Ísafold - 09.05.1891, Side 2

Ísafold - 09.05.1891, Side 2
146 frá sjer í pukri, eða einhverjir, og munu skýrslur ýmsra nefnda sýna, að þær skoða eigi bjargráðin sem heimsku eður óþarfa, og að hraut þeirra er ekki eins ógreið á öllu íslandi, eins og á einstöku stað hjer syðra, og í nefndunum eru margir svo viljagóðir menn, að það er illa gert að bakbita þá; sjómenn eiga reyndar ekki úr háum söðli að detta hjá sumum; en mjög óvíða er eins lítið gert fyrir sjómenn, eins og á okkar landi, og samt verða allir að játa, að lífs- Staða þeirra er hin hættulegasta og opt hin bágasta, en fegnirverðabinir að neyta þess, er þeir með sveita og hættu afla. Ef bjargráða- nefndir gætu nú orðið fjelagsbræðrum sín- um til liðs, þá er það vanhugsað, að deyfa þær og draga úr þeim, eða gera gys að þeim og aðgjörðum þeirra. Hann, sem lægði vind og sjó á vatninU Genezaret, hann fór öðruvísi með sjómenn, sem á sínum tíma skal verða frekara skýrt. Að svo stöddu skrifa jeg ekki meira um þessi mál, en skora á alla sjómenn að gera hið ýtrasta að hjálpa sjálfum sjer, og á kaup- menn og alla aðra, að hjálpa sjómönnum í því, sem þeir geta, sjer að meinalausu. I júnímánuði, ef lifi, mun jeg hreifa frek- ar við bjargráðum. Staddur í ftvík 1. maí 1891. 0. V. Gíslason. Búnaðarskólinn á Eiðum. Fyrir þremur eða fjórum árum lá nærri, að hann væri lagður niður. Harðærið hafði hnekkt viðgangi hans og margt annað, svo hann var kominn í skuldir ; var það því orð- inn almennur vilji bæuda, að hann væri að fullu og öllu fyrir borð borinn. En þrátt fyrir þjarkið allt um þad mál fram og apt- ur varð þó sú niðurstaðan, að honum skyldi haldið áfram. Nýr skólastjóri var kosinn og ný reglugjörð samin og svo hefir líklega verið sett ný skólanefnd til yfirumsjónar. Síðan hefir árferðið batnað, og stjórn skólans þótt fara miklum mun betur úr hendi og meira unnið en áður. Nú er ekki annað sýnilegt, en að skólinn eigi framtíð fyrir höndum ; fjárhagur hans hefir stórum batn- að og álit hans hefir aukizt meðal alþýðu eystra, sem ekki er minnst um vert, ef til vill. Að ári er von um, að 16—18 nám- sveinar verði á skólanum, 10—11 í eldri deildinni og 6—7 í hinni yngri. Hjer kemur það fram, sem optar, að fram- farastofnanir hjer á landi eru öllum þorra manna sem óráðnar gátur. Allir þjóta upp til handa og fóta að ráða þessar gátur, þeg- ar þær eru bornar upp. þeir hafa gaman af að reyna sig á því að ráða þær. En þeir eru færri, sem ráða þær rjett, og þegar þeir sjá, að ekki gengur eptir ráðningu þeirra, þá segja þeir, að gáturnar sje vitlausar. þeir einir, sem ráða þær rjett, standa þá eptir og reyna til að fá hina á sitt mál. En það tekst þeim ekki nærri því ávallt. þeir verða ofurliði bornir með atkvæðafjölda á sýslunefndarfundunum o. s. frv. Búnaðarskólinn á Eiðum er eiun af þess- um ráðgátum , en þeir, sem rjeðu rjett, virð- ast nú hafa borið sigurinn úr býtum, sem betur fór. Margt ber til þess, að menn ráða ekki þessar gátur rjett, og þó einkum það, að menn skortir þá þekkingu, sem sprettur af reynslu. Greindir geta að vísu nærri, en reyndir vita betur. Menn eru óreyndir sem unglingar, og »bráðgeð er bernskan», segja menn ; þeir vilja, að þessar nýju stofnanir beri margfaldan ávöxt á fyrstu árum, já, það mætti nærri segja, að margir bviist við uppskeru áður en búið er að sá. I öllum ákafanum út af þessu árangursleysi gleyma menn alveg að gæta skynseminnar, og heimta tafarlaust, að allt sje rifið niður, sem byggt hefir verið. f>eir eru hræddir við að bygg- ingin hrapi ofan á þá, eða með öðrum orð- um : þeir óttast, að þessi stofnun verði þeim aldrei til neins gagns, heldur að eins til koscnaðarauka. þessu ungæði manna fylgir það meðal annars, að þeir hirða ekki hót um að færa í lag það, sem aflaga hefir farið, bæta úr því, sem ábótavant er, og gleyma því alveg, að stofnunin geti til nokkurs gagns verið, úr því allt gengur ekki eins og í sögu þegar í upphafi. Jeg kalla þetta ungæði, því að ekki eru menn almennt svo skyni skroppnir, að þeir geti ekki skilið, að ómögulegt er, að slík stofnun sem t. d. búnaðarskóli geti á fyrstu árum fullnægt þeim kröfum öllum, sem gjörð- ar eru til hans í stofnskrá hans eða reglu- gjörð. Landar eru svo opt á þessum tímum Ameríkumenn i uppástungum og áætlutium sínum; en þeir verða að sætta sig við að vera Islendingar í framkvæmdinni, annars fer illa fyrir þeim. En ef þeir sníða sjer stakk eptir vexti, færa sig smátt og smátt upp á skaptið, þá geta þeir komizt langt, mjög langt á veg, eptir ástæðum. f>eir mega bara ekki gefast upp, þó seint gangi; en — þá brestur þrautseigjuna ; það er einn gall- inn á þeim. Búnaðarskólinn á Eiðum er hin nytsam- asta stofnun fyrir Austfirðinga. Að henni ættu þeir að hlynna eptir megni, svo kennslukraptar gætu aukizt og nemendum fjölgað, og þeir geti fengið þaðan menntaða og framtakssama bændur. Bjabni Jónsson. Húsagjörðarlán til tveggja presta- kalla- Presturinn að Hvammi í Norðurárdal hefir fengið leyfi til að taka 2650 króna lán »til að byggja á staðnum sterkt og vandað timb- urhús, 12 álna langt og 9 álna breitt, með porti og múruðum kjallara undir úr grjóti, járnþakið og járnvarið mót helztu regnátt- áttum« ; og presturinn að Gaulverjabæ í Elóa Ieyfi til að taka 2800 króna Ián til þess að byggja á staðnum »tvíloptað timb- urhús 11x12 álnir á stærð, járnþakið og járnvarið mót suðri og austri, ásamt sjer- stöku útibúri með torfveggjum og járnþaki 6x4£ al. á stærð, er sje tengt aðalhúsinu með járnþaktri skúrbyggingu«. Lán þetta, handa Gaulverjabæjarprestakalli, ávaxtist og endurborgist af tekjum prestakallsins ekki síðar en á allt að 25 ára fresti. Af hinu láninu, Hvamms, endurborgist að minnsta kosti 130 kr. á ári 5 fyrstu árin og síðan eigi minna en 100 kr. árlega, auk vaxta. A báðum stöðunum eiga húsin að vera komin upp sama árið og Iánið er tekið og vera vátryggð gegn eldsvoða fyrir að minnsta kosti 3000 kr., prestarnir að halda þeim vel við og svara þeim á sínum tíma eða bú þeirra í gildu standi eða með fullu álagi. Húsin eiga að vera eign prestakallanna í stað núverandi baðstofu, búrs, eldhúss og bæjardyra. Sveitfestisbrögð- Altítt er, eins og menn vita, að sveitarstjórnir beitast brögð- um til að firra hver sína sveit væntan- legum þyngslum af ómögum, eða skara hver eld að sinni köku. I síðustu Stjórnar- tíð. er úrskurður eptir amtmanninn í norður- óg austuramtinu, staðfestur af landshöfð- ingja, sem sýnir, að stundum verður mönn- um hált á hellunni með slíkar brellur. Kvennmaður, sem var búin að vera 9 ár í Skriðuhreppi í Eyjafirði, er þá vistuð af húsbónda sínum á bæ í næsta hrepp, Krossastöðum í Glæsibæjarhreppi, að £ eitt ár, og talin vera þar í sjálfsmennsku að f sama árið, og telur sig eiga þar heimilis- fang að öllu leyti, og svo herma einnig vottorð úr embættisbókum Bægisár- og Möðruvallaklaustursprestakalla,en var kaupa- kona á 2 bæjum í Skriðuhreppi um sumarið og át þar (á þeim 2 bæjum) upp kaup sitt veturinn eptir og vistaðist síðan aptur á öðrum þeirra um vorið, hjá sama húsbónda sem hafði sagt henni árið áður, að hún fengi eigi þar að vera lengur, og hafði hreppstjórinn í Skriðuhreppi haft þau sömu orð við hana optar en einu sinni. Amt- maður úrskurðaði því kvennmanninn (Sæ- unni Pjetursdóttur) sveitlægan í Skriðu- hreppi, þrátt fyrir eins árs vistina utan hrepps, »eins og hún virðist vera til komin og henni hefir verið varið«, segir hann. Kirkjugjaldsskylda kennimann- legrar stjettar. I síðustu Stjórnartíð. er prentað landshöfðingjabrjef frá 25. febr. þ. á., þar sem hann út af fyrirspurn frá biskupi lætur í ljósi það álit sitt, að prest- um, uppgjafaprestum og prestsekkjum beri eigi að gjalda Ijóstoll til kirkju, samkvæmt venju frá ómunatíð, en legkaup beri öll- um andlegrar stjettar mönnum að borga fyrir sig og sína, eptir sömu reglum sem aðrir. Um lausafjártíund til kirkju frá and- legrar stjettar mönnum segir hann, að und- anþágan undan henni í reglugj. 17. júlí 1782 nái að eins til presta í embættum, en eigi til uppgjafapresta eða prestsekkna; en síðan tíundarlög 12. júlí 1878 komu út, hafi því verið haldið fram í landsh.br. frá 1880, að með þeim væru allar undanþágur frá tíundargjaldi af lausafje afnumdar, en þeim úrskurði hafi sumir prestar eigi viljað hlíta, og muni því innan skamms verða leitað dómsúrslita um það atriði. Gjaldskylda uppgjafapresta og prestsekkna til presta. I sama brjefi segir landshöfðingi, að um lausafjártíund frá þeim stjettum til prests sje sama að segja og um lausafjártíund til kirkju, en að engin heimild sje til, hvorki í lögum nje í fastri venju, að undanþiggja þær frá öðrum gjöldum til prests, svo sem offri og lambs- fóðri.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.