Ísafold


Ísafold - 13.05.1891, Qupperneq 2

Ísafold - 13.05.1891, Qupperneq 2
150 ar í íslenzkri þýðing (1667) ; hefir sú bók að sjálfsögðu verið til í landinu á þýzku og kunn meðal prestanna nokkru áður en hún var þýdd. þ>á voru einnig þýddar á íslenzku prjedikanir eins hins andríkasta guðfræðings á þýzkalandi: Jóhanns Arndts. Sálmar hins ágætasta prótestantiska sálmaskálds, Pauls Gerhardts, voru einnig kunnir og lesnir á íslandi. Hið helzta af því, sem út kom á jpýzkalandi, fór ekki fram hjá ís- lenzku guðfræðingunum þá. Jeg er miklu hræddari um, að það kunni að fara fram hjá þeim núna. (Niðurl.). Fbiðrik J. Bergmann. V er ðlagsskr áahneyksli. íslendingar, sjer í lagi sunnlendingar, hafa getið sjer eius konar Heróstratesar-frægð fyrir tíundarsvik, og mundi eigi bæta úr skák, þótt þeir öðluðust líkan lofstír fyrir vitlausar verðlagsskrár, einkum ef augsýni- legt væri, að vitleysurnar væru sprottnar af vísvitandi sviksemi. Jeg hef lauslega litið yfir verðlagsskrárn- ar hjer sunnanlands, sem ganga í gildi næst- komandi 14. maí, og rekið mig þar á 2 atriði, sem hafa hneykslað mig stórlega. I verðlagsskrá fyrir Vestmannaeyjasýslu standa einlit lambskinn á 60 aura hvert, sem er það verð, er eyjakaupmenn gáfu fyrir þau í fyrra sumar bæði í eyjunum og í Vík, þ. e. Vestmanneyingum, Bangvelling- um og Skaptfellingum þeim, er við þá verzluðu; þó er þessi vörutegund sett í verðlagsskrá Bangárvallasýslu á 28 aura, og í verðlagsskrá Vesturskaptafellssýslu á 12 (tólf!) aura. þetta er þó víst eitthvað ekki hreint.— Arnesingar hafa þó komið þeim í 30 aura. Harður fiskur stendur í verðlagsskrá Vest- mannaeyja á 30 kr. vættin. jpað er kunn- ugt, að verðið varð þar og í Vík austur, þegar uppbótin var komin, 130 kr. skpdið fyrir harðfisk nr. 1, og 120 kr. fyrir nr. 2. Vestmanneyingar hafa þá sett harðfiskinn í sína verðlagsskrá á 120 kr., með hliðsjón af konungsúrskurði frá 2. marz 1853, þar sem leyft er að færa niður landauraverð gegn vörum til verðlags gegn peningum. Bn í verðlagsskrá Vestur-Skaptafellssýslu er vætt- in af harðfiski sétt á 20kr. 50 aura, og í verð- lagsskrá Bangárvallasýslu á 15 kr. 6 aura! þ>að hefur þá kostað Bangvellinga nálægt 60 kr., að flytja harðfisk á 2 hesta út í eyjar; Arnesingar hafa fengið 85 kr. 12 aura fyrir skippundið, eptir því sem þeirra verðlagsskrá sýnir. jpessar tölur þurfa engrar frekari útlist- unar við; þær tala bezt sjálfar. í aprílm. 1891. Þ- Kirkjumálið á Akranesi. í 19. blaði ísafoldar þ. á. hefir herra H. J. ritað um fundi, sem haldnir voru í Skipá- skaga, sýslufund 25.—27. og hjeraðsfund 28. f. m., og lýsir þar meðai annars ályktun hjeraðsfundarins um svo kallað kirkjumál hjer í Garðaprestakalli. En með því að opt vill það til, að ekki er öll saga sögð, þegar einn segir frá, þá sýnist vel við eiga, að málefni þetta sje ljóslega skýrt, þar sem það á annað borð er komið fyrir almenn- ingssjónir. f>að er mörgum kunnugt, að hjer á Innra- Hólmi var kirkjan eflaust ein af þeim, sem fyrst voru reistar hjer í suðurumdæminu, og stóð hún hjer öld eptir öld, þar til hún var lögð niður, og rifin 1815, að tilhlutun þáverandi eiganda Innrahólms, konferenz- ráðs M. Stephensens, með konungsúrskurði frá 12. apríl s. á., og var þá Innrahólms- sókn lögð undir Garðakirkju, og þótti þeim söfnuði, er þá kirkju hafði sótt, það óþægi- leg viðbrigði og erfiðleikar á ýmsan hátt hvað tíðagöngu áhrærði m. fl. Nokkuð opt var það í ráðagerð hjá eigendum og ábú- endum Innrahólms, að endurreisa hjer kirkju, sem þó aldrei náði framkvæmd. |>egar jeg kom hingað árið 1883, var mjer greinilega sagt um allt þetta, af greindum, innlendum mönnum hjer, og jafnframt því að veturinn áður hefði sóknarnefndarmaður einn, sem átti heima í Skipaskaga og var í húsvitjun með sóknarprestinum, verið að safna undirskriptum hjá sóknarmönnum, að þeir gæfi samþykki sitt til þess, að Garða- kirkja yrði flutt ofan í Skipaskaga, sem mönnum hjer geðjaðist mjög illa að. f>á var farið þess á leit við mig, hvort jeg vildi ekki ráðast í að sækja um leyfi til að mega reisa hjer kirkju ; var þá af hinum tilvonandi söfnuði skrifað bónarbrjef, með undirskriptum, ásamt vottorði sóknarprests- ins, að hann væri fús að þjóna kirkju á Innra- hólmi sem annexíu, og öll skjöl málsins send hlutaðeigandi prófasti, sjera f>órði sál. í Beykholti, og var það gert með fullu samykki sóknarnefndarinnar í Garðaprestakalli. Bn það ár fyrirfórst hjeraðsfundur, sökum veik- inda og því næst fráfalls prófastsins. Næsta ár, 1884, komst þetta mál til umræðu á hjer- aðsfundi, eptir áskorun minni ; en þar sem þá bæði vantaði skjöl málsins, og nokkrir af fundarmönnum voru á þeirri skoðun, að kirkjutekjur af þeim þá fyrirhugaða söfnuði væri of litlar til þess, að kirkja gæti borið sig af þeim, þá gat sá hjeraðsfundur engan úrskurð á lagt, enda sá jeg sjálfur— við ná- kvæmari íhugun,—að kirkja mundi ekki geta borið sig hjer, af þeim tilvonandi fastatekj- um, sem henni báru, þar ekkert fje var fyrirliggjandi, nema ef fengizt hefði einhver partur af Garðakirkjusjóði. Af þessum ástæðum veiktist von manna hjer um að geta haldið þessu fyrirtæki á- fram, með því líka að þá var ekki alveg vonlaust um, að Garðakirkja yrði endurreist á þeim stað, sem hún nú er, og allt stæði við sama óbreytt, sem allir hjer á innnes- inu hefðu gert sig hjartanlega ánægða með. En nú er það orðið augljóst, að íbúar Skipaskaga hafa sterkan ábuga og jafnvel gera sjer vissa von um, að Garðakirkja verði flutt ofan í Skagann, og til að geta komið því í kring, hafa þeir á safnaðarfundum leit- azt við að fá sóknarmenn til að gefa jáyrði sitt til þess. Að síðustu var haldinn allsherjar safnað- arfundur í Garðakirkju 5. marz 1889, þar sem allir sóknarmenn áttu að gefa atkvæði sitt með eður móti því, hvort sóknarprest- urinn sæti í Skipaskaga framvegis, eðurflytti sig á prestssetrið, þ. e. Garða, og hvort Garðakirkju skyldi endurreisa þar, sem hún er, eða flytjast ofan í Skipaskaga ; atkvæða- fjöldi átti þar að skera úr málum, eins og lög gera ráð fyrir; var þangað safnað úr Skaganum öllum sem vetlingi gátu valdið og atkvæðisrjett höfðu, ef ekki höltum og vön- uðum. En atkvæði móti því, að kirkjan væri flutt, urðu svo mörg, að málið varð ekki útkljáð. Allir eða velflestir Innra- Araneshreppingar og þeir í Skilmannahreppi voru því algjörlega mótfallnir. Eptir þetta sýndist nú lítil von til, að Garðakirkja fengist endurreist á sama stað. þ>ví til staðfestingar eru ásamt öðru orðatil- tæki í frjettapistli af Akranesi 24. marz s. á., þar stendur svo : »f>etta fjelag (o: æfingar- fjelag, sem það er kallað), hefir líka haft ár- lega á dagskrá að fá flutta Garðakirkju í Skagann». f>etta sýnir, hve mikið áhuga- mál Skagabúum er og hefir verið að fákirkj- una flutta, og verður ekki annað fundið en að það sje þeim svo mikið kappsmál, að bú- ast má við, að það, þegar minnst varir, verði framkvæmt, sem þó er þvert á móti vilja allra í innri parti safnaðarins, sem eðlilegt er vegna vegalengdar o. fl. Af hjer að framan sögðum ástæðum hefir kviknað nýr alvarlegur áhugi að koma upp kirkju hjer á Innrahólmi, fyrir innri part sóknarinnar; og í tilefni af því skrifuðu (ekki nokkrir) heldur allir, sem vilja og ætla sjer að sækja þá kirkju,— að undanteknum tveimur, sem þó nú ætla sjer að vera með, — undir bænarskrá til hjeraðsfundar á síð- astliðnu sumri, um að fá leyfi til að byggja optnefnda kirkju. En þar eð ákveðinn hjer- aðsfundur í haust fórst fyrir sökum lasleika hlutaðeigandi prófasts, varð málið ekki rætt fyr en á hjeraðsfundi, sem haldinn var í Skipaskaga 28. f. m., eins og segir í upp- hafi greinar þessarar, og urðu þar þau mála- lok, að hjeraðsfundurinn í einu hljóði sam- þykkti leyfi til þessarar kirkjubyggingar. Hvað því viðvíkur, sem herra H. J. segir í áminnztri grein sinni, að jeg hafi viljað skammta sóknarstærðina, þá er það mis- skilningur eður röng útlegging, heldur var það þannig, að hjeraðsfundurinn fjellst al- gjörlega á þá skoðun mína, að tilvotiandi kirkja á Innrahólmi gæti ekki borið sig með minni sókri en jeg stakk upp á, en engan veginn með þann part af sókninni,sem Skaga- menn vildu láta hana hafa. Hvað herra H. J. á við með því, er hann tekur svo til orða : »þau málalok urðu fyrir fylgi prófasts», veít jeg ógjörla, en sje svo, að það eigi að gefa mönnum í skyn, að pró- fastur hafi verið mjer hlutdrægur móti sann- færingu sinni í sóknarskiptingunni, þá setur hann með því blett á sjálfan sig, en alls engan á herra prófastinn ; vörn á móti þess háttar slettum er honum og hans alkunna rjettsýni og samvixkusama skyldurækni. þ>ar sem H. J. segir, að jeg hafi lagt fram brjef með undirskriptum nokkurra manna, sem kváðust heldur vilja eiga sókn að Innra- hólmi en Görðum, verð jeg að lýsa algjör- lega ósannindi; það hefir víst engum komið í hug, því síður að nokkur hafi óskað þess eður undirskrifað; það er Skipaskagakirkja, sem þeir ekki vilja eiga sókn að. Sje herra H. J., sem ritar greinina í Isaf. 2. þ. m., sami maðurinn og sá, sem talaði á fundinum í Skaganum 28. f. m., sem jeg varla get efað, þá furðar mig ekki á, þó hann álíti, að Innrahólmskirkja komist af með litla sókn og litlar tekjur; því á fund- inum sagði hann í heyranda hljóði, að Innra- hólmskirkju mætti byggja eins vel af 1000 kr., eins og Skipaskagakirkju af 6000. Eptir hvaða mælikvarða hann reiknar það út, veit jeg ekki; mun sá guð, sem Skagamenn dýrka, vera þeim mun vegsamlegri en sá guð.sem þeir í Innri-Akraneshreppi trúa á og tilbiðja, að þeim fyrnefndu hæfi veglegt musteri, enhinum meðalskemmukofi ? I greininni í Isafold kvartar hr. H. J. yfir efnaskorti til kirkjubyggingar í Skaganum, þegar Innrahólmskirkja sje búin að fá sinn part, það er að segja: efnaskorti til að byggja svo dýra og veglega kirkju, sem sam- boðið er kröfum tímans. En mun þá Innra- hólmskirkja vera undanþegin þeim tímans kröfum ? eða hefir ekki sönn guðsdýrkun sömu kröfur alstaðar á öllum tímum ? En eigi Skagakirkja að byggjast Skagakaupstað til skrauts, þá hefir ínnrihólmur ekkert að leggja á móti því ; ósk og tilgangur minn og allra hlutaðeigenda er, að Innrahólmskirkja gæti orðið einum og sönnum guði til dýrðar og ríki hans til útbreiðslu. Innra-Hólmi, 25. marz 1891. Arni porvaldsson. Póstgufuskipið Laura, sem fór til' Vestfjarða 2. þ. m. samkvæmt áætlun, lengst til Isafjarðar, og með henni allmargt farþega, kom aptur í fyrri nótt. Tafðist á vestur--

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.