Ísafold - 29.04.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.04.1891, Blaðsíða 3
135 Hafnará, er opt getur orðið viðsjál yfirferð- ar, en lítið þyrfti fyrir að hafa að brúa, ekki nema 7 álna haf, og ætti sýslunefndin að taka það að sjer, þar sem þetta er í þjóðbraut. Margir eru hjer samdóma herra Tryggva Gunnarssyni um, að nauðsyn beri til lögskipaðs eptirlits með öllum hinum stærri brúm. jbrátt fyrir áskorun landlæknis og um- kvörtun eins fundarmanns á sýslufundi á Akranesi í vetur hefir ekki neitt borið á, að ráðm sje bót á vanrækslu þeirri, sem hefir átt sjer stað með kúabólusetningu í sumum hreppum sýslunnar, fyr en nú þessa daga, að sýslumaður hefir fyrir skipað almenn- ar bólusetningar, hvaða árangur sem það hefir. þó ekki sje á útkjálka lands- ins, veit jeg af 14 ára gömlum ungl- ingum óbólusettum, sem hafa þó verið hreifingarlausir í sömu sókn; en hvað langt er síðan hefir verið bólusett reglulega, get jeg ekki dæmt um; það hefur ljósast verið gjört fyrir mitt minni. Almennar skoðanir á fje hefir sýslumaður nú einnig fyrir skipað. Mýbasýslu (Hraunhreppi) 23. apríl (sumardaginn fyrsta) : Til þessa hefur Hraunhreppinga lítið verið getið í blöðum, en það er þó vert að geta þess, sem gjört er. Eptir þvf sem frjezt hefur úr nálægum hreppum, mun mega fullyrða, að þeir hafa gengið á undan öðrum í því að mennta ungmenni, þar sem þeir hafa í marga und- anfarna vetur, einkum þrjá hina síðustu, kostað mann, kennara, eingöngu til að upp- fræða börn sín. Mestan þátt í því hetír átt Jónatan bóndi Salómonsson á Hjörsey, sem ásamt sambýlismanni sínum Sigurði Guðmundssyni hefur haft manninn á heim- ili sínu meiri 'nluta hins umgetna tíma, og, auk þess að láta kenna sínum eigin börn- um, hafaþeir tekið börn aföðrum víðsvegar úr hreppnum, og jafnvel víðar, um langa tíma, með mjög vægri meðgjöf, í samanburði við hvað það getur kostað að taka mann á heimilið fyrir fá börn, og líka munu þeir um nokkurn tíma hafa gefið börnum sumra fátæklinga bæði fæði og kennslu. Hjá þess- um mönnum lýsir sjer mjög sómasamleg menntunar- og framfaratilfinning barnanna vegna og velvild við sveitarfjelagið, og væri vel, ef fleiri tæki sjer slíkt til fyrirmynd- ar. —........... I.IM.II Leiðarvísir ísafoldar. Fyrirspyrjendur eru beðnir: a) að hafa jafnan fyrirspurnir sjer á blaði, en ekki innan um annað, í brjefum o. s. frv.; b) að hafa á ept- ir hverri spurningu nœgilega eyðu fyrir svarið ; c) að láta nafns síns getið, — ekki til birtingar, heldnr til leiðbeiningar fyrir ritstj., ef viö þarf. Qagnslausum fyrirspurnum eða almenningi ó- viðkomandi er ekki svarað. 730. Er það samkvæmt löguœ, að taka lögtaki það fje, sem áður er veðsett og þinglýst ? Sv.: Lögtaki má taka það, en ekki selja öðru visi en eptir samkomulagi við veðhafanda, nema lögveð sje, svo sem t. d. fyrir brunabótagjaldi. 731. í tilskipun um sveitarstjórn á Islandi 4. maí 1872 39. gr. stendur: Hún (sýslunefndin) skal semja reglugjörðir um notkun afrjetta, fjall- skil, fjárheimtur o. s. frv. Enn, eptir 19 ár. er engin slík reglugjörð útkomin frá sýslunefndinni í Kjósar- og Gullbringusýslu. Hverjum ber að halda sýslunefndinni til hlýðni í þessu efni ? Sv.: Amtsráðinu, samkvæmt 52. gr. tilvitnaðra laga. 732. Er ekkert húsfólk, karl eða kona, gjald- skylt til styrktarsjóðs handa alþýðufólki (lög 11. júl! 1890), hvort heldur það er einhleypt eða hefir eitthvert skyldulið fram að færa, eða er skepnulaust eða ekki ? Sv.: Nei, að eins vinnufólk (,,hjú“) og „þeir sem vinna fyrir sjer i lausamennsku“. Sbr. frekar næstu fyrirspurn. 733. Hver er greinarmunur á húsfólki og lausafólki, ef hvorutveggja er einhleypt og á engar skepnur? Sv.: Einhleypt fólk (þ. o. sem ekki hefir heim- ili forstöðxx að veiia) getur eigi að lögum verið i húsmennsku. það verður því að teljast með lausafólki, sje það ekki í vist (og sektast, ef það hefir eigi útvegað sjer lausamennskuleyfi). 734. Mega eigi fráfarandi og viðtakandi semja sín á milli um álag jarðar, án þess að láta taka jörðina út af úttektarmönnum ? Sv.: Nei, ekki svo gilt sje, ef leiguliðar eiga í hlut. Sjá lög 12. jan. 1884, 30. gr.: „þá er leigu- liðaskipti verða á jörðum, skal taka þær út“ o. s. frv. (Lagas. handa alþýöu 111. 307). 735. Er fráfarandi af jörðu skyldur að selja viðtakanda hús og fyrningar heys og eldiviðar m. m., sem hann á á jörðinni, eptir mati úttekt- armanna, ef hann—iráfarandi —getur hagnýtt sjer það fyrir meira verð á annan hátt, nefnil. ef einhver býður hærra verð en virt er ? Sv.: Já, sjá lög 12. jan. 1884, 9. og 10. gr. (Lagas. III. 301—302). 736. Nær eigi rjettur skuldunauts eptir siðara kafla 27. gr. i lögum 4. növ. 1887 til að undan- skilja frá fjárnámi helztu hfsnauðsyn.jar, 20 kr. eða 120 kr. viröi, einnig til opinberra g.jalda (landssjóðs, prests, kirkju, sveitar), þ. e. þegar taka skal slik gjöld fjárnámi ? Sv,- Nei. Sjá niðurlag tilvitnaðrar greinar. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. januar 1861 er hjer með skorað d alla pá, er telja. til skulda í dánarbúi Jóhannesar Guðmundssonar frá Borg, er drukknaði í Stokkseyrarveiði- stöð 25. p. m., að bera fram kröfur sín- ar og sanna pœr fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birt- ingu pessarar auglýsmgar. Sömuleiðis er skorað á alla pá, er skulda dánarbúinu, innan sama tíma að gjöra skil fyrir skuldum sínum. Skrifstofu Árnessýslu 31. marz 1891. Sigurður Briem, settur. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn hinn 23. nœstkomandi maímánaðar verður eptir ósk ekkjufrúar Kristínar Skúladóttur haldið opinbert uppboð í Kirkjubæ á Rangárvöllum á allskonar húshlutum, bœði innan húss og utan, rúmfatnaði, reiðverum, reipum, eld- húsgöngum o. s. frv., miklum sauðfjen- aði og hrossum m. fi. Uppboðið byrjar kl. 10 fyrir hádegi. Uppboðsskilmálar verða auglýstir á itpp- boðspinginu. Skrifstolu Rangárvallasýslu 10. apríl 1891. Páll Briem. Samkvcemt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á erfingja Einstínveigar Einars- i 92 hans, þunguð að sagt var, og missirisgamalt barn þeirra hjóna; vinnumaður Magnúsar og 2 vinnukonur. En meybarn þeirra Magnúsar, ungt, hafði Magnús flutt til ömmu þess í Helgafellssveit, Ljótunnar Asmundsdóttur, prests garnla á Breiðabólstað á Skógarströnd; það hjet Alfrún. Hana átti síðar Guðmundur Guðmundsson á Stóra-Hrauni. þeirra son var Sigurður spítalahaldari á Hallbjarnareyri, þar áður hjet Ondverðareyri. Sigurður var faðir Guðmundar spítalahaldara, föður Ólafs prests á Hjaltabakka (+ 1866). 3. kap. Frá Guðbrandi og þormóði skáldi. Guðbrandur Jónsson var hinn mikilhæfasti maður, svo jafnan hefur verið orð á gjört. Hann var maður vel viti borin, hraustmenni mikið og sægarpur svo mikill, að nálega vissu menn engan hans jafnoka á hans dögum. f>ess er áður getið, að þormóður skáld fekk Brynhildar systur hans. Var hún sögð allskapstór, sem segir í þætti þormóðar. það er sagt, að þeir mágar, Guðbrandur og þormóður, ræddu eitt sinn um sjóferðir, og þótti jpormóði hann gera lítið úr sjómennsku sinni, því Guðbrandur sagði að lítt þyrfti hann að stæra sig af sjómennsku, þó sumt hefði hann yfir flesta aðra; er þá mælt að jþormóður hafi sagt, að bíða mætti bann þess, að reyndan mundi hann fá sig, en miklu líkara er það, að slíkt væri spá lians en að hann gerði galdraveður síðan að Guðbrandi; því jafnan var Guðbrandur vel til f>or- móðar. Einmælt er það, að Guðbrandur vísaði Brynhildi 89 stuðning af veggnum við bakið, segir hann að Benidikt megi koma, ef hann langi til. Benidikt hleypur svo á hann, en karl tekur í móti honum svo, að hann tekur annari hendi í bringu hans og hinni um buxnalinda, vegur hann upp og leggur á hrygginn ofan í poll, sem var þar á hlaðinu, og segir um leið: »Jeg kann ekki að glíma, Bensi«. Eiríkur dó í Hofteigi hjá síra Sigfúsi, á áttræðisaldri. Hann var alla æfi mjög heilsuhraustur og varð ekki meint af neinu. J>áttur af Guðbrandi Jónssyni sægarpi og Þorsteini sterka syni hans. Eptir Guðbeand Stuelaugsson. 1. kap. Frá œtt og uppruna Guðbrandar. Guðbrandur hjet maður og var Kristófersson. Hann bjó í Sellóni í Helgafellssveit. Oddný hjet kona hans, ættuð úr norðurlandi. Voru þeirra synir Guðmundur og Jón. Guðmundur bjó í Höskuldsey og átti Margrjeti eldri Jónsdóttur að norðan, en sumir telja úr Rauðseyjum, eina af börnum Jóns Rauðseyjaskálds Guðmundssonar, er sagðnr var ættaður úr norðurlandi. Pjögur eru talin börn þeirra

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.