Ísafold - 09.05.1891, Síða 1
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin s;e
til ótgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. i Austurstrœtí 8.
K.emui út á mtgvikudögum og_
laugardögum. Verð árg.(um
100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
XVIII. 37
Gestrisni náttúrunnar.
Upp til fjalla á eg vin,
Einmitt þar á geatrisnin
Milda sumarbústað blíðan ;
Tekur öllum hlýrri hönd,
Hún er ekki gestavönd,
Og þeim veitir fagnað fríðan.
Heimakominn eg þar er,
Ospart má eg lesa mjer
Ber af blómgu lyngi.
|>að laðar oss að sjer hið bláa borð,
Berjahlíð þín er það, móðurstorð!
Vjer þekkjutn allir þetta borð,
þ>að er handa, er handa almenningi.
Aleinn þangað opt eg fer,
Ó, hve vel hún tekur mjer !
Sjerstaklega á sólskinsdegi,
|>á við blómin, börnin þín,
Blessuð fjallagrundin mín !
Á eg samtal, þó eg þegi.
Miklu sælli eg þó er
Ef þú, vinur ! fylgir mjer;
Maður manns er gaman.
Við minnumst þá á allt fagurt, inndælt á
Æskugleðin verður tvöföld þá,—
Vjer minnust þá allt inndælt á
Allt sem vinir, sem vinir tala saman.
B.takni Jónsson.
Bjargráðamal.
Fiskiverkun. Bjargráð.
Kærir sjómenn ! jpjer muDÍð flestir hafa
lesið brjefið frá konsúlnum í Bilbao, sem
prentað ér í 23. blaði ísafoldar; og er von
að öllum yður gremjist, sem gert hafið yður
far um, að vanda verkun á fiski yðar sum-
arið 1890, þegar slík yfirlýsing kemur, að
verr hafi verkað verið en nokkru sinni áður,
og er eigi að furða, þótt þjer viljið hrinda
því af yður sem hægt er; enda hafa nú góðir
menn, bæði á Akranesi og í Beykjavík, látið
til sín heyra, og ýtarlega tekið fram ýmis-
legt það, sem nokkrir kaupmenn eru valdir
að, og sem nú kemur í ljós hjá þeim, sem
þegar þessa daga byrja að þvo fisk úr keröld-
um, og skipta eigi um sjó í þeim nema 3—4
sinnum á dag, eða enn sjaldnar.
þ>að er ekki ólíklegt, að þetta mál verði á
dagskrá nú framan af sumrinu af beggja
hálfu, sjómanna og kaupmanna; því vöru-
vöndunin er áhugamál allra vandaðra manna,
og þá ríður mest á því, að hlutaðeigendur
geri sjer sem mest far um, að halda fram
viðleitni sinni í fiskiverkuninni, ekki sízt
eins og nú er ástatt.
Reykjavík, laugardaginn 9. maí.
Fiskur hefir sjaldan eða aldrei verið eins
vel verkaður og fallegur á suðurlandi og
við Faxaflóa, eins og í fyrra sumar, 1890; og
þótt brjef konsúlsins í Bilbao sje rjett og
sannort, um þann fisk, Sem á Spáni var
seldur, og hann talar um, þá er það vafa-
laust, að þeir farmar, sem þangað hafa
fluttir verið, hafa verið af verra taginu, ann-
aðhvort beinlínis af völdum seljenda (Af-
skibernes), eða þá af því, að skemmdir hafa
komið að fiskinum í skipunum, eða, ef jeg
mætti svo að orði komast — þeir farmar,
sem konsúllinn á við, hafa verið »undir ann-
arlegu flaggú.
Sjómönnum verður ekki einum um kennt;
sjómenn selja hjer ekki prima-úsk. Sjómenn
selja að eins nr. 1 og 2, og nr. f er ekki
prima, en kaupmenn (Afskiberne) velja apt-
ur úr þessu nr. 1 það, sem þeir og »vragar-
ar» gera úr prima. Hvað markaðinn á
Spáni snertir, hlýtur þó ábyrgðin að lenda
á seljendunum, og er það hörmulegt, ef ein-
scaka kaupmenn bökuðu sjálfum sjer og öllu
suðurlandi, eða ef til vill öllu landinu, það
tjón, að missa af fiskmarkaði á Spáni.
Hvað sem öllu þessu líður, þá verðum við
að halda því föstu, að fiskur mun aldrei
bafa betur verið verkaður á suðurlandi og
við Faxaflóa heldur en 1890 (í fyrra), og
þótt nú ávíturnar sjeu ekki verðskuldaðar,
ættu sjómenn samt, þótt fiskurinn sje lítill,
að gera sjer allt far um að verka fiskinu svo
vel sem framast er auðið, ekki einungis
þetta litla af þorski, sem fengizt hefir, held-
ur allan þann fisk, sem fást kann; því
ekki er ólíklegt, að fiskurinn verði í háu
verði.
Fiskurinn frá Faxaflóa hefir ekki verið
illa verkaður allur 1890, eptir því sem út-
dráttur úr skýrslu danska konsúlsíns í Syra
á Grikklandi til utatiríkisráðgjafans danska
skýrir frá ; hann segir :
»Sökum dráttar þess, sem orðið hefir hjá
tollstjórn þessa bæjar á því, að gefa út
skýrslu um þorsk, sem er hin eina danska
vörutegund, er hingað flyzt yfir England,
hef jeg frestað að senda yðar excellenzíu
ársskýrslu mína.
»Jeg flýti mjer því að senda yður hjermeð
skýrslu um þessa vörutegund, og sjáið þjer
af henni, að árið 1890 hefir hingað verið
flutt yfir England 203,804 kílógr. af þorski
(saltfiski) frá Danmörku (sama sem 1275
skpd.), og að eins 2060 kílógr. frá Frakk-
landi».
»í desember f. á. sendi P. C. Knudtzon &
Sön mjer til reynslu 4 litlar tunnur með
þorski, sem hæsta verð fjekkst fyrir, vegna
gæða hans».
»þ>aó væri æskilegt, að hin dönsku skip,
sem að eins koma við í Piræus, kæmu einnig
við í vorri höfn, því þá gætu ekki að eins
P. C. Knudtzon & Sön, heldur einnig allir
fiskikaupmenn sent mjer fiskinn beina leið
hingað, í staðinn fyrir að senda hann yfir
Liverpool; jeg mun takast á hendur að sjá
um hagsmuni þeirra bæði sem kaupmaður
1891.
og sem danskur konsúll, til þess að þeir þurfi
ekki að eiga neitt á hættu.
»Verðið á þorski (þyrsklingi?) árið sem leið
var hjer á staðnum 30—32 drökmur, og á
ýsu 3 drökmum minna fyrir hver 56 kilogr,
(112 pd.»).
Athgr. Verðið, sem konsúllinn nefnir, er
sama sem 61—65 kr. fyrir skippundið af
þyrsklingnum, og 55—59 kr. skpd. af ýsunni.
Drakman sama sem franki, er hjer talin
71 e. Syra er eyja í Grikklandshafi, 1J
míla á stærð, fólkstala nær 30,000, og lifa
eyjarskeggjar mestmegnis á verzlun og sigl-
ingum,—-enda á meiri hluti þeirra, um 22,000,
heima í stórum kaupstað á eynni, er heitir
Hermupolis (þ. e. Hermesarborg).
þar sem nú sunnlenzki fiskurinn í fyrra
hefir orðið fyrir þeim skemmdum, að hann
gat eigi náð verðskulduðu áliti á Spáni, en
þorskur, smáfiskur og ýsa, sem til Grikk-
lands fór, hefir reynzt vítalaus, og sýnis-
horn P. C. Knudtzons & Söns sjerlega gott,
þá ættu nú bæði kaupmenn og sjómenn að
gera sitt hið ýtrasta til þess, að allur fiskur
yrði sem bezt verkaður þetta sumar, og þar
sem það að mestu verður »jaktafiskur», þá
er það þeim mun hægra. það er sá tími
kominn nú, að jeg ætla eigi að fást um
undirbúninginn ; en leyfi mjer að minna á
þvottinn o. fl.
f>votturinn þarf að vera vandaður, — þótt
aldrei nema allir viti það ; það þarf að þvo
fiskinn úr hreinum sjó. Ef þvegið er úr
tunnum eða kerum, þarf að skipta um sjó á
2 stunda fresti að minnsta kosti, þannig, að
öllu óhreinu, allri slepju sje úr ílátinu hvolft
í hvert skipti; og það er ósómi mikill fyrir
hvern kaupmann, að vanrækja þetta eða líða
að það sje vanrækt. Kaupmaðurinn má
ékki búást við, að verkamenn hans þvoi
þanu fisk, er þeir eiga sjálfir, betur heldur
en hann heimtar af þeim á sínum fiski; og
mjer virðist meiri líkur til þess, að það
verði kaupmanninum að kenna, frekar en
sjómönnum, verði eigi fiskverkunin góð á
þessu sumri. • Lendi við sama, þarf hingað
spænska »vragara», eins og var hjer fyrir
miðja öldina.
Að pressa fiskstaflann, er einkar-áríðandi,
þar fiskurinn við það þornar langtum fyrri.
|>á er þurkurinn. Ef ætlazt er til, að fisk-
urinn verði prima, þá verður að þurka hann
svo vel, að ekkert lát sje í hnakka, þótt
þumalfingri sje á stutt; þetta vita allir, sem
fisk hafa verkað; en atriðið er að gera það.
Jeg ætla nú að biðja bjargráðanefndirnar,
þrátt fyrir allt vanþakklæti, að gera það sem
þeim er hægt til að styðja að því, að allir
vandi fiskverkunina sem bezt að verður, og
það hlýtur að vera áhugamál allra, sem hlut
eiga að máli. Meira að segja, það er ekki
ráðvandur maður, sem vill halda vöru sinni
í rneira gildi en hún er verð, — vill koma
því út sem góðri vöru, sem á ekki það nafn
skilið.
Hvað bjargráðin snertir, þá munu nefnd-
irnar hrinda af sjer þeim óverðskuldaða ó-
hróðri, sem einhver hefir verið að gefa út