Ísafold - 29.04.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.04.1891, Blaðsíða 2
134 sem þetta hefur kostað, þá er líka rjett, að tolla allar þessar smærri, sem jafnmikið hafa kostað. Hr. Tr. G. segir : »vilja menn leggja þetta gjald á sig og eptirkomendurna til þess, að margir óviðkomaudi geti fengið gefins ferð yfir fiestar stórár á landinu ?« Hverjir eru þessir óviðkomandi menn ? f>að geta þó víst ekki verið aðrir en út- lendingar. Mundi ekki hin núverandi kynslóð vera þakklát feðrum sínum og hinni horfnu kyn- slóð, ef þeir og hún hefðu eptirlátið mörg þörf stórvirki í landinu, þó að nú þyrfti að halda þeim við ? |>að er skylda vor að gera allt sem vjer vel getum gert fyrir hina komandi kynslóð; en það getur ekki verið skylda vor að ganga berir og skilja eptir blóð í sporunum. Hr. Tr. G. telur það sanngjarnt, að tolla brúna á Olfusá og allar stórbrýr, sem gjörðar verða í landinu. En jeg tel það ósanngjarnt og óráðlegt. þ>að er að elta vissa menn í sjerstökum sveitum með nýjum skatti og mynda þar á ofan nýjan embættismannaflokk í landinu, sem ekki mundi verða Ijettari byrði á eptir- komendum vorum en viðhald og endur- reisn á brúnum. Mikið af gjöldum mundi ganga til að launa tollheimtumönnunum, og á sumum stöðum hrykki tollurinn ekki að launa manninum. Aðalástæðan er sú, að landið er stórt og strjálbyggt og árnar margar, sem brúa þarf. f>etta er ein aðalástæðan á móti tollinum, að þjóðin er á víð og dreif um þetta land- flæmi, og þar af leiðir, að umferðin er svo lítil um hverja brú fyrir sig, að það ber sig ekki að tolla þær, nema tollurinu sje svo hár, að hann misbjóði kröptum flestra vegfarenda og fæli þá frá að fara brýrnar. f>að gleður mig, að nú er hr. Tr. G. farinn að sjá, að það er tjón fyrir menn, að fá ekki stórárnar brúaðar fyr en seint og síðar meir, og að það getur orðið mönn- um og gripum að fjártjóni. Hversu mikill framfarahnykkur var það því ekki fyrir austursýslurnar, að brúar- gjörðin á Olfusá var tafin í þinginu um heilan tug ára fyrir mótstöðu einstakra manna(!). Hjer er jeg þá kominn að því merkilega atriði í ritgjörð hr. Tr. G., að hann sjer ekki neitt rjettlæti í því, að Hallur á Horni, Auðunn á Ondverðarnesi og Lýður á Langa- nesi sjeu að leggja fje í landssjóð til að brúa Olfusá o. s. frv. Jeg geri ráð fyrir, að þessir þrlr karlar, sjeu friðsamir og fari aldrei í mál á æfinni. Samt verða þeir að borga dómsvaldinu, af því að þeir eru 1 þjóðfjelaginu, en aðrir, t. a. m. hjer fyrir sunnan, eru opt í mála- ferlum og þurfa á dómsvaldinu að halda. f>eir Hallur og hans fjelagar eru heilsu- góðir og leita aldrei til læknis, en verða þó að borga þeim. Er þá rjett, að Oræfasveit eða Austur- Skaptafellssýsla borgi til strandferðanna ? Höf. virðist þeir, sem brúna fara, hafa talsverðan hag í samanburði við þá, sem á ferju fara. Hjer væri of miklu til kostað og fyrir sigri þessa máls of lengi barizt, 'ef hagurinn ekki væri verulegur. ge—— — Jeg skal leitast við að gera hr. Tr. G. þá ánægju, að rökstyðja það, að ekki er ástæða til að tolla brýrnar fyrir það, að lögferjur hafa verið og eru keyptar af hverjum einstökum, sem hefir þurft að nota þær. Ef engin sýnileg ráð væru þekkt til að brúa ár, þá væri sjálfsagt, að landsjóður kostaði ferjurnar að öllu leyti á póstvegum og fjallvegum. Hjer við bætist, að ferj- urnar hverfa af sjálfu sjer jafnskjótt og brýrnar komast á, og engin ástæða er til að ætla, að þær framfarir haldi ekki áfram, því það er nú lögboðið að brúa ár og læki svo fljótt að því verður við korníð. Skyldi nokkur ástæða vera til að efast um, að ferjurnar á Laugardælum og Kotferju legð- ust niður, þegar brúin er komin á ána hjá Selfossi ? Jeg sje það, að hr. Tr. G. hefir ekki breytt skoðun sinni frá því við vorum saraan á þingi á þessu stóra þarfa- og fram- faramáli þjóðarinnar, brúamálinu. Hann álítur enn sem fyr, að hjeruðin eigi að taka lán hjá landssjóði til að brúa stórárnar, því að landssjóði sje ofvaxið að kosta það. |>etta er þungskilin þjóðbúskaparfræði. Mjer virðist það vera líkt og ef húshóndi, sem hefði mörg hjú, og þyrfti að láta vinna eitthvert stórvirki, segði: »þetta verk þarf að gera, en það er ofvaxið öllum mínum hjúum að gjöra það með samtökum og fjelagsskap, en jeg ætla að láta eitt eða tvö gera það; þau geta þá lánað krapta hjá hinum, ef þau hafa ekki afl á því sjálf«. Skipströnd. í ofsarokinu að kveldi hins 12. þ. m. fór kaupskip í strand á Bíldudalshöfn. Skipverjar voru allir stadd- ir á landi. Sömu nótt hvolfdi kaupfari á Isafjarðar- höfn, »Christiane« frá Stafangri, er nýlega var þar komið með vörur til verzlunar Lárusar Snorrasonar, og drukknuðu menn allir (5). Tvö líkin fundust daginn eptir, skipstjóra og stýrimanns, sjórekin á Kirkju- bólshlíð, hinumegin við fjörðinn. Skipið var nýaffermt og ekkert komíð í það aptur. Stóð ekki upp úr nema rúmlega kjölurinn, þar sem það lá á hvolfi á höfninni, við óslitnar akkerisfestar, og námu siglutrjen við botn,—stóðu þar föst. Hvalveiðabátur hafði gert tilraun að snúa því upp, en tókst ekki. Sýslranaður settur. Landshöfðingi hefir sett cand. polit. Sigurð Briem til að þjóna Vestmannaeyjasýslu frá 1. maí þ. á. Hafís. Af Ströndum (Kollafirði) er ísa- fold skrifað 20. f. m.: »Hinn 24. f. m. gerði norðan kafaldsgarð, og þegar upp birti að kvöldi hins 26. s. m., var allt fullt af haf- ís, sem rekið hafði inn í hretinu. Eptir þetta stillti til og voru góðviðri, en frost á nóttum, þangað til hinn 7. þ. m., þá gerði norðankafaldsbyl með miklu veðri og fann- komu, en undra litlu frosti, 4—5° mest. jpegar kafaldið birti upp hinn 10., var all- ur ís horfinn, og urðu því allir fegnir. En skömmu sfðar fór hann að reitast inn aptur inn með Ströndunum, svo allir firðir eru nú fullir hjer inn frá. þ>ó er autt að sjá fyrir utan íflóanum, svo þetta er að líkindum að eins hroði, sem verið hefir á fjörðunum nyrðra þegar meginísinn ’rak út. jpetta er allt flatís«. ísafjarðardjúp segir nýkominn vestan- póstur verið hafa fslaust, er hann vissi síð- ast til. f>ilskipaveiði- Frá því síðast (15. þ. m.) hafa þessar fiskiskútur hjeðan úr bæn- um og af nesinu komið inn með afla: »Njáll« (J. Jónss.) 6000 fiskjar »Clarina« (Bun. Á.) 4000 — »To Venner« (J. |>.) 4000 — »Haraldur« (Ásg. |>.) 3000 — »Einingin« (Bergþ.|>.) 3000 — »Matthildur« (J. T. Z.) 158 tnr. lifrar. Aflabrögð. Undir Jökli afbragðsafli enn, í öllum veiðistöðum þar hjer um bil, og jafn- vel inn með Eyrarsveit. En við Isafjarðar- djúp ördeyða,—eins og heita má hjer syðra á opin skip. Skaptafellssýslu miðri 5. apríl: Tíð hefir verið góð í allan vetur hjer um pláss; að vísu var mikið frost um tíma f roarz, 12—16°, en jörð var auð og því al- staðar hagar. Alstaðar er að kalla aflalaust í austursýslunni, nema eitthvað nálægt 100 í hlut á einn bát í Nesjum. Nokkuð mik- ill fiskur kom inn um Hornafjarðarós, og hafðist svo dauður úr firðinum að góðum mun, einkum fyrir Nesjamenn, sem næstir voru. Heybirgðir og skepnuhöld góð. Ný- lega vildi það slys til, að piltur, Björn Ey- mundsson í Dilksnesi, skaðaðist á byssu. Skotið hljóp í handlegginn og reif í sundur skinn og aflvöðva. Hann er undir læknis umsjón, og lítur út fyrir að hann liggi í sumar. J. John9en, kaupmaður á Papós, er nú búinn að selja Papósverzlun manni í Kaupm.höfn, Nielsen að nafni, sem er sagð- ur vel efnaður maður. Boegarfjakðaksýslu 22. aprít (slðasta vetrardag): Sjaldgæft er að tíðindi sjeu mikil færð hjeðan; enda hefir veturinn liðið viðburðalítið. Að sönnu hefir veður- átt verið mjög vinda- og úrkomusöm, og óstöðug til lands og sjávar, en aptur á móti frosta og snjóa lítið, með þvi að nú horfir til fulls bata, og jörð víða farin að lifna. Skaðar eða slys á mönnum og fjen- aði hafa litlir orðið; dálítið vart við bráða- pest síðastl. haust á stöku stað, einkum í Skorradal og á Hvalfjarðarströnd. Snemma í marz tók unglingsmann upp í norðanroki á Hávarðstöðum í Leirársveit, og lærbrotn- aði, er hann kom niður; hann var fyrirvinna hjá fátækri móður. Talsvert orð er gjört á óprifum í sauðfje, víðsvegar um sýsluna, einkum kennt votviðrum og leka á húsum; líklega er aðalorsökin fullkomið skeytingar- leysi með böðun undanfarna tíð. Óskandi væri, að menn yrðu nú sam- taka i að baða fje rækilega í vor, þegar það fer úr ullu, sem og ung lömb. Jafnvel þó. hagasamt hafi verið í vetur, eru fley d för- um hjá stöku mönnum, og eru þeir ekki færir um hart vor; því innigjafir hafa verið tíðast sökum hrakviðra; enda hey sögð í ljettara lagi vegna misjafnrarnýtingar í fyrra, sumar. I ofsaveðrinu aðfaranótt 13. þ. m. fauk hey-hlaða, hjá Jóni hreppstjóra Kala- staðakoti, og talsvert af heyi. Sömul. fauk önnur hlaða hjá Stefáni hreppstj. á Hvícanesi, og mikið af heyi snemma á þorranum. |>ó framkvæmdirnar sjeu í smáum stíl enn hjá mörgum, virðist almenut vera vakn- aður hjer áhugi á húsa- og jarðarbótum og meðvitund um nytsemi þeirra — að mínu áliti fremur af þjóðrækni en af smámuna- legri ágirnd í búnaðarstyrk; enda eru til heimili hjer í sýslu, sem að hvorutveggja, skara fram úr, jafnvel þóvíðar sje leitað, t. a. m. Hvítárvellir og Leirá. Víðsvegar reist- ar heyhlöður árlega; einnig nokkuð víða timbur-íveruhús. Geta má þess, að í fyrra sumar Ijet húsfrú Steinunn Sivertsen í Höfn reisa stóran og rúmgóðan bæ, jafnframt í þeim tilganga, að geta viðhaldið sinni al- þekktu gestrisni; þar er á nærri bænum,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.