnsta kosti þann óyggjandi, margitrekaða sannleika, að ekki á efnahagur þjóðarinnar sjer neinnar verulegrar og \ar- anlegrar viðreisnar von fyr en hún eignast almennilegan þilskipaflota til fiskiveiða og lærir að hagnýta hann eigi miður eu aðrar sæfaraþjóðir, til að höndla aflann hvar sem er nærri ströndum landsins, í stað þess að bíða þess, að fiskurinn raði sjer sjálfur ein- mitt á bása þá, er landsmenn eru færir um að hirða hann á með sínum opnu fleytum. f>á fyrst, en fyr ekki, getur sjávarútvegur orðið öruggur aðalbjargræðisvegur landsbúa, annar en landbúnaðurinn, og jafnframt hans bezta stoð, að því leyti sem þar með skap- ast ákjósanlegur markaður fyrir landvöruna, í stað þess að sjómennskan á opnum skipum er að dómi vorra beztu búmanna miklu fremri landbúnaði til niðurdreps en hitt, ýmissa hluta vegna, sem hjer þarf eigi að lýsa. Brúargæzla, vegir og brúargjald. S v ar til herra Tryggva Gunnarssonar frá alþm. þoRLÁKi Gudmundssyni. II. (Síðari kafli). það gildir hið sama um brýr og vegi, að landssjóður verður að halda hvorutveggju við. Eru það ekki sömu útlát fyrir lands- sjóð, hvort hann leggur 40,000 kr. til brúar yfir Ölfusá, eða hann leggur 40,000 kr. í póstveg eða fjallveg, sem hann á að ala og annast ? f>að mætti því eins tolla vegina. Landssjóður er þegar byrjaður á því, að leggja brýr á ýmsar smá-ár á póstvegum. Vel geta 6—8 smærri brýr kostað 40,000, og ef það er rjett, að tolla eina stórbru,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.